Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 27
Einu sinni var er leiksmiðja fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Innritun og nánari upplýsingar í síma 23943. GALLERt hefur til sölu málverk eftir Jóhannes Kjarval, 60x150 cm (Þingvellir) og málverk eftir Ágrím Jónsson, 70x80 cm. Anni Kjems. Tværvej 58, DK- 2791, Köbenhavn Dragor. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! esex HAÍJMAt. .31 HUOAOimVlUg QIQAJSVIU0HOM J MORGUNBLAÐIÐ MEIMNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 C 27 DJASS/Lagasmidir eda tónskáld? Listitt tekin alvarlega Islandsdjassinn upphóf árið 1989 með glans — Tómas R. Einarsson með sextett í Norræna húsinu og Vilhjálmur Guðjónsson með sextett í Heita pottinum. Jólafríið hófst á heimsókn Hall- dórs Pálssonar, altista, í Heita pottinn, en þar blés hann með kvartett Árna Schevings. Hall- dór Pálsson kann sinn djass og ekki hefur bráðfallegur altótónn hans bliknað í Svíþjóð. Á efnis- skránni voru klassísk verk sem djassmenn leika gjaman þegar lítið tóm gefst til æfinga. Arni átti margan góðan víbrafónsóló- inn og við bíðum bara eftir að hann taki sér tak og fari að sinna djassinum af þeirri alvöru sem manni með hans hæfileika ber. skylda til. Undir lokin kom einn af jóladrengjunum frá Banda- ríkjunum og blés nokkra ópusa með Halldóri. Tveir altóar og Sig- urður Flosason annar. Það var orðið heitt í Pottinum og Sigurður kynti vel og meira að segja orðvör- ustu menn sögðu að nú væri drengurinn farinn að svínga. Sigurður var í liði Tómasar R. Einarssonar bassaleikara er sló upp djassveislu í Norræna húsinu fyrir rúmri viku. Þar voru á efnis- skrá tíu nýir eða nýlegir ópusar eftir Tómas, ýmist leiknir af kvartett; sá var skipaður þeim tvímenningum ásamt Eyþóri Gunnarssyni, píanista og Birgi Baldurssyni, trommara eða sext- ett þar sem Ásgeir Steingrímsson trompetleikari og Össur Geirsson básúnuleikari bættust í hópinn. Manni leið eins og á mennta- skólatónleikum hjá Brubeck í gamla daga í upphafi, þó maður hafí aldrei verið þar nema með plötúnum. Troðfullt Norræna hús- ið og allir þögðu og hljómsveitin glerfín og bassaleikarinn alvarleg- ur eins go hann væri í Marsalis- bandinu. Svo upphófst tónlistin og þegar Sigurður Flosason tók upp barýtonsaxafóninn og blés ballöðu hljómsveitarstjórans, Sorg, þá fór manni að líða ansi vel. Sigurður hefur tón a la Sergie Charloff og sú ætt og eykur þama við fáskrúðuga flóru íslensks djassblásturs. Tómas R. Einarsson kallar sig lagasmið og fékk styrk úr Tón- skáldasjóði Rásar 2 til þess að semja þessi verk. Það skiptir ekki höfuðmáli hvort menn kalla sig lagasmiði eða tónskáld — djassinn blómstrar fyrst og fremst í hljóð- færaleiknum og þama var hann pottþéttur — sérílagi á rólegri nótunum. Það er eins og sú lína falli okkur íslenskum best — ekki síst tónsmiðum Tómasar. Fyrr- nefnd Sorg, Vangadansinn norr- æni svo og gullfallegur ópus sval- ur: Trúnaður í stofunni, lifa best í minni undirritaðs eftir þessa tón- leika auk blúsins um Hampton Hawes: Blár í gegn. Skrítla eins og Tyrkneski baðvörðurinn (sem upphaflega var helgaður Guðrúnu Símonardóttur, Tyrkja-Guddu) gekk ekki upp í flutningi þeirra félaga því tryllingurinn í sam- spunanum var ekki fyrir hendi — aftur á móti gekk trommugrín Birgis Baldurssonar í aukalaginu, Stríðsdans, betur. Tómas R. Einarsson tekur tón- sköpun sína alvarlega og mættum við eignast sem flesta slíka. Mað- ur saknar þess t.a.m. að heyra ekki meira frá Stefáni S. Stefáns- syni sem hélt þessa dúndurtón- leika með tentett í Norræna hús- inu nýkominn frá námi í Banda- ríkjunum. Lífsbaráttan er hörð á íslandi og djassmenn þurfa ekki síður opinbera styrki en aðrir tón- listarmenn. Á sunnudagskvöldið var lék Vilhjálmur Guðjónsson með sept- ett sínum eigin verk í Heita pottin- um. Þar sem Tómas viðheldur hinum klassíska djassi hallast Vil- hjálmur oft á rafsveifina með fönkívafí. Það skortir þó ekkert á djasssveifluna í tónlistinni og mik- ið er alltaf gaman að heyra Krist- in Svavarsson blása í saxafónana sína. Hann gerði margan góðan hlutinn í Heita pottinum á síðasta ári. Tónleikar Vilhjálms voru hljóðritaðir og heyrast vonandi brátt á Rás 2. Þá er bara að hlusta eða mæta í Heita pottinn sem fyrst. Þar er alltaf djass á sunnudagskvöldum. ettir Vernharð Linnet UTSALAN HEFST A MORGUN *' 'tt kortatímabil nýjum vörum meðan útsalan stenduryfir. V/SA RIH SNORRABRAUT 56 SIMI 13505 ■14303

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.