Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 12 C HAGFRÆDI/ Vergarþáttatekjur; eitthvab ofan á braubf „ Vorum að taka upp nýiar vergarþáttatekjur eftir Sigurð Snævarr Þjóöin var ekki fyrr búin að læra að tala um verga þjóðarfram- leiðslu og jafnvei landsframleiðslu er sérfræðingamir komu með nýtt vergt orð inn í efnahagsumræðuna; vergar þáttatekj- ur. Þessar tekjur hafa verið þó nokkuð í efna- hagsumræðu und- anfarinna vikna og verða án efa margtuggðar í kjaraviðræðum næstu vikna. Skltug landsframleiðsla? Byijum á byijuninni. Hvað þýðir vergur? Það merkir að afskriftir véla, tækja og fasteigna séu inni- faldar. Með afskriftum er átt við slit og úreldingu þessara tækja og eigna í framleiðslunni. Orðið sjálft mun fornt og þýða skítugur. Endur- fæðing þessa orðs á sér nokkra sögu. Á erlendum tungumálum eru notuð hugtökin „brutto“ og „netto“, sem falla illa að íslenskri málfræði. „Netto“ var þýtt með hreint og andhverfa þess er skítugt. Hrein hljómar ágætlega (og þýðir að af- skriftir hafi verið dregnar frá fram- leiðslunni), en „skítug landsfram- leiðsla“ hljómar allt að því dóna- lega. Verg landsframleiðsla er þó alltént pent hugtak, þótt ekki sé það þjált í munni a.m.k. við fyrstu, tilraun. Þáttatekjur Með framleiðsluþáttum er átt við vinnu, fjármagn (þ.e. vélar og tæki) og land. Verðmætin skapast fyrir tilstuðlan þessara þátta. Þáttatekj- ur eru þær tekjur sem koma í hlut framleiðsluþáttanna. Þær greinast í laun, sem greidd eru fyrir vinnu, rekstrarafgang og afskriftir, sem koma í hlut ijármagnsins og rentu af landi. Gildi landsins er mun minna en var á öldum áður, en á 18. öldinni héldu „fysiokratar“ því fram að öll verðmæti kæmu frá landinu. Vergar þáttatekjur eru því samtala launa og launatengdra gjalda, afskrifta og rekstraraf- gangs. En hver er þá munurinn á vergri landsframleiðslu og vergum þátta- tekjum? Landsframleiðslan er hærri en vergar þáttatekjur, sem nemur óbeinum sköttum. í krónum talið var mismunurinn á síðasta ári um 85 milljarðar króna. Landsfram- leiðsla á hvert landsins barn var um 1 milljón en þáttatekjur á mann um 750 þúsund krónur. Landsframleiðslan mælir því nánast hvað framleiðsla landsmanna myndi Hlutfall launa af vergum þáttatekjum, 1973-88 -80 kosta útúr búð. Óbeinir skattar eru auðvitað ekki til skiptanna milli launþega og fyrirtækja. Af rekstrarafganginum þurfa fyrir- tæki að greiða fjármagnskostnað og tekju- og eignarskatta, en það sem eftir stendur er þá hreinn hagn- aður. Launatekjur eru langstærsti tekjuliður heimilanna, eða u.þ.b. 70%, en að auki koma lífeyristekjur og vaxtatekjur. Þessum tekjum verja heimilin síðan til greiðslu telqu- og eignarskatta, fjármagns- kostnaðar og til einkaneyslu, en mismunur tekna og gjalda er spam- aður. Með ráðstöfunartekjum heim- ilanna er venjulega átt við heildar- tekjur þeirra að frádregnum tekju- og eignarsköttum. Tekjuskipting Skipting framleiðsluverðmætisins milli launa og fjármagns er kjarni umræðunnar um efnahags- og kjaramál. í þeim umræðum hefur margsinnis verið minnst á hlutdeild launa í vergum þáttatekjum, sem er hundraðshluti launa af þáttatekj- um. Hlutdeild launa í vergum þáttatekj- um hefur sveiflast mjög á íslandi á undanfömum 15 árum. Lægst var hlutur launa tæplega 60% árið 1973, en á árunum 1987-1988 hef- ur hlutur launa verið rúmlega 70%. Undanfarin 10 ár hefur hlutdeild launa verið að meðaltali 67%, þ.e. að í hlut launþega hafa komið 2/3 hlutar verðmætanna. í Morgunblaðinu 4. þ.m. er haft eftir Steingrími Hermannssyni, for- sætisráðherra, „Ég geri mér vonir um að .. .launahlutfallið færist þannig í það horf sem það er víðast hvar í nálægum löndum, eða um 65-66% af þáttatekjum." Þetta er einnig svipað meðaltali undanfarins áratugar. Þjóðhagsstofnun áætlar að þáttatekjur hafi verið um 185 milljarðar króna og lækkun hlut- falls launa um 5-6%, þýðir tilfærslu frá launþegum til atvinnurekstrar um 10 milljarða króna, sem er um 80 þúsund krónur á ári á hvern vinnandi mann. Hlutfall launa hækkkaði um 8% frá 1986 til 1987 úr 64% árið 1986 í 72% 1987, en sú tilfærsla frá atvinnurekstri til launþega nemur um 15 milljörðum á verðlagi 1988. Ekki er blöðum um að fletta að þessi hækkun launa- kostnaðar er stór hluti af þrenging- um atvinnurekstrar á okkar tímum. Samanburður við onnur lönd Þegar Iitið er til annarra landa kem- ur í ljós að hlutfall Iauna hefur far- ið lækkandi undanfarinn áratug. Þróunin í Svíþjóð er þar einkar at- hyglisverð, en hlutfall launa þar var nær 75% árið 1977, og hefur lækk- að ár frá ári þar til nú er það rnælist- rétt um 65%. Víðast hvar í þeim löndum sem við berum okkur helst við er hlutfallið 65-67%. Sam- anburður landa á milli er þó ætíð varasamur. Benda má á, að mis- munandi er frá landi til lands, hvemig skattlagning skiptist milli launþega og fyrirtækja, en í löndum þar sem beinir skattar em einkum lagðir á fyrirtæki mætti ætla að launahlutfall væri lágt. Þá má einn- ig nefna að uppbygging atvinnulífs hefur hér áhrif. I bændasamfélag- inu eru nær allir sjálfstæðir at- vinnurekendur og fáir launamenn, og hlutur launa því lágur. Fjöldi launþega á móti sjálfstæðum at- vinnurekendum getur því haft af- gerandi áhrif á launahlutfallið. Höfum flutt starfsemi okkar fyrst um sinn á Lyngháls 3 Erum byrjaðir af fullum krafti aftur. Kappkostum að veita sem besta þjónustu eins og áður. Kæling hf., símar 32150 - 33838 LÆKNISFRÆÐI/£fr^ ber aö gætat Botnlangabólga Undir lok þessa nýbyijaða árs er á verkjasvæðið. Hann hefur verður nákvæmlega öld liðin enga lyst á mat og oft ber á ógleði eftir Þórarin Guðnason frá því Charles McBurney flutti erindi í Félagi skurðlækna í New York um botnlangabólgu. Fyrir- lesturinn birtist skömmu síðar á prenti og telst með réttu til klassískra rit- verka um læknis- fræði. Botnlanga- bólga er í eðli sínu banvænn sjúkdómur og hafði óáreitt framið hervirki sín allt frá dögum hinna fyrstu foreldra, ef að líkum lætur. I rauninni hafði aldrei sannast hvað varð fórnarlömbum hennar að aldurtila. Krufningar leiddu í ljós ígerðarbólgu og gröft í kviðar- holi og almennt var álitið að veik- in ætti upptök í þeim hluta ristils- ins sjálfs sem liggur hægra megin neðan til í kviðnum og nefnist botnristill. Hitt hafði ekki hvarflað að neinum að botntanginn, þessi mjói „speni“ út úr botnristlinum og varla lengri en litlifíngur, gæti komið jafn-illu af stað. En fyrstur til að öðlast vitneskju í því efni var samtímamaður og samlandi McBurneys, meinafræðingurinn Reginald Fitz í Boston. Og sem hann hafði gert sér ljósan uppruna sjúkdómsins gaf hann honum nafn; orðið botnlangabólga hafði aldrei fyrr verið til í tungumálum heims- ins. Þannig ruddi Fitz brautina fyrir McBurney og aðra skurð- lækna sem gerðust framheijar i sókn gegn þessum háskafulla sjúk- dómi. Og hann lét ekki þar við sitja heldur hvatti þá óspart til dáða. í fyrirlestrinum fræga varpaði McBumey hinu nýja ljósi á sjúk- dóminn, rakti gang hans og ein- kenni og skýrði áheyrendum frá meðferð sem hann og örfáir starfs- bræður hans voru famir að beita með glæsilegum árangri. Hann lýsti í smáatriðum botnlangatö- kunni sem enn í dag er við hann kennd, kölluð McBurneys- skurður, og hefur lítið breyst á hundrað ámm umbrota og byltinga sem orðið hafa og allt- af em að gerast í nútíma-læknisfræði. Líklega hafa arftakar McBumeys í engu breytt um stefnu hans eins hressilega og því að reka sjúklinga sína á fætur áður en sólar- hringur er liðinn, en hann hleypti þeim ekki fram úr rúminu fyrr en fjórum vikum eftir aðgerð. Eins og allir vita nú er botnlangabólga töluvert algengur sjúkdómur. Fólk getur veikst af henni á hvaða æviskeiði sem er en oftast þó í æsku, nánar tiltekið á tvitugs- og þrítugsaldrinum. Þótt böm fái hann síður en unglingar er hann hættulegri á fyrstu ámn- um, bæði vegna þess að líffærin eru þá verr undir það búin að veita viðnám og svo er örðugra að greina slíkan sjúkdóm hjá þeim sem hafa lítinn skilning á samvinnu læknis og sjúklings og geta kannski ekki einu sinni sagt til. — Gömlu fólki er botnlangabólga líka skeinuhætt og stafar það að sumu leyti af viðn- ámsskorti líffæra svipað og hjá börnunum en einnig af því að sjúk- dómurinn hagar sér oft nokkuð á annan veg í öldnum en ungum og reynist þá erfiðari í greiningu fyr- ir bragðið. Fyrstu einkennin eru oftast nær óþægindi um eða fyrir ofan nafla en flytjast svo eftir nokkrar klukkustundir niður á við og til hægri (sjá mynd). Verkurinn áge- rist smám saman og sjúklingurinn fer að kvarta um eymsli ef þrýst og jafnvel uppsölu þegar honum elnar sóttin. Á þessu stigi er að jafnaði lítil eða engin hitahækkun. Hálfu eða einu dægri eftir fyrstu einkenni fer gmnur um botnlanga- bólgu væntanlega að styrkjast, en gangur sjúkdómsins er næsta mis- hraður og einkennin að sama skapi mismunandi greinileg. Lækningin er uppskurður, og sé hann fram- kvæmdur í tæka tíð em batahorfur mjög góðar. En hvað gerist ef sjúklingur með bólginn botnlanga liggur í rúmi sínu áfram og áfram og fær enga læknishjálp eða ekki tekst að greina sjúkdóminn? Það sem gerist er eitt af tvennu; annaðhvort hjaðnar bólgan og honum batnar — í bili að minnsta kosti — eða hún ágerist og botnlanginn „springur“, með öðmm orðum: Drep kemur í þunnan vegg þessa hola líffæris og á það dettur gat en þarmainnihald morandi í sýkl- um hellist út í kviðarholið og lífhimnubólga með háum hita og illri Iíðan er komin til sögunnar. Önnur líffæri í grenndinni, helst gamalykkja eða netjusnifsi, reyna að veita hjálp í viðlögum og leggj- ast yfir gatið svo að saurlekinn megi stöðvast. Ef það tekst breið- ist lífhimnubólgan einungis yfír lítið svæði; ígerð myndast gjarnan en lífi sjúklingsins -er borgið. Á hinn bóginn er voðinn vís ef eitrið heldur áfram að streyma út úr þarminum. Það er ástand sem frá örófi. alda hefur banað þeim sem lutu í lægra haldi fyrir þessari ókennilegu veiki. Hún heitir nú botnlangabólga og er enn sem fyrr hið versta flagð, þótt sýklalyf síðustu áratuga hafi bjargað mörg- um úr klóm hennar þegar í óefni var komið. Þau eiga að hluta heið- urinn af því að nú á dögum deyja fáir úr botnlangabólgu, en lang-' mest er það samt því að þakka að tímarnir eru aðrir og aðstæður breyttar frá því sem áður var. Sem betur fer skilst flestum nú orðið að botnlangasjúkling þarf að skera upp og því fyrr sem hann kemst á spítala, því meiri von er um skjót- an og góðan bata. Eftirþankar 1. Menn skyldu forðast að taka verkjastillandi meðul þegar þeir eiga í vændum læknisskoðun vegna kviðverkja. Lyf af því tagi „grímuklæða" sjúkdóminn og gera lækni óhægt um vik að meta ein- kenni. 2. Gjaldið varhuga við hægðalyfj- um þegar botnlangabólga gæti hugsanlega verið á ferðihni. Þau herða á garnahreyfingum og eru vís til að flýta fyrir því að botnlang- inn springi. Stólpípugjafir ber einn- ig að varast. 3. Ómálga barn, sem grætur öðru hvoru eða í sífellu klukkustundum saman á þeim tíma sólarhrings sem það er vant að sofa vært, gæti verið með botnlangabólgu; og enn- þá líklegra væri það ef uppköst fylgdu með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.