Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 MEZZOFORTE Þeir hafa fengið sig fullsadda af undirleik ■ Hafa sagt skilið við drauminn um heimsfrægð ■ Eru að senda frá sérdýrustu plötu sem gerð hefurverið hérlendis eftir Urði Gunnarsdóttur/mynd Bjarni Eiríksson ÞAÐerliðinn langurtími frá því síðast heyrð- ist í Mezzoforte. Hljómsveitinni sem hefur komist efst íslenskra hljómsveita á breska vinsældalistann og á sértraustan áhangenda- hóp á meginlandi Evrópu og Norðurlöndun- um. Nú eru Eyþór, Frissi, Jóhann og Gulli að senda frá nýja plötu, þá áttundu í röðinni. Saman og hver í sínu lagi hafa þeir spilað á svo að segja annarri hverri íslenskri dægurla- gaplötu, alltfrá Hauki Morthenstil Megasar. Þeir hafa fengið sig fullsadda af því að leika undir hjá öðrum og ætla að einbeita sér að eigin tónlist og eigin hljómsveit. Nýhafið ár verðurhelgað Mezzoforte. Við höfum mælt okkur mót á Hressó eitt napurt síðkvöld í svartasta skamm- deginu. Illvígir og kófdrukknir herra- menn slást nærri útidyrunum án þess að nokkur skipti sér af þeim og skvaldrið í salnum hækkar eftir því sem lækkar S glösunum. Forvitn- ir gestir gjóa augunum á strákana, sumir hugsa eflaust með sér hvar þeir hafí séð þessi andlit áður en flestir þeklqa þá. Slíkt láta strák- amir ekki á sig fá, enda uppteknir af nýju plötunni og því sem kann að fylgja í kjölfarið. Gjörþekkjum vinnu hvers annars Þýska hljómplötufyrirtækið RCA gefur plötuna út, sem hefur hlotið nafnið Playing for Time. RCA dreifði síðustu plötu Mezzoforte í Evrópu og þá þegar var gerður samningur um tvær plötur auk þessarar. Platan verður gefin út í Evrópu auk þess sem stefnan verð- ur tekin á Bandaríkjamarkað. Enn er þó óvíst um hann. „Bandaríkin eru gamall draumur og við leggjum áherslu á að fá samning þar, RCA í Bandaríkjunum hefur forkaupsrétt en ef fyrirtækið notfærir sér hann ekki leitum við til annarra aðila. Við höfum unnið að plötunni í átta mánuði en vinnan við hana hefur verið gloppótt. Fyrst fengum við tvo norska upptökustjóra sem komu og fóru til skiptis. Á eftir þeim kom Bandaríkjamaður, sem hafði sama háttinn á. Þetta hefur óneitanlega sett mark á plötuna en við erum nokkuð ánægðir með vinnu þeirra. Sjálfír stjómuðum við upptökum á þremur lögum. En það er ágætt að fijóvga andann með utanaðkomandi hugmyndum, því við erum famir að gjörþekkja vinnu okkar sjálfra og hinna. Þetta varð stundum erfitt, því það em svo margir upptökustjórar í þessari hljómsveit og allir vildu fá að leggja eitthvað til málanna. Það varð þó aldrei til vandræða." RCA og Steinar hf. greiða upp- tökukostnaðinn, sem er að öllum líkindum sá hæsti sem greitt hefur verið fyrir hljómplötu með íslensk- um flytjendum. Hann er nú þegar kominn á sjöundu milljóm og ekki em öll kurl komin til grafar. „Þeir hjá RCA hafa beðið rólegir, komið hingað og fylgst með okkur og hlustað á prufuupptökur. í rauninni áttum við að skila plötunni fyrir um ári síðan, en þeir hafa sýnt þolinmæði. Við höfum alltaf haft nokkuð fijálsar hendur og ekki ver- ið sett nein skilyrði. Reynslan hefur kennt okkur það að okkur er eiginlegast að semja „instmmental“-tónlist og við ákváð- um með nýju plötunni að hverfa aftur til hennar. Þeir hjá RCA vom í fyrstunni smeykir við það að á henni er enginn söngur en þeir sannfærðust fljótt um að þess þyrfti ekki með.“ Engin lyftumúsík Megnið af lögunum hafa Friðrik og Eyþór samið. Þeir segja plötuna nokkuð frábmgðna öðm sem þeir hafí gert en erfítt sé að gera sér grein fyrir á hvaða hátt. „Við höfum alltaf lagt áherslu á melódísk leikin lög, spiluð af krafti. Leikinni tónlist hættir svo til að hljóma eins og lyftumúsik en við pössum okkur á því að falla ekki í þá gryfju, með því að hafa nógu mikið rokk í þessu,“ segir Eyþór og Friðrik seg- ist ekki fjarri því að platan sé svolítið rokkaðri en fyrri plötur. Enginn söngur er á plötunni,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.