Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 40
40 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 i/mmwnw Útgáfusvið Tölvufræðslunnar óskar eftir umboðsaðilum á sem flestum stöðum landsbyggðarinnar. Upplýsingar eru veittar hjá markaðsstjóra á skrifstofutímum í símum 687590 og 686790. ■ lll J ITÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28 Tækifæri til að búa í Bandarikjunum fyrir granna, bláeygða, náttúrulega Ijóshærða stúlku, allt að 23 ára. Eg er 1,75 cm á hæð, 66 kíló, unglegur 52 ára, fjárhagslega öruggur og hress bandarískur, fráskilinn maður. Mig langar að giftast á ný, búa við hamingjusamt heimilislíf og ferðast. Ég er hlýlegur, umhyggjusamur, viðkvæmur, heiðarlegur, skilningsríkur, kátur og rómantískur. Áhugamálin eru eftirfarandi: Tennis, skíði, öll músík, dans, sinfóníur, leikhús, kvik- myndir, ballett, strandferðir, fjallaferðir, söfn og að slappa af. Unga konan sem ég leita á að vera frá 1,65 cm-1,73 cm og þyngdin má vera frá 46 kg-57 kg. Vinsamlegast sendu mynd af þér tekna í fullri líkamsstærð ásamt símanúmeri og læsilegu heimilisfangi og nánari upplýsingum um sjálfa þig skrifuðum á ensku til: Stuart Quarngesser, 116 W. University Parkway, Baltimore, Mary- land 21210, U.S.A. Öllum bréfum verður svarað og ég sendi nánari upplýsingar um mig og sendi myndir. Allir þeir, sem greitthafa iaun á árinu 1988, skulu skila launamiðum vegna greiddra launa á þar til gerðum eyðu- biöðum til skattstjóra. Frestur tii að skiia iaunamiðum rennur út 20. janúar. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI eftir Ólaf Gunnarsson ig£iÉií*£áÉÍ$;ÖÍÍSÍí*£ÍiM24§4é£fíÍtíÍÍiiUií!StÍi) BAKÞANKAR Þrettánda- saga Það eru melra en þrjátíu ár, síðan. í þá daga var ég jafn bjartur í framan og Manni í Nonna og Manna. A Þorláks- messu ætlaði ég með pabba úr -----—---- bænum að hitta bónda sem bjó rétt fyrir utan Reykjavík. Við feðgar ákváðum að fara vel búnir i þennan leiðang- ur og litum við í versluninni Ræsi á Skúlagötunni til að kaupa viftu- reim. Þar í búðarglugganum ók í drifhvítu bómullarlandslagi sá dásamlegasti bíll sem ég hef nokkurn tímann séð. Verslunin Ræsir hafði á þessum árum um- boð fyrir Kræsler og það var einn slíkur, glansandi rauður sem ók hring eftir hring. Ég vissi á sömu stundu að ég varð að eignast þennan bíl og ég tjáði föður mínum það. Hann sagði: Elsku, elsku hjartans barn, það er ekki hægt, þetta er útstillingarbíll og hann er ekki til sölu, það er ekki nokkur leið að við getum fengið hann úr glugganum. Ég tjáði föður minum að þetta væri mlsskilnigur. Hann gæti vel fengið bílinn handa mér og mér stæði á sama hvað allir kallar í öllum búðum segðu, ég vildi fá þennan bíl. Ég sagði að ég hefði ekki tíma til að bíða þar til á morgun. Ég yrði að fá bílinn núna. Strax. Á stundinni! Til þess að undirstrika orð mín þá skutlaði ég mér niður i pollana á gólfinu og grenjaði. Pabbi neydd- ist til að skila mér heim. Ég beið í ofvæni, viss um að hann hefði ekki farið úr bænum. Hann hlaut að hafa farið aftur til að fá bílinn handa mér úr glugganum. Annað kom ekki til greina. Ég beið og beið. Loks heyrði ég til hans í stiganum, en hann var með eng- an pakka undir hendinni. Ég lét samt verá að taka frekjukast. Ég ákvað að gefa honum séns þar til daginn eftir. Aðfangadagur jóla rann upp. Ég vaknaði klukkan sex um morguninn og fór að bíða eftir rauða kræslernum. Ég var viss um að ég fengi hann í jólagjöf vegna þess að um nóttina hafði mig dreymt föður minn. Hann klappaði mér á kollinn í draumn- um og sagði: svona uss, vertu ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu, þú færð þennan bíl, bíddu bara rólegur. Ég fékk að taka upp einn líklegarl pakka, tólf hræðilegum timum síðar. Enginn bíll. Það var borðað og síðan voru allir pakkar tættir upp. Enginn bíll. Enginn rauður kræsler. Ég hvorki trúði þessu né skildi. Allt fram undlr miðnætti var ég að vona að þau snöruðu fram leynipakka en það gerðist ekki. Þá sprakk ég í yfir- gengilegum harmi. Það var engin leið að fá þessa bíldræsu úr glugganum, heyrði ég pabba segja. Ég fór og talaði við menn- ina, þeir gerðu bara grin að þessu. Þeir halda að ég sé ekki alminni- legur. Ekkert gerðist milli jóla og ný- árs. Ég vissi að Kertasníkir færi úr bænum á þrettándanum svo ég ákvað að rita honum bréf og setja hann inn í málið. Það höfðu orðið smá vonbrigði með jólin, sagði ég. Ég hafði beðið föður minn að sjá um smáræði fyrir mig. Ekkert hafði út úr því kom- ið. Síðan fékk ég velling í könnu sem ég stillti út í gluggann og bréfið setti ég undir. Ég vissi að pabbi var veikur fyrir svona graut köldum og hálfpartinn hafði ég valið grautinn honum til kvalar. Svp beið ég í myrkrinu. Ég rumskaði við umgang. Það var pabbi. Hann stóð við gluggann með axlaböndin í vas- anum og var kominn í grautinn Kertasníkis. Skildu eitthvað eftir handa jólasveininum, sagði ég. Nei, ertu vakandi elskulegur, sagði hann. Næsta morgun stóð rauði kræslerinn úr glugganum hjá Ræsi á eldhúskolli við rúmið mitt. í nokkra daga var ég föður mínum töluvert sár fyrir að hafa drukkið af grautnum sem Kertasníkir svo sannarlega átti allan skilið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.