Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 18
18 $ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 Hræðilegur glæpur aðmisnota_______ dulræna hæfileika Lynne Hertsgaard útskrifaðist frá Towson State-háskólanum árið 1978 með BA-gráðu í sálarfræði og hefur stundað framhaldsnám við Wesley-guðfræðiháskólann í Washington D.C. og við Towson State-háskólann. Hún hefur fengist við dulsálarfræði, heilun og ráðgjöf um margra ára skeið og hefur tekið þátt í að skipu- leggja námskeið, vinnuhópa, hugleiðsluhringi og árlegar ráðstefnur fyrir bandarískt sálarrann- sóknafélag. Sem stendur er hún í framkvæmdastjóm lands- samtaka Spiritual Frontiers Fellowship og í nefnd sem sá um að skipuleggja hugleiðsluhring í norðausturhluta Bandaríkjanna 1987 fyrir landssamtökin. Hún hefurstjómað umneðu- hópum og haldið fyrirlestra, bæði í Banda- ríkjunum og í öðmm löndum, og hefur kennt andlega sálrækt, stjómað námshópum í heilun, stjómað vinnuhópum í talnaspeki, tarot og við- bragðafræði, auk þess sem hún stundar persónu- lega ráðgjöf á heimili sínu. Þess utan er hún listakona, kennari í leirkerasmíði og glerlist og með próf í viðbragðafræði fótarins. LYNNEHERTSGAARDBEITIR TALNASPEKI TIL AÐ FINNA TILGANG OKKAR HÉR Á JÖRÐ eftir Súsönnu Svavorsdóttur Hún er eflaust óskaplega yflrveguð, Qarræn og kærleiksrík, með sjálfa sig og allt á hreinu, hugsaði ég meðan ég undirbjó mig fyrir viðtal við Lynne Hertsgaard, sem var stödd hér á landi í boði „Ljósgjafans,“ félags áhugamanna um andleg málefni, Daginn áður en ég hitti hana, þurfti ég að senda henni nafn, fæðingardag og fæðingarstund og var svo með fiðrildi í maganum, vegna þess að út frá talnaspekinni, reiknar Lynne út hlutverk okkar hér á jörðinni. Talnaspekin er aldagöm- ul aðferð til að lesa út sálgerð og tilgang mannsins hér á jörð og tengist karmakenningu (endurholdgunarkenningu) yoga- heimspekinnar. Karmakenningin gengur út frá því að sálin eigi eilíft líf og endurholdgist hér á jörðinni, aftur og aftur, á leið til þroska. Vera okkar allra hér er til að greiða fyrir misgjörðir í fyrri lífum. Þegar maðurinn deyr tekur hann með sér hugsanir sínar, langanir og þrár; þar með talið reiði og hefndarhug, svo dæmi sé tekið, sem sál hans þarf að hreinsa af sér, næst þegar hún endurholdgast. Allt sem við gerum rangt i þessu lífí, þurfum við að bæta fyrir í næsta lífí. Það er þvi enginn refsandi Guð tjl, held- ur refsum við okkur sjálf. í stuttu máli sagt; þú hittir fyrir sjálfan þig. { talnaspekinni hefur hver bók- stafur sinn tölustaf, frá 1 til 9. Nokkrir stafír hafa því sömu tölu. Þegar sálgerð og tilgangur manns eru fundin er reiknuð út þversumm- an af nafninu og þversumman af fæðingardeginum, því næst eru þessar tölur bomar saman við stað- setningu plánetanna á fæðingar- stundinni. Og hvað svo? Hún var iðandi af lífskrafti og fjöri. Lynne Hertsgaard talaði á methraða og til að útskýra fræðin notaði hún dæmisögur af sjálfri sér — sem lýstu því hvemig raunveru- leikinn stangaðist á við óskimar og hún hafði mikinn „húmor" fyrir sjálfri sér. Lynne er mikils metin meðal þeirra sem fást við sálarrann- sóknir og dulspeki, er á stöðugum ferðalögum um heiminn, heldur fyr- irlestra og skipuleggur námskeið, vinnuhópa, hugleiðsluhringi og ráð- stefnur, „og ég er mjög vandlát í vali á því fólki sem ég fæ til liðs við mig, því það er mjög mikið af fúskurum og svikamiðlum í þessum greinum," segir hún. „Það er nauð- synlegt að vera varkár, því þegar maður hefur öðlast mikla viður- kenningu í einhveiju, verður maður að vemda orðstír sinn. Ég kalla þetta heilun — ég er ekki spákona," heldur hún áfram, „ég nota hugtök sálfræðinnar og geng út frá henni. Með því að skoða þessa hluti og læra að þekkja okkur sjálf getum við haldið áfram að þroskast. Spákonur, og annað fólk sem hefur næma skynjun — og hér er ég ekki að tala um miðla, því þeir eru annað — stillir sig inn á sterkar óskir þess sem þeir lesa fyrir; sá sem verið er að spá fyrir bíður eftir að heyra eitthvað um sína heitustu ósk og sendir hugsun- ina þar með yfír til spákonunnar eða -mannsins. Ég hef séð þetta gerast og það getur valdið óbætan- legu tjóni. Ég held að fólk sem fæst við spádóma geri sér oft ekki grein fyrir þessu og það gerir kannski ekki greinarmun á því sem það kann og því sem það tekur við hjá_þeim sem verið er að spá fyrir. Ég þekki líka mikið af frábærum miðlum, sem em ekki á þessari sálfræðilínu, heldur hafa áhuga á dulrænum þáttum tilverunnar. Það er mjög áríðandi að hafa heilindi og vera ábyrgur í þessari vinnu. Ég er núna að skipuleggja stóra ráðstefnu í Bandaríkjunum í sumar og ég geng alltaf úr skugga um að fólkið sem ég fæ til liðs við mig hafi heilindi. Það er mjög nauðsyn- legt að vera ábyrgur vegna þess að það getur verið hættulegt fyrir ósynt fólk að kasta sér beint út í djúpu laugina. Maður vill ekki vera ábyrgur fyrir því að afvegaleiða fólk. Það er karmaskuld sem ég vildi ekki bera. En ég hef verið í þessu í nokkuð mörg ár núna og séð margt. Ég var í þessu þegar þetta voru mjög óvin- sæl fræði, en nú má segja að þau séu nánast að komast í tísku." — Hvers vegna fórstu út í dul- og talnaspeki? „Ég hef alltaf gert mér grein fyrir því að í veröldinni býr meira en líkamleg augu sjá. Ég ólst upp í sveit — á bóndabýli — og það er einhver tilfínning einsemdar í nátt- úrunni. Mér fannst það dásamleg tilhugsun að allt í kringum mig væru álfar. Ég sá þá aldrei, en ég las mikið af álfasögum og goðsög- um — þær voru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þegar ég svo kom í menntaskóla fórum við í andaglas. Við vissum ekki þá, það sem ég veit núna, að það var fyrir tilstilli hugarorku sem glasið hreyfðist. Við lékum okkur að því að spyijast fyrir um hvemig körfuboltaleikir og fleira myndi fara. En ég hélt ekki áfram á þeirri línu og hafði einhveija óljósa hug- mynd um að þetta væri ekki rétt, því í hlutum af þessu tagi er virki- lega hægt að tapa áttum. En það gerist margt í henni til- veru. Ég man þegar ég var 16 ára að mig dreymdi að ég var í jarðar- för. Það var verið að jarðsyngja einhvem úr fjölskyldu minni, en ég gat ekki séð hver var í kistunni. Viku seinna dó litli bróðir minn og ég gerði mér grein fyrir að mér hafði ekki verið ætlað að bjarga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.