Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ MAIMIMLÍFSSTRAUMAR su^udagur 15. JANÚÁR 1989 LÖGFRÆÐI/Hvad kostaraö skuldaf FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Félagsfundur verðúr haldinn miðvikudaginn 18. janú- ar 1989 kl. 20.00 á Suðurlands- braut 30, 4. hæð. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Kjaramál 3. Önnur mál Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags iórniónaóarmanna. Skuldin sem HANDMENNTASKOLI ISLANDS Póstbox 1464 121 Reykjavík Sími 27644 Það er mikið rætt um þessar mundir hversu dýrt sé að skulda. Háir vextir og vísitala séu allt um koll að keyra og gjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja blasi við í stórum stíl. Mörgum finnst nóg um að greiða dráttarvexti geti þeir ekki staðið í skilum með skuldir sínar á réttum gjalddögum, en þó þykir sumum keyra um þverbak komist kröfur í hendur lögmanna til innheimtu. Hefur margur orðið til að hneykslast á taxta Lögmanna- félagsins sem þykir í engu standa að baki öðrum sérfræðingatöxtum. Sérstaklega verður þetta áberandi þegar um er að ræða einföld skulda- mál þar sem ekki er tekið til vama, t.d. vegna víxla og skuldabréfa þar sem kröfurnar em tiltölulega háar. í slíkum málum getur lítil vinna eftir Davíð Þór Björgvinsson stundum skilað álitlegum máls- kostnaði. En það em ekki aðeins háar kröf- ur sem lögmenn hafa til innheimtu. Þegar um er að ræða lágar kröfur, t.d. innan við 10.000 kr., getur skuldin hækkað með ótrúlegum hraða eftir að innheimtuaðgerðir lögmanns em hafnar. Að þessu sinni skulum við líta á eitt slíkt dæmi. Það er þó rétt að taka það fram að flestum málum lýkur áður en þau komast eins langt og í þessu dæmi. Upphaf málsins er að maður nokkur (A) gaf út skuldabréf 3. jan. 1984 að fjárhæð kr. 5.150.-, sem greiða átti í einu lagi 3. maí 1984. Bréfið var með sjálfskuldar- ábyrgð B. A greiddi ekki á gjald- daga og eftir langa mæðu fól eig- andi bréfsins lögmanni sínum inn- heimtu skuldarinnar. Það var ekki fyrr en 4. október 1988 að B lét segjast og leysti til sín kröfuna. Þá leit reikningur lögmannsins svona út: Handmenntaskóli Islands hefur kennt yfir 1400 íslendingum bæði heima og erlendis á síðastliðnum átta árum. Hjá okkur getur þú lært teikningu, litameð- ferð, skrautskrift og gerð kúluhúsa - fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn í bréfaskólaformi. Þú færð send verkefni frá okkur, sendir okkur úrlausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka. - Biddu um kynningu skólans með þvi að senda nafn og heimilisfang til okkar eða hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur við pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tíma- lengd námskeiðanna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér ertækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess að læra þitt áhugasvið á auðveidan og skemmtilegan hátt. Þú getur þetta líka. ÍÉG ÓSKA EFTIR AD FA SENT KYNNINGARRIT HMÍ MÉR AD KOSTNAÐARLAUSU NAF.N____________________________________—----- HEIMILISF. 1 n f" co cri co Blaðió sem þú vaknar við! Höfuðstóll............................. kr. 5.150,- Dráttarvextirtil 8.11.88............... kr. 8.821,- Málskostnaður.......................... kr. 8.083,- Ritun ijjámámsbeiðni................... kr. 1.970,- Mótviðfjámám........................... kr. 2.025,- Fjámámskostnaður*...................... kr. 1.686,- Vörslusviptingarbeiðni................. kr. 2.026,- Þinglýsingar og stimpilgjöld*.......... kr. 520.- Vextiraf kostnaði...................... kr. 1.174.- Söluskattur* (12%)..................... kr. 1.239.- Samtals kr. 34.719.- Margur hefur orðið til að hneykslast ð taxta Lögmannafélagsins sem þykir í engu standa að baki öðrum sörfræðingatöxtum. Þeir liðir sem merktir em með stjörnu em útlagður kostnaður lög- mannsins. Þá er þess að geta að í málskostnaðinum er innifalinn kostnaður við birtingu stefnu og þingfestingargjald, ca. 1.300.- kr. Ekki var þó málið úr sögunni þótt B greiddi, enda var hann aðeins ábyrgðarmaður fyrir A. Sneri B sér rakleiðis til annars lögmanns og fól honum innheimtu kröfunnar hjá A. Var mál þar að lútandi þingfest í bæjarþingi Reykjavíkur þ. 6. des- ember sl. Krafðist lögmaðurinn.fyr- ir hönd B þar greiðslu á kr. 34.719.-, þ.e. þeirrar ijárhæðar sem B þurfti að inna af hendi. Þá þurfti lögmaðurinn eðlilega að fá eitthvað fyrir sinn snúð og krafðist máls- kostnaðar skv. gjaldskrá Lög- mannafélags íslands. Var A dæmd- ur til að greiða skuldina ásamt dráttarvöxtum frá 8.11. 1988 og málskostnað kr. 12.100.- (þ.m.t. kostnaður við stefnubirtingu, þjng- festingargjald og söluskattur). Þannig stendur skuldin í dag, þ.e. í kr. 46.819.- auk dráttarvaxta frá því í október sl. af kr. 34.719.-. Skuldin hefur m.ö.o. nífaldast á þessum tíma og eins líklegt að ekki sé allt búið enn. Ekki skal lagður dómur á það hér hvort lögmenn fá meira en þeir eiga skilið fyrir afskipti sín af slíkum málum. Hafa verður í huga að rekstur lögmannsstofu er dýr og ennfremur að ótrúlega mikil vinna getur stundum legið í því að nudda peninga af skuldaranum þótt málin virðist einföld á yfirborðinu. Dæmið ætti miklu fremur að vera til varnaðar. í þessu tilfelli hefði efiaust verið heppilegra fyrir ábyrgðarmanninn að leysa til sín kröfuna fyrr (ef hann þá gat það) og spara þannig fé, enda er með öllu óvíst hvort honum tekst að fá aðalskuldarann til að greiða, a.m.k. ef haft er í huga það sem á undan er gengið. Með því hefði hann getað dregið stórlega úr hugsanlegu fjár- tjóni sínu. í síðasta pistli mínum, „Gifting í annars nafni“, gerði ég dómsmála- ráðuneytinu rangt til, þar sem ég sagði að ráðuneytið hefði ekkert aðhafst í málinu. Málinu var tekið af miklum skilningi í ráðuneytinu. Þar var skrifað bréf 8/5, 15/5 og 25/5 1987, og síðan enn eitt 11/3 1988, svo nefnd séu þau sem lögð voru fram í málinu. Þegar liðnir voru u.þ.b. 10 mánuðir frá því að konan gaf sig fram við ráðuneytið. virðist hún hafa misst trúna á að ráðuneytið byggi yfir þeim meðul- um sem verða máttu til þess að losa hana við meintan eiginmann, enda höfðaði hún máli fyrir bæjar- þingi Reykjavíkur með stefnu sem var fyrst gefin út 1. mars 1988. Það skal tekið fram að lögum sam- kvæmt er hlutverk ráðuneytisins í máli sem þessu afar óljóst. DÞB MATUR OG DRYKKUR/Hvað eiga morösögur og mataruppskriftir sameiginlegt? Vér morðingjar Oft tekur barátta Grænfrið- unga á sig grátbroslegar myndir, hver svo sem afstaða manns er til friðunar tiltekinna dýrastofna, nú eða dýraáts. Ber það t.d. ekki vott ---—^—I um tvískinnung að þykja ómann- flF^flfl úðlegt að skutla mk hefur verið gert eítir Jóhönnu allt í góðu lagi Sveinsdóttur með að ala fið- urfé í verk- smiðjuhólfum (í kapítalísku hám- arksgróðaskyni), eða einfaldlega slátra í hlaðvarpanum vinum sínum svíninu, héranum eða önd- inni, á hinn viðurstyggilegasta hátt, eins og tíðkast hefur? Morðingjar og matargerðarmenn Sá hópur fólks sem á ensku nefnist ftnctarians neytir af sið- ferðisástæðum (og heilsufarsá- stæðum) engrar fæðu nema þeirr- ar sem má tína án þess að skemma móðuijurtina. Þetta eru ávextir, hnetur og sumar tegundir græn- metis. Þetta fólk er sjálfu sér samkvæmt og er ekki með neina hræsni. Allir aðrir skyldu hafa hugfast að annar matartilbúningur — acte de cuisine — hefst á a.m.k. einu morði — acte de meurtre. Rétt eins og margar leynilögreglusög- ur hefst hver mataruppskrift á því að fyrirliggjandi er eitt lík eða fleiri. Þessar „bókmenntategund- ir“ eiga það jafnframt sameigin- legt að atburðarfléttan leiðir til farsæls endis, en sá reginmunur er á að í leinilögreglusögunni er morðingjanum refsað fyrir glæp en að aflokinni máltíð er morð- ingjanum eða í flestum tilfellum samsærismanni hans, kokkinum, sem hefur sundurbútað líkið og hantérað á ýmsa lund og fram borið, hrósað fyrir góða frammi- stöðu. Já, vesturlenskir borgarbúar nú á dögum eru yfírleitt ekki hinir eiginlegu morðingjar. Þó finnast undantekningar, svo sem ijúpna- skyttur. Alidýrarækt hefur að mestu lagst af í borgum. En gam- an getur verið að lesa gamlar matreiðslubækur, t.d. danskar frá síðustu öld, þar sem uppskriftim- ar hefjast stundum svo: „Slagt en höne ved at...“ Eða „Tag en nyslagtet gris ...“ Og á markað- storgum víða í Suður-Evrópu eru ýmiss lifandi dýr, einkum fiðurfé, á boðstólum og þá gert ráð fyrir því að kaupandinn sjái sjálfur um aftökuna í eigin eldhúsi. Dúfiiakyrking Alice B. Toklas, sambýliskona rithöfundarins Gertrude Stein, sendi frá sér bráðskemmtilega matreiðslubók, 1954. Alice var sú sem hafði séð um matseld á heim- ilinu, en þær stöllur bjuggu lengst af í París. í bókinni er m.a. að finna nokkrar skondnar sögur af þeim morðum sem Alice þurfti að fremja í eldhúsi sínu, einkum í fyrri heimsstyijöldinni, þegar hrá- efnisskortur var mikill. Eitt sinn fékk hún sendar frá vinafólki ofan úr sveit sex hvítar dúfur sem hún kyrkti eina af ann- arri eftir að hafa styrkt sig á góðum kaffisopa. (Það var áður en brasilísk kunningjakona sagði henni að í heimalandi hennar væri bolli af sterku, svörtu kaffi besta tryggingin fyrir góðum nætursvefni...) En fyrsta fómarlamb Alice var gríðarstór vatnakarfi sem físki- maður nokkur hafði gaukað að henni, spriklandi í lokaðri körfu (þ.e.a.s. karfinn.) Gefum Alice B. Toklas orðið: Morðið á vatnakarfanum Sá sem færði mér karfann hafði hvorki haft tíma til að drepa hann, afhreistra, né þvo, og var ófáan- legur til að segja mér á hveiju þessara voðaverka ætti að byija. Það lá ljóst fyrir hvert þeirra var viðurstyggilegast. Best að vinda sér í morðið, illu er bestu aflokið. Á grjóthlöðnum árbökkunum við Puget Sound hafði ég séð hvemig fískimennirnir tóku stóra laxa upp á sporðinum, hófu hann á loft og slengdu höfðinu í bak- kann, nægilega kröftuglega til að fískurinn rotaðist. Ætti ég ekki að gera út af við mitt fyrsta fóm- arlamb með hressilegu sleggju- höggi? Eg gaut augunum á fískinn og mér til skelfingar sýndist mér hann vera til alls líklegur. Ég valdi því það morðvopn sem ég taldi óskeikulast, stóran búrhníf, vafði viskustykki um vinstri hönd, greip með henni um kjaftinn, af því að tennur skepnunnar/vom afar ógnvekjandi, og með hnífinn í þeirri hægri skar ég af öllu afli milli efstu hryggjarliðanna. Ég linaði takið og virti fyrir mér ár- angurinn. Hvílíkur viðbjóður. Vatnakarfinn var dauður, morð af fyrstu, annarri ogþriðju gráðu. Skjálfandi á beinunum settist ég niður. Blóðugum höndum fálm- aði ég eftir sígarettu, kveikti í henni og beið þess að lögreglan kæmi og tæki mig fasta. Eftir að hafa reykt tvær sígarettur hafði mér vaxið nægilegt hugrekki til að matreiða vesalings madame Carpe til kvöldverðar. Ég skóf af henni hreistrið, klippti burt uggana, opnaði magann og hreinsaði þaðan út hin aðskiljanle- gustu innyfli miður geðsleg, þvoði frúna og þerrtaði og tók til við að undirbúa Carpe farcie aux marrons (vatnakarfa með kast- aníufyllingu). (Le Livre de Cuis- ine de Alice Toklas, Les Éditions de Minuit, Paris 1981, bls. 44.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.