Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 Afinn og amman arfastl þjónninn! Hvað táknar það? Ekki svo langt siðan það fór ekki á milli mála. Auðvitað íslenski hesturinn. Sá sem um aldur bar alla íslend- inga milli staða og flutti allt sem flytja þurfti. Gerði íslendingum fært að búa í þessu landi. En merking orða og hluta umbreyt- ist með nýjum lífsháttum. Nú er hesturinn nær þvi að vera það sem Hinrik V segir hann i leik- riti Shakespeares, loftið tæra og loginn en aldrei hversdagslegar hðfuðskepnur, jörð og vatn . . . Eða gleðigjafi og leikfang. Og ömmumar, þessar nýtu mann- eskjur í umbyltu samfélagi, erfðu sæmdarheitið „þarfasti þjónninn". í umrótinu hafa heimaömmumar gjarnan tekið við og borið þau böm sem ekki var rúm fyrir eða tími. Ómetan- legar til að brúa bilið meðan samfélagið lagar sig að nýjum siðum. En ömmumar staðna ekki fremur en annað. Þær breytast með breyttum tímum. Afa- * mynstrið vitanlega líka. Hvað em afinn og amman annars? Það heiti kemur óbeðið. Og hvar falla þau inn í nútíma samfélag- ið? Ekki lengur hægt að gera ráð fyrir því við fæðingu bama- barnsins að amma sitji heima og afi sé æ tiltækur á heimilinu. Ekki veit ég hver meðalaldur þeirra er á Islandi. En í nýút- kominni bók eftir Frakkann Ségolene Royal, sem hann nefn- ir „Vor afans og ömmunnar — nýju kynslóðatengslin", kemur fram að þar í landi sé önnur hver 52ja ára kona orðin amma og eigi um sextugt að meðaltali 3 bamabörn. Annar hver karl- maður sé orðinn afi 55 ára. Nýja afa-ömmu-kynslóðin blómstri. Eftir stórskáldinu er haft að orð sé á íslensku til um allt sem er hugsað á jörðu. En þarna verð ég samt heimaskítsmát. Finn ekkert eitt heiti á íslensku yfir „afi og amma“, sem á flest- um tungum er tiltækt sem sam- heiti: grandparents, bedste- forældre etc. Finnið þið það? Kynlegt að þarft heiti skuli ekki hafa myndast i aldanna rás um svo algengt fyrirbrigði, ekki satt? „Tilfinningahlekkir eru steinlímið (steypan) í mannleg- um samsklptum," segir í ann- arri nýlegri bók um svipað efni, „ Afinn og amman, barnabörnin og lífsnauðsynlegi hlekkurinn", eftir Frakkana Arthur Kom- haber og Kenneth Woodward. Og þessi hlekkur, sem tengir börnin við afana og ömmurnar, er mjög sérstæður. Höfundarnir benda á að „fælni flytjist aðeins milli samhangandi kynslóða. Samband afa og ömmu og barnabarna þeirra geti því verið afslappað og lipurt". En það verður varla texti, þar sem sifellt þarf að tyggja upp þrjú orð fyrir GÁRDR eftirEíínu Pálmadóttur í hamskiptum eitt. Þessi hugartengsl lifnuðu við lestur greinar í fimmtudags- blaðinu Pressunni undir fyrir- sögninni: „Fjölskyldubrot gerð að heild", þar sem fjallað er um stjúpbörn i skilnaðarfjölskyld- um og hina algengu og tíðu myndun nýrra sambanda beggja foreldra, með óhjá- kvæmilegum erfiðleikum fyrir börnin. Þá rifjuðust upp kannanir og skrif um hlut- verk afa og ömmu í þessu nútíma mynstri síbreytilegra fjölskyldna. Þar virðist semsagt hlut- verk afa og ömmu síst minna og þarf- ara nú en var þegar þessi heiðurshjón voru á heimili bam- anna eða meðan heimili þeirra var tiltækur hjálparbanki með ömmu á vaktinni. Þau eru að laga sig að aðstæðum eins og allir aðrir, taka hamskiptum. Þetta á við þessar erlendu at- huganir. Ætli fyrirbrigðið sé nokkuð sérislenskt? Við að afarnir og ömmurnar verða sífellt yngri, virðast kyn- slóðirnar eiga auðveldara með að tala saman, og fylgja tíðari samskipti. Fjögur börn af hveij- um fimm á aldrinum 15-18 ára hltta í Frakklandi afa sinn og ömmu mánaðarlega og eitt af hveijum fjórum vikulega. Og 87% unglinganna finnst þau elskuleg, hlý og gefandi. Nútíma afar og ömmur virðast lika yngri en aldurinn segir til um. Hvar- vetna eru ömmur í siðbuxum og afar í sportpeysum og „menn- Ingarbilið", sem skildi fyrir 20 árum afa frá sonarsyninum, á Hitastrengir til margra nota Eram með á lager hita- strengi til margvís- legra nota. Auðveldir í . . „ Hitastrengir til golf- hitunar t.d. flísagólf, forstof- ur, arinstofur, bað- herbergi, tröppur o.fl. til jarð- vegshitunar, sólstof- ur, garðhús, garðreiti. Hitastrengir til frost- varna þakrennur, gangstótt- ar, niðurföll. Leitiö nánari upplýsinga Kúplingarsett í miklu úrvali Póstsendum somdægurs. Verð frá kr. 5.400,- GSvarahlutir Hamarshotöa 1 - 110 Raytejavik - Stmar 36510 og 83744 virðist stöðugt óalgengara. Þessi kynslóð aldraðra hefur lifað tíma með kröfum um fagkunn- áttu og þegar þau verða afar og ömmur gengið í gegn um stöð- uga endurhæfingu til að halda færninni. Segolene Royal hafn- ar því að fjölskyldurnar séu í kreppu þar sem börnunum sé þvælt milli sinýrra heimila er myndast við slit og nýmyndun hjónabanda. Þarna sé að mynd- ast nýtt mynstur, þar sem afinn og amman haldi um þráðinn sem bindur og veitir börnunum öryggi af að tilheyra ættflokki, jafnvel þótt einhveijir þessara fjölskylduþráða rakni. Þau séu kjölfesta barnanna nú. Fjöl- skyldumynstrið sé þvi bara í enn einum hamskiptunum. í fyrrnefndum könnunum kemur fram að meira en helmingur barna fari að minnsta kosti einu sinni á ári í fri með afa sinum og ömmu og yfir 80% af fólki yfir 55 ára segist laga sumar- leyfistímann alfarið að skóla- leyfi barna og barnabarna. Þeir sem orðnir eru sextugir hafa líka yfirleitt rýmrl efni og sumir jafnvel yfir sumarhúsi að ráða. Aldurinn er alltaf að hækka og ömmu og afahlutverkið sem hlekkur milli fortíðar og fram- tiðar nær því yfir æ lengra skeið. Starfssvið afans og ömmunnar er því öruggt framtíðarstarf! litfifrUk í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Nú bjóóum við 30- afslútt af útsöluvörum v/Laugalæk, sími 33755.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.