Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 36
36 C MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 t RANNVHIG GUÐMUNDSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Hrefnugötu 4, , Reykjavík, lóst á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 13. þ.m. Fyrir hönd vandamanna, Rannveig Matthi'asdóttir. t Bróðir minn, SIGURÐUR HELGASON, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt 13. júní sl. Fyrir hönd okkar systkinanna, Valgerður Helgadóttir, Miklubraut 50. t Fósturfaðir minn, HALLGRÍMUR OTTÓSSON frá Bfidudal, lóst 12. þ.m. Jaröarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Kr. Ólafsson. t Hjartkær móðir min, tengdamóöir og amma, SÓLRÚN EIRÍKSDÓTTIR, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 10. janúar sl. Jarösett verður frá Landakirkju í Vestmannaeyjum föstudaginn 20. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Fanney Ármannsdóttir, Sigurður Jóelsson, Jóel Eyjólfsson. t Útför STEINÞÓRU CHRISTENSEN, Gnoðarvogi 70, Reykjavfk, verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aöstandenda, Hallfríður Böðvarsdóttir, Sigurlaug Kristjánsdóttir. t Útför GUNNARS HANSSONAR, Sólheimum 5, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 17. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Krabbameins- félag íslands. Hulda Valtýsdóttir, Kristfn Gunnarsdóttir, Stefán Pótur Eggertsson, Helga Gunnarsdóttir, Michael Dal, Hildigunnur Gunnarsdóttir, Ásgeir Haraídsson og barnabörn. t Faðir okkar, JÓHANNJÓNSSON fyrrverandi kennari, Tröllanesl, Neskaupstað, verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju þriðjudaginn 17. janúar kl. 14.00. Halldór Jóhannsson, Lilja Jóhannsdóttir, Sólveig Jóhannsdóttir. t Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANNES HAFSTEIN AGNARSSON, Álfheimum 72, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn-16. janúar kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Gunnar Hannesson, Sigurjóna Sfmonardóttir, Edda Hannesdóttir, Garðar Sölvason, Guðrún Hannesdóttir, Hrafn Sigurðsson, Agnar Hannesson, Anna Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Ragnheiður Magn- úsdóttirfrá Söndum Fædd 16. apríl 1920 Dáin 5. janúar 1989 Ragnheiður Magnúsdóttir, móð- ursystir mín, til heimilis á Lauga- vegi 98, Reykjavík, lést aðfaranótt 5. janúar og verður jarðsungin á morgun, mánudaginn 16. janúar. Hún hafði átt við erfíð veikindi að stríða í vetur en hafði ekki látið bugast. Ósérhlífin og án þess að kvarta við nokkum mann hafði hún náð sér ótrúlega vel á strik. Við héldum að nú gæti hún loks fengið að hugsa um sjálfa sig og njóta eftir- launatilverunnar. En svo kom síðasta áfallið, sem tók hana skyndi- lega í burtu frá okkur. Ragnheiður fæddist á Söndum þann 16. apríl 1920, dóttir Magnús- ar Magnússonar, skipasmiðs og Guð- rúnar Símonardóttur, konu hans. Þau hjónin eignuðust 13 böm. Systkinin em: Magnús, skipasmiður á Akranesi; Ragnhildur Sigríður og Aðalheiður sem dóu ungar, Helga, ekkja, búsett á Sauðárkróki; Guð- björg, húsfreyja að Söndum, Akra- nesi; Ragnheiður var næst í röðinni; Eggert, vélstjóri á Akranesi, lést 25. júlí 1988; Margrét, dvelur nú á Sjúkrahúsi Akraness; Hallgrímur, yfirverkstjóri í skipasmíðastöð á Akranesi; Ásta, húsmóðir í Banda- ríkjunum, Aðalheiður, kennari í Mosfellsbæ; Sigurður, skipasmiður á Akranesi og Ragnar Símon, vélstjóri á Akranesi. Ragnheiður gekk í bamaskóla á Akranesi, en þá tók brauðstritið við. Hún hafði þó tækifæri til að fara í Húsmæðraskólann á ísafírði einn vetur 16 ára gömul og átti hún góð- ar minningar þaðan. Ragga hlýtur að hafa vanist því snemma að stunda erfíðsvinnu og taka hressilega til verka. Hún vann frá bamsaldri þar til henni fannst hún geta leyft sér að láta af störfum komin á ellilíf- eyri. Um ævina stundaði hún margv- ísleg verkamannastörf. Ragga var á síldarvertíð á Siglufírði nokkur sum- ur, þess á milli var hún í vist. Hún vann á saumastofu og við físk- vinnslu, var á ýmsum verkstöðvum og á síld á Austfjörðum. Hún af- greiddi í mjólkurbúð í nokkur ár og einnig í versiun, en um tíma var hún ráðskona í byggingarvinnu. Hún starfaði um tíma í Noregi og seinna í Bandaríkjunum og hún var þema á nokrsu skipi sem sigldi um Mið- jarðarhaf. Hún dvaldi á heimili okkar á Berg- þómgötunni frá því að bróðir minn fæddist þegar ég var tveggja ára og var hjá okkur næstu fjóra vetur. Hún kom svo aftur til okkar tvíveg- is þegar yngri systkinin fæddust. Við systkinin eigum henni því margt að J)akka. I mörg ár starfaði Ragga við umönnun þeirra er sjúkir voru eða vanheilir. Hún var ekki faglærð en það kom ekki að sök. Dugnaður hennar, samviskusemi, hlýlegt og glaðlegt viðmót gerðu henni kleift að leggja fram stærri skerf til vinnu, t.d. á sjúkrastofnunum, en margur fagmaðurinn. Persónuleiki hennar hafði góð áhrif á skjólstæðinga og samstarfsmenn og þar með á árang- ur starfsins. Hún starfaði á mörgum stofnunum og vistheimilum, m.a. Landakoti, Skálatúni, Reykjalundi, Lækjarási, Bjarkarási og síðustu árin á Oldrunarlækningadeild Landspítalans í Hátúni 10B. Þar vann hún með eiginkonu minni, sem á margar góðar minningar frá sam- starfi þeirra, enda var Ragga vel liðin og virt af vinnufélögum sínum, sem héldu sambandinu eftir að hún lét af störfum. Ætíð hlaut hún lág veraldleg laun fyrir störf sín, en ekki kvartaði hún um kaupið frekar en heilsuna. Ekki er hægt að skrifa minningargrein um Röggu án þess að minnast á stjómmálaskoðanir hennar, svo mik- ilvægur þáttur voru þær í lífí henn- ar. Þessi hlédræga kona var ófeimin við að leggja orð í belg ef bryddað var upp á umræðum um það hvem- ig okkur og landinu okkar er stjóm- að. Þá skipti hana ekki máli hveijir eða hversu margir væru andstæðrar skoðunar, hún lét sína skoðun í ljós hispurslaust og lét okkur hafa það óþvegið. við Ragga vomm ekki allt- af sammála en ég öfundaði hana fyrir staðfestuna og öryggið sem kom fram þegar hún sagði sína meiningu. Hún var dyggur lesandi þessa blaðs og fylgjandi skoðunum þeim sem hér eru gjaman fram sett- Minning: Magnús Jónsson Vestmannaeyjum Fæddur 7. ágúst 1909 Dáinn 12. desember 1988 Maggi frændi fæddist á Seljavöll- um, A-Eyjafjöllum, sonur Jóns Jóns- sonar bónda frá Lambafelli og seinni konu hans, Sigríðar Magnúsdóttur. Var hún ekkja og átti ungan son, Jón Ó.E. Jónsson, en mann sinn missti hún í hörmulegu sjóslysi við Vestmannaeyjar 16. maí 1901, einn- ig missti hún móður sína í sama slysi, en þama dmkknuðu 27 manns úr sveitinni. Var sonur Sigríðar ekki fæddur þegar slysið varð. Jón var ekkjumaður, kona hans var Ragn- hildur Sigurðardóttir frá Hvammi, en hún dó ung frá fjórum bömum, en þau vom: Guðjón, jámsmiður stofnandi vélsm. Magna í Vest- mannaeyjum, Dýrfínna, húsmóðir á Eyvindarhólum, Guðrún móðir mín, húsmóðir i Reykjavík og Sigurður jámsmiður í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík. Þannig hófu Jón og Sigríður sinn búskap með fímm böm á fagurri jörð en harðbýlli. Þau eignuðust sjö böm saman. Ragnhildi, húsmóður í Vestmannaeyjum, Magnús, vélstjóra í Vestmannaeyjum, Vigfús, jámsmið í Vestmannaeyjum, Astu, húsmóður í Vestmannaeyjum, Ágúst, blikksmið í Hafnarfírði, Önnu, húsmóður á Seljavöllum og Þorstein, bónda í Sólheimum í Mýrdal. Eru tvö þau síðastnefndu einu eftirlifandi systk- inin. Þegar við systkinin vomm að al- ast upp á kreppu- og stríðsámnum var Maggi frændi hetjan okkar. Hann var í fjölda mörg ár vélstjóri á Helga VE. og seinna á Helga Helgasyni VE, og sigldi til Englands öll stríðsárin. Það var alltaf hátíð heima þegar hann bar að garði. Oft lagði hann gjafir í litla lófa, eða smápeninga á handofinn borðdúkinn til að hylja blettina eftir okkur litlu frændsystkinin; en þá vom engar þvottavélar. Það væri endalaust hægt að telja upp góðverk Magga. Hann kvæntist Lilju Sigurðardótt- ur frá Vestmannaeyjum þ. 20 júlí 1945. Allir glöddust með honum, hann eignaðist góða konu og líka yndislega dóttur, Guðnýju, sjö ára, sem Lilja átti áður. Kom hún eins og sólargeisli inn í líf hans. Guðný er gift Ríkharði Sighvats- syni og eiga þau sex böm. Maggi og Lilja eignuðust þijú böm, Sigríði, sem er gift Braga Steingrímssyni og eiga þau þijá syni, Amgrím, sem kvæntur er Þóra Egilsdóttur og eiga þau þijú böm, Sigurður var yngstur, en hann dmkknaði tuttugu ára gam- all við Vestmannaeyjar. Hann var í 6. bekk Menntaskólans á ísafírði, en skrapp heim í stutt leyfi. Þetta var mikið áfall, Sigurður var mikill efnis- maður, afbragðs námsmaður, iist- fengur og góður íþróttamaður. Kæran vin sinn og frænda, Tómas Sveinsson frá Selkoti, missti Maggi fyrir átta mánuðum. Vom þeir ar. Hinsvegar mótuðust viðhorf hennar fremur af reynslu en af skrif- um annarra. Hún taldi reynslu sína meðal annars hafa kennt sér að kaupið væri jafnlágt sama hveijir stjómi. Ragga hafði yndi af því að ferð- ast, og einhvem veginn tókst henni alltaf að skrapa saman fé fyrir far- seðli til íjarlægra landa á sumrin. Ferðalögin vom eini munaðurinn sem hún leyfði sér. Hins vegar var hún ekki spör á fé sitt þegar aðrir áttu í hlut, og gjafír hennar vom höfðinglegar á jólum og aftnælum, sérstaklega til bamanna. Ragga var í KFUM frá unga aldri og þar átti hún góðar og tryggar vinkonur, sem henni þótti mjög vænt um. Þær og KFUK vom stór þáttur í lífi hennar og henni mikils virði. Ragnheiður giftist aldrei og var bamlaus. Síðustu árin bjó hún í eig- in íbúð við Laugaveginn. Hun undi sér best nálægt miðbænum. Heimili hennar var einnig miðpunktur fyrir fjölmarga ættingja og vini sem komu í bæinn og nutu góðs af gestrisni hennar. Hún hafði náið og gott sam- band við systkini sín, böm þeirra og bamabörn. Hennar er sárt saknað af móður minni, því þær vom ekki aðeins systur, heldur ríkti milli þeirra náin vinátta. Við sáum að þær nutu báðar þessara vináttubanda, og móðir mín var systur sinni til halds og trausts í veikindum hennar. Á mínu heimili er einnig mikill söknuð- ur, því okkur Önnu og bömunum þótti öllum vænt um hana. Hún var dætmm mínum góð vinkona og þær kunnu vel að meta það að koma við hjá Röggu á Laugaveginum. Sorgin hegðar sér undarlega og brýst fram á ýmsum tímum: Þegar hugsað er til þess hversu lítil úrræði læknavísindin höfðu uppá að bjóða fyrir þessa konu sem helgaði kröft- um sínum Umönnun sjúkra. En hún vildi hvort eð er varla leyfa heilbrigð- isþjónustunni að veita sér aðstoð, því aðrir gætu þurft meira á hjálp- inni að halda, að hennar mati._ Loks var svo of seint að hjálpa. Ég vil þó koma á framfæri þökkum til starfsfólks gjörgæsludeildar Borg- arspítala og þeirra lækna sem önn- uðust hana þær fáu klukkustundir frá því að hún veiktist þar til hún dó. Þótt hún gæti ekki notið þess sjálf var umönnunin veitt af slíkri alúð að við ættingjar hennar urðum þess aðnjótandi fyrir hennar hönd. Henni var sýnd sú virðing sem hún átti skilið. Sorgin brýst fram við að beija bræðrasynir og ólust upp á samliggj- andi býlum, vom þeir vinir frá unga aJdri og var Tommi stoð og stytta Magga og Lilju, einkum seinni árin og söknuðu þau hans mjög, og er þessa góða frænda ljúft að minnast. Maggi vann <við vélavörslu hjá Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum í 30 ár og undi hann hag sínum mjög vel hjá góðum húsbændum, allt lék f höndum hans eins og allra hans systkina. Nú em minningamar einar eftir og allar góðar. Maggi var jarðsettur í Vestmannaeyjum 17. des. sl., var veður slæmt og stór hópur ættingja og vina af fastalandinu komst ekki út í Eyjar til að fylgja honum til grafar. Ég, flölskylda mín og systkinin vottum Lilju og bömunum innilega samúð. Ágústa K. Siguijónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.