Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 25
FÓLK i jjölmiðlum ■ Forsvarsmenn Þjóðviljans eru ánægðir með gengi „Nýs helgarblaðs" það sem af er, en sem kunn ugt er hóf blaðið göngu sína um mitt síðasta ár. Að sögn Úlfars Þormóðsson- ar, formanns útgáfustjórn- ar Þjóðvilj- ans, hefur sala blaðsins farið vaxandi og viðtökur áskrifenda verið góðar. Úlfar kvaðst ennfremur hafa örugga vissu fyrir því að Nýtt helgarblað hefði „haldið utan um áskrifendur Þjóðviljans", eins og hann orðaði það. Útgáfii helgar- blaðsins yrði því haldið áfram í núverandi formi, að sögn Úlfars. ■ Ekki eru heldúr fyrirhugaðar breytingar á ritstjórnarstefiiu Pressunnar, helgarblaðs Alþýðu- blaðsins, og mun blaðið halda áfram að koma út í svipuðu formi og verið hef- ur. Sá orð- rómur hefur verið á kreiki að sala blaðs- ins hafi dregist saman að undanf- örnu, en að sögn Jónínu Leós- dóttur ritstjóra Pressunnar, seld- ist síðasta tölublað ársins upp, og sala blaðsins síst minni, þegar á heildina er litið, en gert hafði verið ráð fyrir. ■ Vestfirðingar fá nú brátt svæðisútvarp, því í ályktun út- varp'sráðs er steftit að því að útsendingar RUVIS hefjist í október ’89. Finnbogi Hermanns- son frétta- maður á Isafírði sagði að stöðin mundi starfa með svipuð- um hætti og svæðisútvarpið á Egilsstöðum. Hún mun verða til húsa á 1 .hæð í Aðalstræti 22 á ísafirði, stöðu- gildi mun að líkindum verða tvö og hálft og útvarpað verður í klukkustund tvisvar í viku. Hljóð- stofa og stjómherbergi verður í húsnæðinu og ágæt aðstaða til að taka á móti auglýsingum. Finnbogi sagði að hugsanlega yrði auglýsingaþjónusta sett upp núna strax í desember á staðnum til hagsbóta fyrir heimamenn. RUVIS mun ná til 70% Vestfirð- inga, þ.e. í kaupstöðunum, Djúp- inu, þorpunum á norðanverðum Vestfiörðum og allt til Þingeyr- ar. Á dagskrá verða fréttir af VestQörðum og umQöllun um málefni byggðarlagsins. fjölmiðlanna (Hvaladeild) „Líkleg skýring á þessari nýlegu gífurfjölgun hvalanna í hafinu er umræðan og deilurnar hér heima hvort við íslendingar eigum að hlíta margítrekuðum loforðum okkar á alþjóðavettvangi um að hætta hvaladrápinu eða ekki. . .“ „Minna má á að einmitt á þennan hátt fara hvalveiðar Bandaríkja- manna og annarra Mið- og Suður- Ameríkuríkja fram.“ „Þegar fiskitorfunum fækkar stöðugt, eins og fiskifræðingar eru sífellt að reyna að segja okkur, verður auðvitað fjölmennara af hval þar sem eitthvað er eftir af fiski...“ Úr yfirlýsingu frá Hvalavinafélagpnu. ftAÚMél ?I -----------MORdJNBLAÐÍÐ FiOLMIÐLAR sunnudaoÚr (JIQFAIHVflTOHOM 15. JANÚAR 1989 0 C 25 I leit að áhrífum auglýsinga Um 75% af 624 höfuðborg- arbúum neituðu því í nýlegri símakönnun Neytendasamta- kanna að hafa einhverntíma keypt vöru vegna auglýsingar sem þeir sáu í sjónvarpi. Þýðir þetta að sjónvarpsauglýsingar hafi lítil áhrif? Hvemig er hægt að mæla áhrif auglýsinga? Rannsóknir á áhrifum auglýs- inga og mikilvægi einstakra ijöl- miðla í því sambandi en ört vax- andi og mjög ábatasöm atvinnu- grein víða erlendis um þessar mundir. Henni er haldið uppi af auglýsendum sem geta velt kostn- aði áfram. Margir innanbúðar- menn segja að starfsemi af þessu tagi eigi meira skylt við galdra og getspár en vísindalegar rann- sóknir vegna þess hve athuganir þeirra staðfesta fátt. Ráð hinna svokölluðu ráða- gjafa byggja því allt eins á þef- skyni einstakl- inga eins og safni upplýsinga. Hins vegar borga auglýsendur himinháar upphæðir fyrir þessi ráð vegna þess að þeir hafa ekki efni á að vera án þeirra, reynist þau vel. Vandinn við könnun Neytendasamtakanna er um margt áþekkur því sem hér er lýst. Þrátt fyrir að upplýsingar hennar séu alls góðs maklegar á hún langt í land með að setja fram fullyrðingar sem vega þungt og skipta máli. Áðurnefnd niðurstaða kemst t.d. ekki inn fyrir þá sálar- múra að fólk vilji bara ekki viður- kenna að sjónvarpsauglýsingar hafi á sig áhrif. í athugun sem Samband ísl. auglýsingastofa gerði eitt sinn kom í ljós að fólk fór sparlega með sannleikann þegar það var spurt um auglýs- ingaáhorf sitt. Fleiri sáu þær en sögðust sjá þær. Þeir reyndust fleiri sem sáu eina ákveðna gamla og úrelta auglýsingu sem var ein- ungis sýnd einu sinni í einni tiltek- inni auglýsingasyrpu en þeir sem sögðust hafa séð þá syrpu. Títtnefnd niðurstaða í könnun Neytendasamtakanna segir okkur því að um 75 af hundraði höfðu- borgarbúa finnist að auglýsingar hafi ekki áhrif á sig en hins vegar segir hún okkur svo til ekkert um áhrif auglýsinga. Eins og það þeg- ar um 52% aðspurðra segjast ekki taka eftir óbeinum auglýsingum og þegar um helmingur þeirra sem tóku afstöðu sögðu að sé finndust auglýsingar í sjónvarps- auglýsingum raunhæfar. Þessar niðurstöður upplýsa okkur allt eins mikið um mismunandi skiln- ing fólks á hugtökunum „óbein auglýsing" og „raunhæft" eins og um lymsku auglýsenda eða gagn- rýna hugsun sjónvarpsáhorfenda. Meirihluti höfðuborgarbúa vill óbreytt ástand varðandi sjón- varpsauglýsingar. Marktækur meirihluti vill hafa auglýsingar og sér ekki ástæðu til þess að afmarka þær í dagskrá betur en nú er gert. Afgerandi meirihluta þótti það slæmt ef auglýsingar kæmu inn í kvikmyndir í sjón- varpi. Breska þjóðin er einnig íhaldssöm í þessum efnum og vill óbreytt ástand sem þó er ólíkt því sem við þekkjum. Breska ríkis- sjónvarpið, BBC, hefur engar auglýsingar og samkvæmt þar- lendum skoðanakönnunum virðist fólk ánægt með það. Það virðist einnig ánægt með að hafa auglýs- ingar á einkastöðvunum á allt að fimmtán mínútna fresti. Skiptir þá ekki máli hvort kvikmyndir séu á dagskrá. Bretar nýta sér þessi hlé jafnvel til þess að hita sér tesopa eða ganga örna sinna. Eftir að Neytendasamtökin gerðu athugun sína hóf Sjónvarpið út- sendingar á síðari fréttum klukk- an ellefu og eru kvikmyndir þá oft slitnar í sundur. Á undan þess1 um fréttum eru auglýsingar. Gaman væri að athuga eftir t.d. eitt ár hvort landinn hafi sætt sig við þetta og hafi jafnvel vanið sig á að stökkva á eftir kaffibolla, eða bjórglasi sem þá verður orðið löglegt, á meðan auglýsendur hafa orðið. Könnun Neytendasamtakanna er allrar athygli verð en niðurstöð- ur hennar staðfesta fátt annað en það hversu illmælanleg áhrif auglýsinga eru. BAKSVID eftir Asgeir Friðgeirsson ■ Upptökum á nýrri sjónvarps- myndaröð, sem RÚV heftir unnið að um Island og umheiminn, er nú að mestu lokið, en gert er ráð fyrir að þættimir verði teknir til sýningar í lok mars eða byijun apríl næstkomandi. Umsjónar- inaður þáttanna er Albert Jóns- son, framkvæmdastjóri öryggis- málanefndar og fyrmm frétta- maður hjá Sjónvarpinu. Að sögn Alberts verða þættirnir fjórir og tekur hver um 45 mínút- ur í sýningu. Fjallað verður um þróun alþjóðamála á þessari öld, stöðu smáríkja með sérstöku tilliti til Islands, og reifuð ýmis við- kvæm mál varðandi samskipti Is- lands og annarra þjóða svo sem þorskastríðin og hvalveiðideiluna. Þá verður ennfremur fiallað um öryggismál Islands og utanrikis- verslun. Bylgjan í bílnum Samkvæmt könnun, sem Skáís gerði fyrir RÚV, Stjörnuna og Bylgjuna, er mest hlustað á síðastnefiidu stöðina í bifreið- um. Gildir þá einu hvort einn eða fleiri em í bílnum, hvenær dagsins mælt er eða hvert skráningamúmer bílsins er. Könnunin var gerð í 'lok októ- ber og var alls athuguð hlustun í 8738 bílum. Mest er hlustað á útvarp í bílum á morgnana, 71,8% en minnst síðdegis, 65,6%. Flestir, 31,5%, hafa slökkt á útvarpi en af stöðvunum nýtur Bylgjan mestra vinsælda, 25,5%. Þar á eftir kemur Stjaman með 17,9% Tæplega 12% aðspurðra höfðu stillt á Rás 2 og 11% á Rás 1. 1% hlustuðu á Keflavíkurútvarpið og enn færri á hinar stöðvarnar; Útrás, 0,65%, Rót, 0,6% og Alfa, 0,25%. Um 3% minni hlustun er á Rás 1 og Rás 2 þar sem tveir eða fleiri eru í bíl en þar sem einn er. Sáralítill munur er á hinupi stöðvunum, um 1%. Hlutföll bifreiðanna sem hlust- endur óku voru 70% á Stór- Reykjavíkursvæðinu, 10% á Ak- ureyri, 10% á svæði þar sem Stjaman og Bylgjan nást og 10% á svæði þar sem stöðvar ríkisút- varpins nást eingöngu. Veislu- o§ rádstefnusalir - hvert sem tilefnié er, hvenser sólarhringsins sem er Við bjóðum glæsilega sali Þórshallar fyrir hverskonar veislur og mannfagn- aði, svo sem: árshátiðir, þorrablót, erfidrykkjur, fermingarveislur og brúð- kaupsveislur. Salir okkar henta einnig vel fyrir stærri sem smærri fundi og ráðstefnur. Hafið samband við veitingastjóra okkar, sem veita allarnánari upplýsingar. Veislusalir Þórshallar hf„ Brautarholti 20, símar: 29098, 29099 og 23333.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.