Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 34
34 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDl SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 „ petta. er EiríKur fraendú. Hcrnn \siU-fcL UXv\oJb&x 5000 Kr6nufn.oi.fSem pú sKuldar m'er znnþá.." Það eina sem þú hefur sagt í kvöld er æi... HÖGNI HREKKVÍSI ^ vSv'O VERí>A STUTTAÍ? UMRÆ.OUR. " Á FÖRNUM VEGI Mannbroddarnir eru áreiöanlega hagkvœmastir fyrlr þjóöarbúiö því þeir koma í veg fyrir marga slœma byltu. Guðjón Andrésson og Ásta Guðjónsdóttir í afgreiðslunni hjá B.S.R. I krapi o g hálku EÐURFARIÐ hefiir sett strik í reikninginn þessa vik- una. Krapaelgur var á gangstétt- unum og götum og víða erfitt að komast leiðar sinnar. Þegar fi-aus tók svo hálkan við og þá var eins gott að hafa jafnvægis- skynið í lagi. Þó hljóta þeir að vera til sem hagnast á slíku veð- urfari. Hvað um skósmiði til dæmis? Við iitum inn í Skóvinnu- stofu Gísla Ferdinandssonar, Lækjargötu 6 A, og hittum Gisla að máli. Hann var sem vænta mátti önnum kafinn í afgreiðsl- unni en gaf sér þó tíma til að spjalla þegar hlé varð á. „Þetta hefur nú ekki verið neinn vetur enn þá, þetta hafa eiginlega- verið sumardagar þangað til hann skellti sér í hundslappardrífu í gær og síðan hefur færðin verið slæm, sagði Gísli. Skóhirða og mannbroddar Já, það er rétt að þetta tíðarfar fer ekki vel með skófatnaðinn hjá fólki. Þegar bleytan er svona mikil er nauðsynlegt að bera reglulega á leðurskó og við reynum að benda fólki á það. Við erum t.d. með efni á úðabrúsum sem kemur í veg fyr- ir að vatnið komist inn í leðrið en Þessa mannbrodda má leggja niður þegar þeirra er ekki þörf. ég er ekki viss um að fólk noti það nógu reglulega. Það dugir ekki að úða öllu úr brúsanum á skóna og halda að það dugi meðan skómir endast - skynsamlegast erað nota lítið í hvert sinn en gera þetta þeim mun oftar. - En hvað um mannbroddana, hefur verið einhver hreyfing í sölu á þeim? Ja, það er eins og ég sagði, vetur inn er fyrst að koma núna. Þegar Gísli Ferdinandsson skósmiður. Þetta telur hann bestu mann- broddana. gerir mikla hálku seljum við mikið af mannbroddum og það eru sann- kallaðir bolludagar fyrir okkur skó- smiði. Mannbroddamir em samt áreiðanlega hagkvæmastir fyrir þjóðarbúið því þeir koma í veg fyr- ir marga slæma byltu en hver dag- ur á sjúkrahúsi er ríkissjóði dýr, að ég tali nú ekki um óþægindin sem fólk verður fyrir ef það dettur og beinbrotnar. - Hvað kostar að koma sér upp Víkverji skrifar Víkveiji sér og heyrir í fréttum fjölmiðla að förmenn stjómar- flokkanna leggja land undir fót næstu vikur, eftir að hafa sent þjóð- kjörið þing í nokkurra vikna frí. Fyrst var frá því greint að for- menn A-flokka, Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hanni- balsson, fæm á „rauðu ljósi“ um landið endilangt með lúðrablæstri og söng, flugeldum og húllumhæi. Síðar var frá því sagt að Steingrím- ur Hermannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, héldi í fótspor þeirra. Hann bíður hins „græna ljóss", að eigin sögn; fer fetið með þjóðlegu göngulagi fomu. Það er ekki nýtt í þjóðarsögunni að fömmenn fari byggð úr byggð og hafí sögur á takteinum, þótt blöðin, útvarpið og sjónvarpið hafí tekið yfír hlutverk þeirra að mestu. Víkveija fínnst það engu að síður af hinu góða að landsfeður gefi sér tíma til að heilsa upp á skattþegna sína, sem axla nú þyngri byrðar en fyrr, og bjóði þeim í nefið eða að minnsta kbsti gleðilegt nýtt skatt- ár. Þeir em a.m.k. ekki að safna skuldum utanlands á meðan. Víkveiji teldi hinsvegar hagræð- ingu í því að þeir þremenningar hafi samflot um byggðir landsins. En máske hafa þeir ekki orðið sam- mála um hvort ferðast ætti réttsæl- is eða rangsælis. Það verður þó væntanlega góðra vina fundur þeg- ar og ef þeir „herferðar“-menn hitt- ast einhvers staðar á fömum vetrar- vegi í stijálbýli til-að ræða rekstrar- stöðu undirstöðugreina í þjóðarbú- skapnum, landbúnaðar og sjávarút- vegs, eða bara næstu stjálbýlis- verzlunar. XXX Víkveiji sá, sem hér situr við skjá, flaug um loftin blá til Vesturheims í síðasta mánuði og dvaldi þar fáeina daga við sól og sand. Það sem kom honum mest á óvart í því „höfuðvígi auðvaldsins", sem róttækir vinstri menn telja Banda- ríkin vera, var hve neyzluvara og nauðþurftir fólks em þar miklu ódýrari en hér heima. Verðbilið er breiðara en tiltæk rök skýra. Gildir einu, hvort um er að ræða fatnað eða matvæli. Og hægt er að fá lang- ieiðina í fjóra lftra af benzíni fyrir sama verð og einn hér heima. Hver er skýringin? Ef við höldum okkur við benzín- verðið þá em ríkisskattar, þar með talið benzíngjald og söluskattur, meir en helmingur f endanlegu verði til notenda hér á landi. Svipaða sögu er að segja um verð bifreiða. Hluti hins háa vömverðs, sem hér viðgengst, era tollar, vömgjöld og söluskattur til ríkisins. Benzíngjald, sem var kr. 12,60 á hvem lítra í desember sl., var hækkað um kr. 4,10 upp í kr. 16,70 með nýju ári, samhliða því sem innflutningsgjald á bíla var hækkað um 11%. Þegar við tölum um kaupmátt launa, sem er „vinsælt" umræðu- efni hér á landi, vega skattar til ríkisins, sem sóttir em um vöm- verð, þungt í heildardæminu. Og vömgjöld vóm hækkuð allnokkuð nú um áramótin. Víkveiji telur þó að neyzluskattar hér á landi skýri hvergi nærri til fulls verðmismun nauðþurfta hér og erlendis. Vemlega hærri fram- leiðslu- og jafnvel dreifíngarkostn- aður búvöm (kjöts, mjólkurvara og osta) spannar dijúgan hluta skýr- ingarinnar. Aðhaldsáhrif sam- keppni í verðmyndun kunna og að vera minni hér en víða erlendis. Env hver er hlutur verzlunarinnar sjálfr-* ar? Er þar einþver pottur brotinn, þrátt fyrir það að ýmsar verzlanir — bæði kaupfélög og kaupmenn — leggi nú upp laupana í taprekstri? Neytendasamtökin ættu að hafa verk að vinna á þessum tímum síhækkandi skatta í verði vöm og þjónustu. t noe ivaæi9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.