Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.01.1989, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989 MEÐLÍFIÐ AÐVEÐI blaðamann yrði það viðkomandi stjórnvöldum til mikils ama út á við. Einu sinni átti meira að segja að taka mig af lífí; í Guatemala, en það sem bjargaði mér var að ég hafði sambönd í bandaríska sendi- ráðinu. Reyndar var það íslending- ur... hann er Ólafsson og heitir Bjöm minnir mig, sem vann þar og hann hafði látið mig fá nafn eins ofursta í stjóminni. Ég var fluttur út fyrir borgina til aftöku, en ég sagði þeim sem fóm með mig að þeir mættu bóka að yrði ég tekinn af lífí myndi það koma þeim í vandræði, því bandaríska sendi- ráðið vissi allt um mínar ferðir þama og nefndi ofurstann. Og þetta endaði þannig að ég var fluttur aftur til borgarinnar, settur í stein- inn og svo var mér sleppt daginn eftir. — Ertu ekki oft hræddur undir þessum kringumstæðumV Jú, dálítið á köflum, en maður veit að þar sem maður er erlendur fréttamaður er ekkert gert, en inn- lendum fréttamönnum er títt komið fyrir kattamef. Hins vegar lendir maður oft í því að vera úrskurðaður persona non grata, og fær ekki að heimsækja viðkomandi land, a.m.k. í einhvem tíma. Ég hef til dæmis ekki getað farið til Suður-Afríku í mörg ár, en það sama má segja um marga fréttamenn DR. Mitt tilfelli er þó örugglega svakalegast því suður-afrísk stjómvöld gerðu til- raun til að slátra mannorði mínu með því að reyna að telja fólki trú um að ég hefði dmkkið gróflega yfír mig í júmbóþotu South African Airlines, frá London til Salisbury (sem heitir núna Harare) í Ródesíu (sem heitir núna Zimbabwe). Ég flaug á fyrsta farrými og ég átti sem sagt að hafa dmkkið mig útúr- fullan á ókeypis kampavíni og viskíi og haldið langan fyrirlestur yfír farþegunum um viðbjóð aðskilnað- arstefnunnar og á eftir „tried to fly the plane“ eins og þeir orðuðu það. Og þá höfðu þeir neyðst til að rota mig og gefa mér róandi sprautu. Ég rankaði við mér sitjandi í stól í Salisbury; allur dofínn, en vissi að ég hafði lent í einhveq'u sem ég hafði upplifað fyrr. Ég hef aldrei verið á pillum, en þarna var ég svo slappur að ég megnaði ekki að standa upp til að hringja í sendiráð- ið og sat þannig í marga klukku- tíma. Þetta varð meiriháttar hneykslismál í Danmörku: Frétta- maður reynir að ræna flugvél! Nú mega allir vita að ég neita aldrei einum eða tveimur bjómm, en þetta var hreint mannorðsmorð. Ég hef aidici dmkkið yfir mig í starfí. Þetta var lygi frá upphafi til enda. Leyniþjónusta þeirra vissi hálfum mánuði fyrr að ég væri á leiðinni um borð í vél frá South African Airlines og ákvað að klekkja á mér. Þeir höfðu sett eitthvert deyfí- lyf út í viskíið mitt. Það var svo margt í sögu þeirra sem stóðst ekki, til dæmis sögðust þeir hafa flutt mig áfram til Jóhannesarborgar þar sem bæjardómur dæmdi mig í 20 ára fangelsi, en ég var allan tímann í Ródesíu, enda hefði ég farið beint í grjótið ef svo hefði verið. Ég var heldur ekki sleginn niður; ég hefði borið þess merki, sem ég gerði ekki. En þetta var ekki í fyrsta eða síðasta skipti sem suður-afrísk stjórnvöld beita slíkri aðferð til að slátra mannorði þeirra sem þeim er ekki að skapi. Þáverandi yfír- maður leyniþjónustunnar, Connie Mulder upplýsingaráðherra, sem var Iíklegur arftaki Forsters forsæt- isráðherra, var seinna dæmdur ásamt nánasta aðstoðarmanni sínum fyrir slíka starfsemi sem náði víðsvegar um heiminn. Það var árið 1975 og ég hafði verið á svarta listanum þeirra frá ’-67. Nei, starfið var aldrei í hættu, málflutningur þeirra var svo mótsagnakenndur að lygin skein í gegn. En síðan hefur verið vonlaust fyrir mig að reyna að fara til Suður-Afríku. — En þú ert að fara til Norður- Afríku eftir nokkra daga... Já, ég fer fyrst til Kaíró; sú stór- borg er að vaxa úr öllum böndum og verða óstjómleg. Það er sem sagt offjölgunarvandamálið og þró- un stórborga sem ég er að taka fyrir. Frá Kaíró fer ég svo til Kenýa, þar sem íbúatalan tvöfald- ast 15da — 17da hvert ár. Það gengur einu sinni, en síðan þegar íbúatalan þrefaldast, fjórfaldast o.s.frv. er allt komið í óefni. Og það eru engar lausnir, ekkert hægt að gera. Þær lausnir sem komið hafa fram, svo sem takmörkun bam- eigna eða græna byltingin svokall- aða, em vonlausar. Græna byltingin sem menn bundu svo miklar vonir við hefur reynst ónothæf, því hún byggir á gervifrjóvgun og skordýra- eitri, sem skaðar landbúnaðinn þeg- ar fram í sækir fremur en bætir. Vegna langvarandi fátæktar hefur fólk þarna haft viðvarandi þörf fyr- ir áð eignast mörg böm, þannig að sú kynslóð sem nú er að komast til fullorðinsára er mjög stór. Og þar sem ástandið versnar stöðugt verður þessi kynslóð líka að ala af sér mörg böm, sem gerir ástandið enn verra o.s.frv.... Það var fyrir alvöru farið að tala um offjölgunarvandamálið í kring- um 1970, haldnar margar ráðstefn- ur um takmörkun barneigna og þróunaraðstoð. Núna er ástandið þannig að menn em hættir að ræða þetta mál, það er orðið of stórt til þess að eitthvað sé hægt að gera ... — Hvað segir þú um ástandið í Suður-Afríku? Það er vonlaust. — Hvað heldurðu að eigi eftir að gerast þar? Eg er hættur að halda eitthvað; við vomm mörg sem á sjöunda ára- tugnum trúðum því að hvíta valda- stéttin myndi á ákveðnum tíma, 10—20 ámm, stuðla að þeim úrbót- um í menntunar- og félagsmálum sem em forsenda þess .að koma á sameiginlegu lýðræðiskerfi hvítra og svartra. En hvað hefur gerst? Smávægilegar úrbætur og í hvert sinn vex andstaðan, þ.e.a.s. hægri öfgaöflin em í sókn meðal hvítra og allt bendir til þess að þau eigi eftir að ná völdum og þá stendur allt fast. Svertingjunum er haldið niðri með fátækt. Og ekki bara í Suður-Afríku; öll álfan á við þetta vandamál að stríða: fátækt, offjölg- un, skortur á efnahagslegum mögu- leikum, enda ekki lengur veitt eins miklum peningum þangað af ríku þjóðunum. Svíar til dæmis gáfu Tanzaníu yfír tíu ára tímabil að meðaltali 400 sænskar milljónir á ári og Tanzanía er gjaldþrota. Þannig að í Svíþjóð er talað um að stuðningurinn hafí virkað öfugt og gert ástandið verra, því án stuðn- ingsins hefði ekki verið lagt út í þessa misheppnuðu þjóðfélags- breytingar. Þessi skoðun, að hætta allri þróunaraðstoð vegna þess að hún geri ástandið í rauninni verra, er orðin mjög útbreidd meðal ríku þjóðanna. Flest ríki þriðja heimsins skulda svo mikið að þau geta ekki einu sinni greitt vextina af lánunum. Meira að segja land eins og Bras- ilía, sem er með öflugan útflutning og er ríkt land í sjálfu sér, kemst ekki úr þessari klemmu. Það eru einstaka svæði þar sem þróunin er jákvæð; Singapúr, Taiwan, Hong- kong, Suður-Kórea og svo Japan auðvitað, sem getur ekki flokkast undir þau lönd sem við erum að tala um. En Kína, hvenær fær það möguleika? Eða Indland, sem verð- ur árið 2020 með um 1,5 milljarða íbúa og þeir hafa næstum ekkert að byggja á? Maður getur reyndar þakkað guði fyrir að þessi tvö stóru ríki hafi ekki þróast. Ef þau hefðu stóriðnað á okkar vestræna mæli- kvarða væri mengunin í heiminum margfalt meiri. Það er kaldhæðnis- legt, en maður verður eiginlega að vona að Indland og Kína nái ekki að iðnvæðast að ráði, þau skíta svo lítið út núna ... — Verða menn ekki bölsýnir í þínu starfí? Eða kannski trúaðir? Ja, ég er ekki sérlega trúaður; hinsvegar halda margir að ég sé kaþólikki vegna þess auðvitað að ég starfa svo mikið í kaþólskum löndum. Og ég hef verið hrifínn af nýkaþólskunni svokölluðu sem kom fram á sjöunda áratugnum og við- urkennir að lífíð á jörðinni skipti líka miklu máli; ekki bara himnaríki eins og var og er enn ríkjandi við- horf í mörgum deildum kaþólsku kirkjunnar og stendur áhangendum hennar fyrir þrifum, því það við- heldur fátæktinni o.s.frv. Við meg- um ekki gleyma því að mórall er munaður; fátæklingarnir hafa ekki efni á að vera heiðarlegir og siða- vandir. En samt er furðulegt hvað maður upplifír mikinn heiðarleika og ekki síst hugrekki í mörgum löndum þar sem fólk leggur líf sitt að veði, ekki bara endrum og sinn- um heldur daglega... Eins og svo margir af minni kyn- slóð batt ég miklar vonir við sósíal- ismann, ekki beint marx-lenínisma, heldur lýðræðislegan sósíalisma; við þóttumst sjá möguleika á því á ýmsum stöðum. En þvi miður hefur þróunin verið þannig að enginn hefur efni á slíkum hugsjónum leng- ur. Kúba er kannski eina landið, reyndar er kommúnísk harðstjóm þar núna vegna þess að Kastró hefur ekki getað þróað lýðræðið. en hann hefur náð að koma á endur- bótum í menntamálum, heilbrigðis- málum o.fl., sem hefur fyrst og fremst tekist vegna þess að Sovét- menn borga brúsann. Tilraun All- endes í Chile leiddi í ljós að það eru ekki til peningar í þessum löndum fyrir þeim félagslegu endurbótum sem nauðsynlegar eru til að þjóðirn- ar komist á réttan kjöl. — Jú, ég er vissulega svartsýnn á þróun mála í heiminum, sérstaklega vegna offjölgunar og mengunar — en bind samt vonir við allt það fólk Sem berst fyrir bættum heimi þrátt fyr- ir að staðan sé nánast vonlaus... — Einkalífið? Ég hef aldrei verið kvæntur, það var ekki leyfílegt að giftast hjá 0K og þegar ég hætti þar var ég orðinn of gamall eða hafði réttara sagt vanið mig á það líf að vera ógiftur svo það hefur aldrei orðið af því. Ég bý með konu núna, en við eigum ekki böm saman. En ég á þijú böm annars staðar. Ég get sem sagt ekki talist mikill ijölskyldumaður, en það gerir ekkert til þegar maður hefur áhugaverða vinnu og lífíð býður uppá marga möguleika, — ennþá... Jú, það má segja að ég sé vinnuhestur, og það er í sam- ræmi við það uppeldi sem ég fékk á íslandi. Ég er meira og minna alltaf að vinna, en um hver áramót stíg ég á stokk og strengi þess heit, að nýr Halldór rísi upp með nýju ári, með margar frístundir og allt það, en það hefur ekki tekist enn. Ég gæti vel hugað mér að skrifa fleiri bækur, þó ekki skáld- skap heldur faglitteratúr eins og fyrr . . . Halldór þegir og horfír um stund hugsandi út í loftið, glottir svo og segir: Ég er þrasari og rífst og skamm- ast á hveijum degi í umferðinni. Ég bý ekki langt héðan og fer því flestra minna' ferða á hjóli, en nota leigubíla ef ég hef fengið mér einum bjór of mikið. Á síðustu árum hefur umferðarmenningin versnað mikið hér í Kaupmannahöfn svo ég hjóla nú varla götulengd án þess að öskra og steyta hnefa á eftir einhveiju umferðarglæpamanni. Ég hef meira að segja gert nokkra umferðar- þætti þar sem ég segi ökumönnum til syndanna. — Ég ligg ekki á mínum skoðunum, og það tilheyrir fréttamennskunni að vera gangrýn- inn. Yfirleitt er gott á milli mín og kolleganna hér f DR, en við gagn- rýnum hvert annað mikið, okkur ber skylda til þess. Manni ber líka í einkalífínu að segja samferðafólk- inu umbúðalaust hvað manni fínnst, ekki gróft og stuðandi, heldur heið- arlega og af einlægni... Komið með á skíði um páskana til Zell am See í Austurríki 18.-31. mars nk., ásamt Eyjólfi Kristjánssyni, Inga Gunnari Jóhannssyni og fleira frísku og fjörugu fólki. Þessi ferð er sérstaklega ætluð þeim, sem vilja njóta útiveru og skemmtunar í kátum og hressum hópi. Verð á mann er aðeins kr. 53.900-.* Innifalið er flug til og frá Salzburg, gisting á Hótel Victoria (ítveggja manna herbergi), hálftfæði (morgunmaturog kvöldmatur), fararstjórn og aksturtil og frá flugvelli í Austurríki. Sérlegur aðstoðarf ararstjóri frá Ibiza: Guðmundur Árnason. VERTUMEÐ! ÚLFAR JACOBSEN Férðaskrifstofa Austurstræti 3, símar 13499 - 13491. „ísland er það land í norðurálfu þar sem nútímavæðingin hefur gengið hraðast fyrir sig.Það er hægt að tala um hreina þjóð- félagsbyltingu eftir stríð . . .“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.