Morgunblaðið - 05.02.1989, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.02.1989, Qupperneq 25
MORGUNBLÁÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 1989 C 25 Sigrún Jónatans- dóttir - Minning Fædd 6. desember 1925 Dáin 12. janúar 1989 „Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð." (Valdimar Briem.) Fyrir liðlega 40 árum lágu leiðir okkar fyrst saman. Það var 1. mars 1948 að 12 ungar glaðar og áhugasamar stúlkur hófu hjúkr- unamám í Hjúkrunarskóla íslands. Námsárin voru ánægjuleg og við- burðarík enda liðu þau fljótt. Hóp- urinn var samstilltur og allar höfð- um við valið hjúkrunamámið vegna þess, að við trúðum að lífsfylling væri fólgin í hjúkrunarstarfinu. Trú okkar reyndist rétt, þvf allar höfum við síðan unnið við hjúkran á einn eða annan hátt. Sigrún Jónatans- dóttir var ein af okkur í hópnum. — Oft er gildi hins lifaða lífs hug- leitt, þegar aflvakinn, sem knúði huga og hönd er hættur að starfa í þessum heimi sem við skynjum. Því vekja hugleiðingar við lát Sig- rúnar Jónatansdóttur margar ljúfar minningar. Minningar um sterkan persónuleika, hennar góðu mann- legu eiginleika, starfsáhuga og þrek, hennar mörgu áhugamál, glaðværð og hjálpsemi á alla lund. Með örfáum orðum langar okkur skólasystur Sigrúnar frá Hjúkr- unarskóla íslands að minnast henn- ar með þakklæti fyrir vináttu og tryggð, fyrir hinar mörgu gleði- stundir sem við höfum átt saman og fyrir framlag hennar til hjúkr- unarinnar. Sigrún var fædd 6. desember 1925 í Vestmannaeyjum, yngst af fimm börnum hjónanna Jónatans Snorrasonar og Steinunnar Brynj- úlfsdóttur, sem lengst af bjuggu í Breiðholti í Vestmannaeyjum. Þar ólst hún upp ásamt bræðram sínum. Sigrún var gædd þeim eiginleika, þeirri list að veita birtu og yl hvar og hvenær sem hún gat komið því við. Hún var foreldram og fjölskyld- um bræðra sinna gleðigjafi, stoð og styrkur alla tíð og fékk hún það endurgoldið á marga lund en tengsl Ijölskyldnanna era sterk og traust. Sigrún lauk námi við Hjúkranar- skóla íslands 1951, stúdentsprófi utan skóla frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1957, lauk prófi frá Heimspekideild Háskóla íslands 1958, var við framhaldsnám í rönt- genhjúkran á Landspítalanum ÚTSALA - ÚTSALA 20-50% afsláttur á öllum vörum verslunarinnar. Glugginn, Laugavegi 40, (Kúnst-húsinu). Málmiðnaðarmenn Stór-Reykjavíkursvæðið Á næstunni verða eftirfarandi námskeið í ensku: Enska I. Byrjar 16. febrúar. Enska II. Byrjar 6. mars. Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Fræðslu- ráðinu í síma 621755 og hjá M.S.Í. í síma 83011. 1957—58 og lauk Hjúkranarkenn- araprófi í Noregi 1974. Hjúkranarstörfm vann hún af alúð og einlægni á ýmsum sjúkra- stofnunum, á Landspítalanum, Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, Borg- arspítalanum, The Royal Infírmary, Aberdeen, Södersjukhuset í Stokk- hólmi og Sahlgrenska Sjukhuset í Gautaborg. Lengst af vann hún við Geisladeild Landspítalans. Þá kenndi hún um tíma við Nýja hjúkr- unarskólann. Allir sem þekktu Sigrúnu, kynnt- ust fljótt hinum fjölbreyttu hæfí- leikum hennar, þekkingu og leikni í starfí, alúðlegri framkomu, trú- mennsku, glaðværð og frásagnar- list. Hún var farsæl í starfi enda ætíð með velferð sjúklinganna að leiðarljósi og var virt af sjúklingum og samstarfsfólki. Sigrún var vel lesin, átti mikið og gott bókasafn og hafði yndi af tónlist. Hún var mikill ferðagarpur, útivist heillaði hana, énda var hún fróð um sögu og náttúra okkar fagra lands. Það var eins þegar hún dvaldi erlendis, þá lagði hún sig fram við að kynn- ast landi og þjóð. Hún unni allri fegurð og hún sá hana víða — úti í náttúranni, í málverkum, bókmenntum og í öðr- um listgreinum — og ekki síst sá hún hið fagra og góða í fari sam- ferðafólksins. Sjálf skapaði hún hin fegurstu listaverk, en handavinna hennar var einstök að fegurð og fjölbreytni, enda féll henni aldrei verk úr hendi. Nú er Sigrún horfín — farin yfír móðuna miklu. Við skólasystur hennar drúpum höfði við andlát hennar, fullar þakklætis fyrir að hafa kynnst henni, fyrir hennar vin- áttu og tryggð og alla samverana, sem hefur verið dýrmæt og aukið okkar eigið manngildi. Við vottum bræðram hennar og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð. F.h. skólasystra frá HSÍ, Sigurlín Gunnarsdóttir. LÆRIÐ A KYPUR DIDACTAINTERNATION AL COLLEGE ★ Flugfreyjunám - 'með Cyprus Airways ★ Nám í ferðaþjónustu í flugi - sem leiðir til IATA réttinda Sendið úrklippuna og fáið nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá: DIDACTA BOX 271,114 21 STOCKHOLM, SWEDEN Nafn: ........ Heimilisfang: Sími: ........ RAFVERKTAKAR HÖNNUÐIR RAFVIRKJAR Kynnið ykkur verð MÍIMIA-PI AQT og gæði á NOWA-PLAST rennum NOWA-PLAST Tengla- og kapalrennur i ýmsum breiddum og litum JNÝJUNGÁ ÍSLANDI ndiunrí tannkremid Munnvatniö inniheldurensim sem eru vörn sjálfrar náttúrunnar gegn bakteriu- og sveppavexti í munninum. Matarvenjur ínútímaþjóðfélagi brjóta niðurþessa vörn. Hið mikla sykurinnihald fæðunnar veitir bakteriunum góð vaxtarskilyrði. Þeim fjölgarogsetjastsem lag á tennurnar. Árangurinn eru holurítönnum og tannholdsvandamál. ZENDIUM með ensímum verkargegn hömlulausum vexti bakteria og sveppa og hjálpar til að endurvekja hið náttúrulega jafnvægi í munninum. ZENDIUM með ensímum og flúor er nýjung: Tannkrem með tvöfaldri vörn fyrir tennur og tannhold. 1. Ensímin í Zendium hjálpa ensímunum í munnvatninu til að endurvekjajafnvægi í munni. 2. FluoriZendium herðirglerung tannanna. ZENDIUM-TANNKREMIÐ MEÐ ENSÍMUM OG FLUOR. Einnig eru sérstakar vörur fyrir falskar tennur: pæst f apótekum. ENZYDENT með ensímum og fluor tannkrem. Heildsölubirqðir ENZYDENT tannlím. " ' ENZYDENT tannhreinsitöflur. ARS., Reykjavikurvegi 12, Hafnarfirði, simi 652690. Leiðbeiningar um skattframtal: LEÐRÉTTING Vakin er athygli á því að í Leiðbeiningum um útfyllingu skattframtals einstaklinga árið 1989, sem munu hafa borist flestum um leið og skattframtöl þeirra, er villa í upplýsingum um verðgildi spariskírteina ríkissjóðs á blaðsíðu 17 í leiðbeiningunum. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka íslands var margföldunarstuðull nafnverðs spariskírteina, sem einkennd eru 1987-I.A.2ARog 1987-I.A.4AR, 1,8677. Síðarkom í Ijós að réttur margföldunarstuðull fyrir þessi spariskírteini er 1,6492 og ber því að margfalda nafnverð þeirra með þeim stuðli. RSI< RÍKISSKATTSTJÓRI llTSALA - BÚTASALA 30 - 5B % afsláttur Cluggatjaldaefni, storesefni, ýmis fataefni og fleira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.