Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.02.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. FEBRÚAR 1989 fólk í fréttum k FEGURÐARSAMKEPPNI I MOSKVU Okur við innganginn og dóm- arinn eftirlýstur glæpamaður Miklar deil- ur hafa blossað upp í Moskvu vegna fegurðarsam- keppni sem þar var haldin á dög- unum og skýrt var frá í þessum dálki. Sovéskir fjölmiðlar hafa gagnrýnt skipu- lag keppninnar en þó tók stein- inn úr þegar í ljós kom að aðal- dómarinn var ekki annálaður kunnáttumaður á sviði kvenlegr- ar fegurðar held- ur eftirlýstur glæpamaður í höfuðborginni. Keppnin var haldin í Kosm- os-hótelinu sem þykir eitt hið glæsilegasta í Moskvu þótt það sé raunar lokað þessa dagana vegna kaka- lakkaplágu sem herjað hefur á hótelgesti, ef marka má frásögn fréttaritara breska dagblaðsins The Independent. Sovéskir fjölmiðlar hafa gagnrýnt þá staðreynd að óbreyttur almúginn fékk ekki að fylgjast með sýningunni og ljós- myndarar þurftu að greiða stórfé fyrir að fá að mynda fegurðardísim- ar. 28 stúlkur frá 11 löndum tóku þátt í keppninni en samvinnufélagið Moskvufréttir Hakarar Meltem, sem kjörin var „ungfrú yndis- þokki“ í fúrðulegri fegurðarsamkeppni sem fram fór fyrir skemmstu í Moskvu. Hún hélt frá Sov- étríkjunum, hlaðin gimsteinum, en stúlkan sem varð í öðru sæti, fegurðardís frá ísrael, fékk að launum sovéska bifreið af Tavría-gerð. Kaskad frá borginni Dneprop- etrovsk í Sovétlýðveldinu Úkraínu skipulagði hana. Fréttaritari ‘sov- éska vikuritsins Moskvufréttir, Mark Vodovozov, segir skemmtun- ina hafa verið dapurlega og að brandarar kynnisins, Alexanders Maslíjakovs, hafi verið í þynnra lagi. Kveðst hann sjá eftir rúblunum 25 (um 2.000 kr. ísl.) sem hann greiddi við innganginn. „Við ákveð- um miðaverðið, við höfum nefnilega leyfi,“ sagði einn forráðamanna keppninnar er fréttaritarinn kvart- aði yfir aðgangseyrinum. Vodovozov gagnrýnir einnig hvem- ig staðið var að vali sovésku kepp- endanna en enginn þeirra vann til verðlauna. Stúlkumar hafi ekki komið nægilega vel fyrir enda sé það alkunna að erlendis fari fegurð- ardísir í strangar þjálfunarbúðir áður en þær sýna sig á sviði. „Flas er ekki til fagnaðar á sviði skemmt- anaiðnaðar," segir Vodovozov í lok greinarinnar. Fegurðarsamkeppnin þótti sem sagd; ekki heppnast sem skyldi en skipulagið virðist fyrst hafa farið úr böndunum er dómnefndin var valin. Dagblaðið Komsomolskaja Pravda, málgagn ungliðahreyfíngar sovéska kommúnistaflokksins, skýrði frá því á dögunum að for- maður dómnefndarinnar, sem kepptist við að veita íjölmiðlum við- töl og sagðist vera „sendimaður Sameinuðu þjóðanna", hefði ekki verið franskur sérfræðingur á þessu sviði heldur eftirlýstur glæpamaður frá Moskvu. Sagði í fréttinni að sakaskrá „dómarans", Míkhaíls Potemkins, væri lengri en skáld- saga Tolstojs „Stríð og friður“ auk þess sem hann kynni ekki orð í frönsku. Gengi hann undir nafninu „faðir Roman" í undirheimum Moskvuborgar þar eð hann færi oftlega um borgina dulbúinn sem prestur. Sovétborgarar íhunu vafalítið vera sem límdir við sjónvarpskjáinn er keppnin verður sýnd í ríkissjón- varpinu á kvennadaginn, 8. mars en ekkert hefur spurst til „föður Romans" sem fékk væna summu í vasann fyrir vel unnin störf. BJÖRN BORG Beisluðu ítalskir lyga- merðir skáldafákinn? Fréttir af sj álfsmorðstilraun merki um eðlislæg- an óheiðarleika blaðamanna, segja vinir hans Vinir sænsku tennisstjörnunn- ar Bjöms Borgs segja fréttir þess efnis að hann hafí reynt að fremja sjálfsmorð rakalausan þvætting, óhróður og lygi. Bjöm var sem kunnugt er fluttur í skyndingu í sjúkrahús á þriðjudag eftir að hann hafði tekið of stóran skammt af svefnlyfjum. Hann fékk að fara af sjúkrahúsinu sam- dægurs en ítalskir blaðasnápar fullyrtu í fréttum sínum að ekki hefði verið um slys að ræða; Bjöm Borg hefði verið ákveðinn í að ganga á fund feðra sinna. Var látið að þvi liggja að Borg væri niðurbrotin maður sökum erfið- leika í einkalífínu. Eitt blaðið sagði Borg hafa gleypt 60 svefnp- illur og kvaðst hafa heimildir fyr- ir því að skömmu áður hefði hon- um og unnustu hans, ítölsku söng- konunni Loredana Brete, lent heiftarlega saman. Vinir Borgs sögðu að ítölsku blaðamennimir hefðu greinilega beislað skáldaf- ákinn og sögðu skrif þeirra merki um siðblindu og eðlislægan óheið- arleika manna í þessari stétt. Læknar kváðu fyrir sitt leyti úti- lokað að hann hefði tekið svo stór- an skammt og vísuðu til þess að Borg hefði aðeins dvalist í þijár klukkustundir í sjúkrahúsinu. Katólska kirkjan hefur neitað að gefa Bjöm og unnustu hans saman á þeirri forsendu að bæði séu þau fráskilin og er haft fyrir satt að þessi afstaða kirlqunnar manna hafí verið þeim báðum þungt áfall. Hjónaleysin búa sam- an í Mflanó á Ítalíu en myndin var tekin á dögunum er útsendari Reuters-fréttastofunnar rakst á þau á fömum vegi og var svo stálheppinn að hafa myndavélina meðferðis. ^TEPPALANDS UTSALAN Teppi, dúkur, parket og flísar AIH að 50% afsláttur Urvalið hefur aldrei verið meira og glæsilegra af gólfteppum, gólfdúk, parketi og flísum, með allt að 50% afslætti. Opið til kl. 14:00 laugardag. allt á gólfið á einum stað Teppaland • Dúkaland Grensásvegi 13, sími 83577, 105 Rvk. uiiidt mi >«4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.