Morgunblaðið - 19.02.1989, Side 4
4 FRETTIR/YFIRUT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989
ERLEMT
INNLENT
Rafitnagn
fór af öllu
landinu
Rafmagn fór af öllu landinu
síðdegis á sunnudag er selta olli
bilun í tengivirki Landsvirlq'unar á
Geithálsi. Illviðri og mikið saltrok
ollu margvíslegum rafmagnstrufl-
unum víða um land.
Sambandsleysi við útlönd
Ein af afleiðingum
rafmagnsleysisins
var sú að jarðstöðin
Skyggnir var óvirk í
78 mínútur. Talsam-
band við útlönd var
rofíð á meðan og
flugstjómarmiðstöð-
in í Reykjavík var
sambandslaus við aðrar flugstjóm-
armiðstöðvar í nágrannalöndun-
um. Hefði þetta getað haft alvar-
legar afleiðingar bilunin hefði orð-
ið fyrr um daginn. Ákveðið hefur
verið að kaupa aðra jarðstöð til
að koma í veg fyrir sambandsrof
af þessu tagi.
Grænfriðunar mótmæla í
150 borgum
Búizt er við mótmælum grænfrið-
unga gegn hvalveiðum íslendinga
og kaupum á íslenzkum fiski í 150"
bandarískum borgum 25. marz.
Heimsfrægar hljómsveitir á borð
við Eurythmics og Pretenders hafa
neitað að spila á íslandi vegna
hvalveiðistefiiunnar.
Rækjubátar farast
Tveir rækjubátar fómst á ísaflarð-
ardjúpi á þriðjudag. Kolbrún ÍS
sökk í mynni Skutulsfjarðar.
Mannbjörg varð, og þakka skip-
veijamir tveir það vinnuflotgöll-
um, sem þeir vom i. Dóra ÍS var
mikið leitað, en formlegri leit er
nú hætt. Með bátnum fómst tveir
3.000 atvinnulausír í
janúar
3.000 manns, eða um 2,5% vinnu*
aflsins, vom atvinnulausir í jan-
úar. Greiðslur úr atvinnuleysis-
tryggingarsjóði námu 100 milljón-
um króna í mánuðinum.
Andstæðingum hval-
veiða flölgar
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun
em 45,2% þeirra, sem afstöðu taka
til hvalveiða, mótfallnir því að
halda þeim áfram. í sambærilegri
könnun í október vildu 34,4%
hætta veiðunum.
Lélegustu gæfitir í 30 ár
Illviðrið hefur hamlað veiðum og
fullyrt hefur verið að gæftir hafi
ekki verið lélegri í 30 ár. Þor-
skafli jókst þó í janúar, en óvissa
ríkti um, hvort tækist að veiða
allan loðnukvótann.
Utanríkisráðherrar fúnda
James Baker, utanrikisráðherra
Bandaríkjanna, átti fund með Jóni
Baldvin Hannibalssyni starfs-
bróður sínum. Baker lýsti því með-
al annars yfir að hann teldi æski-
legt að varaflugvöllur yrði lagður
á Islandi. Jóni Baldvin hefur borizt
skrifleg staðfesting á því frá
Manfred Wörner, framkvæmda-
stjóra Atlantshafsbandalagsins, að
varaflugvöllurinn verði ekki hem-
aðarmannvirki á friðartímum.
Skinka vigtuð með
umbúðum
í könnun Verðlagsstofnunar kom
fram að allir framleiðendur skinku
nema tveir verðleggja skinkuna
þannig að plastumbúðimar eru
vigtaðar með kjötinu. Menn borga
því sama kílóverð fyrir plastið og
skinkuna. Lögum samkvæmt ber
að selja vömr eftir nettóvigt.
ERLENT
Sovétmenn
á brott úr
Afganistan
Brottflutningi sovéskra hersveita
frá Afganistan lauk á miðvikudag
en þá vom liðin níu ár og níu vik-
ur frá því Sovétmenn réðust inn
í landið. íhlutunin kostaði 15.000
sovéska hermenn lífið en talið er
að ein miiljón Afgana hafi fallið.
Blóðugu lokastríði er nú spáð á
mili afganskra skæmliða og her-
sveita sovésku leppstjómarinnar
í Kabúl.
Hamslaus bræði
múhameðstrúarmanna
Ráðamenn í Iran
hafa dæmt ind-
verska rithöf-
undinn Salaman
Rushdie til
dauða vegna
bókar hans
„Söngvar Sat-
ans“ sem nýverið
kom út en múhameðstrúarmenn
telja ritverkið vera guðlast. Múha-
meðstrúarmenn hafa víða komið
saman til að brenna bókina og
islamskir öfgamenn í íran hafa
sett hundmð milljóna króna til
höfuðs Rushdie.
James Baker í Evrópuför
Utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, James Baker, sótti
ráðamenn í öllum 14 ríkjum Atl-
antshafsbandalagsins í V-Evrópu
heim í vikunni en fyrsti viðkomu-
staður hans var ísland. Fundir
Bakers og ráðamanna í V-Þýska-
landi vöktu mesta athygli en
helsta umræðueftiið var endumýj-
un skammdrægra kjamorku-
vopna NATO þar í landi. Helmut
Kohl kanslari vill að henni verði
frestað í tvö til þijú ár en Banda-
ríkjamenn og Bretar vilja að
ákvörðun verði tekin á þessu ári.
Svíakonungur gagnrýnir
Norðmenn
Karl Gústav
Svíakonungur
hvatti Norðmenn
á miðvikudag til
að hætta selveið-
um en heimildar-
mynd um sela-
dráp þeirra hefur
vakið mikla reiði
í Danmörku,
Svíþjóð og Bretlandi. Ummæli
konungs féllu í grýttan jarðveg í
Noregi og brugðust norskir stjóm-
málamenn hinir verstu við er kon-
ungurinn kvaðst ekki skilja hvem-
ig forsætisráðherra Noregs, Gro
Harlem Brundtland, gæti stjóm-
að landinu fyrst hún gæti ekki
stöðvað þessa ósvinnu.
Fyrsti kvenbiskup
sögunnar
Tímamót urðu í
kirkjusögunni
um síðustu helgi
er bandaríska
blökkukonan
Barbara Harris
tók fyrst kvenna
biskupsvígslu f
Boston í Banda-
ríkjunum. Bar-
bara Harris er
58 ára að aldri. Hún tók prests-
vígslu árið 1980 en áður hafði hún
starfað við almannatengsl.
Hryðjuverkið yfír Lockerbie:
Deilt að nýju um hvar
sprengjan kom um borð
Lockerbie. Reuter.
BREZK og vestur-þýzk lögreglu-
yfirvöld þrátta að nýju um það
hvar sprengjan, sem grandaði
breiðþotu Pan Am yfir Skotlandi
skömmu fyrir jól, kom um borð
í þotuna.
Brezka lögreglan hefur skýrt frá
því að sprengjan hafi verið fal-
in í ferðaútvarpstæki með inn-
byggðu segulbandstæki. í gær
sagði John Orr, jrfirmaður lögreglu-
rannsóknar á ódæðisverkinu, að
sprengjan hafi að öllum líkindum
verið í farangri, sem kom með ann-
arri flugvél Pan Am frá Frankfurt
og var settur um borð í breiðþotuna
á Heathrow-flugvellinum í London.
Hún hafi verið í gámi í fremstu
farangurslest en þar var farangur-
inn frá Frankfurt settur.
Vestur-þýzk lögregluyfírvöld
Reuter
Starfemenn brezku flugslysanefhdarinnar kanna brak Pan Am þot-
unnar, sem splundraðist i sprengingu yfir Skotlandi skömmu fyrir jól.
héldu því hins vegar fram í gær
að engar sannanir væru fyrir því
að sprengjan hefði verið sett um
borð í Frankfurt. „Bretar benda á
Frankfurt að því er virðist í þeim
Bandaríkin:
Viðskiptahalli minnkar
Washington. Reuter.
Viðskiptahallinn í Bandaríkjun-
um minnkaði verulega i desember-
mánuði siðastliðnum, fór niður í
11,89 milþ'arða Bandaríkjadala
miðað við 12,22 milljarða í nóvem-
ber. Hallinn nam um 137,34 miiy-
örðum dala á öllu árinu 1988 og
minnkaði um 19% miðað við árið
áður.
Utflutningur Bandaríkjamanna
jókst um 6 af hundraði, nam
29,19 milljörðum dala, og hefur aldr-
ei verið jaín mikill. Innflutningurinn
jókst hins vegar um 3.3 prósent og
var einnig hærri en nokkru sinni
fyrr, eða 41,09 milljarðar.
tilgangi einum að reyna að draga
athyglina frá eigin grandaleysi í
öryggismálum," sagði háttsettur
maður innan þýzku lögreglunnar.
Jiirgen Wamke, samgönguráð-
herra V-Þýzkalands, sagði of
snemmt að segja til um hvar
sprengjan var sett um borð. Enda
þótt hún hefði verið í fremstu vöru-
lestinni gæti hún eftir sem áður
hafa verið í farangri, sem skráður
var inn í London.
Alþjóðaflugmálastofnunin
(ICAO) íhugar nú að banna mönn-
um að taka útvarpstæki með sér í
flug og er markmiðið að fyrir-
byggja sprengjuhættu. Af sömu
ástæðu þykir til greina koma að
banna mönnum að hafa ýmis önnur
rafeindatæki, s.s. ferðatölvur, í far-
angri sínum.
Endumýjiin kjamorkuvopna
og kosningaáhyggjur Kohls
JAMES Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði tvívegis
viðkomu í Bonn i sfðustu viku í for sinni til allra 14 höfuðborga
aðildarrfkja Atlantshafebandalagsins (NATO) f Vestur-Evrópu.
Bandaríski utanríkisráðherrann ræddi sérstaklega við Helmut
Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, og Hans-Dietrich Genscher,
utanríkisráðherra Iandsins. Helsta umræðuefnið var endurnýjun
skammdrægra kjarnorkueldflauga NATO f Vestur-Evrópu en
flestum þeirra hefiir verið komið fyrir í Vestur-Þýskalandi. Al-
menn samstaða er innan bandalagsins um að þessi hluti kjarnorku-
heraflans þarfiiist endumýjunar en eftir að hafda deilt um málið
í rúmt ár, hafa vestur-þýskir ráðamenn gefið til kynna á af-
dráttarlausan hátt að þeir muni ekki lýsa sig samþykka þvf á
þessu ári að áætlun f þá vera verði hrint f framkvæmd þrátt
fyrir umtalsverðan þrýsting bæði Bandarfkjamanna og Breta.
Astæðan fyrir þessum ágrein-
ingi virðist tvíþætt. f fyrsta
lagi mælast endumýjunaráformin
ákaflega illa fyrir meðal almenn-
ings í Vestur-Þýskalandi og hefur
þetta komið fram í dvínandi vin-
sældum Kohls kanslara og flokks
hans. Þá er uppi ágreiningur um
réttmæti slíkrar
ákvörðunar í
ljósi þess að við-
ræður um fækk-
un hins hefð-
bundna herafla í
Evrópu eru á
næsta leyti. Hefur því verið hald-
ið fram, m.a. af Hans-Dietrich
Genscher, að endumýjun eld-
flauganna, sem eru bandarískar
af gerðinni Lance, geti spillt fyrir
viðræðunum og leitt til þess að
kula taki á ný í samskiptum aust-
urs og vesturs.
Kohl og flokksbræður hans,
kristilegir demókratar, hafa átt
undir högg að sækja að undan-
fömu. Fylgi flokksins hefur farið
minnkandi í aukakosningum en
þingkosningar fara fram í desem-
ber á næsta ári. Talið er að stefna
Kohls í vamarmálum sé helsta
ástæða fylgistapsins auk þess sem
mannskæð slys á sýningum her-
flugvéla og vafasöm viðskipti
BAKSVID
eftir Ásgeir Sverrisson
vestur-þýskra fyrirtækja og
Líbýumanna hafa vafalítið haft
mikil áhrif á almenningsálitið.
Genscher, sem er án nokkurs
vafa áhrifamesti stjómmálamaður
Vestur-Þýskalands, virðist hafa
haft vinninginn í þessu máli eins
og svo mörgum öðrum ef marka
BIB má yfirlýsingar
Kohls í síðustu
viku. Kanslarinn
lýsti óvænt yfir
því í viðtali við
The Financial
Times að unnt
væri að fresta ákvörðun um end-
umýjun eldflauganna um tvö til
þrjú ár þar eð Lance-kerfið kæmi
að fullum notum allt fram til árs-
ins 1995. Þessi fullyrðing er um-
deilanleg en NATO ræður yfir 88
skotpöllum fyrir Lance-eldflaugar
í Vestur-Evrópu og munu rúmlega
60 þeirra vera í Vestur-Þýska-
landi. Flaugamar draga 110 kfló-
metra og er taiið að um 600
kjamaoddar séu til reiðu í þær í
vopnabúrum NATO. Sovétmenn
ráða hins vegar yfír 1.350
skammdrægum eldflaugum í
Austur-Evrópu þannig að yfír-
burðir þeirra eru augljóslega
gífurlegir.
Svo virðist sem kosninga-
Helmut Kohl hefiir um nóg að
hugsa.
skjálfti hafi gripið um sig í her-
búðum kanslarans, sem óttast
vafalaust að flokksmenn Gensch-
ers gangi til samstarfs við Jafnað-
armannaflokkinn eftir næstu
kosningar. Kohl virðist því hafa
áfráðið að gefa eftir í þessu máli
og aðlaga sig að „sveigjanlegri
stefnu" Genschers, sem vestur-
þýska dagblaðið Die Welt sagði
nýverið að væri „líkastur leigubif-
reið með allar dyr opnar“.
Líklegt má telja að Bandaríkja-
menn og Bretar fallist á þessa
afstöðu Kohls því ekki verður
betur séð en frekari þrýstingur
verði einungis til að stuðla að
falli hans. Endumýjun eldflaug-
anna verður til umræðu á fundi
leiðtoga ríkja Atlantshafsbanda-
lagsins, sem lfklegast fer fram í
maímánuði í Bmssel. Á fundinum
verður vafalítið ítrekað að upp-
setning nýrra eldflauga í Vestur-
Þýskalandi sé í fullu samræmi við
markmið NATO á sviði afvopnun-
armála en gera má ráð fyrir að
framkvæmdinni verði slegið á
frest með einum eða öðmm hætti.