Morgunblaðið - 19.02.1989, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 19. PEBRÚAR 1989
T T\ A er sunnudagur 19. febrúar. Annar sunnudagnr
I UixVJTí föstu, 50. dagur ársins 1989. Árdegisflóð í
Reykjavík kl. 6.00 og síðdegisflóð kl. 18.24. Sólarupprás í
Reykjavíkkl. 9.09 og sólarlag kl. 18.15. Myrkurkl. 19.05.
Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.42 og tunglið er í suðri
kl. 20.56 (Almanak Háskóla íslands).
Þótt þúsund falli þér við hlið og tiu þúsund þér til hægri
handar, þá nær það ekki til þín. (Sálm. 91,7.)
ÁRNAÐ HEILLA
F7f \ ára afmæli. í dag, 19.
■ U febrúar, er sjötugur
Elías Kristjánsson frá Vest-
mannaeyjum, Furugrund
24, Kópavogi. í Vestmanna-
eyjum átti hann heima til árs-
ins 1973. Var hann t.d.
starfsmaður Áhaldahúss
Vestmannaeyjabæjar í 25 ár.
Hann er nú starfsmaður Raf-
magnsveitu Reylqavíkur.
Kona hans er Klara Hjartar-
dóttir ^rá Hellisholti í Eyjum.
Varð þeim fimm bama auðið.
ára aflnæli. í dag, 19.
ÖU þ.m., er áttræður Þór-
ólfur Jónsson bygginga-
meistari, Þingholtsbraut
61, Kópavogi. Kona hans er
María Sveinsdóttir og ætla
þau að taka á móti gestum á
heimili sínu í dag, afmælis-
daginn, kl. 15-18.
FRÉTTIR_________________
í DAG, sunnudag 19. febrú-
ar, er konudagur. í dag byijar
góa. „Fimmti mánuður vetrar
að fomisl. tímatali hefst með
sunnudegi í 18. viku vetrar.
.. .Nafnskýring er óviss.“
Þannig segir frá góu í
Stjömufræði/Rímfræði.
VIÐSKIPTAVIKAN sem
hefst á morgun, mánudag, er
hin 8. á yflrstandandi ári.
lækningum. Ennfremur hafi
ráðuneytið veitt Helgu
Hrönn Þórhallsdóttur
lækni leyfi til þess að starfa
sem sérfræðingur í húð- og
kynsjúkdómalækningum.
FANGELSISMÁLA-
STOFNUN ríkisins auglýsir
í Lögbirtingi lausa stöðu
fangavarðar við fangelsið
austur á Litla-Hrauni. Er
umsóknarfrestur settur til 28.
þ.m. Fangelsismálastofnun
hefur aðsetur í nýbygging-
unni á Sölvhólsgötu 4.
SKIPIN
RE YKJ AVÍKURHÖFN: Að-
faranótt laugardagsins komu
inn af loðnumiðunum til lönd-
unar nótaskipin Júpiter og
Svanur. í gærkvöldi var tog-
arinn Viðey væntanlegur úr
söluferð tii útlanda. I dag
kemur Kyndill af ströndinni
og danska eftirlitsskipið Ing-
olf kemur. Togarinn Asbjörn
kemur nú um helgina af veið-
um til löndunar. í gær kom
danskt olíuskip, Rita Mærks,
með olíufarm. Það á einnig
að losa f Hafiiarfírði.
HAFNARFJARÐARHÖFN:
í fyrrinótt kom Hvítanes eft-
ir mikla vélaklössun ytra.
Gengur skipið nú einar 17
mílur. í gær var væntanlegur
fær. verksmiðjutogari, Anco,
sem er á leið á Grænlands-
mið. Tekur hann veiðarfæri
hér m.m. Eins var væntanleg-
ur af Grænlandsmiðum
danskur rækjutogari, Helen
Basse. Hann tekur vistir
MOLAR
• Reiknivél — samlagn-
ingar- og firádráttarvél —
var búin til árið 1652. Hún
var með allt að því sex stafa
tölur. Hét sá Pascal sem
vélina smíðaði.
SÉRFRÆÐINGAR. í tilk.
frá heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu í Lögbirt-
ingablaðinu segir að það hafí
veitt Einari Kristni Þór-
haUssyni lækni leyfi til að
starfa sem sérfræðingur í lyf-
• Feneyjakaupmenn
flytja árið 1624 kafiB í
fyrsta skipti frá Arabíu. í
Bretlandi kynnist almenn-
ingur kafiBnu árið 1652 og
1665 kemur það í fyrsta
skipti til Norðurlanda.
KROSSGATAN
Lárétt: — 1 mergð, 5 fugl-
inn, 8 þor, 9 dúkku, 11 alda,
14 þegar, 15 tigin, 16 vond-
an, 17 greinir, 19 slæmt, 21
blóðsugu, 22 markleysuna,
25 ferski, 26 gubba, 27 sefa.
Lóðrétt: — 2 hestur, 3 land,
4 deyfð, 5 fuglinn, 6 málmur,
7 svelg, 9 byrðin, 10 spendýr,
12 nærri, 13 stokkinn, 18
tölustafur, 20 drykkur, 21
greinir, 23 svik, 24 öfugur
tvíhljóði.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: — 1 goðgá, 5 kátri, 8 emjar, 9 smári, 11 rista,
14 núp, 15 ásinn, 16 afræð, 17 aur, 19 arka, 21 kunn, 22
urtunum, 25 inn, 26 ána, 27 sum.
Lóðrétt: — 2 orm, 3 ger, 4 áminna, 5 karpar, 6
ári, 7 rót, 9 smánaði, 19 ágiskun, 12 straums,
18 arðinum, 18 unun, 20 ar, 21 ku, 23 tá, 24 Na.
Ég er með góðar fréttir handa ráðherranum fyrir næsta fiind. Afköstin hafa aukist um 30
prósent síðan við tókum upp flæðilínukerfið ...
MANNAMÓT
BRÆÐRAFÉL. Bú-
staðakirkju býður eldri
borgurum í sókninni til kaffi-
drykkju, í tilefni konudagsins
sem er í dag, 19. febrúar, að
lokinni messu í kirkjunni.
Flutt verður ávarp, söngur
og hljóðfæraleikur.
FÉL. eldri borgara. í dag,
sunnudag, er opið hús í Goð-
heimum, Sigtúni 3, kl. 14.
Frjálst spil og tafl. Söngkór
RARIK (Rafinagnsveitur
ríkisins) kemur í heimsókn
og tekur lagið. Dansað kl. 20.
Á morgun, mánudag, er opið
hús í Tónabæ kl. 13.30 en
kl. 14 verður spiluð félagsvist.
KVENFÉL. Kópavogs
heldur spilafund sem er öllum
opinn nk. þriðjudagskvöld 21.
þ.m. í neðri sal félagsheimilis-
ins og verður byijað að spila
kl. 20.30.
KVENNADEILD Barð-
strendingafélagsins
heldur aðalfundinn annað
kvöld, 20. febr., á Hallveigar-
stöðum kl. 20.30. Gestur fé-
lagsins á þessum fundi verður
frú Friðgerður Friðgeirsdótt-
ir.
KVENFÉL. Bústaða-
kirkju heldui' aðalfund í
safnaðarheimili kirkjunnar
annað kvöld, mánudag, 20.
þ.m, kl. 20.30.
ERLENDIS:
1618: Madrid-friðurinn stað-
festur. Ófriði Feneyinga og
Austurríkismanna lýkur.
1674: Westminster-sáttmáli:
Þriðja stríði Englendinga og
Hollendinga lýkur.
1797: Tolentinó-friður og
páfinn lætur af hendi við
Frakka: Romanga, Bologna
SAMVERKAMENN
móður Teresu halda fund
annað kvöld, 20. þ.m, í safn-
aðarheimilinu Hofsvallag. 16
kl. 20.30.
ITC-kynning. í byijun
þessa mánaðar fór fram
kynning á vegum ITC og bar
yfírskriftina: Býrðu yflr
leyndum hæfíleikum eru opn-
ir fundir í öllum ITC-deildum.
Uppl. um stað og stund deild-
anna veita þessir ITC-upplýs-
ingafulltrúar: Jónína s.
94-3662, Hjördís s.
91-28996, Marta 91-656154
og Guðrún s- 91-46751.
ÁRNESINGAFÉLAG-
IÐ í Reykjavík heldur í
dag, sunnudag, árlegt góu-
kaffí. Býður félagið sérstak-
lega öllum eldri Amesingum
til kaffísamsætis. Það hefst
kl. 14 í Víkingasal Loftleiða-
hótels og stendur yfír til kl.
17. Ávörp verða flutt og upp-
lestur.
GÓUHÁTÍÐ FÉL. ísl.
námsmanna í Noregi verður
í Risinu á Hverfísgötu 105
nk. laugardag, 25. febrúar,
kl. 19. Borðhald verður. Þess-
ir gefa nánari uppl.: Sigurður
s. 44705, Helgi s. 666911,
Sigurbjörg s. 77305 og
Sigríður Lára s. 25488 til og
með 20. þ.m.
til Vínar um Týról.
1803: Kantónumar í Sviss
fá aftur sjálfstæði með lög-
um.
1807: Breskur floti brýst
gegnum Dardanellasund til
að styðja Rússa gegn Tyrkj-
um.
1940: Eltingaleikur hefst við
þýska fragtskipið Altmark.
ítölsku Sómalíu frá Kenýa.
1924: Ahmad Persakeisara
steypt af stóli.
1945: Árás Bandaríkja-
manna á eyjuna Iwo Jima
hefst.
1959: Samkomulag Grikkja,
Tyrkja og Breta um sjálf-
stæði eyjarinnar Kýpur.
1963: Rússar samþykkja að
flytja herlið sitt heim frá
Kúbu.
Flugslys í Prag er sovésk far-
þegaflugvél fórst og með
henni 77 farþegar.
1978: Egypskir hermenn
sendir til Nikósíu og bjarga
þar gíslum úr flugvél, en 15
þeirra féllu í átökunum.
1979: íran slítur sambandi
við ísrael og lýsir yfir stuðn-
ingi við Palestínumenn.
HÉRLENDIS:
1662: Daði Halldórsson
gengst við faðemi sveinbams
Ragnheiðar biskupsdóttur.
ORÐABÓKIN
Draugorð
Svo nefnast þau orð,
sem komist hafa í
orðabækur fyrir einhvem
misskilning — oft mis-
lestur, ef ógreinilega er
skrifað í handriti, eða þá
misheym. Þessi orð hafa
því aldrei verið til í mæltu
máli. Á ensku nefnast
þessi orð ghost words eða
phantom words, og er
íslenska nafnið bein þýð-
ing á hinu fyrmeftida.
Vitaskuld er sú hætta
alltaf fyrir hendi, að þess
konar orð sleppi fram hjá
þeim, sem safna til orða-
bóka, og komist þannig
óverðskuldað á prent og
fyrir augu almennings.
Skal nú nefnt eitt dæmi
úr jafnágætu verki og
orðabók Blöndals.
1663: Lög um ábyrgð ráð-
herra.
1783: Tilskipun konungs um
að jarðnæðislausir bændur
visti sig hjá búandi bændum.
1881: Reykjavíkurtjörn
flæðir yfir bakka sína.
1968: Bræður fómst í flug-
slysi í Reykjavík.
1975: Stjómmálasambandi
slitið við Breta.
1979: Fimm mönnum bjarg-
að af bát frá Ólafsfírði, einn
fórst.
Þennan dag fæddust Nicolaus
Copemicus hinn pólski
stjömufræðingur (1473-
1543), ítalska tónskáldið Lu-
igi Boccherini (1743-1805)
sænski landkönnuðurinn
Sven Hedin (1865-1952) og
bandaríski kvikmyndaleikar-
inn Lee Marvin árið 1924.
Hann lést fyrir nokkmm
áram.
Þar kemur fyrir so. að
þverdúka við einhvem
og sögð merkja það að
dekra við e-n eða koma
sér inn undir hjá e-m. Á
þetta orð að vera ættað
úr V-Skaftafellssýslu.
Ekki er nú svo. Hér hefur
p í handriti af misgáningi
verið lesið sem þv, enda
er þetta sama orðið og
perdúka, sem sagt var
frá í pistli 27. nóv. sl.
V-Skaftfellingar þekktu
það orð rrvjög vel fyrir
nær 50 ámm, en höfðu
aldrei heyrt talað um að
þverdúka við e-n. Óhætt
mun því að fullyrða, að
hér sé um draugorð að
ræða, sem best er að
gleyma með öllu.
- JAJ
og Ferrara. Napoleon sækir 1941: Bretar gera innrás í
ÞETTA GERDIST
19. febrúar