Morgunblaðið - 19.02.1989, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.02.1989, Qupperneq 16
„46 , MORQUNgLAÐH) .gUNRyPAqyR fy. FffgRLTAfi, JL.989 Neyðin kennir naktri konu að spinna VEÐRÁTTA undanfarinna vikna hefur svo sannarlega sett daglegu lífi landsmanna ákveðnar skorð- ur. Lægðimar hafa gengið reglulega líkt og á sporbraut yfir landið og flutt með sér veturinn sem við voram nærri búin að gleyma eftir milt tíðarfar undanfannna ára. Nú hefúr hann þo sannar- lega vitjað okkar með byljum og skafrenningi, frosti og hálku og dregið hafís að ströndum landsins í ofanálag. Umhleypingar og ófærð hafa spillt samgöngum í lofti og á láði, torveldað ferðir í vinnu og skóla og fúndum og mannfögnuðum verið þrásinnis aflýst. Sjómönnum er aukin hætta búin af vondum veðram og hafis og er eins báts nú saknað. Við höfúm því eiginlega verið rekin til þess af veðurguðunum að halda okkur meira heima en við erum vön og má segja að fátt sé svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. En það var fleira en færðin sem spilltist. Ofsafengin vestanáttin spýtti sjávar- seltu á einangrunarbúnað tengi- virkja Landsvirkjunar og olli víðtæku rafmagnsleysi. Flestir voru þó án rafmagns aðeins í nokkrar klukkustundir en aðrir, t.d. íbúar Vestfjarða og Snæfells- ness máttu þola nokkur dægur í köldum híbýlum. Myrkrið og kuldinn draga manneskjurnar nær hver annarri og líklegt að mörgum hafi gefist kærkominn friður og tóm til sam- vista við kertaljós án skarkala rafknúinna dægradvala. Meðal þessarar þjóðar sem vinnur lengri vinnu- dag en flestar ná- grannaþjóðir, verð- ur sífellt minni tími til mannlegra sam- skipta. í annríki daganna er svo auð- velt að missa sjónar á því sem er í raun mikilvægast og van- rækja bæði sjálfan sig og aðra, jafnvel þá sem næstir standa. Okkur hætt- ir til að hlaupa við fót í kapphlaupi við tímann og gleymi hve mikilvægt það er að gefa sér tíma til að vera til, vera með sjálfum sér og vera með öðrum. Mikið hefur verið rætt um gróð- ureyðingu og uppblástur jarðvegs í landinu. Vigdís Finnbogadóttir forseti lýsti með réttu yfir áhyggj- um og vísaði til uppblásturs í þeim hluta þjóðernis okkar sem tungan er, í síðasta áramótaávarpi sínu. Ef við ekki gætum að kynni upp- blástur að næða jafnvel enn nær okkur og sækja að þeirri um- hyggju sem við veitum og þiggj- um, þeirri menningu og mennsku sem sprettur af samskiptum okk- ar hvert við annað. Tryggasta aðferðin til að við- halda íslenskri tungu er að tala hana. Þau böm sem njóta þess að fullorðið fólk hefur og gefur sér tíma til þess að tala við þau eiga síður á hættu að mál þeirra mengist t.d. af sjónvarpsglápi. Stytting vinnutímans og trygging þess að fólk geti lifað af dagvinnu- launum sínum væri e.t.v. meðal áhrifaríkustu aðgerða til varð- veislu tungunnar. Slíkar aðgerðir hygg ég að myndu einnig styrkja menningu og efla mennsku þjóð- arinnar. Rafmagnsleysið minnti okkur jafnframt rækilega á það hve lifn- aðarhættir okkar allir og nútíma- þægindi em í raun háð raforku. Meira að segja heita vatnið sem ólgar hér í hverum og iðrum jarð- ar svíkur okkur um yl sinn ef rafknúið dælukerfi hitaveitunnar bregst. Þar sem rafmagnið fór rétt fyrir kvöldmat, er víst að margir hafa hugleitt hvemig hægt væri að bjarga sér í þeim efnum, öðmvísi en að kroppa í kalt úr ísskáp. Sumir gátu e.t.v. spjarað sig með arineld eða prímus, jafn- vel sprittloga, en hvað áttu hinir til bragðs að taka? Flest heimili em einungis búin rafknúnum áhöldum og tækjum til matseldar og við höfum ýmist fargað öðmm áhöldum eða aldrei átt þau eða þekkt. Það leiðir ennfremur hug- ann að því hve fá okkar em i raun fmmbjarga þ.e.a.s. kunna til verka og geta lifað af landinu án þess að styðjast við nútíma vélar og tæki. Mér kemur í hug gamli maðurinn fyr- ir norðan sem hafði lifað af og losnað við tvær tegundir krabbameins en fékk síðan það þriðja og virtist enn ætla að hafa betur. Hann var orðhvatur og hafði ákveðnar skoðanir. „Hvemig stendur á því að Holtavörðuheiðin er alltaf að lokast núna? Em þeir búnir að setja eitthvert hlið á hana? Ég skil þetta ekki, hún var aldrei lokuð í mínu ungdæmi, við fómm bara yfir hana.“ „Iss,“ sagði hann, „þetta er svo lingert og góðu vant þetta unga fólk og. kann lítið að bjarga sér. Ef hér kæmu harðindi, svona eins og í gamla daga, þá held ég að enginn myndi lifa þau af nema við gaml- ingjamir sem vomm fædd fyrir og um aldamótin.“ Nú em að vísu breyttir tímar og bflar hafa leyst hestana af hólmi, en hve margir kunna t.d. að búa sér til verkfæri sem dygðu? Hvernig er háttað almennri verk- menntun íslenskra bama og hvemig miðlum við fullorðna fólk- ið þeim reynslu liðinna kynslóða í landinu? Nýlega heyrði ég á tal unglinga sem lýstu leiða sínum á íslandssögukennslu og Ieiðinle- gust fannst þeim saga 19. aldar- innar. Ekki veit ég hvernig hún er kennd og hveijar áherslur em þar lagðar, en hitt veit ég af ætt- fræðigrúski og lestri um lifnaðar- hætti og aldarhátt á þeim tíma, að þar er efniviður í heillandi frá- sögn af seiglu og baráttu þjóðar fyrir betra lífí; harðindaár, þjóð- flutningartil Vesturheims, deiglu- pottur ótrúlegra þjóðfélagsbreyt- inga. Það yrði eflaust mörgum unglingi umhugsunarefni að lesa lýsingar Ólafar frá Hlöðum af bemskuheimili sínu og lær- dómsríkt að bera saman við eigin hag. Fyrir u.þ.b. 14 ámm sá ég sjón- varpsþátt um danska fjölskyldu sem hafði verið valin úr hópi margra umsækjenda til þess að veija sumarleyfi sínu sem þátttak- endur í virkri fornleifarannsókn. Hún fólst í því að dvelja nokkrar vikur í steinaldarbæ sem hafði verið grafinn upp og endurbyggð- ur. Fólkið mátti einungis nota þann búnað, áhöld og tæki sem þá þekktist, en gat nýtt sér þau og náttúmna af eigin hugviti. Þannig væntu fornleifafræðingar þess að fá svör við mörgum óleyst- um gátum um aðferðir manna við að bjarga sér. Hver maður mátti þó taka með sér einn hlut úr tækniveröld nútímans og konan valdi gleraugun sín því að hún var nærsýn. Allur fyrsti dagur ijölskyldunnar fór í að safna, þreskja og mala korn í brauð, sem þó varð ekki stórt, en bakað og etið sem eina máltíð glorhungrað- ar fjölskyldu að kvöldi. í viðtali að lokinni dvölinni sagði konan, reýnslunni ríkari, að líklega myndi hún fremur taka með sér ger en gleraugu í næstu ferð inn í stein- öldina. Þegar ég horfði á þennan þátt gerði ég mér skyndilega grein fyrir því að þótt ég kynni að laga mat af ýmsu tagi og baka hinar og þessar kökur þ'akunni ég alls ekki að baka brauð. Mér fannst óskiljanlegt hvernig ég hafði kom- ist til fullorðinsára svo fákunnandi um grundvallaratriði í verkmennt kvenna og hugsað með skelfingu um bjargarleysi mitt ef neyðar- ástand yrði. Þetta varð kveilqan að því að ég lærði að baka brauð, naut þess og skildi margt betur en áður. En jafnframt því sem við virð- um og varðveitum gamla verklag- ið og sýn á grundvallaratriðin er okkur nauðsyn að tileinka okkur nýja þekkingu og ný vinnubrögð. Kínverskur spekingur sagði fyrir nærri 2500 árum; „Ef þú hugsar eitt ár fram í tímann sáir þú komi. Ef þú hugsar tíu ár fram í tímann, gróðursetur þú tré. Ef þú hugsar hundrað ár fram í tímann, menntar þú fólkið.“ Væn- legasta fjárfesting okkar er að leggja rækt við menntun bam- anna okkar til að búa þau undir þá framtíð sem við sjáum ekki fyrir en byggist á örum og vænt- anlegum miklum breytingum. Við þurfum að efla rannsóknir og bera gæfu til að skilja mikil- vægi þeirra fyrir þróun hefð- bundinna atvinnuvega og nýrra hugmynda. Væri óskandi að sá áhugi stjómvald á rannsóknum sem kemur fram í tengslum við hvalveiðar mætti berast víðar, t.d. til að bæta úr þeirri vanrækslu sem rannsóknastofnun Háskólans í meinafræði að Keldum hefur verið sýnd, eins og kemur fram í nýlegri skýrslu. Áfram skal rakinn þráðurinn frá 19. öld og langar mig að minn- ast á nokkur orð úr ritgerð eftir þá Árna, Benedikt og Pétur Jóns- syni í blaði Þingeyinga, Ófeigi frá 1890, sem mér barst af tilviljun í hendur fyrir skömmu. Þeir leggja út af málshættinum: Neyðin kenn- ir naktri konu að spinna. „Neyðin kennir mörgum fleiri að spinna, þótt það sje eigi margir sem spinna silki. Hún hefir kennt mönnum margt af því sem gott er og gagnlegt í heiminum. Marg- ir hugvitsmenn og máttarviðir framfaranna hafa út úr neyðinni spunnið afl náttúrunnar inn í full- nægjingar mannsþarfanna. — En neyðin hefur kennt mönnum fleira en að spinna, fleira heldur en að spinna sinn þáttinn hver. Hún hefir kennt mönnum að leggja þættina saman, sameina krapt- ana, að sameina eptirlanganir og hugsjónir manna, að vekja upp sofin öfl og hrinda þeim á stað, hrinda þeim áfram gegn tálmun- um andlegrar og fjármunalegrar ánauðar.“ Þeir erfiðleikar sem nú er við að etja í þjóðarbúinu eru án efa tímabundnir. Við munum þó þurfa að læra að spinna okkur frá þeim og læra að leggja þættina saman, sameina kraftana. Öllu máli skipt- ir ennfremur hvort okkur tekst að draga nokkum lærdóm af þeirri kreppu sem við höfum ratað í. Hvort hún verður okkur nauð- synleg og holl áminning? Hvort, hún hvetur okkur til endurskoðun- ar á því hvað okkur sé í raun nauðsynlegt, hveijar þarfir okkar séu, hvernig við skilgreinum okk- ur sjálf og það þjóðfélag sem við byggjum? Hvort hún hvetur okkur til að hyggja að því verðmæta- mati sem ræður ákvörðunum okk- ar og gerðum? Hvort hún hvetur okkur til réttlátari breytni, jafnari tekjuskiptingar? Hvort hún vekur okkur af vímu hinnar nýrríku þjóðar sem hefur lagt óhóf og bruðl í vana sinn en gleymir um of að sinna því sem hana varðar mestu og er henni kærast þegar öllu er é. botninn hvolft? Spyiji nú hver og svari í hjarta sínu. Árangurinn ræðst af svörum okkar allra. HUGSAD 1IPPHÁTT í dagskrifar Gudrún Agnarsdóttir, þingkona Kvennalistans. Mér fannst óskiljanlegt hvernig ég hafði komist til fullorðinsára svo fákunnandi um grundvallaratriði í verkmennt kvenna og hugsað með skelf ingu um bjargarleysi mitt ef neyðarástand yrði. Þetta varð kveikjan að því að ég lærði að baka brauð, naut þess og skildi margt betur en áður. Opið hús i dag kl. 14-18. Kynnum Mase rafstöóvar Benco hf., Lágmúla 7, 91-84077.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.