Morgunblaðið - 19.02.1989, Page 36

Morgunblaðið - 19.02.1989, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6. 101REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÖSTHÓLF 1656 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. MorgunbltuDið/Sigurgeir. MOKVEIÐIÁ LOÐNU Mokveiði er nú á loðnu rétt austan við Vestmannaeyjar. Myndin er I veidd er þama fer i frystingu og eru veiðiferðir skipanna stuttar þar tekin í vikulokin af loðnuskipum að veiðum á svæðinu. Loðnan sem | sem afkastageta vinnslunar í landi takmarkar aflamagnið. Ráðstöfun vertíðaraflans: Söltun og frystitogarar með stærri hlut af fiskafla Umtalsverður samdráttur í frystingu í landi SALTFISKVINNSLA fyrstu 6 vikur þessa árs er um 500 tonnum meiri en á sama tíma i fyrra, sem er 10% aukning, og fer saman við aukn- ingu þorskafla Reyknesinga í janúarmánuði. Frysting á vegum Sttlumið- stöðvar hraðfrystihúsanna er hins vegar rúmlega þriðjungi minni en á sama tíma i fyrra, en Sjávarafurðadeild Sambandsins hefur aukið framleiðslu sína. Útflutningur á isfiski hefur á þessu timabili aukizt um 480 tonn, sé aðeins tekið tillit til allra stærstu markaðanna, Bret- lands og Vestur-Þýzkalands. Bátar og skip hafa aukið hlut sinn i isfisk- sölunni verulega, en dregið hefur úr sttlu á gámafiski. Leignbíl- ar tvísettir UM þessa helgi eru leigubilar í Reykjavik tvísettir, þar sem þeir bílstjórar, sem vilja geta haft mann á móti sér við aksturinn. Með þessu móti er hægt að nýta bílana allan sólarhringinn og mun þetta vera í fyrsta sinn sem svona heimild er veitt. Guðjón Andrés- son hjá BSR segir að farið hafí verið fram á þetta vegna hinnar þungu færðar sem verið hefur í borginni. Heimildin gildi aðeins yfír þessa helgi. Það var um- sjónamefnd leigubíla sem veitti félagi leigubílstjóra, Frama, þessa heimild og náði hún til allra leigubílastöðvanna. Mokveiði á Halanum: Stór og fall- egur þorsk- ur veiðist MOKVEIÐI er nú á Halanum og dæmi um að skip fái allt að 25 tonn af stórum og fallegum þorski í kasti. Litið hafði verið um fisk á þessum slóðum þar til eftir norðvestan storminn í síðustu viku. Hávarður Olgeirs- son skipstjóri á Dagrúnu frá Bolungarvik, var á Halanum í gær og sagði hann, að eftir storminn hefði þorskurinn geng- ið á miðin. Dagrún var búin að fá tæp 50 tonn eftir sólarhring á Halan- um, alveg ljómandi fallegan þorsk eins og Hávarður orðaði það. Hann kvað þá hafa verið heldur óheppna því algengt væri að skipin fengju þetta aflamagn á 12-14 tímum. „Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum físki, lengst af f vetur hefur lítið sem ekkert verið að hafa á þessum slóðum," segir Hávarður. Mannbroddar íhálkunni Mannbroddar hafa selst jafnt og þétt undan- famar vikur, samkvæmt upp- lýsingum frá skóvinnustofum Sigurbjöms Þorgeirssonar og Gísla Ferdin- andssonar. Birgðir hefur þó ekki þrotið. Einkum er það eldra fólk sem kaupir brodda, en þeir eru til í margvíslegum gerðum, og kosta 500 til 2.000 krónur. „Sumir koma of seint. Manni fínnst sárt að qjá viðskiptavini koma hingað inn í gipsi og kaupa sér mannbrodda," sagði Sigurbjöm Þorgeirsson. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu, hefur þorskafli landsmanna í janúar aukizt um 1.400 tonn miðað við sama tíma í fyrra. Aukningin er öll á suðvestur homi landsins, Suðurlandi, Reykja- nesi og Snæfellsnesi. Ingólfur Am- arsson hjá Fiskifélagi íslands telur skýringuna á aukningunni helzt vera þá, að hlutur frystitogara er mjög mikill þetta tímabil og jafnframt að vel hafí veiðzt í net og á línu vestan við Reykjanes. Trollbátar hafí hins vegar átt erfitt með að athafna sig. Sem dæmi um þetta má nefna að í Hafnarfirði bárust nú á land 2.012 tonn af þorski en 770 í fyrra. Frá Hafnarfírði eru meðal annars gerðir út frystitogaramir Venus, Sjóli og Haraldur Kristjánsson. Þorskafli Reykvíkinga hefur einnig rúmlega tvöfaldast miðað við sama tímabil. Söltun fyrstu 6 vikur ársins er nálægt 5.000 tonnum, en það sam- svarar um 12.000 tonnum upp úr sjó. Betri afkoma I söltun en fryst- ingu ræður mestu um þessa aukn- ingu. Framleiðsla SH fyrstu 6 vikur ársins var um 4.800 tonn að fram- leiðslu frystitogara meðtalinni, en var á sama tíma í fyrra 7.500 tonn. Össur Kristinsson, upplýsingafull- trúi SH, segir að samdrætti þessum valdi fyrst og fremst tvennt, gæfta- leysi og fjárhagsvandi frystingarinn- ar. Mörg húsanna hafí ekki hafíð vinnslu fyrr en að áliðnum janúar og sum séu reyndar lokuð ennþá. Benedikt Sveinsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Sjávarafurða- deildar Sambandsins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að frysting á vegum Sambandsins væri nú meiri en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir að sum húsanna hefðu verið sein I gang og önnur hefðu ekki byijað vinnslu enn. Skýring á þessu væri að hluta til góður gangur frystitog- ara, sem Sjávarafurðadeildin seldi afurðir fyrir. Framleiðsla Sambands- húsanna fyrstu 6 vikur þessa árs var um 3.000 tonn, 2.600 á sama tíma í fyrra og 2.200 1987. Aukning í vinnslu á þorski er meiri. 1987 var þorskvinnslan 1.600 tonn þetta tímabil, 1.480 í fyrra og 2.100 núna. Frystitogarar vega þyngra í fram- leiðslu á vegum Sjávarafurðadeildar- innar en SH. Útflutningur á botnfíski á helztu ísfískmarkaði okkar, Bretland og Vestur-Þýzkaland, jókst óverulega milli þessara tímabila eða um 480 tonn, sem jafngildir um 8%. Alls voru flutt á þessa markaði nú 5.951 tonn á móti 5.471 áður. Athylgiverð- ast við þennan útflutning er að skip og bátar auka hlutdeild sína veru- lega, um 1.200 tonn, en hlutur gám- anna minnkar um 718 tonn. Jafn- framt lækkar þorskverð en verð á öðrum tegundum hækkar. Könnun Morgunblaðsins á vöruverði: 15-23% hækk VERÐ á innkaupakörfu með nokkrum helstu neysluvörum hefur hækkað um 15% frá sama tima f fyrra, samkvæmt könnun Morgunblaðsins. Hækkunin er hins vegar um 23% ef áhrif „matar- skattsins" eru tekin með, en könnun Morgun- blaðsins í fyrra var gerð rétt eftir breytingarnar á söluskatts- og tollakerfinu. O tærstur hluti verðhækkananna var á fyrri hluta Osíðasta árs, en vörur hækkuðu um rúmlega 2% un á milli ára frá sams konar könnun sem gerð var í júlí síðastliðn- um, rétt fyrir verðstöðvun. Nokkrir verslunarmenn sem Morgunblaðið ræddi við töldu þó að von væri á einhveijum hækkunum bráðlega vegna áhrifa gengis- fellinganna. Vörur höfðu hækkað mjög mismikið og einstaka vörur, svo sem niðursoðnar perur höfðu lækkað í sumum verslunum, vegna áhrifa tollalækk- ana. Sjá verðkönnun bls. 19 i blaði C.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.