Morgunblaðið - 21.02.1989, Síða 41

Morgunblaðið - 21.02.1989, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1989 41 Bömín og valdið Afi skrifar: í stuttri en merkri grein prófessors Páls Skúlasonar gat að líta þann fróðleik í Morgun- blaðinu þann 8. febrúar sl. að í raun eru mannréttindaákvæði íslensku stjómarskrárinnar ættuð frá valdatíma Kristjáns 9. — frá 1874. í annarri ritsmíð eftir Baldur Andrésson arkitekt í Dagblað- inu/Vísi þann 20. janúar sl. getur hann um að núgildandi barnavemd- arlög séu í raun talin vera frá árinu' 1947,- en svo virðist sem 19. aldar embættisviðhorf til ungmenna ráði ríkjum í löggjöf þessari. Nýlega hefur umboðsmaður Al- þingis ritað Alþingi bréf þar sem hann minnir á, að mannréttindi séu engan veginn tryggð í stjómarskrá okkar (né heldur lögum) og telur þar til m.a. skort á vemdun frið- helgi fjölskyldulífs, skort á vemdun skoðanafrelsis og fleiri atriði, sem okkur nútímamönnum þykja sjálf- sögð. Dáum við Sókrates eða er hann gleymdur? Dapurlegt er að vita til þess, að eitt elsta alþingi heimsins skuli „vegna anna" eiga erfítt með að viðhalda ýmsum grundvallarlögum svo þau samræmist viðhorfum nú- tímans. Illt er að vita til þess, að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi skuli ekki skráð í stjómarskrá okk- ar, en slíkt veldur að sjálfsögðu því, að sértæk löggjöf, sem mann- réttindi varða gjalda þess. Bama- vemdarlöggjöfín geldur þess vissu- lega. Grein Baldurs er hin piýðilegasta ádrepa til okkar um, að strax verði hafist handa um að bæta mannrétt- indastöðu 75.000 ungmenna á ís- landi, innan sem utan heimila, ekki síst gagnvart þeim opinbera stjóm- völdum, sem ætlað er að gæta mannréttinda og velferðarmála fólks á bemsku- og unglingsáram. Baldur færir prýðileg rök að því, að einmitt barnavemdarkerfið starfi á grandvelli fomeskjulegra laga þar sem mannréttindi bama eru látin óskilgreind, en á hinn bóg- inn sé stjómvöldum færð í hendur óhemjumikil og takmarkalítil völd til hvers kyns ráðstafana er böm varða, án eftirlits og án aðildarrétt- ar málsaðila. Baldur telur að bamavemdar- kerfið sé bömum falskt öryggi, en ef starfshættir þess séu ógn við mannréttindi. Hvemig líður endur- skoðun bamavemdarlaga? ©1987 Unlver&al Presa Syndicate þacS stendur „Hvab e_r iangt pa.r\g<*5 •fccL viS lendum?" Ást er. . . ... að láta hana um að velja áfangastaðinn. TM Reg. U.S. Pat Off. —all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Hvað gafetu honum eigin- Ég verð að hætta núna, lega i þjórfé —? mamma. Hundurinn bíður eftir matnum. Víkverji skrifar Víkveiji heyrði ávæning af því í útvarpsfréttum á laugardag, að Gísli Alfreðsson, þjóðleikhús- stjóri, teldi að byggja ætti nýtt Þjóð- leikhús við hlið þess gamla og nota gamla húsið, sem litla svið hins nýja leikhúss. Þetta era óraunhæfar hugmynd- ir, sem enginn grandvöllur er fyrir. Þjóðleikhúsið stendur fyrir sínu. Þetta er glæsileg bygging, sem hefur náð að festa rætur. Viðhald þessarar byggingar hefur verið van- rækt og það er ríkinu til skammar. Þrátt fyrir það er engin ástæða til að hefja nú umræður um byggingu nýs Þjóðleikhúss. Meira vit væri í að byggja í námunda við Þjóðleik- húsið einhveijar þær stoðbygging- ar, sem leikhúsið þarf á að halda, en fráleitt er að tala um nýja leik- húsbyggingu á þessum stað eða yfirleitt að tala um nýtt leikhús. í haust tekur Borgarleikhúsið til starfa og þangað flytur Leikfélag Reykjavíkur starfsemi sína, eftir að hafa starfað í nálægt því heila öld við Tjömina. Hið nýja Borgar- leikhús mun áreiðanlega hleypa nýju lífi í leiklistarstarf í höfuð- borginni en þar að auki má búast við, að eitthvert litlu leikhúsanna fái inni í Iðnó. Þegar á allt þetta er litið er ástæðulaust að tala nú um nýtt Þjóðleikhús. XXX Mikið er talað um bjór og í fjöl- miðlum er talað af áfergju um hinn svonefnda B-dag og að þá muni eitthvað mikið gerast. Hvað? Bjórinn verður ekki til sölu þennan eina dag heldur til frambúðar. Hvaða læti eru þetta? Víkveiji hafði spumir af móður, sem spurði son sinn, hvort ekki yrði mikið um að vera í hans aldursflokki hinn 1. marz n.k. Pilturinn yppti öxlum og gerði lítið úr því. Hann bætti svo við: annars er eins og fjölmiðlamir HÖGNI HREKKVÍSI ætli að koma allri þjóðinni á bjórfyll- erí þennan dag! Sennilega er nokkuð til í því hjá þessum unga manni, að æsingur vegna bjórsins sé fyrst og fremst í fjölmiðlum. XXX Kona ein, sem býr í námunda við miðbæinn hafði orð á því við Víkveija, að það væri óþolandi, að ekki væri hreinsaður snjór af gangstéttum heldur væri honum mokað upp á gangstéttimar. Afleið- ing væri sú, að gangandi vegfarend- ur kæmust ekki leiðar sinnar, nema með því að ganga á götunum og væra þá í lífshættu vegna bílaum- ferðar. Það er nokkuð til í þessu. Það ber að fagna rösklegum vinnu- brögðum við snjómokstur en hvað um gangandi vegfarendur? Eiga þeir ekki rðtt á að komast leiðar sinnar? SOtrriNM viepisT VEiep. liflcgri i AR."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.