Morgunblaðið - 28.02.1989, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1989
5
Flóð í Kringlunni
Vörur að verðmæti l'/2 til 2
milljónir skemmdust fyrir
nokkru í verslun Sævars Karls
og sona í Kringlunni, vegna
flóðs. Vatn flæddi inn í verslun-
ina í gegnum loftræstikerfi.
Verslunin hefur fengið skaðann
bættan hjá tryggingarfélagi
sínu.
Þórshöfin:
Forstjóra-
staðan laus
tilumsóknar
Að sögn verslunarstjórans flæddi
vatnið inn í útibú Pósts og síma á
næstu hæð fyrir ofan verslunina.
Snjór hrundi í asahláku af þaki
hússins og var skafl fyrir framan
hurð Pósts og síma. Þar sem Póstur
og sími ekur vögnum þar í gegn
er enginn þröskuldur. Snjórinn
bráðnaði og vatnið rann inn í hús-
næði Pósts og síma og niður um
loftræstistokka í gólfi. Þaðan átti
það greiða leið inn á lager verslun-
arinnar á næstu hæð, þar sem
dæla þurfti út um 500 lítrum. Þá
mun einnig hafa flætt inn í verslun-
ina Heimsljós, sem er við hlið Sæv-
ars Karls og sona, en skaðinn þar
var mun minni.
Sævar Karl og synir halda nú
útsölu á þeim fatnaði sem var á
lager verslunarinnar þegar flæddi.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Krístján Egilsson safiivörður hagræðir Háfvarði.
V estmannaeyjar:
Háfvarð-
ur stopp-
aður upp
Starfsmenn Náttúrugripa-
saftisins í Vestmannaeyjum
hafa stoppað upp kambháf-
inn Háfvarð sem skipveijar
á Guðbjörgu fengu í vörpuna
á Vestfjarðamiðum.
Kambháfurinn þoldi ekki flutn-
ingana og drapst fijótlega eftir
komuna til Eyja. Safnverðimir,
Friðrik Jesson og Kristján Egils-
son, stoppuðu fiskinn upp og er
hann nú til sýnis í safninu.
STAÐA forstjóra Norðurlanda-
hússins í Þórshöfii Færeyjum er
nú laus til umsóknar. Ráðið verð-
ur í stöðuna til allt að fjögurra
ára.
Norðurlandahúsið starfar fyrir fé
frá ráðherranefnd Norðurlanda og
landsstjóm Færeyja. Stofnuninni
ber að vera tengiliður á menningar-
sviði milli Færeyja og annarra hluta
Norðurlanda s.s. með leiksýningum,
hljómleikum, ráðstefnum, listsýn-
ingum, rekstri grafík-vinnustofu
o.fl.
Ætlunin er að nýr forstöðumaður
taki við 1. október nk. en undanfar-
in þrjú og hálft ár hefur Svíinn
Karin Flodström gegnt stöðunni.
Umsóknarfrestur rennur út 4.
mars.
SR:
Neftid endur-
skoðar lög
umfyrirtækið
Sjávarútvegsráðherra hefúr
skipað nefiid til að endurskoða
lögin um Sildarverksmiðjur
ríkisins og rekstrarform þeirra,
að sögn Þorsteins Gíslasonar
fiskimálastjóra og stjórnarfor-
manns SR en hann á sæti í nefiid-
inni. Formaður nefhdarinnar er
Helgi Bergs.
Aðrir nefndarmenn eru ísak Ól-
afsson bæjarstjóri á Siglufirði, Jón
Ingi Ingvarsson verksmiðjustjóri
SR á Skagaströnd, Hörður Þór-
hallsson sveitarstjóri á Reyðarfirði,
Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri á
Seyðisfírði og Gunnar Hilmarsson
sveitarstjóri á Raufarhöfn.
Starfsmenn nefndarinnar em
Þórður Jónsson rekstrarstjóri SR
og Amdís Steinþórsdóttir deildar-
sjóri í sjávarútvegsráðuneytinu.
Vestmannaeyjar:
Grunaður
um nauðgun
Vestmanneyingpir á þrítug^s-
aldri var á sunnudag úrskurðað-
ur í 14 daga gæsluvarðhald grun-
aður um að hafa nauðgað 16 ára
gamalli stúlku í samkvæmi á
heimili í Eyjum á laugardags-
morgun.
Maðurinn hefur ekki játað á sig
verknaðinn. Hann hefur hlotið dóm
fyrir svipað brot, að sögn rannsókn-
arlögreglu. Vitni, sem vom í sam-
kvæminu þar sem atburðurinn átti
sér stað hafa verið yfirheyrð. Stúlk-
an mun ekki hafa hlotið mikla
áverka.
Þar sem enginn fangaklefi er til
í Vestmannaeyjum, síðan lögreglu-
stöðin þar brann fyrir fimm mánuð-
um, var hinn gmnaði fluttur í
Síðumúlafangelsi í Reykjavík.
Rannsóknarlögreglan í Vestmanna-
eyjum er á ferð og flugi milli lands
og Eyja til að vinna að málinu.
Bemdorm
ábetraverði
og' bamaklúbburinn
í kaupbætí!!
Vertu viss um að þú fair réttu ferðina fyrir peningana.
Á Benidorm nýtur fjölskyldan lífsins á fegurstu ströndum Spánar og það byggir á reynslu
og kunnáttu þeirra sem að ferðinni standa, bæði heima og erlendis. 15 ára
reynsla Ferðamiðstöðvarinnar á Benidorm tryggir þér bestu gististaðina og Ferðamiðstöðin
Veröld býður nú fyrst íslenskra ferðaskrifstofa þjónustutryggingu
sem tryggir þér góðan aðbúnað í sumarleyfinu.
Það er þess vegna sem við segjum:
Hjá VEROLD færðu meira fyrir peningana.
EUROPA CENTER
í maí og júní:
Hjón með 2 börn
Verð samtals 138.400,- í 2 vikur eða
34.600,-
fyrir manninn
CLUB LEVANTE
Páskaferd
2 í stúdíóíbúð
Verð kr.
39.900,-
fyrir manninn í 13 daga
Gerðu samanburð á verði og þjónustu, það borgar sig!
KYNNTU ÞÉR RAÐGREIÐSLUR OG ÞJÓNUSTUTRYGGINGU VERALDAR.
FERflAMIÐSTDBIN