Morgunblaðið - 28.02.1989, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJOINIVARP ÞRIÐJUDAGUR 28. FBBRÚAR 1989
19:30 20:00 20:30 21:00 21:30 22:00 22:30 23:00 23:30 24:00
UTVARP
RÍKISÚTVARPIÐ
FM 92,4/93,6
8.45 Veðurlregnir. Bæn, séra Agnes M.
Sigurðardóttir flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 i morgunsárið með Randveri Þorláks-
syni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir
kl. 8.00 og veðurfr. kl. 8.15. Lesiö úr
forustugreinum dagblaðanna að loknu
fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust
fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn. „Sögur og ævin-
týri", höfundurinn, Þórunn Magnea
Magnúsdóttir, les (4). (Endurtekið um
kvöldið kl. 20.00.)
9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra
Björnsdóttir.
9.30 í pokahorninu. Sigriður Pétursdóttir
gefur hlustendum holl ráð varðandi heim-
ilishald.
9.40 Landpósturinn — Frá Suðurlandi.
Umsjón: Þorlákur Helgason.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tið. Hermann Ragnar
Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur. Umsjón: Hanna G. Sig-
urðardóttir. (Einnig útvarpað á miðnætti.)
11.66 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.46 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.06 I dagsins önn — Sagnahefð. Um-
sjón: Steinunn Harðardóttir.
13.36 Miðdegissagan: „( sálarháska”, ævi-
saga Árna prófasts Þórarinssonar skráð
af Þórbergi Þórðarsyni. Pétur Pétursson
byrjar lestur annars bindis.
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Eftirlætislögin. Haukur Morthens vel-
ur. (Einnig útvarpað aðfaranótt sunnu-
dags kl. 2.00).
15.00 Fréttir.
15.03 Imynd Jesú i bókmenntum. Fyrsti
þáttur. Úr verkum Dostojevskís. Umsjón:
Árni Bergmann. (Endurtekið frá fimmtu-
dagskvöldi).
15.45 Þingfréttir.
18.00 Fréttir
16.03 Dagbókin. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið. — Að lesa afturábak,
hvernig er það hægt? Umsjón: Kristín
Helgadóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist á siðdegi — Beethoven og
Gershwin.
— Sónata nr. 5, „Vorsónatan", fyrir fiðlu
og píanó eftir Ludwig van Beethoven.
David Oistrakh og Lev Oborin leika.
— Píanókonsert í F-dúr (í upprunalegri
mynd, fyrir tvö píanó) eftir George Gersh-
win.
Katia og Marielle Labeque leika.
18.00 Fréttir.
18.03 Á vettvangi. Umsjón: Bjarni Sig-
tryggsson, Guðrún Eyjólfsdóttir og Páll
Heiðar Jónsson. Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.32 Kviksjá - Lík í næsta herbergi. Viöar
Víkingsson flytur pistil um hrollvekjur í
kvikmyndum. (Einnig útvarpaö á föstu-
dagsmorgun kl. 9.30.)
20.00Litli barnatiminn. „Sögur og ævintýri"
höfundurinn, Þórunn Magnea Magnús-
dóttir, les (4). (Endurtekið frá morgni.)
20.16 Kirkjutónlist — Schubert og Mend-
elssohn.
— „Salve Regina" fyrir blandaðan kór og
orgel eftir Franz Schubert. Kór útvarpsins
í Munchen syngur; Elmar Schloter leikur
á orgel; Josef Schmidhuber stjórnar.
— Orgelsónata nr. 6 f d-moll eftir Felix
Mendelssohn. Wolfgang Dallmann leikur.
— Þýsk messa fyrir kór, blásarasveit,
páku og orgel eftir Franz Schubert. Kór
og hljómsveit útvarpsins í Munchen flytja;
Wolfgang Sawallisch stjórnar.
21.00 Kveðja að austan. Úrval svæðisút-
varpsins á Austurlandi i liöinni viku. Um-
sjón: Haraldur Bjarnason. (Frá Egilsstöð-
um.)
21.30 Útvarpssagan: „Þjónn þinn heyrir"
eftir Söru Lidman. Hannes Sigfússon les
þýðingu sína (17).
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins.
22.16 Veðurfregnir.
22.20 Lestur Passíusálma. Guðrún Ægis-
dóttir les 32. sálm.
22.30 Leikrit: „Lögreglufulltrúinn lætur í
minni pokann" eftir George Courteline.
Þýðandi: Ásthildur Egilson. Leikstjóri:
Flosi Ölafsson. Leikendur: Gísli Alfreðs-
son, Baldvin Halldórsson, Inga Bjarna-
son, Helgi Skúlason, Erlingur Gíslason,
Hákon Waage, Guðjón Ingi Sigurðsson
og Karl Guðmundsson. (Einnig útvarpað
nk. fimmtudag kl. 15.03.)
23.15 Tónskáldatími. Guðmundur Emils-
son kynnir íslenska tónlist, að þessu sinni
verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur. Umsjón: Hanna G. Sig-
urðardóttir. (Endurtekinn frá morgni.)
1.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam-
tengdum rásum til morguns.
RÁS 2 — FM 90,1
1.10 Vökulögin.
7.03 Morgunútvarpið. Leifur Hauksson og
Ólöf Rún Skúladóttir hefja daginn með
hlustendum. Fréttirkl. 8.00 og 9.00, veð-
urfregnir kl. 8.15 og leiðarar dagblaðanna
kl. 8.30.
9.03 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Alberts-
dóttur. Afmæliskveöjur kl. 10.30. Fréttir
kl. 10.00 og 11.00.
11.03 Stefnumót. Jóhanna Harðardóttir tek-
ur fyrir það sem neytendur varðar.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.15 Heimsblöðin.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Umhverfis landið á áttatiu. Margrét
Blöndal og Gestur Einar Jónasson. Frétt-
ir kl. 14.00.
14.05 Milli mála. Óskar Páll á útkíkki. —
Auður Haralds talar frá Róm. Fréttir kl.
15.00og 16.00, Hvaðgerabændurnú?
16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán
Jón Hafstein, Ævar Kjartansson og Sigríð-
ur Einarsdóttir. Hlustendaþjónustan kl.
16.45. Fréttanaflinn, Sigurður G. Tómas-
son með fjölmiðlarýni eftir kl. 17.00, Stór-
mál dagsins milli kl. 17 og 18. Þjóðarsál-
in kl. 18.03. Fréttir kl. 17.00 og 18.00.
19.00 Kvöldfréttir.
19.33 Áfram ísland. fslensk dægurlög.
20.30 Útvarp unga fólksins.
21.30 Fræðsluútvarp: Lærum ensku.
Enskukennsla f. byijendur á vegum Fjar-
kennslunefndar og Málaskólans Mímis.
Sautjándi þáttur endurtekinn frá liðnu
hausti. Fréttir kl. 22.00.
22.07 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir
djass og blús. Fréttir kl. 24.00.
1.10 Vökulögin. Kl. 2.00 „Ljúflingslög" i
umsjá Svanhildar Jakobsdóttur. Fréttir kl.
2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri,
færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00.
Veðurfregnir frá Veöurstofu kl. 1.00 og
4.30.
BYLGJAN — FM 98,9
7.30 Páll Þorsteinsson. Fréttir kl. 8 og
Potturinn kl. 9.
10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Brávallagatan
kl. 10-11. Fréttir kl. 10, 12 og fréttayfirlit
kl. 13.
14.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Fréttir kl. 14
og 16 og Potturinn kl. 15 og 17. Bibba
og Halldór kl. 17-18.
18.00 Fréttir.
18.10 Reykjavik siðdegis — Hvað finnst
þér? Steingrimur Ólafsson.
19.00 Freymóður T. Sigurðsson.
20.00 Islenski listinn. Olöf Marin kynnir 40
vinsælustu lög vikunnar.
22.00Bjarni Olafur Guðmundsson.
24.00Næturdagskrá Bylgjunnar.
RÓT—FM 106,8
13.00 Úr Dauðahafshandritunum. Haraldur
Jóhannsson les (6).
13.30 Nýi timinn. Baháí-samfélagið á ís-
landi. E.
14.00 í hreinskilni sagt. E.
15.00 Kakó. Tónlistarþáttur í umsjón Árna
Kristinssonar.
16.30 Umrót. Tónlist, fréttir og fl.
17.00 Kvennalistinn.
17.30 Laust.
18.00 Hanagal.
19.00 Opið.
20.00 FÉS. Unglingaþáttur.
21.00 Barnatími.
21.30 Úr Dauðahafshandritunum.
22.00 Við við viötækið. Tónlistarþáttur.
23.30 Rótardraugar.
24.00 Prógramm Sig. ívarssonar. E.
2.00 Nætun/akt. Baldur Bragason.
STJARNAN — FM 102,2
7.30 Jón Axel Ólafsson, tónlist. Fréttir kl.
8.00 og 10.00, fréttayfirlit kl. 8.45.
10.00 Helgi Rúnar Óskarsson, tónlist. Frétt-
ir kl. 12.00 og 14.00.
14.00 Gísli Kristjánsson. Fréttir kl. 18.
18.00 Róleg tónlist.
20.00 Sigurður Helgi Hlöðversson og Sig-
ursteinn Másson.
24.00 Næturstjörnur.
ÚTRÁS — FM 104,8
8.00 Árdegi. Friðjón Friðjónsson.
12.00 Síðdegi. Margrét Grímsdóttir og
Garðar Þorvarðarson.
16.00 Blandan. Hafþór og Gunnar.
18.00 Kvöldvaka. Kjartan Lorange.
20.00 Undir grund.
22.00 Þunginn.
24.00 Næturvakt. Gunnar og Harpa.
4.00 Robbi (róbót).
1.00 Dagskrárlok.
ÚTVARP ALFA — FM 102,9
10.00 Morgunstund, Guðs orð, bæn.
10.30 Alfa með erindi til þín.
14.00 Orð guðs til þín. Þáttur frá Orði
Lífsins. Umsjónarmaðurer Jódís Konráðs-
dóttir.
15.00 Alfa með erindi til þín. Frh.
24.00 Dagskráriok.
ÚTVARP HAFNARFJÖRÐUR
FM91.7
14.00 Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar.
Seinni umræða. Bein útsending frá fundi
bæjarstjórnar í Hafnarborg. Dagskrárlok
óákveðin.
HLIÓÐBYLGJAN FM 95,7/101,8
7.00 Réttum megin framúr.
8.00 Morgungull. Hafdís Eygló Jónsdóttir.
12.00 Ókynnt tónlist
13.00 Perlur og pastaréttir.
17.00 Síðdegi í lagi. Þráinn Brjánsson.
19.00 Ókynnt tónlist.
20.00 Kjartan Pálmarsson.
23.00 Þráinn Brjánsson.
1.00 Dagskrárlok.
SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2
8.07— 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03—19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
ÓLUND AKUREYRI
FM 100,4
19.00 Gatið.
20.00 Skólaþáttur.
21.00Fregnir,
21.30 Sagnfræðiþáttur.
22.00 Æðri dægurlög. Diddi og Freyr.
23.00 Kjöt. Ási og Pétur.
24.00 Dagskrárlok.
* A
„ Afram Island“
Væntonleg o ollar úrvols myndbondaleigur
L AST EMBRACE
„Æsispenna, dulúð og hrollvekja af
bestu gerð, í stíl Alfred Hitchcock*.
Sunday Tclegraph.
Aðalhlutverkið er í höndum Roy
Scneider (The French Connection,
Jaws, Marathon Man).
Tvímælalaust mynd sem enginn
spennumyndaaðdáandi má missa af.
að er ekki hægt annað en þjóta
að orðabelgnum þegar íslenska
handknattleiksliðið vinnur stærsta
sigur íslenskrar íþróttasögu
gegn Pólveijum í heimsborginni
miklu París ... til hamingju helj-
ur! Það var alveg hárrétt hjá Bjama
er lýsti leiknum af innlifun í beinu
sjónvarpsútsendingunni að spennan
var... ólýsanleg. Þess vegna þýðir
ekkert að lýsa þessum gullmed-
alíuleik frekar í orðum. Og hér
koma yfirburðir hinna beinu sjón-
varpssendinga í ljós. Það er blátt
áfram ólýsanleg tilfinning að horfa
á slíkan leik í beinni útsendinga.
Reyndar hefir undirritaður uppiifað
svipaða spennu við að hlýða á beina
lýsingu á fótboltaleik er lslendingar
unnu A-Þjóðveija fyrir langa langa
löngu. En gervihnattasjónvarpið
hefir nú samt að ég hygg nokkra
yfirburði og sambandið við París
var bara býsna gott ef horft er fram
hjá smávægilegum hljóðtruflunum.
Annað var uppá teningnum hjá
Samúel Emi á rás tvö. Þar skyggðu
að mér heyrðist ákafar hljóðtrufl-
anir á lýsinguna. Skrýtið að betra
samband náist milli Parísar og ís-
lands gegnum gervihnött en um
símalínur? Gervihnattasendingar
eru greinilega það sem koma skal
á ljósvakasviðinu.
En hvernig stendur á því að Pól-
verjar og íslendingar leika til úr-
slita? Er skýringin sú að bæði liðin
höfðu pólska þjálfara? Vafalaust
eiga þjálfaramir mikinn hlut að
velgengni þessara frábæru liða en
úrslitum raeður líkamlegt og and-
legt atgervi leikmanna. En eiga lið-
in fleira sameiginlegt en afburða
þjálfara og atgervi? Ja, er hugsan-
íegt að sagan sameini hið besta í
pólsku og íslensku leikmönnunum?
Islenska þjóðin hefír um aldir hjarað
í harðbýlu landi á mörkum hins
byggilega heims og pólska þjóðin
hefír um aldir verið undir oki víg-
reifra nágranna er umkringja landið
á alla vegu. Þessar óblíðu aðstæður
eiga vafalítið sinn þátt í að herða
og stæla þjóðimar. En tekst þessum
aðkrepptu þjóðum að hjara í
óblíðum heimi? Undirritaður óttast
persónulega um framtíðarhag
íslensku þjóðarinnar eftir að hafa
horft á hina sakleysislegu teikni-
mynd: Dotta og hvalurinn er birtist
á Stöð 2 skömmu áður en hand-
boltalýsingin hófst.
NeytendurframtíÖar
Þessi teiknimynd var listavel
gerð enda hvergi til sparað og
blandað á snilldarlegan hátt saman
teiknimyndum og öðm myndefni
og þá var lesið fagmannlega inná
myndina. En boðskapurinn gæti
reynst veiðiþjóðum hættulegur er
fr&m líða stundir í Dottu var lýst
baráttu nokkurra krakka fyrir
björgun hvals er villtist upp á
strendur Ástralíu. Er hvalnum lýst
nánast eins og guðlegri vem og
sungið ákaft um þá... fáu hvali
sem em eftir í heiminum. Er hanuv
að á vamaleysi hvalanna og ann-
arra sjávardýra. Vondu kallamir
í myndinni eru síðan veiðimenn-
imir og einnig — fisksalarair.
Að sjálfsögðu var svo beðið um
peninga til hjálpar hvalnum og upp-
hæðin tíunduð en undir lokin kemur
ríki maðurinn er nefndist „Kristján"
nánös til hjálpar.
Milljónir baraa um heim allan
horfa á slíkar áróðursmyndir og
taka smám saman að hata veiði-
menn og þá sem höndla með sjáv-
arafla. Og muna menn útvarpsvið-
talið við einn af forsvarsmönnum
Grænfriðunga í Skandinavíu er
upplýsti að næsta skrefið væri að
koma í veg fyrir... ofveiði svo
hvalimir fengju nóg að borða.
Sennilega hefir íslensk þjóð sjaldan
verið í meiri hættu en nú á veldis-
tfma fjölmiðlanna þar sem óprúttnir
menn sá sæði hatursins í gljúpar
sálir.
Ólafur M.
Jóhannesson