Morgunblaðið - 28.02.1989, Side 23
Sovétríkin
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989
23
Bandarískir lækn-
ar kanna ástand-
ið í geðlækningnm
Moskvu. Reuter.
HÓPUR bandarískra lækna hélt
í gær af stað til Sovétríkjanna
og hyggjast þeir kanna ástandið
í sovéskum geðlækningum.
Andófsmenn í Sovétríkjunum
og vestrænir sérfræðingar hafa
lengi sakað sovésk yfirvöld um
að loka pólitíska andstæðinga
inni á geðsjúkrahúsum.
Næstu tvær vikur munu 19 sér-
fræðingar, þar af fimm rússn-
eskumælandi, ræða við sjúklinga
á stofnunum og fólk sem nýlega
hefur verið útskrifað. „Markmiðið
með ferð okkar er að meta breyt-
ingar á stefnu sovéskra stjórn-
valda í þessum málum; þ. á m.
breytingar á lögum og réttargæslu
geðsjúkra," sagði talsmaður hóps-
ins, Robert Farrand, á blaða-
mannafundi. Að sögn Farrands
hafa sovésk yfirvöld ekki takmark-
að fyrirhuguð störf hópsins á
neinn hátt.
Könnun af þessu tagi hefur
ekki verið leyfð fyrr í Sovétríkjun-
um. Á síðasta ári voru boðaðar
umfangsmiklar breytingar á með-
höndlun geðsjúkra og m.a. var
yfírstjórn þessara mála flutt úr
innanríkisráðuneytinu í heilbrigð-
ismálaráðuneytið. Nöfn tveggja
milljóna borgara voru þurrkuð út
af opinberum skrám yfír geðsjúka
og Æðsta ráðið, þing Sovétríkj-
anna, samþykkti lög um vemdun
borgaranna gagnvart slæmri með-
ferð og misnotkun á gildandi lög-
um.
DonKíkóti
20. aldar?
Madríd. Reuter.
SPÆNSKA lögreglan handsam-
aði uppivöðslusaman mann í
miðborg Madríd í síðustu viku.
Maðurinn stóð greinilega í
þeirri trú að hann væri nauta-
bani og blikkbeljur á helstu
umferðargötu borgarinnar
mannýg naut.
Maðurinn mundaði jakka sinn
fýrir framan bílana eins og hann
væri nautabani. Að sögn lögregl-
unnar olli bílabaninn umferða-
röngþveiti með tiltækinu og lög-
reglumaður slasaðist lítillega því
að maðurinn veitti mótspymu þeg-
ar átti að handtaka hann.
Reuter
Sovésk stríðstól á
afgönskum teppum
Teppasali í Kabúl býður til sölu afganskt teppi þar sem hefð-
bundin mynstur eru látin vfkja fyrir sovéskum skriðdrekum og
herþyrlum. Áhrifa af 10 ára styrjaldarástandi í Afganistan gætir
viða og afgönsk veflist hefur ekki farið varhluta af því.
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKlRTEINA RlKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1982-1. fl. 01.03.89-01.03.90 kr. 925,77
1983-1. fl. 01.03.89-01.03.90 kr. 537,87
1984-2. fl. 10.03.89-10.09.89 kr. 360,54
‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þarjafnframtframmi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, febrúar 1989
SEÐLABANKIÍSLANDS
ROMIKA
%\\
ROMIKA SKÓR FÁST MEÐAL ANNARS í EFTIRFARANDI VERSLUNUM:
Reykjavík: RR Skór, Kringlunni, S. Waage, Kringlunni, Skóverslunin, Laugavegi 97, Hvannbergsbræður,
Laugavegi 71, Skósel, Laugavegi 44, Axel Ó„ Laugavegi 11, Gísli Ferdinandsson, Lækjargötu, Skóbúð
Kópavogs, Kópavogi, Skóhöllin, Hafnarfirði.
Landið: Skóbúðin Keflavík hf., Keflavík, Axel Ó. Lárusson, Vestmannaeyjum, Skóbúð Selfoss, Selfossi,
Krummafótur, Egilsstaðir, Skóbúð Húsavíkur, Húsavík, Skótiskan, Akureyri, Staðarfell, Akranesi, Kf.
Skagfirðinga, Sauðárkróki, KASK, Höfn í Hornafirði.
Cockpit skórnir eru bæði inni- og
útiskór og upplagðir fyrir skrif-
stofufólk, starfsfólk í verslunum, í
hreinlega verkstæðisvinnu og
fyrir alla þá fjölmörgu sem vilja
ganga í þægilegum, mjúkum
og fisléttum skóm.
Þeim sem ganga í Cockpit
ætti að líða betur í fótunum
eftirdaginn.
Notaðu réttu skóna í vinnuna -
gangtu í Cockpit.