Morgunblaðið - 28.02.1989, Page 24

Morgunblaðið - 28.02.1989, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 1989 iitagp Útgefandi mÞlafeffr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Svelnsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Auglýsingastjóri BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 70 kr. eintakið. Sveitarfélögin og atvinnulífið Umsvif flestra sveitarfé- laga drógust vemlega saman á liðnu ári. Ástæðan var ekki sízt skerðing tekna þeirra. „Talið er,“ segir í for- ystugrein Sveitarstjómarmála, „að hér muni um allt að tvö þúsund milljónir króna, sem skert útsvarshlutfall og lýrður jöfnunarsjóður gefa minni tekjur en mátt hefði ætla.“ Sveitarstjómarmál segja að „þessi tekjurýmun komi aðal- lega niður á miðlungsstórum sveitarfélögum, til dæmis á Norður- og Austurlandi, þar sem nokkur dæmi eru um sveitarfélög, þar sem tekjur duga hvergi nærri fyrir gjöld- um og fjármagnskostnaður nemur orðið um 30% af tekjum þeirra". Rekstrarleg staða undir- stöðugreina, Iandbúnaðar og sjávarútvegs, hefur og bitnað hastarlega á mörgum sveitar- félögum, einkum í stijálbýli. Þetta á ekki sízt við sjávar- plássin. Þau byggja mörg hver atvinnu og afkomu á einu eða örfáum fyrirtækjum, sem gert hefur verið að sæta tapi, ganga á eignir og safna skuldum hin síðari misserin. Útflutnings- og samkeppn- isgreinar hafa sætt verulegu tapi, sem kunnugt er, meðal annars vegna hins háa raun- gengis krónunnar. Talið er að eigið fé í sjávarútvegsfyrir- tælgum hafi á heildina litið rýmað um helming á tiltölu- lega skömmum tíma. Atvinna hefur víða dregizt saman, ekki sízt yfirvinna, og sums staðar hefur umtalsvert atvinnuleysi sagt til sín — í fyrsta skipti í herrans háa tíð. Af þessum sökum hafa skattstofnar sveit- arfélaganna skerzt, aðstöðu- gjöld og útsvör. Þess eru og allnokkur dæmi að fyrirtæki hafa ekki staðið í skilum með lögboðin gjöld til sveitarsjóða. Fjárhagsleg staða sveitarfé- laga hefur því víða veikzt mjög sem og geta þeirra til að sinna lögboðnum verkefnum og þjónustu. „Sveitarfélögin setja nú allt sitt traust á að endurskoðun telgustofna sveitarfélaganna skili þeim sambærilegum tekj- um og vera ætti í dag miðað við gildandi lög og þá án skerð- ingar," segir í tilvitnaðri for- ystugrein Sveitarstjómarmála. Verka- og tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga er stórt mál, sem lengi hefur verið þæft um. Sveitarfélögin leggja ekki sízt áherzlu á heimastjóm á mál- um, sem mestu skipta í búsetu og umhverfi fólks, enda trygg- ir staðbundin þekking betri almenna þjónustu sem og betri nýtingu á fjármunum. Hitt skiptir síðan ekki minna máli fyrir sveitarfélög í stijál- býli, að búa undirstöðugrein- um í þjóðarbúskapnum, ekki sízt útgerð og fískvinnslu, að- stöðu til að standa á eigin fót- um og til að mæta atvinnu- og tekjuþörf fólks. Undir sig- urboganum Islenzka landsliðið í hand- bolta kemur heim frá París með gullið í farteskinu. B-keppni heimsmeistaramóts- ins lauk með íslenzkum stór- sigri. ísland hefur ekki aðeins tryggt sér rétt til að leika í hópi A-þjóða — rétt til þátt- töku í keppninni um heims- meistaratitilinn í greininni á næsta ári — heldur gert það með þeim glæsibrag sem lengi verður í minnum hafður. Það fer ekki á milli mála að íslendingar eru stoltir af landsliðinu. Liðsmenn stóðu sig sem hetjur, bæði sem ein- staklingar og heild. Hver og einn leikmaður skilaði frábærri frammistöðu. Það eykur síðan á ánægju landans að Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði liðs- ins, var valinn í heimsliðið gegn landsliði Portúgals í sum- ar — og ekki síður að Alfreð Gíslason var lgörinn bezti leik- maður B-keppninnar. Síðast en ekki sízt ber að þakka þjálf- ara landsliðsins, Bogdan Kow- alczyk, sem á sinn stóra þátt í þessum íslenzka sigri. Frammistaða landsliðs okk- ar í handknattleik í B-keppn- inni í París var ómetanleg aug- lýsing fyrir Island í umheimin- um. Og það var stolt þjóð sem horfði á lið sitt undir sigur'ooga heimsborgarinnar á sunnudag- inn. Hún fann sig í þakkar- skuld við þá sem gerðu garðinn svo frægan. Megi sú tilfínning vara lengur en augnablikið. Afborganir af þakkarskuld falla ekki sízt þegar syrtir í álinn. Landskeppni í eðlisfræði: Efstu sætin í úrslit- um öll til MA og MR FIMM nemendur framhaldsskólanna unnu til peningaverðlauna í úrslitum landskeppni í eðlisfræði, sem Eðlisfræðifélag íslands og Félag raungreinakennara standa árlega fyrir með tilstyrk Morgunblaðsins. Agni Ásgeirsson, MR, varð í efsta sæti, en næst og jöfix urðu Ásta K. Sveinsdóttir og Kristján Leósson, MR, og Guðbjörn Freyr Jónsson og Gunnar Pálsson, MA. Þetta er í sjötta sinn, sem land- eðlisfræði, sem kennd er í fram- skeppni er haldin í eðlisfræði og tóku þátt í henni 146 nemendur. 13 nemendanna komust síðan í úrslitakeppni og fór hún fram um helgina. Þessir 13 nemendur voru úr 7 framhaldsskólum. Nemend- umir glímdu við 4 fræðileg verk- efni á laugardag og 3 verklegar tilraunir á sunnudag. Verkefnin fjölluðu um grundvallarskilning á haldsskólum. Dómnefnd keppninnar skipuðu: Einar Júlíusson, Jakob Yngvason, Þorsteinn Vilhjálmsson og Sigfús Jóhann Johnsen. Keppendur í úr- slitum hlutu allir viðurkenningu, bókina „í hlutarins eðli“, sem gef- in var út í minningu Þorbjöms Sigurgeirssonar prófessors. Agni Ásgeirsson við verklegar tilr Nemendumir 13, sem þátt tóku í úrslitum landskeppni í eðlisfræði. Þorkell wjk ££ I g, y j| J Sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ: Nýtt félags- heímili opnað NÝTT félagsheimili sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ að Urðar- holti 4 var vígt á laugardag. Voru um 50 manns viðstaddir opnunina og mættu þar m.a. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, og Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður. Hús- næðið hefúr verið í byggingu í eitt og hálft ár og er tæplega Qörutíu fermetrar að stærð. Aðalfúndur Sjálfetæðisfélags Mos- fellsbæjar var einnig haldinn á laugardag. Magnús Kjartansson var kjörinn formaður en í sfjórn félagsins voru kosin þau Ingi- munda Loftsdóttir, Sigurður L. Einarsson, Gunnar Hjartarsson, Gunnar Rúnar Magnússon, ÞorkeU Einarsson, og Þuríður Yngva- dóttir. Varamenn eru ívar Benediktsson og Valgerður Sigurðar- dóttir. Svala Ámadóttir, sem verið hef- ur formaður Sjálfstæðisfélags Mosfellsbæjar undanfarin tvö ár, en lét af formennsku um helgina, sagði við Morgunblaðið, að það væri mjög mikilvægt að fá þetta nýja húsnæði. Félagið hefði verið algjörlega húsnæðislaust áður, stjómarfundir verið haldnir á heimilum félagsmanna en almennir fundir í Hlégarði. I nýja húsnæðinu yrðu nú nánast allir ftindir haldnir og væri þegar búið að kaupa 36 stóla í því skyni. Félag ungra sjálf- stæðismanna í Mosfellsbæ ætti einnig hlut í húsnæðinu og væri þetta sérstaklega mikill munur fyr- ir þau. Þrátt fyrir þetta húsnæðis- leysi hefði verið unnið öflugt starf undanfarin ár og væm sjálfstæðis- menn nú með 5 menn af 7 í bæjar- stjóm. Svala sagði að allir hefðu lagst á eitt til að eignast þetta húsnæði og fólk bæði unnið mikla sjálf- boðavinnu og gefið innanstokks- muni og fé í húsið. „Fólk er óskap- lega ánægt yfir að þetta hafi loks tekist. Við erum búin að hugsa mikið og skipuleggja í kringum þetta. Það hafa um 300 félagar tekið þátt í fjáröflun og öðru vegna byggingarinnar. Hafa verið haldin bingó, kökubasarar, tombólur og menn greitt styrktargjöld." Byggingarnefnd bar hitann og þungann af verkinu og áttu í henni sæti þau Þorgeir Guðmundsson, Öm Kjæmested, Svala Ámadóttir, Þröstur Lýðsson og Gunnar Pálí Pálsson. Hið nýja félagsheimili sjálfstæðisi 4 er vígt var á laugardag. Svala Amadóttir og Þorsteinn P heimilisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.