Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.02.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1989 Varaflug'völlur Ein lítil ráðherrarevía eftir Gísla G. Auðunsson Einu sinni enn hefur mikill hiti hlaupið í umræðuna um hugsanleg- an alþjóðlegan varaflugvöll á Is- landi. Eg tel ástæðulaust að rekja undangengna umræðu, en bendi á ágæta samantekt um málið eftir Þórhall Jósepsson í Morgunblaðinu laugardaginn 18. þ.m. undir heit- %iu: „Varaflugvöllur fyrir milli- landaflug: Deilt um tvær gjörólíkar lausnir." í sama blaði er greint frá því í frétt á baksíðu að Landeig- endafélag Laxár og Mývatns mót- mæli „harðlega þeim hugmyndum sem fram hafa komið varðandi byggingu flugvallar á vegum NATO í Aðaldal". Ég tel það ekki úr vegi að fleiri úr héraði láti skoðun sína á málinu í ljós en fulltrúar Landeigendafé- lagsins, sérstaklega þar sem ég er á öndverðri skoðun við þá félaga. Flugbrautabætur ráðherrans Flestum á nú að vera ljóst að "*álþjóðlegur varaflugvöllur, sem þjónað geti öllum flugvélum er ann- að og meira mál en bútamir sem núverandi samgöngumálaráðherra vill skeyta við Akureyrar- eða Egils- staðaflugvelli og kalla varaflugvelli. Slíkt tjasl er ekki ungum og snörp- um manni samboðið og sýnir reynd- ar dæmafáa skammsýni af æðsta manni samgöngumála þjóðarinnar. Og þó að þessi „lausn" hans megi teljast slarkandi gagnvart tveggja hreyfla farþegaþotum þá gengur hún alls ekki gagnvart stærri þotum til farþega- og vöruflutninga. Ég býst við að ráðherrann hafí fylgst það vel með alþjóðlegri fram- vindu samgangna að hann geri sér fulla grein fyrir þeirri gífurlegu aukningu, sem er að verða í frakt- flugi, t.d. milli Evrópu og Austur- Asíu. Slíkt fraktflug fer ekki, og mun ekki fara fram, með neinum smáþotum. Finnst ráðherranum það einskis virði að Islands geti boðið upp á örugga millilendingu fyrir alþjóðlegt fraktflug? Eða hversu vinsæll áfangastaður telur hann að Island verði í alþjóðlegu farþega- og fraktflugi ef vélamar þurfa alla tíð að flytja með sér nægilegt elds- Skrifstofutækninám Betra verð - einn um tölvu Tölvuskóli íslands S: 67 14 66 FRICÖ rafmagnshitablásarar ern hljóðlátir smekklegir og handhægir Frico rafmagnshitablásarinn, TEMPERATOR 200, fæst hjá Rönning. Þessi frábæri hitablásari er léttur og meðfærilegur. Hann er með hitastillingu, valrofa fyrir afl og loftmagn, kröftugan blástur og yfirhitavörn. TEMPERATOR 200 er sterkbyggður, mjög hljóðlátur og með hitöld úr ryðfríu stáli. Hjá Rönning fást einnig fleiri gerðir af hitabl^surum sem henta nánast hvar sem er. Frico TERMOVARM ofnar eru hannaðir til að þola raka t.d. í skipum og bátum. Hann er mjög fyrirferðarlítill en gefur góðan hita. Á ofninum er rofi af og á, hitastillir og yfirhitavörn. Framhlið er einfalt að fjarlægja með einu handtaki til að auðvelda þrif. Það er notalegt að sitja við ylinn frá Frico TERMOVARM. Véldu FRICO Rofi af og á. Sérstök hitaþolin lakkhúð. ...i/llli 0IHIIH"1 Einfalt að fjarlægja framhlið til að auðvelda þrif. Hitastillir. JOHAN /r RONNING HF neyti til að ná flughöfn á Skotlandi eða Grænlandi ef Keflavík bregst? Ráðherrakredda Ég býst við að samgöngumála- ráðherra viti reyndar allt um þetta. Hins vegar varð hann fyrir því ein- hvem tíma á lífsleiðinni að drekka í sig pólitíska kreddu, sem hann vex ekki frá. Þessi kredda kemur m.a. fram sem sjúkleg tortryggni í garð Atlantshafsbandalagsins, vægt til orða tekið. I ljósi þessa verður að skoða framgang hans í varaflug- vallarmálinu undanfarið. Allt kapp skal lagt á að troða „varaflugvöll- um“ niður í nægileg þrengsli svo að óhugsandi sé að þar fái frakt- flugvélar eða herflugvélar athafnað sig. Því er Aðaldalurinn algjört eit- ur í hans beinum þó að öll skilyrði séu þar best frá sjónarhóli flugör- yggis. En samgöngumálaráðherr- ann okkar virðist hafa efni á að blása á flugöryggið ef það þjónar hans pólitísku kreddu. Viðhlæjendur ráðherrans En ráðherrann á sér fylgismenn, t.d. kreddubræður í Alþýðubanda- lagi. Og meira að segja Landeig- endafélag Laxár og Mývatns er komið í hópinn. Það er ekki að ófyr- irsynju, sérstaklega þar -sem þeir gefa sér að væntanlegur flugvöllur yrði „mjög nærri bökkum Laxár". Hvað skyldi „mjög nærri" þýða í þeirra munni? Nú hefur mér verið tjáð af mönn- um sem þekkja inn á aðflugsskil- yrði að flugvöllur byggður af Atl- antshafsbandalaginu yrði byggður þar sem aðstæður em bestar og yrði því væntanlega settur niður mun vestar en núverandi Húsavík- urflugvöllur. Það var eingöngu af spamaðarástæðum að Húsavíkur- flugvöllur var settur niður þar sem hann er og á þeim stað verður eng- inn alþjóðaflugvöllur byggður að ýtrustu kröfum. Landeigendafélag- ið getur því andað léttar og snúið sér gegn áþreifanlegri „ógn við lífríki árinnar". Eða vakir nokkuð annað fyrir þeim? Farvegir öfundar og öfga En ráðherrann á sér fleiri við- hlæjendur. Allir ' öfundarmenn framsækinnar þróunar á Skjálf- andasvæðinu mun fylkja sér í þann flokk. En það verður ekki nefnt öfund opinberlega. Andróðurinn verður rekinn undir öðmm nöfnum. Eitt dæmi um slíkt birtist í áður- nefndri grein í Morgunblaðinu 18. þ.m. Allir viðmælendur blaðsins vom nefndir með nafni, nema einn. Hann kaus að láta kalla sig Akur- eyringinn og sagður gjörkunnugur Gísli G. Auðunsson „Nú hefur mér verið tjáð af mönnum sem þekkja inn á aðflugs- skilyrði að flugvöllur byggður af Atlants- hafsbandalaginu yrði byggður þar sem að- stæður eru bestar og yrði því væntanlega settur niður mun vestar en núverandi Húsavík- urflugvöllur. Það var eingöngu af sparnað- arástæðum að Húsavík- urflugvöllur var settur niður þar sem hann er og á þeim stað verður enginn alþjóðaflugvöll- ur byggður að ýtrustu kröfiim. Landeigenda- félagið getur því andað léttar og snúið sér gegn áþreifanlegri „ógn við lífríki árinnar“.“ flugmálum nyrðra. Hann var ekki að klípa utan af því, Það er „ekk- ert mál að Akureyrarflugvöllur verði varaflugvöllur“. Þetta er bar- asta „furðuleg umræða". Aðaldals- hraunið „er eitt viðkvæmasta svæði landsins og kemur næst Mývatns- sveitinni að því leyti". Það er ekki ónýtt að hafa leið- sögn svona manna. Og ekki batnaði leiðsögnin. Varaflugvöll, sem svari alþjóðakröfum, á að hafa norður á Melrakkasléttu að hans mati. Skyldi þessi „gjörkunnugi" maður hafa hugmynd um veðurfar á Melrakka- sléttu? Heldur hann að ríki sama veðurfar þar og á Akureyri eða í Aðaldal? Heldur hann að það sé nokkuð þokusælt þar? Veit hann ekki að Melrakkaslétta er sannkall- að annes óvarið fyrir öllum veðrum og aldrei öruggt hreinviðri nema í rakinni suðvestanátt. Hvers eiga Akureyringar að gjalda þegar slíkir sérfræðingar kjósa sér nafnbótina „Akureyringur" til að dyljast. Eða talar hann virkilega fyrir munn nágranna okkar, Akureyringa, yfír- leitt? Við þurfum ekki að ganga að því gruflandi að aðrir öfundarmenn muni fínna margvíslega farvegi fyr- ir tilfínningar sínar í þessu máli. Ráðherrann hefur spilað út stærsta trompinu. Þetta er herflugvöllur, segir hann þrumandi raustu predik- arans, svo að saklaust fólk skelfur á beinunum og heyrir þotugnýinn, ef ekki sprengjugnýinn, í loftinu. Kannske getur hann upplýst okkur um hversu oft þarf að vísa vélum frá Keflavík, t.d. hversu oft á mán- uði að meðaltali? Mig grunar að það sé svo fátítt, að þotuflug um vara- flugvöll verði miklu fremur kær- komin tilbreyting í fásinninu heldur en óþolandi ógn. Ógnin er fyrst og fremst heilaspuni ráðherrans og kreddubræðra hans. Næst verður blásin upp náttúru- vemdarhystería. Tónninn hefur ver- ið gefínn af „Akureyringi“ sem tel- ur Aðaldalshraun koma næst Mý- vatnssveitinni og Landeigendafé- lagið segir völlinn ógna lífríki Lax- ár. Og brottfluttir, sem fundið hafa sér lífsvettvang í nágrenni hersins við Faxaflóa, krefjast þess að mó- amir þeirra verða ósnortnir. Aður en varir munu allar ár og lækir hér í nágrenni verða fljótandi í olíu- brák, allar fjörur svartar og sjórinn líka, fuglalíf útdautt og fískurinn líka, gróður visnaður eða allur kom- inn undir malbik. Og ef þetta dugar ekki verður helsprengju hent á byggðina. Það var von að hroll setji að fólki. Herhvöt til Þingeyinga Ég hef oft velt því fyrir mér undanfarið hvað valdi því að Þing- eyjarþing hrömar svo mjög. Látlaus fólksfækkun til sveita og Húsavík, sem lengi óx með eðlilegum hætti, hefur nú staðið í stað sl. 5-6 ár. Og nú á síðustu ámm hefur ýmiss þjónusta á vegum ríkisins verið flutt brott til Akureyrar. Og fleira er á döfínni í þeim dúr, sumt komið í hámæli, annað í deiglunni. Og um leið og fólkinu fækkar minnkar viðnámsþrótturinn, þjónustustofn- anir beijast í bökkum. Við slíkar aðstæður verður að snúa vöm í sókn. Við verðum að nýta þá möguleika sem héraðið býður upp á. Einn slíkur möguleiki er fullkominn varaflugvöllur. Ég sagði að ríkið væri að flytja ýmsa þjónustu sem staðsett var á Húsavík til Akureyrar. Ríkisvaldið er í reynd andsnúið þessu byggðalagi. Bemm t.d. saman hvaða þjónustustofnun- um það er að koma upp á Sauðár- króki, en þessir staðir em sambæri- legir að stærð og upplandi. Ekkert þvílíkt er að gerast hér, frekar er Sundaborg 15-104 Reykjavík Tvö í einu! Rétta rafsuðu■ tækið fyrir bændur og minni verkstæði Magma 150 er ekki einungis afar 'öflugt jafnstraums-rafsuöutæki fyrir pinnasuðu heldur einnig kröftugt mig/mag suðutæki með rafknúinni þráðstýringu (EFC). Hafðu samband við sölumenn okkar sem veita þér faqleqa ráðgjöf. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2,S(MI 624260 ESAB mig/mag pinnasuða 00 Q8P' r"-r 1 i ^T\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.