Morgunblaðið - 28.02.1989, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 28.02.1989, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR 1989 „Tcxrbu ob sofct. Annar -Fóivrinn. er staerrL d. öllocn■v Ást er. . . bo ... nokkuð sem hlú verður að. TM Reg. U.S. Pat Ofl.—all wghts reserved © 1989 Los Angeles Times Syndicate Afsakaðu — Maðurinn þinn er á stofii 5 ... Með morgunkaffinu Þátturinn Hádegisverður- inn hefst klukkan tutt- ugu... Fjölmiðlar beri saman stríð- in í Víetnam og Afganistan Nú, þegar Sovétmenn eru búnir að gefast upp í Afganistan og her- inn kominn til síns heima, eiga fjöl- miðlamir hér að gera hlutlausan samanburð á stríðunum í Víetnam og Afganistan. Lýðræðisstjómin í Víetnam bað um aðstoð vegna uppreisnar Víet- Cong-manna, sem ætluðu að keyra þjóðina í kúgunarfjötra marx- stalínismans með stuðningi Norð- ur-Víetnama og Sovétmanna. Þá brá svo við, að öll rauða pressan í lýðræðisríkjunum gekk í lið með útþenslustefnu kommúnismans. Þetta gekk svo langt, að hlutlausar lýðræðisþjóðir gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð, til að eyðileggja frelsisbaráttu víetnömsku þjóðar- innar og Bandaríkjanna, sem lengst allra þjóða barðist gegn kommún- ismanum. Víetnam-nefndir vom stofnaðar alls staðar og líka hér norður við Dumbshaf. Hingað kom fyrirlesari á fund hjá Friðar- og menningar- samtökum íslenskra kvenna til að úthúða Bandaríkjamönnum og lýsa aðdáun á Ho Che Minh, sem dýrk- aður var í Svíþjóð eins og hálfguð. í Afganistan var staðan þannig, að þjóðin var orðin þreytt á kúgun kommúnistastjómarinnar, svo að Sovétmenn sendu her inn í landið, og nú skyldi í eitt skipti fyrir öll barin niður með harðri hendi öll mótstaða. Héldu Sovétmenn, að þetta yrði fljótgert. En annað kom á daginn. Nú kemur í ljós munurinn á bar- áttu Bandaríkjamanna og Sovét- manna. Bandaríkjamenn fóm frá Víetnam og létu stríðið afskipta- laust, en eftir að Sovétmenn höfðu grafið jarðsprengjur í tugþúsunda- tali í Afganistan lofuðu þeir lepp- stjórninni að styðja hana. Najibullah segist ætla að beijast til síðasta manns, hefur hreinsað til í ríkisstjórninni og afnumið öll borgaraleg réttindi. Eg veit ekki til þess, að borgaraleg réttindi fyrir- finnist í nokkm kommúnistaríki, og hlýtur þetta að segja manni, að skýringin á þessum réttindum í Kabúl sé sú, að Najibjullah er múha- meðstrúar. Aronska og fijálshyggja fyrir- finnast ekki í kommúnistaríkjunum, en þar blómstrar svartamarkaðs- brask og mútuþægni. Þar em einn- ig sérstök sjúkrahús fyrir verka- menn, sem ekki em mönnum bjóð- andi. Húsmóðir. „Ég veit ékki til þess, að borgara- leg réttindi fyrirfínnist í nokkru kommúnistaríki, og hlýtur þetta (afiiám þeirra, innsk. Velv.) að segja manni, að skýringin á þess- um réttindum í Kabúl sé sú, að Najibjullah er múhameðstrúar,“ segir greinarhöfundur. Myndin var tekin fyrir skömmu, þegar Najibullah ávarpaði stuðnings- menn sína á útifiindi í Kabúl. Sorpið af höfuðborgarsvæðinu 1 gryflurnar sunnan Straumsvíkur Til Velvakanda. í sambandi við hið margumtalaða sorp á höfuðborgarsvæðinu langar mig að leggja hér orð í belg. Suður í hraunum, fyrir sunnan Straumsvík, þar sem áður var Ótt- arsstaðarauðamelur, sem nú er búið að flytja í burtu í áraraðir, em geysistórar gryfjur eftir, sem em þar að auki í dæld í landslaginu. Gæti ekki verið hagkvæmt að nota þessar gryfjur undir sorpið af höf- uðborgarsvæðinu? Þegar þetta væri orðið fullnýtt, væri hægt að hylja það með jarðvegi og síðan méð grasi og tijám. Þarna skammt frá er djúpur og krappur hraundalur, sem einnig mætti nota til þessara hluta, þegar búið væri að fylla grytjurnar. Gæti þetta ekki fallið undir landgræðslu og fegmn á landinu? Gryfjumar mætti stækka til muna og mundi það efni notast að einhvetju leyti sem ofanálag. Þetta svæði mundi taka við sorpi í nokkur ár, eða þangað til önnur lausn fynd- istheppilegri. í hugum flestra væri það númer eitt að ákveða hvar sorpið ætti að urðast og númer tvö að staðsetja pökkunarstöðina. Og þá er auðvitað æskilegast, að sorpið sé flutt frá byijun í þá áttina, sem það endan- lega á að fara í. Ef sorpið yrði urðað fyrir sunnan Hafnarfjörð, ætti pökkunarstöðin að vera á þeirri leið, en ekki fyrir austan Árbæ. Væri ekki athugandi fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar að bjóða land undir þetta hvort tveggja? Við það mundi sparast akstur úr bænum, miðað við að aka sorpinu austur fyrir Árbæ fyrst. Einhvers staðar verða vondir að vera. Gæti þessi stöð ekki verið sæmilega staðsett niður við sjó ná- lægt Sædýrasafninu fyrir sunnan Hvaleyri? Þetta mundi veita nokkr- um mönnum vinnu hér í bænum. Væri það ekki athugandi fyrir ráða- menn þessara mála að kynna sér þessar aðstæður? Gamall Hafiifírðingur. HÖGNI HREKKVISI ,,ÉG VEVT EKKI hVAR HAMN PÆR þA,EKJ pETTA ETZEHC5MVEH3ULE&UR FlSKSVMJTÚK." Víkverji skrifar Yfirleitt em ræður, sem haldnar em í afmælum svonefndar tækifærisræður. í fimmtugsafmæli Jóns Baldvins Hannibalssonar, ut- anríkisráðherra sl. þriðjudag hélt Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, hins vegar ræðu yfir afmælisbaminu, sem hafði mikla pólitíska þýðingu. Flestum em kunnar þær hörðu deilur, sem orðið hafa á milli Þor- steins Pálssonar og Jóns Baldvins í kjölfar stjómarslitanna sl. haust. Samskipti Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks síðan hafa verið með þeim hætti, að fæstir hafa búizt við, að samvinna gæti tekizt með þessum flokkum í bráð. Af þessum sökum vakti ræða Þorsteins Pálssonar mikla athygli í afmæli Jóns Baldvins. í stuttu máli sagt, flutti formaður Sjálfstæðis- flokksins frábæra ræðu til heiðurs formanni Alþýðuflokksins og kom jafnframt inn á deilur þeirra á und- anfömum mánuðum með svo smekklegum hætti, að eftir var tek- ið. Eftir þessa ræðu Þorsteins Páls- sonar við þetta tækifæri er ekki ástæða til að ætla annað, en að eðlilegt samband geti tekizt milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, fyrr en ella. xxx Líklega er ómögulegt að fá ís- lendinga til að halda settar reglur. Víkveiji hefur stundum gert að umtalsefni, hvemig hundaeig- endur brjóta þær reglur, að hundar þeirra verði jafnan að vera í bandi, þegar þeir em úti við. Nú er þetta komið á það stig, að það heyrir til undantekninga, ef hundar em í taumi eigenda sinna á útivistar- svæði eins og í Fossvogsdal. Hunda- eigendur virðast líta á það sem sjálf- sagðan hlut, að aðrir vegfarendur séu jafn hrifnir af hundum þeirra og þeir sjálfir. Er þetta nú ekki nokkuð langt gengið? Hvenær ætla borgaryfírvöld að sjá til þess að reglur um hundahald verði haldnar? Sama daginn og lausir hundar æddu um Fossvogsdalinn var þar líka fjórhól á ferð með viðeigandi tilþrifiim. Er ekki búið að banna fjórhjól? xxx Imyndatexta á baksíðu Morgun- blaðsins í fyrradag var fullyrt, að flestallir Islendingar mundu sitja við sjónvarpið og fylgjast með hand- boltaleik í París þann dag! Er þetta nú ekki nokkuð langt gengið hjá þeim, sem skrifa myndatexta í Morgunblaðið?! Ekki skal dregið í efa, að margir íslendingar hafa fylgzt af áhuga með handboltaliðinu í Frakklandi en hins vegar skal fullyrt, að það er ofmælt og meira en það, að flestallir íslendingar hafi svo mikinn áhuga á handbolta, að þeir hafi setið við sjónvarps- skerminn þennan dag!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.