Morgunblaðið - 12.03.1989, Page 1

Morgunblaðið - 12.03.1989, Page 1
96 SIÐUR B/C 60. tbl. 77. árg. Austur-Þýskaland: Sinfónía sem byggð er á lög- um Bítlanna Augtur-Berlín. Reuter. AUSTUR-ÞÝSKA tónskáldið Hans Thi- elmann hefiir samið sinfóníu sem byggð er á áhrifiun Bitlanna, popp- hljómsveitarinnar sálugu, á tónskáldið. Frá þessu greindi austur-þýska frétta- stofan ADN á fostudag. Sinfóníuhljóm- sveit skipuð ungu fólki og rokkhljóm- sveit æfa verkið um þessar mundir en laglinur eftir Bitlanna og klassisk stef eru uppistaða þess. Frumflutningur verksins fer fram í hafiiarborginni Rostock i næsta mánuði. Innbrot í fangelsi ÞJÓFAR brutust inn öðru sinni i Mogel- kær-ríkisfangelsið í Danmörku á fimmtudag og höfðu á brott með sér launaumslög 116 fanga. „Við hefðum liklega átt að setja öryggislæsingu á peningaskápinn eftir innbrotið í fyrra,“ sagði Fleming Lerche, aðstoðarfangels- isstjóri, „en við áttum ekki von á þeim aftur.“ Hann sagði að þjófarnir hefðu komist inn i fangelsisgarðinn og skriðið í gegnum glugga á leikfimisalnum. Síðan héldu þeir rakleitt að skrifstofum fangelsisins, byrgðu glugga með plast- renningum og brutu upp peningaskáp- inn. „Við teljum að fyrrverandi fangar hafið framið verknaðinn og sennilega þeir sömu og voru að verki í fyrra,“ sagði Lerche. 18 morð á einu ári Kaupmannahö&i. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Mbl. Á ÁRINU 1988 voru framin 18 morð á Grænlandi og hafa þau aldrei verið fleiri á einu ári. í skýrslu, sem Jens Wacher lögreglustjóri hefur skilað af sér um þessi mál, segir hann, að ef kenna eigi einu fremur en öðru um afbrotin hljóti áfengisneyslan í landinu að verða langefst á blaði. Auk morðanna 18 var um að ræða 29 morðtilraunir á síðasta árí og flest urðu morðin fimm á einum og sama deginum. Voru þau framin í bænum Umanak á vesturströndinni þeg- ar maður nokkur skaut fimm manns til bana og síðan sjálfan sig. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Finnskir tölvuþijótar misnota bandarískan tölvubanka: Grunur leikur á að njósn- arar hafí verið að verki Morgunblaðið/RAX Ungi maðurinn virðir fyrir sér listaverk gert úr efnivið sem Vetur konungur hefur verið óspar á. — Æska lands- ins hefur fengið útrás fyrir sköpunarþörf og leik í því mikla fannfergi sem ríkt hefur að undanfömu. VETRARRÍKI Helsinki. Frá Tom Kankkonen, fréttaritara Morgunblaðsins. HÓPUR fínnskra tölvuþrjóta hefur reynt að komast inn í bandarískan gagna- banka, þar sem meðal annars eru geymdar upplýsingar um geimvarnaáætlun Banda- ríkjamanna. Finnska öryggislögreglan rannsakar nú hverjir hafi veríð að verki og hvort um njósnir hafi verið að ræða. Talsmenn lögreglunnar segja að líklega hafi málið þýðingu utan Finnlands og ef svo er telst málið mjög alvarlegt. Ames, í gegnum bankann. Stofnanirnar annast báðar rannsóknarverkefni fyrir Ekki er vitað með vissu hversu mikilvæg- ar upplýsingamar voru sem tölvuþtjót- arnir komust yfir. Norrænir háskólar eru í sambandi við bandaríska gagnabankann NFS í gegnum gervihnött og vitað er að einhverjir í Finnlandi reyndu að komast inn í tölvukerfi tveggja rannsóknastofnanna í Bandaríkjunum, Lawrence Livermore og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, og geimvamaáætlun Bandaríkjamanna. Lawrence Livermore-stofnunin hefur til að mynda tekið þátt í þróun leysi- og kjamorku- vopna. Um áramótin síðustu uppgötvuðu Banda- ríkjamenn að einhveijir vom að reyna að misnota gagnabankann frá Finnlandi og var þá samband bankans við Norðurlönd rofið þegar í stað. Sambandinu var komið á að nýju stuttu síðar, en þó leið vika þar til Finnar gátu notað gagnabankann. Matti Sadeniemi, yfirmaður tölvudeildar háskól- ans í Finnlandi, sagði í viðtali við dagblaðið Uusi Suomi að erfitt væri fyrir Finna að komast inn í bandaríska gagnabankann þar sem Bandaríkjamenn óttuðust að leynilegar upplýsingar kynnu að berast til Sovétríkj- anna frá Finnlandi. BJARNE

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.