Morgunblaðið - 12.03.1989, Page 12

Morgunblaðið - 12.03.1989, Page 12
12 f MORGUNBLAÐIÐ' SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 K6M GOLFTEPPIfl FERl HREYFIHG Ætli það sé ekki vegna þessarar verðlaunaveit- ingar sem mér er boðið til íslands, segir hann þegar við höfum komið okkur þægilega fyrir í „stofunni" á skrifstofunni á Austurbrú í Kaup- mannahöfn, sem er í rauninni sæmi- lega rúmgóð tveggja herbergja íbúð, enda annað heimili hans. — Og svo eru bækur mínar víst eitt- havð notaðar í skólum og eitthvað hefur verið þýtt... Ég veit ekki hve margar bækur eftir mig hafa komið út á íslensku, umboðsmaður- inn minn sér alfarið um þau mál, en veit þó að það stendur til að gefa út síðustu tvær skáldsögumar mínar, Den Cubanske Kabale og Mánen over Bella Bio, á íslandi á þessu ári.“ - Hefurðu einhvem tíma komið til íslands? íslenska rithöfunda? Nei, ja íslendingasögurnar og verk Halldórs Laxness em hluti af námsefninu hér, en ég hef ekki les- ið neitt eftir aðra höfunda. En ég veit af þeim og á þá til góða. Ég fékk reyndar um daginn senda skáldsögu eftir Einar Má Guð- mundsson sem hefur komið út á dönsku og fengið alveg hreint frá- bæra dóma og ætla endilega að lesa hana áðuren ég fer til íslands. Ég hef heyrt mikið látið af bók- menningu íslendinga; þeir útgef- endur sem ég hef hitt em til dæm- is mjög drífandi og áhugasamir og hugsa stórt. Upplögin em gífurlega stór miðað við höfðatölu, — ég er ansi hræddur um að dönsk bókaút- gáfa væri ekki uppá marga fiska ef- bókamarkaðurinn væri bara í Árósum, sem er borg með svipaðan íbúafjölda og ísland. Hér er meðal- »» 1988“ í Danmörku, Bjarne Reuler, höfundur vinsæfla skáldsagna og kvikmyndahandrita, kemur til Islands um næstu helgi og heldur fyrirlestur í hoði Norræna hússins. Hér ræðir hann um ímynd íslands, samspil skáldsagna, afköst sín og áhuga á unglingsárunum, glæpi hversdagslífsins og margt fleira í samtaii við Morgunblaðið. eftir Pól Pólsson/mynd Elso Moría Ólofsdóttir Á ÞEIM fímmtán árum sem liðin eru síðan Bjarne Reuter geystist fram á ritvöllinn hefiir hann aðallega skrifað barna- og unglingabækur. Nokkrar þeirra hafa náð miklum vinsældum víða um heim, ekki síst þær sem kvikmyndaleikstjórinn Bille August hefiir fært uppá hvíta tjaldið: Heimur Bústers, Zappa og Trú, von og kærleikur sem gerð er eftir sögunni Nár snerlen blomstrer. Þessar sögur eru jafíiframt þær sem íslensk ungmenni þekkja best; sú fyrstnefhda hefiir komið út í þýðingu Ólafs Hauks Símonarsonar, hinar tvær mikið notaðar við dönskukennslu í efri bekkjum grunnskólans. Bjarne Reuter er með afbrigðum afkastamikill höfúndur. Verkaskrá hans telur nú hátt í 30 bækur, og hann hefiir líka skrifað kvikmyndahandrit, leikrit fyrir svið, útvarp og sjónvarp. Og einsog þetta sé ekki nóg hefiir hann um langt skeið haldið úti Fréttastofú Reuters, vikulegri heilsíðu í dagblaðinu Det Fri Aktuelt, þarsem hann Qallar um fréttir líðandi stundar á skoplegan hátt, og að auki gagnrýnt 2—4 kvikmyndir á viku fyrir sama blað. Bjarne Reuter hefúr hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín — siðast í gær tók hann við Gullna lárviðarsveignum, sem rithöfúndur ársins 1988 í Danmörku, en fyrir þeim verðlaunum standa samtök útgefenda og bóksala. 11:7: m Nei, mér var boðið á sínum tíma ásamt Bille August þegar kvik- myndin Trú, von og kærleikur var frumsýnd þar, en átti ekki heiman- gengt. En mig hefur alltaf langað mikið til þess að heimsækja ísland, og það er fyrst og fremst þess vegna sem ég þáði boðið um að halda fyrir- lestur í Norræna húsinu, því yfir- leitt hafna ég öllu slíku. Ég verð þar reyndar bara í þrjá daga, en vona að ég nái að fá sæmilega mynd af þessu fámenna samfélagi, sem þrátt fyrir bæði danska og ameríska íhlutun hefur tekist að halda uppi öflugri og sjálfstæðri menningu. Ef marka má það sem maður hefur lesið og heyrt, þá er íslensk menning alveg einstakt fyr- irbæri... Er ennþá ekkert sjónvarp á fimmtudögum? - Nei... Það var leiðinlegt, mér fannst það alveg frábær hugmynd þegar eg heyrði fyrst talað um sjónvarps- lausan dag í hverri viku og hef verið talsmaður þess að slíkt fyrir- komulag yrði tekið upp hér í Dan- mörku. - Hefurðu lesið eitthvað eftir upplag á fagurfræðilegri skáldsögu fyrir fullorðna um það bil þúsund eintök. En ég held nú að þetta eigi eftir að breytast, að bókin eigi eftir að ná sér aftur á strik. Þegar sjón- varpsfárið er gengið yfir; þegar það verður ekki lengur málið að sjá allt sem er sýnt í sjónvarpinu því fram- boðið verður svo mikið að það verð- ur ekki Iengur hægt, þá trúi ég að fólk eigi eftir að snúa sér aftur að bókinni í ríkari mæli. Við munum líka fara að uppskera hversu dugleg við höfum verið að halda bókum að bömum í seinni tíð. Fyrir 1960 var ekki gefið mikið út af bamabók- um hér, en núna koma út um þús- und titlar á ári. Það hefur líka ákveðin grisjun átt sér stað í bóka- útgáfu síðustu ára, þannig að hrein- ar afþreyingarbókmenntir eru á hröðu undanhaldi, enda fullnægir sjónvarpið núorðið þörfinni fyrir þær. Ef litið er á listann yfir met- sölubækumar, þá eru þar að lang- mestu leyti bækur sem flokkast undir góðar bókmenntir. Isabélla Allende hefur til dæmis um nokk- urt skeið verið einna vinsælasti og mest lesni rithöfundurinn hér í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.