Morgunblaðið - 12.03.1989, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.03.1989, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ > SUNNUDAGUR 12; MARZ 1989 13 Danmörku og það verður að teljast upplífgandi vitnisburður um bók- menntasmekk almennings. Á hinn bóginn er auðvitað dapurlegt að lélegar bókmenntir skuli nú vera gefnar út í sjónvarpi, en það er vandamál sjónvarpsins. Mesta vandamálið í bókaútgáfunni um þessar mundir er kannski það hversu dýrar bækumar þurfa að vera, bæði í samanburði við laun og aðra miðla ... — Það eru semsagt fáir danskir rithöfundar sem geta lifað af rit- verkum sínum... Já, því miður eru ekki fleiri en 4-5 sem geta það. Flestir verða að stunda blaðamennsku, skrifa kvik- myndahandrit og fleira til að eiga fyrir salti í grautinn. Ég skrifa reyndar líka kvikmyndahandrit, en geri það vegna þess ég trúi því að ég verði betri skáldsöguhöfundur á því. Maður getur lært mikið af dramatúrgíu kvikmyndanna við byggingu frásögunnar, sem gerir manni kleift að ná fram auknum myndrænum áhrifum. Ég myndi ekki skrifa kvikmyndahandrit ef ég væri ekki sannfærður um að geta skrifað betri bækur fyrir vikið. Ég held meiraðsegja að slík þekking sé nánast lífsnauðsyn fyrir rithöf- unda nútímans, því öflugasti áhrifa- valdurinn á alla sagnagerð er sjón- varpið... — En þú kemur fyrst inní kvik- myndabransann þegar farið var að kvikmynda bækur eftir þig, ekki satt? Jú, en ég kom ekkert nálægt því þegar fyrstu tvær bækumar eftir mig vom fílmaðar. Síðan þegar við Bille August fengum peninga til að gera Zappa, ákvað ég að taka mig til og læra að skrifa fyrir kvikmynd- ir því skáldsagnaskrif og kvik- myndahandritagerð er afar ólík vinna. Við eyddum viku saman.í að semja uppkast að handritinu og síðan fór ég heim og skrifaði það. Eina leiðin til að læra að skrifa kvikmyndahandrit er að gera það, sem er auðvitað mjög dýrt nám. Ég reyndi síðan eftir megni að vera viðstaddur tökumar til að sjá hvern- ig unnið væri eftir handritinu, sjá hvenær ég hafði gert rétt og hve- nær ekki. Eftir það skrifaði ég handrit upp- úr Heimi Bústers, fyrst sem mini- seríu fyrir sjónvarp og síðan bíó- mynd, og svo kom Trú von og kærleikur. Núna er ég að skrifa handrit fyrir Soren Kragh Jacobsen, myndin á að heita Churchillklúbbur- inn og sagan er ekki eftir mig, heldur byggir á frásögn um sanna atburði sem gerðust í Álaborg árið 1942, — fjallar um nokkra unga stráka sem stofnuðu sína eigin and- spymuhreyfíngu gegn hemámi Þjóðveija. Þetta er mjög erfítt verk- efni því ég skrifa í fyrsta skipti um efni sem ég þekki ekki útí ystu æsar. — Þú hefur átt mikið og náið samstarf við Bille August; hvemig kom það til? Já, við kynntumst fyrir 10 árum og það var danska sjónvarpið sem leiddi okkur saman. Það vildi láta gera þrjú sjónvarpsleikrit fyrir börn. Bille hafði þá nýlokið við fyrstu kvikmynd sína, Honningmáne, ég hafði hins vegar aldrei skrifað fyrir miðilinn, en þeim hjá sjónvarpinu þótti sem sagt líklegt að við gætum gert eitthvað saman. Sú tilraun tókst mjög vel og við urðum góðir vinir og höfum verið það síðan. Jú, ég aðstoðaði hann við Pelle sigur- vegara og nú síðast við Hús and- anna. Það er eðlilegt að góðir vinir aðstoði hvor annan og alltaf gott að geta leitað álits þeirra sem mað- ur treystir á því sem maður er að gera. Hinsvegar er auðveldara að róta í kvikmyndahandriti en skáld- sögu. Skáldsagan er fullunnið verk, en kvikmyndahandritið bara verk- færi, það er ekki neitt eitt og sér. Sambandið milli handritshöfunda og leikstjóra er mjög sérstakt, handritið er ekki beint deild leik- stjórans, þótt hann hafi auðvitað sínar hugmyndir um það, og það er ekki deild handritshöfundar hvemig sagan er færð í myndir. Þeir verða að geta treyst hvor á annan, sem krefst þess að þeir þekkist vel áður en hafíst er handa og eins og við vitum er ekki alltaf svo. Nei, það er engin hætta á að ég fari alveg yfir í kvikmyndimar. Ég skrifa skáldsögur því mér finnst svo gaman að skrifa þær, sjá sög- umar mótast og verða til. Kvik- myndahandrit er eins og ég var að segja meira verkfæri sem maður smíðar fyrir annan. Það er eins og að smíða hljóðfæri sem annar leikur síðan á. Og það er að sjálfsögðu miklu skemmtilegra að spila ... Bjarne Reuter fæddist 29. apríl 1950 og ólst upp í Bronshoj við Kaupmanna- höfn sem er sögusvið flestra þekkt- ustu bóka hans, enda er útgangs- punktur þeirra hans eigin lífsreynsla. Hann lauk kennaraprófí árið 1974 og starfaði sem slíkur uns hann fór að geta lifað af rit- störfunum. Bjarne glottir þegar ég spyr hvort það sé rétt að það hafí verið hann sem svaf í kennslustund- unum, en ekki nemendumir: Já, ég var kennari í sex ár, en ætlaði alltaf að verða rithöfundur. Það þýddi að ég varð að skrifa á nóttunni og var þess vegna oft slappur á daginn þegar ég átti að vera að kenna. Ég var sem sagt ekki sérlega góður kennari. — En þú ert mjög afkastamikill rithöfundur. . .g Ég vinn líka á hveijum degi. Ég hef komið mér upp ákveðnu vinnu- fyrirkomulagi og fylgi því mjög samviskusamlega. Ég byija daginn á því að synda í klukkutíma, því ég er sannfærður um gildi þeirrar gömlu speki að það sé náið gagn- verkandi samband milli líkamlegs og andlegs ásigkomulags. Um níu- leytið sest ég niður við það sem er aðalverkefni mitt þá stundina, skáldsaga eða kvikmyndahandrit eins og núna, og skrifa sleitulaust í 4-5 tíma, en mér finnst það hæfi- legur skammtur á hveijum degi, það kemur ekki mikið meira útúr því að sitja lengur við. Þá geri ég matarhlé og nota svo eftirmiðdag- ana í blaðámennsku. Fréttastofa Reuters, þessi síða sem ég er með á laugardögum í Det Fri Aktuelt, tekur mikinn tíma, og svo hef ég líka skrifað kvikmyndagagnrýni og það var líka tímafrekt. Ég er hætt- ur því í bili, það er ekki hægt að vera að skrifa kvikmyndahandrit og gagnrýna um leið 2-3 kvikmynd- ir á viku, og satt best að segja hugsa ég að ég fari ekki útí það aftur. Vissulega er það ekki af fjár- hagslegri þörf sem ég er í þessari blaðamennsku; ég geri það vegna þess að Det Fri Aktuelt er gott blað sem stendur höllum fæti og ég vil leggja mitt af mörkum til þess að það haldi áfram að koma út. Núna vinn ég mjög skipulega að hveiju verki. Ég nota um 3—4 mánuði í undirbúning og heimilda- öflun og síðan skrifa ég bókina í einni lotu; og skrifa alla sjö daga vikunnar, því mér finnst ótækt að skilja til dæmis við mann með fing- ur á gikk á föstudegi og láta líða tvo daga uns hann fær að láta skot- ið ríða af. Maður verður að bera þá virðingu fyrir sögupersónunum að skilja ekki við þær fyrren sagan er öll. Með þessu fyrirkomulagi tek- ur það mig 5—6 mánuði að skrifa eina skáldsögu, þ.e.a.s. fyrir utan undirbúninginn. Og meðan þessi striklota stendur yfír er ég mjög erfiður í umgengni, annaðhvort pirraður eða annarshugar. Því þrátt fyrir að ég silji ekki lengur við en 4—5 tíma á dag, er ég upptekinn af verkinu öllum stundum. — Af hveiju fjalla flestar bækur þínar um unglingsárin? Það er vegna þess að þessi ár heilla mig, þau eru það tímabil í lífí fólks þegar stóru ákvarðanirnar eru teknar, þegar einstaklingurinn velur sér braut í lífinu, maka, nám, vinnu og er því mikilvægasti og afdrifaríkasti tíminn í lífí hvers og eins. Það voru líka ákveðin atriði í mínu eigin lífi sem ég vildi fara aftur í gegnum í skáldsöguformi; sögur mínar eru því kannski fyrst og fremst tilraun til sjálfsskoðunar, en fjalla auðvitað líka um þá sem hafa verið förunautar mínir í lífínu, mína kynslóð. Nú er að koma út verk í tveimur bindum sem er fram- haldið af Nár snerlen blomstrer. Það gerist á árunum 66—71, og lýsir fólki á sama aldri og ég var þá, 16—21 árs. Þessi ár voru einsog allir vita geysilega umhleypingasöm á flestum sviðum samfélagsins, og mér finnst það hljóti að vera nán- ast guðsgjöf fyrir rithöfund að geta fjallað um þetta tímabil útfrá sjálf- um sér. Þetta eru ár ’68-kynslóðar- innar svokölluðu með öllu því sem henni fylgdi. En þegar ég fór að stúdera þetta tímabil rann upp fyr- ir mér að það sem oftast er talað um í sambandi við ’68-kynsIóðina — æskulýðsuppreisnin, dópið, upp- þotin í háskólunum — var í raun- inni bara smáhluti af því sem var á seyði. Það merkilegasta varðandi þjóðfélagsþróunina var hinsvegar að á þessum tíma gjörbreyttist staða fjölskyldunnar; gamla ijöl- skylduformið leystist upp, sem hafði róttækar afleiðingar í för með sér, meðal annars jafnréttisbaráttu kvenna. Ég hefði sjálfsagt ekki uppgötvað þetta ef ég hefði ekki skrifað um það. Þetta er svona dæmi um hvað það er sem ég fæ sjálfur útúr skrifum mínum. Þau byggjast semsagt á því að setja mínar eigin upplifanir í samhengi, eftir að ég er kominn í ákveðna fjarlægð frá þeim. Hinsvegar finnst mér ég núna vera búinn að afgreiða bama- og unglingsárin, búinn að skrifa það sem ég vil og geti ekki þróað mig meira á því sviði. Þess- vegna er ég nú farinn að skrifa um eigin aldurshóp eða réttara sagt fullorðið fólk. Það byijaði með En tro kopi og svo Den Cubanske kab- ale og ég mun halda því áfram. — í þessum „fullorðinssögum” beitir þú aðferð sem er vinsæl um þessar mundir, að nota glæpasög- una sem umgerð, ramma ... Já, það sem heillar mig við glæpasagnahefðina er að hún færir manni uppí hendumar einskonar mótor — sem er oftast einhver glæpur, morð — sem drífur at- burðarásina áfram, en svo getur sagan annars fjallað um hvað sem er. Ef við tökum Den Cubanske kabale sem dæmi, þá Iiggur lík ut- anríkisráðherrans á fyrstu síðu og þá hugsar lesandinn með sér: ég verð að komast að því hver gerði þetta og hversvegna hann var drep- inn, en í leiðinni fjallar sagan um allt aðra hluti, svosem lýðræðið og skilyrði þess og fleira. En það er morðgátan og lausn hennar sem dregur lesandann í gegnum söguna — kannski á nefinu og kannski er svindlað á honum, en samt... Sjálfur er ég mjög hrifínn af glæpa- sögum, þeim möguleikum sem fel- ast í að sjá lífið útfrá sjónarhomi glæpsins. Það er svo margt — sið- fræðilegt, lögfræðilegt, félagslegt, pólitískt — sem spinnst inní þessa sagnahefð. Það er alltaf eitthvað merkilegt við það þegar maður drepur annan mann, og það verður enn merkilegra þegar orsakasam- hengi glæpsins snertir eigið líf manns. í þeim tveimur spennusög- um sem ég hef skrifað gerast glæp- imir í pólitíska geiranum og þar -er spurt þeirrar gömlu spurningar: ^11 J||l|#I |ií þaðsemmaðurhefurlesiðog ItI IIIIH H ITIII heyrt, þá er íslensk menning alveg einstakt fyrirbæri... Er ennþá ekkert sjónvarp á fimmtudögum?“ Cp UYUm Flfin s^r'fa kvikmyndahandrit ef ég væri lII IVII nUI LltHI ekki sannfærður um að geta skrifað betri bækur fyrir vikið.“ 9* UFD FIUIIQT ÍITIFIÍT aðskiljatildæmisvið „plLH rillllwl UlfLlftl mannmeðfingurágikká föstudegi og láta líða tvo daga uns hann fær að láta skotið ríða af.“ SJALFUR ER EG mjög hrifínn af glæpasögum, þeim möguleikurft sem felast í að sjá lífið útfrá sjónarhorni glæpsins.“ I PJIIII A nflPA varekkierfíttaðgreinaskúrkinnfrá jyl UHItILII UIIUH hetjunni. Núna, til dæmis í sjónvarpsfréttunum á maður erfitt með að átta sig á því fyrir hvað menn standa.“ hver kemur lögum yfír lögregluna? Þar kemur fram að réttarsamfélag okkar virðist ekki þola djúpa skoð- un. Því flóknara sem réttarsam- félagið er, því meira skrifræði, regluveldi, þeim mun þyngra verður lýðræðið í framkvæmd, og þeim mun veikara verður traust fólks á því að málin séu meðhöndluð rétt. Og þá taka línurnar varðandi gott og illt, rétt og rangt að hverfa. í gamla daga var ekki erfitt að greina skúrkinn frá hetjunni. Núna, til dæmis í sjónvarpsfréttunum á mað- ur erfítt með að átta sig á því fyr- ir hvað menn standa, hveijir eru terroristar og hveijir veija málstað réttlætisins. Mér fínnst ég oft eiga erfítt með að greina þar á milli, og það er í sjálfu sér umhugsunarefni; þegar manni finnst eins og gólf- teppið undir fótum manns sé á hreyfingu, að grundvöllur þess sem maður byggir líf sitt á er kannski ekki sá sem maður hefur haldið. Þetta hefur orðið mér að efni í tvær sögur og ég hef hugsað mér að halda áfram á svipuðum nótum. Næsta skáldsaga mín á að fjalla um þá glæpi sem tvær manneskjur í náinni sambúð geta framið hvor á annarri. Ég hef lengi verið að velta fyrir mér öllum þessum óupp- lýstu glæpum sem tíðkast til dæm- is í ófarsælum hjónaböndum, þar sem báðir aðilamir eru í rauninni fómarlömb. Og hvemig uppeldi, félagslegar aðstæður, viðhorf og venjur spila inní þetta allt saman þannig að það er ekki víst að um hreina glæpi sé að ræða. Mér þykir þetta spennandi umhugsunarefni og ætla að flétta vangaveltur mínar um það saman við hryllingssögu sem ég heyrði einu sinni um tatara- flokk sem kom til Danmerkur. Ein kvennanna verður ólétt eftir Dana, og þar sem tatarar leyfa ekki fóst- ureyðingu verður hún að ganga með bamið og leggst inn á spítala þegar að fæðingu kemur. Nóttina eftir fæðinguna koma svo nokkrar tatarakerlingar á spítalann og skera bamið á háls. Þetta er sönn saga, hræðileg saga sem tilheyrir öðmm menningarheimi en okkar. En ég slengi henni saman við mína sögu og hún verður mótorinn sem knýr söguna áfram. Auðvitað er það skil- yrði að áhugi lesandans vakni, að hann langi til að lesa áfram, klára söguna. — Hvaða rithöfundar hafa haft mest áhrif á þig? Ja, eins og ég sagði áðan varð- andi íslenska rithöfunda þá á ég mikið af heimsbókmenntunum til góða. Ég er ekki eins víðlesinn og ég vildi, en eins og með tónlist hrífast menn af vissum höfundum, eignast sína uppáhaldshöfunda og halda tryggð við þá, lesa allt sem þeir senda frá sér o.s.frv. Og ég á vissulega nokkra slíka uppáhalds- höfunda. Joseph Heller hef ég til dæmis lesið mér til mikillar ánægju, hann er skemmtilega fyndinn og níhílisminn hans höfðar til mín. Og Saul Bellow, ég er mjög hrifínn af honum. Af dönskum höfundum vildi ég nefna ljóðskáldið Henrik Nord- brandt, Klaus Rifbjerg og ég les lika mikið eftir gamla, longu gengna höfunda; St. St. Blicher, sem er að mínum dómi mesti rithöf- undur Dana allra tíma, ég les bæk- ur hans aftur og aftur, sérstaklega smásögurnar. Svó þykir mér spenn- andi að lesa bækur sem koma frá fjarlægum heimshlutum, til dæmis bækur eftir Gabriel Garcia Marquez og Salman Rushdie, sem opna manni dyr til framandi menningar. En því miður eru bara 24 tímar í sólarhringnum og erfitt að ná öllu sem maður vildi. Eg hef líka mikinn áhuga á að fylgjast vel með því sem gerist í kvikmyndalistinni. . . — Hvað ætlarðu að segja Islend- ingum um næstu helgi? Já, ég mun sjálfsagt halda mig við seinustu bækur mínar og fara inn á eitthvað af því sem við höfum rætt hér að framan, hvaða við- fangsefni heilla mig, hvernig góð saga er í mínum augum. Og vænt- anlega ræða hvað það er að skrifa fyrir kvikmyndir. Ég mun sem sagt reyna að fjalla um þau efni sem ég held að ég og áheyrendur höfum sameiginlegan áhuga á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.