Morgunblaðið - 12.03.1989, Page 16

Morgunblaðið - 12.03.1989, Page 16
16 MORGUjMBLftÐIÐ ,S]JNNUDAGUR 12. MARZ 1989 verkifœr 10 árafangelsi SDÖRNIISTRfBS- NJÖSNtRINN Tékkisem var stabtnn að Van Haarlem í Kreml (í október 1985): Ræddi við sovézka andófsmenn. Efri myndin sýnir hollenzkt vegabréf Van Haarlems týndi sonur hennar og hún trúði honum, en eftir að hann var hand- tekinn leiddu blóðrannsókn og kjarnsýrupróf í ljós að líkurnar gegn því að þau séu mæðgin eru 1800 á móti einum. Frú Van Haarlem sagði í réttar- höldunum á dögunum: „Ég hélt að hann væri sonur minn. Hann kvaðst vera sonur minn. Ég spurði hann um ætt hans og uppruna. Ég vildi vita eins mikið og ég gæti. Hann sagði mér að ég skyldi ekki vera með slæma samvizku. Hann sagði að honum hefði liðið vel í uppvextin- um.“ Hún sagði að þau hefðu hitzt með reglulegu millibili eftir fyrsta fund þeirra. Hún heimsótti hann í London og hann heimsótti hana í Haag. Þegar hann hafði verið hand- tekinn og rannsóknin hafði leitt í ljós að þau væru ekki skyld skrif- aði hann henni bréf, þar sem hann lét í ljós von um að þau gætu áfram verið vinir. í bréfinu kallaði hann hana í fyrsta skipti frú Haarlem, en ekki móður sína. Hann skrifaði meðal annars: „Ég get vel skilið að þú hafir orðið undrandi og vonsvikin þegar þú fréttir um niðurstöður rannsóknarinnar. Við verðum að sætta okkur við staðreyndir, þótt við neitum að trúa þeim innst inni. Niðurstaðan sýnir að hugsanlegt er að þú sért móðir mín, en líkurn- ar eru litlar.“ í réttarhöldunum gegn Van Haarlem sakaði sækjandinn, Roy Amlot, hann um að hafa sýnt Jo- önnu grimmd með uppgerð sinni og var gefin fyrir að fara út að skemmta sér. Hann hafði meiri áhuga á alvarlegum málum.“ Hole sagði að Van Haarlem hefði krafizt þess að fá að skipta um læsingu á íbúðinni af öryggisástæð- um og hafa lyklana í sinni vörzlu. „Hann hafði alltaf vín í íbúðinni og eldaði í sig sjálfur. Hann var mjög stoltur, einangraður maður, sem vissi ekki hvað hann ætlaði sér í lífinu. Honum geðjaðist ekki að fólki og hann kvaðst telja að við tækjum frelsi okkar sem sjálfsagðan hlut.“ Njósnaði um gyðinga Van Haarlem flaggaði því óspart að hann væri gyðingur og gekk í nokkur gyðingasamtök og fleiri fé- lög. Tilgangur hans var sá að safna og kvað sögu hennar sorglega. „Ef hún er ekki móðir hans er enginn fótur fýrir því sem hann sagði lög- reglunni," bætti hann við. „Listverkasali“ Síðustu tvö árin, sem Van Haarl- em starfaði á Hilton-hótelinu, lagði hann 17.000 punda hærri upphæð en hann fékk í laun á 10 eða 12 bækur í fjórum bönkum og í bygg- ingafyrirtæki. Eftir að hann hætti hjá Hilton 1985 stundaði hann lítil sem engin listverkaviðskipti, en lagði inn í banka rúmlega 42.000 punda hærri upphæð en hann hafði í tekjur af sölu smálistverka. Aðeins þröngur hópur manna sérhæfir sig í smámyndaviðskiptum og enginn þeirra kannast við Van Haarlem. Endurskoðendur hans uppgötvuðu að hann eignaðist 20 smámyndir, en seinna kom í ljós að verk, sem hann kvaðst hafa selt, voru enn í eigu hans. Það eina sem vakti fyrir honum með listverkasöl- unni var að láta líta út fýrir að hann ræki sjálfstætt fyrirtæki að sögn Amlots sækjanda, sem taldi auðsætt að menn, sem „ekki væri hægt að bera kennsl á“, hefðu sent honum miklar fjárfúlgur. Upp úr 1980 leigði Van Haarlem íbúð í Westminster og í þrjú ár var hann í tygjum við unga, vinstrisinn- aða konu, Sylvie Lepetre að nafni. Samband þeirra var stormasamt að sögn húsráðandans, Brian Hole. „Þau voru alltaf að rífast,“ sagði hann í réttarhöldunum. „Þau elsk- uðu hvort annað, en samband þeirra skipti hana ekki eins miklu máli og hann. Hún var miklu yngri en hann eftir Guðm. Halldórsson TÉKKNESKUR NJÓSNARI var staðinn að verki þegar starfsmenn sérdeildar Scotland Yard ruddust inn í íbúð hans í Colney Hatch í norðurhluta Lundúna 2. apríl í fyrra. Njósnarinn sat við útvarpstæki sitt og skrifaði niður morsskeyti á dulmáli frá Prag, sem var til hans. í ljós kom þegar skeytið var ráðið að þar sagði meðal annars: „Sendu skýrslu um afhendinguna í Vín. Gefðu til kynna hvernig þú notar örfilmuskrána." I öðru skeyti, sem fannst í íbúðinni, stóð: „Sendu aðeins fréttir um fyrirhugaðar aðgerðir gegn tékkneska alþýðulýðveldinu.“ Mjósnarinn var dæmdur I 10 ára fangelsi fyrir síðustu helgi. Ekki er vit- að hvað hann heitir réttu nafni, en hann kallar sig Edwin Van Haarlem og er með hollenzkt vega- bréf. í réttarhöldunum gegrn honum kom fram að hann hafði njósnað fyrir tékknesku leyni- þjónustuna, STB, í Bretlandi frá því 1. apríl 1975 þegar hann var handtekinn. Á þeim tíma tók hann við 200 leynilegum skilaboðum og fyrirmælum frá yfirmönnum sínum í Prag, en um efni þeirra er ekki vitað. Dulmálslyklar fundust á sex stöðum í íbúð Van Haarlems: undir hillu í eldhúsinu, í niðursuðudós, í skúffu í svefnherberginu og í sápu- stykkjum, sem voru hol að innan. í íbúðinni fundust einnig tiltekin efni, sem gera skrift ósýnilega. Heimilisföng í Tékkóslóvakíu og orðsendingar fundust innan í tíma- ritum. í veski Van Haarlems fannst skrá um leynistaði, þar sem hann átti að skilja eftir orðsendingar og taka við skilaboðum. Einn staðurinn var tré hjá umferðarskilti nokkru, en bjórkrár voru vinsælastar og ein þeirra var Minstrel Courage í Coln- ey Hatch, sem hlaut dulnefnið „Marx“. I íbúðinni fundust líka upplýsingar um hvernig fara eigi að því að fá tryggingabætur, fæð- ingarvottorð og brezkan ríkisborg- ararétt. Urvalsnjósnari Brezkir sérfræðingar telja að Van Haarlem hafi verið „fyrsta flokks" leyniþjónustumaður. Vitað er að starf hans var m.a. í því fólg- ið að afla upplýsinga um starfsemi gyðinga í Bretlandi, Sovétríkjunum og víðar og um brezk fyrirtæki, sem hafa tekið þátt í „stjörnustríðsáætl- un“ Bandaríkjamanna, en fullvíst er talið að það hafi ekki verið aðal- starf hans. Hins vegar er ekki vitað hvaða raunverulegu hlutverki hann gegndi í Bretlandi. En hann var ekki stað- inn að því að reyna að stela hemað- arleyndarmálum, múta brezkum embættismönnum eða kúga þá til að láta af hendi upplýsingar. Ekki tókst heldur að sanna að hann hefði stjómað njósnaneti. Brezkir leyniþjónustumenn hafa vísað á bug fréttum um að hann hafi verið notaður til að njósna um kjamorkukafbáta Breta. Talið er að til greina komi að hann hafi gegnt því hlutverki að vera við því búinn að taka við af öðrum leyni- þjónustumönnum, sem kynnu að verða afhjúpaðir eða kallaðir heim. Sækjandinn í réttarhöldunum gegn honum, Roy Amlot, hélt því fram að yfirmenn hans hefðu gefið honum nafnið Edwin Van Haarlem þegar hann hlaut langa og stranga þjálfun í njósnastörfum áður en hann var sendurtil Bretlands 1975. Maðurinn frá Prag Hann fékk nafn hollenzks drengs, sem var fæddur í Amster- dam 1944. Móðir drengsins, Joanna Van Haarlem, var hollenzkur gyð- ingur, en faðir hans var þýzkur hermaður, sem féll í orrustunni um Caen. Faðir konunnar gat ekki sætt sig við að hún væri í tygjum við Þjóðveija og rak hana á dyr, en hún fór til Prag. Fljótlega komst hún að því að hún gat ekki alið barnið upp og í lok stríðsins neydd- ist hún til að skilja það eftir á bama- heimili í Prag í samráði við Rauða krossinn, sem kom drengnum í fóst- ur. Síðan fór hún aftur til Hollands. Drengurinn dó úr barnaveiki í Prag nokkrum árum eftir að stríðinu lauk. Seinna sagði „Van Haarlem" kunningja sínum í Lon- don að þegar hann hefði verið kom- inn undir tvítugt hefðu fósturfor- eldrar hans sagt honum hver hann væri „í raun og veru“. Hann sagði einnig frá því að hann hefði „fyllzt djúpu hatri á Rússum" eftir innrás Rússa í Tékkóslóvakíu og fall Dub- cek-stjómarinnar. Sumum sagði hann að honum hefði verið smyglað til Hollands frá Tékkóslóvakíu í bernsku. Van Haarlem hefur sagt frá því að hann hafi gegnt herþjónustu í tvö ár áður en hann náði 19 ára aldri og lært veitingamennsku í Prag. Síðan segist hann hafa farið til Austurríkis 1972, starfað þar sem þjónn og haldið áfram námi í veitingamennsku. Á árunum í Aust- urríki var hann ráðinn til starfa hjá Hilton-hótelkeðjunni í London og hann ferðaðist þangað búinn hol- lenzku vegabréfi. Hann var orðinn innkaupastjóri Hilton-hótelsins í Kensington þegar hann sagði upp störfum í október 1985 og eftir það þóttist hann vera sjálfstæður lista- maður og listverkasali. Týndi sonurinn Fyrir 15-20 árum ákvað Joanna Van Haarlem að leita sonar síns. Eftir nokkra eftirgrennslan tókst Rauða krossinum að útvega henni heimilisfang í London og hún skrif- aði Edwin Van Haarlem bréf og heimsótti hann 1977. Hann taldi henni trú um að hann væri hinn m 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.