Morgunblaðið - 12.03.1989, Page 17

Morgunblaðið - 12.03.1989, Page 17
koffiÚKBLÁEÍDD MARZ J!ð8a . „Erwin Van Haarlem" (fyrir utan Old Bailey í London): „Fyrsta flokks njósnari." „Listaverkasalinn“ Van Haarlem (í listaverkasölu í Odessa, október 1985): Lítil sem engin viðskipti. Joanna Van Haarlem: blóðrannsókn sýndi að hún var ekki móðir njósnarans. Samtökin bentu Van Haarlem á Robert nokkum Lipman þegar hann þurfti að fá endurskoðanda til að fara yfir reikninga sína. „Ég hafði sjálfur áhuga á andófsmönnum í Sovétríkjunum,“ sagði Lipman í réttarhöldunum. „Ég stóð í bréfa- skiptum við rússneska fjölskyidu, sem að lokum fékk að fara úr landi. Þegar ég talaði um þetta við Van Haarlem kvaðst hann þekkja þetta mál og lét allundarleg ummæli falla þess efnis að það væri í hans verka- hring að fylgjast með slíku.“ Baráttumönnum gyðinga í Bret- landi kom á óvart að Van Haarlem hefði verið tékkneskur leyniþjón- ustumaður. Samtök þeirra velta því fyrir sér hvað vakað hafi fyrir hon- um, en þau hafa ekkert fundið er gæti bent til þess að hann hafi skað- að þau. Bent er á að hann hafi fundið upp aðferð til að halda uppi sambandi við sovézkan andófsmann með leynilegum hætti þannig að bréf til hans og frá honum hafi farið fram hjá ritskoðendum KGB. Veijandi Van Haarlems, Nigel Salts, hélt því fram í réttarhöldun- um að í raun og veru hefði hann reynt að hjálpa gyðingum með því að fylgjast með þeim og þjónað hagsmunum Breta. Hann hélt því fram að ákæruvaldinu hefði ekki tekizt að sanna sekt hans. Til Rússlands í október 1985 fór Van Háarlem til Moskvu og Kiev ásamt fámenn- um hópi manna úr Conscience. Van Haarlem var þýðandi læknis í hópn- um. Nefndarmenn ræddu m.a. við nokkra andófsmenn gyðinga, sem vildu flytjast frá Sovétríkjunum. Þegar hann kom aftur til Bretlands lýsti hann ástandinu „á áhrifamik- inn hátt og af mælsku“ að sögn Howards. Van Haarlem talar rússnesku reiprennandi, en enginn virðist hafa spurt að því hvers vegna tékknesk- ur flóttamaður væri svona vel að sér í málinu, eða hvers vegna hann tæki þá áhættu að fara til Sovétríkj- anna. Hann heimsótti aftur nokkra andófsmenn í Sovétríkjunum í nóv- ember og desember 1986. Hann fór þrívegis til Austurríkis og í október 1987 fór hann til New York og sat mikilvæga ráðstefnu um kjör sovézkra gyðinga. „Öll þessi ferða- lög þjónuðu þeim tilgangi að veita Tékkum mikilvægar upplýsingar um andófsmenn í Rússlandi og fleiri löndum," sagði Amlot í réttarhöld- unum, en bætti því við að óhugs- andi væri að það hefði verið eina verkefni hans. Þar sem hluti réttar- haldanna fór fram fyrir luktum dyrum kom fátt fram um aðra starf- semi Van Haarlems. Starfsmenn MI5 fóru að fýlgjast með Van Haarlem eftir Rússlands- ferð hans 1986. Þeir lögðu undir sig íbúð gegnt húsi hans og komu þar fyrir öflugum sjónaukum, myndavélum og hljóðnemum. Hljóðnemum var einnig komið fyrir í íbúð hans, sími hans var hleraður og honum var veitt eftirför hvert sem hann fór. Veizlan í þinginu í nóvember 1987 sat Van Haar- lem kvöldverðarboð, sem stuðnings- menn ísraels héldu í brezka þing- húsinu. Boðsgestir voru 150 talsins og þeirra á meðal voru fyrrverandi forseti ísraelska herráðsins, þing- menn úr báðum deildum brezka þingsins, kunnir iðnrekendur og verkalýðsforingjar. „Hann var mjög géðfelldur og kurteis og hét að greiða 20 pund þegar efnt var til samskota í veizlunni," sagði Rhoda Harris úr samtökum, sem kalla sig „ísraelsvinir Verkamannaflokks- ins“, í réttarhöldunum. Þegar Van Haarlem hafði verið handtekinn í fyrravor og færður á næstu lögreglustöð fór hann þess á leit að svofelld skilaboð yrðu send tékkneska sendiráðinu: „Edwin Van Haarlem hefur verið handtekinn.“ Orðið var við ósk hans. Þegar hann var spurður að því hvort hann hefði stundað njósnir neitaði hann því og sagði: „Ég vil leggja á það áherzlu að ég hef aldr- ei ætlað að valda ensku stjórninni, Bretlandi og þjóðinni tjóni.“ Hann hélt því ákveðið fram í yfirheyrslum lögreglunnar að Van Haarlem væri hans rétta nafn og neitaði að svara spumingum um starfsemi sína í Bretlandi. Hann lét heldur ekkert uppskátt í réttarhöldunum. Simon-Brown dómari sagði við hann í lok réttarhaldanna: „Ég er ekki í minnsta vafa um að þú ert dyggur, hlýðinn og úrræðagóður njósnari. Ég er í engum vafa um að í framtíðinni hefðir þú gert allt það sem tékkneskir yfirmenn þínir hefðu beðið þig um að gera, hversu skaðlegt sem það hefði orðið hags- munum okkar . . . “ „Hlýöinn og úrræðagóður njósnari.“: Dulmálslyklar í sápu- stykkjum. Vlnsæll leynistaður: Bjórkrá sem hlaut dulnefnið „Marx“. upplýsingum um andófsmenn gyð- inga í Sovétríkjunum og víðar, bæði fyrir tékknesku leyniþjón- ustuna og þá rússnesku, en einnig um stuðningsmenn gyðinga og tékkneska útlaga. Hann gekk meðal annars í sam- tökin Conscience, sem hafa stutt baráttu sovézkra gyðinga. Formað- ur samtakanna, Alan Howard, seg- ir að Van Haarlem hafi sótt nefnda- fundi og gert tillögur um gerð áróð- ursspjalda fýrir samtökin. „Hann var geðugur furðufugl og hafði góða kímnigáfu, en gat ekki að- Iagazt neinum hópi,“ sagði Howard um Van Haarlem í yfirlýsingu, sem var lesin í réttarhöldunum. „Eitt- hvað virtist ósjálfrátt halda aftur af honum og ég kynntist honum aldrei." . weburg 8 liðo úrslit í Evrópukeppni meistaraliða í handbolta í Laugardalshöll íkvöldkl. 20.30 Styðjum sterkasta handboltalið Islands tilsigurs Allir í Höllina - Áfram Valur Forsala frá kl. 18 ■ Laugardalshöll Veifingahúsið Blósteinn, Hraunbæ 102, sími 673311 Smárabakarí, Kleppsvegi 152, sími 82425 Hraunbæ 102, sími 672875 Alp bílaleigan, Hlaðbrekku 2, Kóp., sími 43300, afgreiðslan v/Umferðarmiðstöðina, sími 17570 Sportval, Hlemmi og Kringlunnni Bergur Guðnason hdl. (Skattþjón- ustan), Langholtsvegi 115, sími 82023 Hænco hf., Suðurgötu 3, sími 12052 DHL-hraðflutningar, Skeifunni 7, sími 689822 Bókabúðin Embla, Völfufelli 21, sími 76366 Iðnaöarbankínn VARÐAN HF., Grettisgötu 2, sími 19031 Björgun hf., Sævarhöfða 4, sími 682833 Steypustöðin hf., Sævarhöfða 4, sími 680300 Viðar G. Elíasson, endurskoðandi, Suðurlandsbraut 14, sími 687777 Lögmenn, Austurströnd 3, sími 621697 Nýja Ijósprentunarstofan, Skúlagötu 63, sími 19222 liARR.STINCAKIIMQt) UERÐBRÉFAMARKAOURINN Hatnarsiræti 7 101 Reykiavtk Oi9i)?8566 Hótel Saqa v/Haqatorq, sími 29900 ís-spor hf., Auðbrekku 4, sími 43244 Hummel sportbúðin, Ármúla 40 Hummel sportbúðin, Eiðistorgi S. Ármann Magnússon, Skútuvogi 12 Islenskir aðalverktakar, Höfðabakka 9, sími 82766 Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf., Ármúla 4, sími 84499 Trésmiðja Jóns Gíslasonar, Skemmuvegi 10, sími 75910 Grandi hf. Pólar hf., Einholti 6, sími 18401 Gróco hf., Grensásvegi 16, sími 688533 Aco hf., Skipholti 17, sími 27333 Endurskoðunarskrifstofa Bergs Tómassonar hf., Síðumúla 33, sími 687210 Háaleitisapótek, Háaleitisbraut 68, sími 82101 MS, Bitruhálsi 1 Kjöreign, Ármúla 21, sími 685009 Löggiltir endurskoðendur, Ármúla 4, sími 686377 Löqmenn, Lækjarqötu 2, sími 621644 Niðursuðuverksmiðjan ORA, Vesturvör 12, sími 41995 Olafur Gústafson hdl, Kringlunni 7, sími 21860 Sendibílastöðin hf., Borgartúni 21, sími 25050 Gleraugnaverslunin 0PTIK, Lækjartorgi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.