Morgunblaðið - 15.03.1989, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989
Athugasemd við
fi’étt í Morgunblaðinu
eftir Torfa K.
Stefánsson Hjaltalín
AÐ GEFNU tilefhi vil ég gera
athugasemd við frétt sem birtist
í Morgunblaðinu 10. mars.
Einn blaðamanna Morgunblaðs-
ins taldi ástæðu til að upplýsa les-
endur blaðsins um það, að séra Sig-
urður Haukur Guðjónsson, sóknar-
prestur í Langholtskirkju, hafi ekki
notað „messuskrá biskupsstofu" við
messu á æskulýðsdegi þjóðkirkj-
unnar þann 5. mars síðastliðinn.
Forsaga þessarar sérkennilegu
fréttar er sú, að fjórblöðungur sem
hafði að geyma messuskrá, auk
ávarps biskups og söng „æskulýðs-
dagsins", hafði verið sendur út í
tilefni dagsins. Slíkt hefur verið
gert í fjölda mörg ár með það að
markmiði að kojna á tilbreytingu í
messunni og að auka hlut fjöl-
skylduguðsþjónustunnar í helgi-
haldinu. Ekki hefur þó verið skylt
að nota messuskrána. Þar til fyrir
tveimur árum hefur yfírleitt verið
sent út hefti með upplýsingum um
„efni“ æskulýðsdagsins, ávarpi
biskups og messuskrá og prestum
í sjálfsvald sett hvort og hvemig
þeir noti það. Þó hefur verið talið
eðlilegt að ávarpi biskups væri kom-
ið á framfæri við kirkjugesti, hvort
heldur sem það er afhent (og heftið
í heild) þeim, lesið upphátt af sókn-
argresti eða sérprentað.
I fyrra var gefin út sér messu-
skrá fyrir fjölskylduguðsþjónustu,
sem nota mætti við slíkar guðs-
þjónustur allt árið um kring. Prest-
um var boðið að panta slíka messu-
skrá fyrir æskulýðsdaginn, en fáir
gerðu það. Því var ákveðið að
prenta stórt upplag af messu-
skránni fyrir æskulýðsdaginn í ár
og senda öllum sóknarprestum (eins
og reyndar oft hefur verið gert
áður). Tveir söngvar, sem þýddir
hafa verið úr sænsku, vom þar
prentaðir sem mætti syngja. Annar
þeirra hefur verið í notkun í kirlq-
unni í mörg ár og er einn vinsæl-
asti söngurinn í barna- og unglinga-
starfi hennar. Því var tekin ákvörð-
un um það á síðasta ári, að hafa
þann söng sem fastan lið í flöl-
skylduguðsþjónustunni. í ár var það
sama gert, enda ekki ráðlegt að
breyta árlegu því messuformi sem
verið er að reyna að koma á. Þess
má geta að bæði í Noregi og Svíþjóð
Vönduð heildarútgúfa AB ú Ijóðum Tómasar Guð-
mundssonar — óskaskálds Reykjavíkur. Glæsilega
innbundið með kápuskreytingu eftir listamanninn
Torfa Jónsson.
Kristján Karlsson skrifar afar glöggan og skarpsýnan
formála sem gefur okkur ómetanlega innsýn í hugar-
heim skáldsins.
Kvœði Tómasar skipa veglegan sess í hugum fslend-
inga og œttu að vera sjálfsögð á hverju heimili.
Fermingargjöf sem njóta má um aldur og œvi.
Torfi K. Stefánsson Hjaltalín
„Gagnrýni á fyllsta rétt
á sér, en hún verður að
berast rétta boðleið til
þeirra sem eiga að taka
hana til sín, en ekki
komið þannig á fram-
færi að viðkomandi fái
fyrst að heyra og sjá
slíka gagnrýni í jQöl-
miðlum.“
er þessi söngur fastur liður í hverri
fjölskylduguðsþjónustu. Þýðandi
textans Lilja S. Kristjánsdóttir, er
enginn viðvaningur í textagerð.
Hún á alls 17 texta, þýdda og
fmmsamda, í söngbókinni „í lífi og
ieik“, sem gefin var út af Skál-
holtsútgáfunni og æskulýðsstarfi
þjóðkirkjunnar árið 1984 og hefur
verið endurprentuð þrisvar sinnum!
Margir þeir söngvar, sem Lilja hef-
ur gert texta við, em einhveijir vin-
sælustu söngvamir í bama- og
unglingastarfi kirkjunnar og er hún
að mínu mati einn besti þýðandi,
sem æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar
hafur haft. Söngurinn „Stjörnur og
sól“ er engin undantekning þar á.
Hinn söngtextinn er söngur
æskulýðsdagsins í ár, „Vér reisum
upp merki". Þýðandi hans, Ingólfur
Steinsson, er heldur enginn viðvan-
ingur í söngtextagerð, né tónlistar-
iðkun. Hann er fyrmm liðsmaður
hljómsveitarinnar „Þokkabót", sem
vakti athygli á sínum tíma fyrir
vandaða og innihaldsríka texta.
Ingólfur átti þar marga texta, sem
notið hafa vinsælda. Fyrir æsku-
lýðsdaginn í ár þýddi Ingólfur,
ásamt séra Kristjáni Val Ingólfs-
syni, söngtextana í söngleiknum
„Brauðundrið", og var söngleikur-
inn fluttur á æskulýðsdegi, bæði í
útvarpsmessu á rás eitt, svo í Bú-
staðakirkju þá um kvöldið. Em
flestir þeir sem ég hef rætt við sam-
mála um, að þeir textar allir hafi
komið vel út og hefur Sjónvarpið
komið að máli við okkur og lýst
vilja sínum á að flytja hluta hans
í Stundinni okkar nú á næstunni!
Það er ekkert því til fyrirstöðu
af okkar hálfu hér á biskupsstofu
að nýta starfskrafta Ingólfs og
Lilju, og ég vona að fréttaflutning-
ur sem þessi komi ekki í veg fyrir
það, að góðir þýðendur og textahöf-
undar, eins og þau tvö, fáist til að
þýða og semja fyrir íslensku þjóð-
kirkjuna. Gagnrýni á fyllsta rétt á
sér, en hún verður að berast rétta
boðleið til þeirra sem eiga að taka
hana til sín, en ekki komið þannig
á framfæri að viðkomandi fái fyrst
að heyra og sjá slíka gagnrýni í
§ölmiðlum. Mál eins og þeta er
auðvitað „innanhússmál", ekki fjöl-
miðlamatur.
Einnig vil ég beina þeirri spum-
ingu til fréttastjóra Morgunblaðs-
ins, hvort hann telji ekki eðlilegra
að birta hlutlausar fréttir af því sem
fór fram á æskulýðsdeginum, eins
og sjónvaipsrásimar tvær gerðu, í
stað þess að vera með þennan nei-
kvæða fréttaflutning?
Að lokum vil ég benda á að æsku-
lýðsstarf á vegum safnaða landsins
er mjög blómlegt og full ástæða til
að gera því betri skil en gert er í
fjölmiðlum landsins, Morgunblaðinu
sem öðmm.
Virðingarfyllst.
Höfundur er œskulýðsfulltrúi
þjóðkirkjunnar.
Beðið eftir
aðabiámskrá
eftir Guðmund
Magnússon
Frá því var greint í Þjóðviljanum
8. mars sl. að drög að nýrri aðal-
námskrá gmnnskóla lægju nú á
borði Svavars Gestssonar, mennta-
málaráðherra. Kvað blaðið það ætl-
un ráðherrans að gefa drögin út
fyrir lok þessa mánaðar svo þau
yrðu lögð til gmndvallar í skóla-
starfi á ári komanda.
Aðalnámskrá gmnnskóla er sem
kunnugt er fyrirmæli menntamála-
ráðuneytisins um hvað kennt skuli
og numið í gmnnskólum landsins.
Menntamálaráðherra segir í við-
talinu við Þjóðviljann að ný aðal-
námskrá hafi lengi verið í deiglunni
og „eitt helsta bitbein manna í
skólamálaumræðu undanfarinna
ára“. Orðrétt hefur blaðið síðan
eftir ráðherra: „Forverar hans
hefðu farið offari í því máli. Hópur
manna er vann að nýrri aðalnám-
skrá hefði verið rekinn frá störfum
haustið 1984 og síðan hefði málið
verið í eins konar biðstöðu. Mennta-
málaráðherra fyrri stjórnar, Birgir
ísleifur Gunnarsson, hefði síðan
ætlað að þræla út aðalnámskrá án
nægilegs samráðs við samtök kenn-
ara og foreldra og nauðsynlegar
skólastofnanir." Sjálfur kveðst
Svavar hafa haft annan hátt á og
ekki hafi skort á samráð.
Ummæli Svavars Gestssonar um
Svavar Gestsson
vinnubrögð fyrirrennara hans í
embætti í þessu máli em staðlausir
stafir. Um það geta embættismenn
menntamálaráðuneytisins borið
vitni. Sjálfur þekki ég vel til hvern-
ig hagað var undirbúningi aðalnám-
skrár í tíð fyrrverandi ráðherra og
veit að þar skorti sannarlega ekki
á samráð við þá fjölmörgu aðila er
málið varðar. Drög þau að nýrri
aðalnámskrá sem hafist var handa
um í tíð Ragnhildar Helgadóttur
og Sverris Hermannssonar og lokið
við sl. sumar vom t.d. í raun samin
af hundruðum kennara. Og þau
vom kynnt kennumm á haustþing-