Morgunblaðið - 15.03.1989, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.03.1989, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15, MARZ,1989^ 19 er heimild til bráðabirgða (6 ár) til handa þeim sem nýttu sér vaxtafrá- drátt í gamla_ skattakerfinu til vaxtaafsláttar. í þriðja lagi er svo um að ræða niðurgreiðslu vaxta hjá Húsnæðisstofnun. I heild er áætlað að stuðningur hins opinbera eftir þessum þremur leiðum nemi nú um 1200-1500 m.kr. Aðstoð hins opinbera í einn farveg Lagt er til að taka upp svokallað- ar vaxtabætur sem leysi af hólmi öll þessi þrjú form, og til þess verði varið sambærilegri upphæð og nú fer í vaxtaniðurgreiðslu, húsnæðis- bætur og vaxtaafslátt í núgildandi kerfi eða um 12—1500 millj. kr. Vaxtabæturnar verða ótíma- bundnar en fara lækkandi eftir því sem tekjur og eignir vaxa og vaxta- gjöld fara lækkandi. Þær eru jafn- framt óháðar því hvort um er að ræða fyrstu eða síðari íbúðarkaup. Aðstoð miðast við eignir og afkomu hverju sinni Vaxtabótakerfið er mun sveigj- anlegra en núverandi fyrirkomulag og lagar sig auðveldlega að breyt- ingum í tekjum og eignum á lífshlaupinu. Veigamest er þó að með þessu er fyrirgreiðslu hins op- inbera stefnt til þeirra hópa sem mesta þörf hafa fyrir opinbera fyrir- greiðslu í stað þeirra ómarkvissu stýringar sem nú er. Þessar vaxta- bætur miða að því að greiða vaxta- kostnað láglauna- og miðlungs- tekjufólks niður í 2—3% raunvexti. Húsbréf — afföll Því hefur verið haldið því fram að mikil afföll verði á húsbréfum við sölu þeirra. Olíklegt verður að telja að svo verði. Rétt er að hafa eftirfarandi í huga: 1. Húsbréfin eru ríkistryggð, verð- t.ryggð skuldabréf með vöxtum. Þau verða sambærileg og spari- skírteini ríkissjóðs en lánstími þeirra verður lengri. 2. Húsbréfadeildin mun beita sér fyrir opinberri verðskráningu húsbréfanna og leita eftir sam- . starfi við lánastofnanir og lífeyr- issjóði um viðskipti með hús- bréfin. 3. Byggingarsjóður ríkisins og Seðlabanki íslands verða við- skiptavakar fyrir húsbréfin og munu sjá til þess að þau verði ávallt hægt að selja. Reikna má með að húsbréfin muni seljast á svipuðum vöxtum og spariskírteini ríkissjóðs þegar tekið er tillit til mismunandi lánstíma. Fullyrðingin um að hús- bréf muni seljast með afföllum er að hluta til byggð á misskilningi. Þegar fasteignaviðskipti eiga sér stað og fasteignaverðbréfum er skipt yfir í húsbréf yrði það gert með þeim hætti, að verðmæti fast- eignaveðbréfsins er reiknað út mið- að við þá ávöxtunarkröfu sem gerð er til húsbréfa. Seljandi fær sam- svarandi fjárhæð í húsbréfum. Á hverjum degi liggur fyrir opinber skráning á verðmæti þessara hús-. bréfa. Kaupandi og seljandi geta vitað með vissu hvert verðmæti húsbréfanna er, þegar viðskipti eru gerð. Sú skylda er lögð á fasteigna- sala skv. frumvarpinu að upplýsa um verðmæti húsbréfa. Þar sem ávallt liggur fyrir tilboð í húsbréfin getur seljandi, ef hann vill selt bréf- in þá þegar. Um afföll væri ein- göngu að ræða þegar seljandi held- ur húsbréfunum um nokkurn tíma og vextir hækka í millitíðinni. Á hinn bóginn myndu húsbréfin selj- ast á yfirgengi ef vextir lækkuðu. Framtíðarlausn Vonandi næst samstaða á Al- þingi um húsbréfakerfið og að það verði að lögum á yfirstandandi þingi- Allt bendir til að hér geti verið um að ræða framtíðarlausn í hús- næðismálum Islendinga. Höfundur er félagsmálaráðherra. BÆKLINGAR FERÐASKRIFSTOFANNA Saga: Hefðbundin sólarlönd efst á blaði Ferðaskrifstofan Saga hefur nýlega gefið út ferðabækling árs- ins 1989. Liðin eru rúm 2 ár siðan Saga var stofiiuð og hefur starf- semi ferðaskrifstofunnar verið í vexti frá fyreta degi. Fjölbreytni í skipulögðum Söguferðum verð- ur í ár meiri en nokkru sinni fyrr. Hefðbundnu sólarlöndin eru efst á blaði, Spánn, Portúgal, Ítalía, Marokko og Túnis — að ógleymdri Kýpur. Boðið er upp á fjölda dvalar- staða í öllum þessum löndum og hótel í öllum verðflokkum. Ýmislegt annað er að finna í ferðaúrvali Sögu, t.d. fjölmargir staðir í Frakklandi og Þýskalandi, í Danmörku og orlofsþorp í Hollandi. Rútuferðir um Vestur- og Austur- Evrópu fyrir þá, sem kjósa að vera á ferðinni og kynnast borgum og sveitum meginlandsins. Þá er að finna í ferðabæklingi Sögu-ferðir með farþegaskipum. Siglingu um austanvert Miðjarðar- haf í október og um Karabíska haf- ið þar sem m.a. er komið við í Mex- íkó, Jamaica og Haiti, einnig í októ- ber. „Stóra Kínaferðin" er í október, en í maí er skipulögð hópferð til Sovétríkjannaa og Mið-Asíu. Á veg- um Sögu er einnig hægt að komast til fjarlægari sólarstaða, Banda- ríkjanna og Thailands. Auk sumaráætlunarinnar sér Saga um og skipuleggur ferðir fýrir einstaklinga og hópa um allan heim. Ferðaskrifstofan er til húsa að Suð- urgötu 7. ströndinni, svamla í sjónum, fara í hveralaugar, æfa tennis, fara í út- reiðartúra eða á sjóskíði. Um pá- skana verður farið til Sviss á skíði undir leiðsögn íslensks fararstjóra. Atlantik býður gestum sínum gist- ingu á Hótel Axenfels, sem staðsett er fyrir ofan Lucem vatn í bænum Morsehaeh. Atlantik hefur gert samning við Dorint-hótelkeðjuna í Þýskalandi, sem býður bæði upp á sumarhús og hótel, til dæmis í Daun Eifel og SÚdeifel, en þangað er fljótlegt að aka frá Lúxemborg. Ferðaskrifstof- an sér um að útvega bílaleigubíl ef óskað er og á það einnig við um aðra áningastaði Atlantik. Þá geta ferðalangar einnig dvalið á vegum Atlantik í sumarhúsum í Hollandi. Loks má svo nefna, að Atlantik aðstoðar við val á skólum í Eng- landi fyrir þá sem vilja nota sumar- fríið til að hressa upp á enskukunn- áttuna. Einnig er boðið upp á náms- dvöl í Þýskalandi, Frakklandi og á Spáni. Þá er einnig boðið upp á 12 daga rútuferð um Suður-Frakkland, 14 daga ferð um Sviss og Aust- urríki, 15 daga ferð um Norður- Ítalíu, JugóslavíU og Ungveijaland og 14 daga ferð um Austur-Þýska- land og Tékkóslóvakíu. mm bjórkrár í enskum eða þýskum stíl, flamenco-klúbba, píanóbari eða veitingahús með lifandi tónlist og skemmtikröftum. Skoðunarferðir ýmis konar bjóðast, svo sem um héraðið umhverfis Benidorm og dagsferðir til borganna Alicente og Elche. Fararstjórar ferðaskrifstof- unnar sjá um skemmtidagskrá fyrir krakkana, auk þess sem skipulagðar eru ferðir fyrir unglinga og eldri krakka. Ferðaskrifstofa Reykjavíkur býð- ur einnig ferðir til Orlando og St. Petersburg í Flórída og til Miðjarð- arhafseyjarinnar Kýpur. Megináhersla á Mallorka í leiðarvísi ferðaskrifstofunn- ar Atlantik 1989 er megináhersl- an lögð á ferðir til Mallorka, eyj- unnar í Miðjarðarhafinu. Af óvenjulegri ferðum má nefiia Thailands-ferðir og boðið er upp á skemmtisiglingar með lúxus- ferjum. I bæklingnum eru gefnar hug- myndir að ferðum innan Mallorka og ferðalöngum bent á hvar hag- stæðast sé að versla. Hótelin, sem Atlantik býður upp á á Mallorka, eru í Royaltur-hótelkeðjunni. Þá býður Atlantik upp á ferðir til Portoroz í Júgóslavíu. Hægt er að fara þaðan í bátsferðir með Ferðaskrifstofa Reykjavíkur: Sól, íþróttir og skemmtistaðir á Benidorm Ferðaskrifstofa Reykjavíkur leggur í sumarbæklingi sínum mesta áherslu á ferðir til Beni- dorm á Spáni og kynnir verslan- ir, skemmtistaði, skoðunarferðir og burtreiðar þar. Á Benidorm er að finna góða aðstöðu fyrir þá sem ekki vilja ein- göngu liggja á ströndinni og sóla sig, heldur stunda íþróttir í sumarfr- íinu. Þar eru tennisvellir, hestaleig- ur, keiluspilasalir og tveir golfvelli, annar í Áltea og hinn við Calpe. Ef sóst er eftir að stunda vatnaí- þróttir er um margt að velja. Til dæmis er sjóskíðatogbraut við fló- ann og hægt er að fara á brim- bretti eða læra köfun, auk þess sem leigja má hjólabát eða sportbát. Fyrir yngri kynslóðina eru skemmti- garðar með mini-golfi og leiktækj- um, „gókart“-bílabrautir, rúllu- skautar, auk Europa-Park tívolísins og vatnagarðsins Aqualands. Nátthröfnum er bent á fjölda di- skóteka, úti, inni og með sundlaug- um, sem er að finna um allan bæ, Úrval: I sólina á Kýpur og í Egyptalandi MEÐAL þeirra ferða, sem ferða- skrifstofan Úrval kynnir í sum- arbæklingi sínum í ár, eru ferðir til Kýpur og Egyptalands, auk hefðbundinna sólarlandaferða, svo sem til Malíorka. Áfangastaður Úrvals á Kýpur er Limassol á suðurströnd eyjarinnar. Flestir gististaðir Úrvals eru um miðbik 15 km strandlengju í útjaðri borgarinnar, sem í daglegu tali er kallaður Nýja-Limassol. Urval býð- ur einnig ferðir til Orlando og St. Petersburg Beach í Flórída. Þá geta áhugasamir kylfingar farið til Grenelefe Resort, skammt frá Or- lando. Fyrir fjölskyldufólk er bent á Disney World og Sea World skemmtigarðana og Kennedy Space Center fyrir áhugamenn um geim- ferðir. Farþegar geta einnig brugðið sér í þriggja daga skemmtisiglingu til Bahamaeyja. í Lahnstein í Þýskalandi, eða á hót- eli í Lúxemborg, svo fátt eitt sé nefnt. Úrval býður nokkrar sérferðir, svo sem til Ítalíu, Austurríkis og Suður-Þýskalands og átta daga ferð á uppskeruhátíð vínbænda við Mós- el og Rín, sem farin verður í haust. Þá eru í boði rútuferðir um Mið- Evrópu, Frakkland og Sviss. Farið verður til Thailands um páskana, Tyrklands í júní og september, Kína í vor og haust, Sovétríkjanna í sum- ar og til Egyptalands í apríl og október. Þá verður farin sérstök golfferð til Skotlands. Loks má geta þess að urval skipu- leggur ferðir fyrir eldri borgara til Mallorka og Mið-Evrópu. F erðamiðstöðin Veröld: Tvær vinsælar sólarstrendur I bæklingi Ferðamiðstöðvar- innar Veraldar 1989 segir að ferðaskrifetofan bjóði ferðir á tvær vinsælustu sólarstrendum- ar, á Costa del Sol og Benidorm á Spáni. Ferðalangar til Costa del Sol geta brugðið sér í „Kynnisferðir á Ver- aldarvísu", til dæmis til Granada, Marokkó, Marbella-Casares, Gíbraltar og Málaga, auk þess sem boðið er upp á grísaveislur og jepp- asafarí. Þá^geta kylfingar stundað áhugamál sitt, því ágætir goldfvellir eru við Costa del Sol. Frá Benidorm eru einnig famar kynnisferðir, til dæmis til fjallaþorpsins Guadalest og borganna Valencia og Alicante. Þá eiga ferðalangar þess kost að sjá burtreiðar við kastala. Veröld býður einnig upp á ferðir til Kýpur, þar sem dvalist er í borg- inni Limassol. Þaðan er boðið upp á skoðunarferðir til fjarlægra staða, eins og til dæmis með skemmti- ferðaskipi til Egyptalands og ísrael. Þá geta ferðalangar siglt á eigin vegum á skútu um Eyjahafið og ferðalangar til Aþenu geta farið þaðan í svokallað „Eyjahopp". Þá er dvalið nokkra daga á hverri eyju, Mykonos, Naxos, Paros og Santor- ini, eftir óskum hvers og eins. Þeir sem vilja geta hins vegar dvalið um kyrrt í Aþenu og notið þess sem borgin hefur upp á að bjóða. Auk ferða á ofangreinda staði skipuleggur Veröld ferðir til Sikil- eyjar, Tyrklands, Korsíku, Sardiníu og Sovétríkjanna. Þá verður farin páskaferð til Thailands og næsta haust verður farin Veraldarreisa til Perú, Argentínu og Venezuela. U) 8 0 L'ni þúi ALI.TAF f IIFI'iIt liömfiim lijil likhlll Úrval býður sjálfstæðum ferða- löngum upp á bíl, flug og hús. Þá getur fólk ekið á bílaleigubíl um Evrópu, en átt samastað til dæmis í sumarhúsi í Daun Eifel eða íbúðum t,njo»6»2 2486.-kr. sparnaður* * með Dulux El sparnaðar perunni. Til dæmis Dulux El 15w • Sparar 2486 kr. í orkukostnaði miðað við orkuverð Rafmagns- veitu Reykjavíkur 5,18 kr/kw.st. • Áttföld ending miðað við venju- lega glóperu. OSRAM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.