Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989
--------;--------—--------í--4+T+!--
Súdan:
Flóttamönn-
um Qölgar
Addis Ababa. Reuter.
SÚDÖNSKUM flóttamönnum í
Eþíópíu hefur flölgað verulega á
undanfömum sex vikum vegna
stöðugra bardaga í suðurhluta
Súdans, að sögn Alberts-Alains
Peters, fulltrúa hjá Flótta-
mannahjálp Sameinuðu þjóð-
anna. Súdanskir flóttamenn í
Vestur-Eþíópíu eru nú um
335.000. Peters sagði að 420
manns hefðu komið til Eþíópíu
að meðaltali á hveijum degi frá
því í byijun mars og kvað hann
líkur á að þeim myndi fjölga enn
meir á næstunni.
NATO:
Leiðtogar
funda í maí
Brussel. Reuter.
LEIÐTOGAR allra 16 aðild-
arrikja Atlantshafsbandalagsins
munu koma saman til fundar í
Brussel 29. og 30. maí. Á þessu.
ári eru 40 ár liðin frá því Atlants-
hafsbandalaginu var komið á
fót. Þessa verður minnst á fund-
inum en talið er að helsta um-
ræðuefnið verði endumýjun
skammdrægra kjamorkueld-
flauga í Vestur-Evrópu, sem
stjómvöld i Vestur-Þýskalandi
hafa lagst gegn en Bretar og
Bandaríkjamenn telja að sam-
þykkja þurfi á þessu ári.
Sótt er að Kohl úr öllum áttum.
Hessen saka Kohl um stefnuleysi og
það hafi valdið ósigrínum. Aðrír
benda á að flokkurinn hafi grafið sér
gröf með því að taka í vaxandi
mæli undir í áróðrinum gegn útlend-
ingum og gera stefnu nýnasista
þannig trúverðuga
Frakkar ætla loksins að vakna til
vitundar um umhverfisvemd ef
marka má úrslit sveitarstjómarkosn-
inga á sunnudag þar sem græningjar
fengu töluvert fýlgi. Öfgasinnar til
hægri eiga hins vegar erfitt upp-
dráttar. Alda sú sem reis með Le
Pen fyrir nokkram áram virðist vera
að hníga. Litið er á úrslit fyrri um-
ferðar sveitarstjómarkosninganna í
Frakklandi sem sigur fyrir sósíalista
sem ráða nú lögum og lofum í
landinu. Þeim tekst ef að líkum læt-
ur að endurheimta meirihluta í sveit-
um, bæjum og borgum sem tapaðist
í kosningum fyrir fímm áram.
Páll Þórhallsson
Austurríki:
Síðasta keis-
araynjan látín
Vín. Reuter.
ZITA, sem var síðasta keisaraynj-
an í tvíríkinu Austurríki-Ungveij-
alandi, lést í Sviss í gær, 96 ára
að aldri. Eiginmaður hennar, Karl
I., lést 1922 en hann lét af völdum
í lok fyrri heimsstyrjaldar 1918.
Sonur Zitu, Otto von Habsburg,
sem situr á Evrópuþinginu fyrir
Vestur-Þýskaland, afsalaði sér
valdakröfiim í Austurríki árið 1962.
Faðir hans, sem oft var nefndur
>Karl síðasti, reyndi tvisvar að ná
völdum í Ungveijalandi eftir hran
keisaradæmisins en án árangurs og
stórveldin refsuðu hjónunum með því
að dæma þau til útlegðar á portúg-
ölsku eyjunni Madeira.
*
Okeypis
ferðmeð
strætis-
vagnin-
um .
Þessir strákar
hafa uppgötvað
fremur hættu-
lega leið til að
ferðast ókeypis
með strætis-
vögnum
Madríd, höfiið-
borgar Spánar,
en hér halda
þeir í stuðara
strætisvagns á
Goya-götu í
miðbæ borgar-
innar.
BMW kynnti snemma á síöasta ári nýju 5-
línuna, sem markaöi tímamót í háþróaöri
tækni fólksbifreiöa. BMW fimman hefur
hlotiö frábærar viðtökur hjá þeim sem
kjósa þá sérstöku eiginleika og þægindi
sem eru í BMW. Nýja fimman höföar til
þeirra fjölmörgu sem sameina smekkvísi,
aksturseiginleika, hagkvæmni og tækni,
en gera mismunandi kröfur um útfærslu
og búnaö.
Þaö er margt sem gerir fimmuna svona
einstaka. Vélin er 6 strokka og búin tölvu-
stýröu eldsneytiskerfi, sem gefur aukiö afl
á hvern strokk, ásamt sjálfvirku eftirlitskerfi
sem fylgist meö ástandi og viðhaldsþörf
vélarinnar. Vélin í fimmunni er ein sú
hljóðlátasta á markaönum, sem segir sína
sögu um þaö hugvit sem aö baki liggur.
Þyngdar hlutfall er jafnt á fram- og afturás,
sem gerir aksturseiginleika bílsins örugga
og þægilega.
í nýju fimmuna getur þú fengiö mikið úr-
val af alls konar aukabúnaöi. Meöal ann-
Einstakur bill
fyrir
kröfuharða.
ars kerfi sem á sjálfvirkan hátt heldur bíln-
um jafn stööugum og í jafnri hæö frá
jöröu án tillits til hleðslu. Einnig óviðjafn-
anlega aksturstölvu, sem m.a. upplýsir þig
um eldsneytisnotkun, hitastig fyrir framan
bílinn, gefur hljóömerki á hámarkshraða
og virkar sem þjófavörn.
Nýja fimman frá BMW hefur mikla sér-
stööu. Þú kynnist fimmunni best meö
reynsluakstri, þá færöu tilfinningu fyrir
þeim gæöum sem einkenna BMW og
þeim aksturseiginleikum sem gera BMW
fimmuna svona eftirsótta. Haföu samband
og pantaðu tíma.
Njóttu þess besta, — eignastu BMW.
Bílaumboðið hf
BMW einkaumboð á íslandi
Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 68663a