Morgunblaðið - 15.03.1989, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 80 kr. eintakið.
Samruni risa
á fíölmiðlavettvangi
Nýlega bárust fréttir um
að tveir risar í bandaríska
fjölmiðlaheiminum, Wamer og
Time, hefðu sameinast og
myndað stærsta fjölmiðlafyrir-
tæki heims. Time Wamer fyr-
irtækið er metið á 18 milljarða
dollara eða 900 milljarða
íslenskra króna og árstekjur
þess eru um 10 milljarðar doll-
ara eða 500 milljarðar
íslenskra króna. Steven Ross,
stjómarformaður Wamers,
sagði í tilefni af sameining-
unni: „Aðeins mjög öflug,
bandarísk fyrirtæki munu lifa
af samkeppnina og breyting-
amar, sem verða með tilkomu
innri markaðar Evrópubanda-
lagsríkjanna 1992.“ Nýja fyr-
irtækið verður hið stærsta í
heimi í tónlistarútgáfu, tíma-
rita- og bókaútgáfu, kvik-
myndagerð og kapalsjónvarpi.
Ástæða er fyrir almenning
um heim allan að gefa þessari
frétt gaum. Fyrirtæki sem
þetta snertir okkur hvert og
eitt, sem lifum í fijálsum þjóð-
félögum, þar sem ekki eru sett-
ar hömlur á dreifíngu upplýs-
inga, frétta, prentaðs máls,
kvikmynda, myndbanda, sjón-
varpsefnis og tónlistar á bönd-
um, plötum eða diskum. Ætlun
þeirra sem að sameiningunni
standa er að halda sínum hlut
á hinum alþjóðlega markaði
og bregðast við nýjum aðstæð-
um.
Flestum þykir líklega óþarfí
fyrir bandarísk fyrirtæki í
þeim viðskiptum, sem hér er
um að ræða, að hafa áhyggjur
af stöðu sinni á alþjóðlegum
markaði. Hér á landi sem víða
annars staðar þykir mörgum
nóg um yfírburði bandarískra
fyrirtækja á þessu sviði og
meira en nóg af framleiðslu
þeirra flæði nú þegar yfír alla
heimsbyggðina. Frá sjónarhóli
þeirra sem stjóma bandarísku
fjölmiðlarisunum horfír málið
greinilega öðru vísi við. Er
ekki að efa að þeir hafa látið
rannsaka til hlítar, hver áhrif
samruninn innan Evrópu-
bandalagsins hafí á stöðu
þeirra. I stað þess að keppa
hvor í sínu homi ákveða þeir
að taka saman höndum til að
standa betur að vígi við nýjar
aðstæður.
Samruni fyrirtækja á þessu
sviði viðskipta vekur jafnan
meiri athygli en þegar þeir
taka höndum saman sem
starfa á annars konar vett-
vangi, þar sem bein tengsl við
milljónir manna ef ekki millj-
arði eru ekki fyrir hendi. Fjöl-
miðlun í víðtækustu merkingu
þess orðs verður sífellt mikil-
vægari á upplýsingaöld og
menn velta því alls staðar fyr-
ir sér, hvemig þeir eiga að
bregðast við þeim byltingar-
kenndu umskiptum, sem nú
em að verða bæði vegna tækn-
innar og aukinnar samvinnu á
öllum sviðum. Vangaveltumar
snúast um hvort tveggja fjár-
hagslega aðstöðu og menning-
arleg áhrif.
Við lifum umróts- og bylt-
ingartíma í íslenskri fjölmiðlun
og höfum ekki enn séð fyrir
endann á því sem afnám einok-
unar ríkisins á útvarpsrekstri
hefur í för með sér. Þá er Ijóst,
að við núverandi aðstæður
gengur ekki til lengdar fyrir
stjómmálaflokka eða aðra að
reka málgögn sín með tapi.
Þar koma meðal annars til
breytingamar, sem hafa orðið
á íslenskum fjármagnsmark-
aði. Tvær útvarpsstöðvar
einkaaðila, Bylgjan og Stjam-
an, hafa ákveðið að taka hönd-
um saman til að styrkja stöðu
sína. Umræður um framtíð
Þjóðviljans, sem skuldar tugi
milljóna króna, hafa að nokkm
beinst í þá átt, hvort flokkar
á vinstri væng geti tekið hönd-
um saman og staðið að útgáfu
blaðs, sem gæti staðið á eigin
fótum fjárhagslega og efnis-
lega.
Á því er mikill munur, þegar
litið er til stærðar og áhrifa,
hvort rætt er um sammna risa
á borð við Time og Wamer eða
samstarf eða samruna fjöl-
miðlafyrirtækja á Islandi. Á
hinn bóginn er munurinn lítill
sem enginn, ef tekið er mið
af yfirlýstum tilgangi slíkra
aðgera, sem sé því að gera
fyrirtæki betur í stakk búin til
að sinna hlutverki sínu og
standa sig á hinum almenna
markaði. Hvorki hér né annars
staðar blómstra þeir sem
standa á brauðfótum, hvort
heldur þeir sinna fjölmiðlun
eða einhverju öðm. Versta
aðstaðan er þó sú að neita að
horfast í augu við veika eigin
stöðu og halda áfram að basla
án þess að hafa fast land und-
ir fótum. Er það kannski
íslenska leiðin?
AF INNLENDUM
VETTVANGI
STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON
Kosið til Stúdentaráðs í dag:
Almenn pólitík
eða hagsmunir
stúdenta?
í DAG ganga stúdentar í Háskóla íslands til kosninga og kjósa helm-
ing þeirra 30 fiilltrúa er sitja í Stúdentaráði, þar af tvo fulltrúa i
Háskólaráð. Likt og á siðasta ári eru tveir listar í boði, listi Vöku,
félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og listi Röskvu, samtaka félags-
hyggjufólks, sem bauð firam í fyrsta sinn í siðustu kosningum, eftir
samruna Félags vinstri manna og Félags umbótasinnaðra stúdenta.
í siðustu kosningum hlutu Vökumenn 8 fulltrúa, af þeim 15 sem
kosið var um, en Röskva 7. Þar sem Vökumenn höfðu 7 fulltrúa
fyrir og Félag vinstri manna og Umbar 8 til samans kom upp patt-
staða í Stúdentaráði. Hvor fylkingin um sig hafði 15 fiilltrúa. Náð-
ust samningar um að Vaka færi með stjórn Stúdentaráðs í vetur
en Röskva fengi m.a. fulltrúa stúdenta i Lánasjóð íslenskra náms-
manna. Sambúð fylkinganna tveggja hefur verið stormasöm á köfl-
um. í janúar lýsti Röskva þvi yfir að málefhasamningurinn við Vöku
væri ógildur og bar fram vantrauststillögu á stjórnina sem féll á
jöfhum atkvæðum. Ágreiningurinn snerist um hækkun tekjutillits
við útreikning námslána úr 35% i 50%. Vildu Röskvumenn fállast á
hækkun þegar í stað en Vökumenn bfða þar til skerðing námslána
hefði verið bætt að fullu. Báðar fylkingarnar eru þó að mörgu leyti
ánægðar með árangur vetrarins og fagna hækkun námslána og þvi
að komið hefur verið böndum á rekstur Stúdentaráðs.
Deilt um leiðir
og eðli Stúdentaráðs
Samstaða virðist vera milli fylk-
inganna um helstu málefni þó ein-
hver ágreiningur kunni að vera
uppi um hvaða leiðir eigi að fara í
þeim efnum. Er deilan um tekjutil-
litið gott dæmi um það. Hún snýst
í raun ekki um meginatriðið, það
er að skerðingu námslána beri að
afnema, en um það eru báðar fylk-
ingamar sammála, heldur er hún
tæknilegs eðlis, það er á hvaða stigi
beri að hækka tekjutillitið. Nú þeg-
ar, eða þegar búið er að afnema
skerðinguna að fullu, í janúar á
næsta ári.
Ágreiningur Vöku og Röskvu
virðist fyrst og fremst snúast um
hvert eigi að vera eðli og hlutverk
Stúdentaráðs. Deilan um útvarps-
stöðina Rót er líklega táknræn um
þau mismunandi sjónarmið sem þar
eru uppi. Stúdentaráð gerðist hlut-
hafi í Rót undir stjóm Vinstri
manna og Umbótasinna veturinn
1986-87. Vökumenn hafa á þessu
ári lagt til að hlutabréf Stúdenta-
ráðs í Útvarpi Rót verði seld og
hafa borist nokkur tilboð í þau.
Halda þeir því fram að hlustun á
stöðina sé lítil sem engin, hvorki
meðal stúdenta né annarra, og þjóni
það því ekki hagsmunum stúdenta
að taka þátt í þessum rekstri.
Röskvuliðar hafa hins vegar neitað
að selja hlutabréfin og vilja áfram-
haldandi þátttöku Stúdentaráðs. Þá
hefur verið deilt um aðild Stúdenta-
ráðs að Suður-Afríkusamtökunum,
sem Vaka hafnaði, sem og tillögu
Röskvu um að Stúdentaráð héldi
ráðstefnu um Afríska þjóðarráðið.
Fylkingamar deila líka hart um
innritunarkröfur í Háskólann. Vaka
vill að áfram verði stuðst við.stúd-
entspróf en Röskva vill að allir þeir
er náð hafa 26 ára aldri fái að hefía
nám í Háskólanum.
Ekki almenna
pólitíska umræðu
Vökumenn leggja mesta áherslu
í þessum kosningum á að Stúdenta-
ráð sé ekki vettvangur almennrar
pólitískrar umræðu heldur eigi ráð-
ið einvörðungu að vinna að hags-
munamálum stúdenta. Þetta
rökstyðja þeir m.a. á þann hátt að
skylduaðild sé að Stúdentaráði,
samkvæmt lögum um Háskóla ís-
lands, og sé sú skylduaðild rökstudd
með því að ráðið vinni að hagsmun-
um þeirra. Telja þeir það grundvall-
arbrot á mannréttindum að skylda
fólk til þátttöku í pólitísku félagi.
Einnig benda þeir á, að Röskva, sem
vilji ræða t.d. utanríkismál innan
Stúdentaráðs, hafi aldrei kynnt
stúdentum neina stefnu í þeim
málaflokki.
Skoðanakönnun sem gerð var af
SKÁÍS í vetur bendir til að þetta
sjónarmið Vökumanna eigi nokkum
hljómgrunn meðal stúdenta. í könn-
uninni sögðust 81% stúdenta vera
á móti því að Stúdentaráð ræddi
pólitísk mál.
Sveinn Andri Sveinsson, formað-
ur Stúdentaráðs, segir að eitt meg-
inmarkmiðið í vetur hafí verið að
opna Stúdentaráð fyrir stúdenta og
auka allt samband við þá. Við upp-
haf vetrar hafi verið settar upp stór-
ar auglýsingatöflur í flestar bygg-
ingar Háskólans þar sem hengdar
hafí verið upp fundargerðir, auglýs-
ingar og tilkynningar um t.d. fundi.
Þetta hafi aldrei áður verið gert.
Þá hafí fréttaflutningur frá Stúd-
entaráði verið stóraukinn. Gefin
hafi verið út tíu fréttablöð og miðað
við að þau kæmu ekki síðar út en
viku eftir Stúdentaráðsfund. Loks
hafí verið ákveðið að ljúka vetrar-
starfínu á því að dreifa úrdrætti
úr skýrslu stjómar til allra stúd-
enta. Fullyrti Sveinn Andri að upp-
lýsingamiðlun til stúdenta hefði
aldrei verið meiri. Skoðanakannanir
á vegum SKÁÍS væra líka vísbend-
ing um að þetta hefði skilað sér. í
fyrra hefðu 60% stúdenta ekki haft
skoðun á starfinu í Stúdentaráði
en nú væri sú tala farin niður i 40%.
Þessi aukna kynningarstarfsemi
hefði líka komið deildar- og skorar-
félögum til góða. Þau hefðu getað
kynnt sína starfsemi mun betur en
áður þar sem hægt hefði verið að
treysta á tímasetningu útgáfu.
Meginmarkmiðið með útgáfustarf-
Kartöflur: Hvað kostar
innflutníngsbannið?
eftirÞorvald
Gylfason
Það var í morgunútvarpinu fyrir
mörgum áram, að talsmaður kart-
öflubænda var inntur eftir því,
hvequ það sætti, að skemmdar
kartöflur væra seldar fullu verði í
verzlunum og hvers vegna í ósköp-
unum þær væra ekki fjarlægðar
úr búðunum eða þá að minnsta
kosti lækkaðar í verði. Þessu svar-
aði erindrekinn með þjósti: „Ekki
myndu þær batna við það!“
Þessi saga kemur í hugann nú,
þegar kartöflumálin era enn á ný
á allra vörum. Hvert kíló af kartöfl-
um kostar nú um 115 krónur í
búðum. Kaupmenn hafa sagzt
mundu geta boðið kartöflur fyrir
35 krónur hvert kíló, ef innflutning-
ur erlendra kartaflna væri gefinn
frjáls. Mismunurinn er 80 krónur á
hvert kíló. Heildameyzla kartaflna
nemur nú um 160 kílóum á hveija
fíögurra manna fjölskylduí landinu
á ári að meðaltali. Hver fjölskylda
greiðir þess vegna um 13.000 krón-
um meira fyrir kartöflur á hveiju
ári en hún þyrfti að greiða, ef inn-
flutningur væri fijáls. Heimilin í
landinu greiða því um 800 milljón-
um króna meira fyrir kartöflur á
hveiju ári en þau þyrftu.
Það munar um minna fé. Til sam-
anburðar kostar rekstur allra
grannskóla í Reykjavík 987 milljón-
ir króna á þessu ári samkvæmt fjár-
lögum. Það væri með öðram orðum
hægt að tvöfalda fjárveitingu ríkis-
ins til grunnskólanna eða því sem
næst með því einu að afnema kart-
öfluinnflutningsbannið. Rekstur
allra menntaskóla í landinu kostar
584 milljónir króna á þessu ári.
Afnám innflutningsbannsins myndi
skila þeirri upphæð á 9 mánuðum.
Fjárveitingar ríkisins til menningar-
mála nema 1.086 milljónum króna
alls í ár samkvæmt fjárlögum, en
þá er meðal annars átt við öll fram-
lög ríkisins til safna, leikhúsa,
hljómsveita, kvikmyndagerðar,
náttúruvemdar, vísindarannsókna,
og æskulýðs- og íþróttamála. Þess-
ari fjárhæð myndi afnám innflutn-
ingsbannsins skila á 16 mánuðum
og þannig áfram. Það væri sem
sagt hægt að auka fjárveitingai
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARZ 1989
í 27
seminni almennt hefði verið að hún
ætti ekki að vera fjárhagsleg byrði
á stúdentum. „Við viljum ekki borga
með útgáfunni heldur nota þá fíár-
muni sem sparast í góð málefni.
Halli Stúdentablaðsins veturinn
1987-88 var 1,6 m.kr. en hefur í
vetur verið 200.000 kr. Þessi spam-
aður samsvarar framlögum Stúd-
entaráðs í Byggingarsjóð stúdenta
og hinum auknu framlögum í fé-
lagslíf stúdenta."
Sveinn Andri sagði að þjónusta
Stúdentaráðs hefði einnig stórauk-
ist í vetur. Húsnæðismiðlun stúd-
enta hefði verið endurreist og gerð-
ur samningur við Almennar tiygg-
ingar um leigjendaábyrgð sem hefði
orðið til að stórauka framboð á
þessum vetri. Hefði húsnæðismiðl-
unin haft milligöngu um 135 samn-
inga í vetur samanborið við 35 vet-
urinn þar áður. Atvinnumiðlun
stúdenta hefði einnig verið mjög
virk og þjónustan víkkuð út með
stofnun hluta-..og ígripastarfamiðl-
unar. Þá hefði verið stoftiuð Rétt-
indaskrifstofa stúdenta. Fyrir henni
væri gert ráð í lögum um Stúdenta-
ráð en hún ekki verið starfrækt
hingað til. Sagði Sveinn að Rétt-
indaskrifstofan hefði tekið að sér
málefni tíu einstaklinga sem hefðu
rekist um í kerfinu.
Reksturinn hallalaus í vetur
Loks hefði fjárhagur Stúdenta-
ráðs verið reistur úr rústum. Þegar
Vaka tók við af meirihluta vinstri
manna hefði verið tekið við 2 millj-
óna króna skuldabagga. Til dæmis
hefðu ekki verið greidd opinber
gjöld allt það ár. Þessi skuldabaggi
hefði tekið veralegan hluta af þeim
fjármunum sem hefðu verið til ráð-
stöfunar í vetur en stjómin hefði
einsett sér að skila góðu búi samt
sem áður. Rekstrargjöld hefðu verið
skorin niður en þrátt fyrir það náðst
að auka framlög í Byggingarsjóð
stúdenta úr 0 í 600.000 þús. krónur
og um eina milljón króna f félagslff-
ið. „Við skilum af okkur hallalausu
búi og höfum ekki þurft að fara út
í neins konar greiðslustöðvun líkt
og fyrri meirihluti," sagði Sveinn
Andri og bætti við að stjómarand-
staðan hefði f málflutningi sfnum
reynt að þakka þetta allt þeirri
stefnu sinni að hækka innritunar-
gjöld. „Það er vissulega rétt að tekj-
ur SHI hafa aukist á milli ára vegna
þessa, en sá tekjuauki hefur horfið
í þá skuldahít sem við tókum við,
svo og í kostnaðarsama tölvuvæð-
ingu. Meginástæða þess að við get-
um aukið framlög í félagslíf stúd-
enta og í Byggingarsjóð stúdenta
er sú að við höfum snúið við of-
boðslegum halla á útgáfunni. Bros-
legt er einnig að fylgjast með því
hvemig Röskva hefur rejmt að af-
saka stórfelldan niðurskurð sinn á
sfnum tíma f félagslíf stúdenta og
ekkert framlag í Byggingarsjóð,
með því að stúdentum hafi fækkað
svo mikið það árið. Stúdentunum
fækkaði um 100 sem þýðir um
1-200.000 kr. Þetta era því allt
hlægilegar blekkingar."
Þrátt fyrir mikið starf varðandi
umbætur á rekstri og aukningu á
þjónustu Stúdentaráðs sagði Sveinn
að lang stærsta verkefni stjómar-
innar hefði verið lánamálin. „Þegar
ný ríkisstjóm tók við í vetur höfðum
við sóknarfæri þar sem hinn nýi
menntamálaráðherra hafði lofað
miklu áður en hann settist í stólinn.
Við hófum gífurlega herferð og
kröfðumst þess að þau loforð yrðu
efnd. Ráðherrann varð að láta und-
an og liggja nú fyrir tillögur um
afnám skerðingarinnar. Það verður
hins vegar að segjast að stjómar-
andstaðan í Stúdentaráði leit á
þetta sem formsatriði og taldi ekki
möguleika á að ná neinu f gegn.“
Niðurstaða þessa starfs hefði verið
að ráðherra skipaði vinnuhóp til að
finna leiðir til að afnema fiysting-
una og hefði sá vinnuhópur í mörgu
unnið ágætt starf. Fýlkingamar
deildu hins vegar um tekjutillitið.
Að mati Vöku væri það verslunar-
vara sem ætti að nota í skiptum
fyrir hærri lán. Það mætti þó aldrei
fara yfír 50%.
Styrkur og veikleiki í
verkefiiaskiptingunni
„Við höfum einbeitt okkur að
námslánunum í vetur og afnámi
skerðingar þeirra," sagði Amar
Guðmundsson, oddviti Röskvu í
Stúdentaráði. „Einnig höfum við
lagt áherslu á föst framlög f Bygg-
ingarsjóð.“
Amar sagðist telja að í verka-
skiptingunni í Stúdentaráði í vetur
hefði falist bæði styrkur og veik-
leiki. Styrkurinn fælist í því að
Stúdentaráð hefði náð langt á
mörgum sviðum. Vökumenn hefðu
að hans mati unnið mjög gott starf
varðandi endurskipulagningu rekst-
ursins en Röskvumenn varðandi
Byggingarsjóðinn og LÍN. „Mér
sýnist vera málefnalegur ágreining-
ur varðandi lánamálin. Námslán
hafa verið skert undanfarin ár en
tekjutillitið lækkað. Þetta þýðir að
peningar era færðir frá þeim sem
vinna sumarvinnu til þeirra sem
hafa hærri tekjur." Ámar sagði
allar námsmannahreyfingamar
hafa mótmælt því þegar tekjutillitið
var lækkað niður í 35% þar sem
Sveinn Andri Sveinsson, Vöku,
formaður Stúdentaráðs:
„ Vökumenn telja að
hægft sé að vinna sam-
an að hagsmunamál-
unum af heilindum en
þá verður að halda ai-
mennri pólitík fyrir
utan til að spilla ekki
andrúmsloftinu.“
þetta fjármagn hefði betur verið
notað í hærri námslán. Aðspurður
um hversu hátt tekjutillitið mætti
vera sagði hann það vera sfna per-
sónulegu skoðun að það ætti ekki
að fara yfir 50%. „Okkur þykir það
sérkennileg stefna hjá Vöku að
hafa viljað hafna þessu samkomu-
lagi í þágu þeirra námsmanna sem
hafa hæstar tekjur og þurfa þvf
minna á lánum að halda.
Okkar krafa til stúdentaráðsliða
er að þeir séu kosnir til að sinna
hagsmunamálum. Það getur þó
komið upp sú staða að í Stúdenta-
ráði þurfi að taka á pólitfskum
málum. Stúdentaráð verður að taka
á málum á borð við matarskattinn
þó að það komi illa við einhveija
stjóramálaflokka."
Varðandi umræðu um utanríkis-
mál í Stúdentaráði sagði Arnar að
árlega kæmu upp 1-2 mál þar sem
leitað væri til Stúdentaráðs um
stuðning t.d. gegn mannréttinda-
brotum. „Við lítum þannig á að við
hljótum að taka málefnalega af-
stöðu til slíkra erinda. Viljum við
Arnar Guðmundsson, oddviti
Röskvu í Stúdentaráði:
„Okkar krafa til stúd-
entaráðsliða er að þeir
séu kosnir til að sinna
hagsmunamálum. Það
getur þó komið upp sú
staða að í Stúdenta-
ráði þurfí að taka á
pólitískum málum.“
styðja það? Getum við stutt það?
Höfum við tíma til að sinna því?
Ákvarðanir um svona mál á að taka
innan Stúdentaráðs því annars er
það gert annars staðar. Þetta þarf
alls ekki að bitna á hagsmunabar-
áttu Stúdentaráðs. Við eram ekki
talsmenn þess að álykta út um holt
og hóla en viljum styðja réttinda-
baráttu í öðram löndum."
Þegar hann var spurður hvar
ætti að draga mörkin í þessum efn-
um sagði Amar að það yrði Stúd-
entaráð að meta hveiju sinni. Hags-
munir námsmanna yrðu að ráða.
Skilinskýr
Þegar vinstri menn og umbóta-
sinnar sameinuðust á sfðasta ári
var talað um að skilin yrðu skarp-
ari með færri framboðum. Amar
telur að sú hafi orðið raunin. „Ég
held að skilin séu mjög skörp. Við
eram að kjósa um áframhald á
öflugri lánamálabaráttu sameinaðr-
ar námsmannahreyfingar og fram-
hald á félagslegri uppbyggingu fyr-
ir stúdenta. Þetta er það sem
Röskva býður upp á. Hins vegar
era einhveijar óljósar kröfur uppi
um að Stúdentaráð eigi að verða
hlutlaust nemendafélag."
Hann taldi árangurinn í vetur í
fjármögnun Félagsstofnunar og
lánamálunum sýna ótvfrætt að
Röskva hefði skýra pólitíska stefnu.
Vaka hefði að mörgu leyti staðið
sig vel en Röskva hefði kosið að
fylkingamar hefðu getað starfað
saman af meiri heilindum. Til dæm-
is hefðu Vökumenn tekið sér ger-
ræðisvald varðandi sum mál.
Sveinn Andri Sveinsson sagði
aðspurður að munurinn á milli fylk-
inganna fælist fyrst og fremst í
mismunandi afstöðu til Stúdenta-
ráðs. Hvort það ætti að vera hags-
munafélag stúdenta einvörðungu
eða pólitfsk stofnun sem ályktaði
fyrir hönd stúdenta. „Vökumenn
telja að hægt sé að vinna saman
að hagsmunamálunum af heilindum
en þá verður að halda almennri
pólitfk fyrir utan til að spilla ekki
■ andrúmsloftinu."
Meirihluti Vöku eða
pattstaða?
Ómögulegt er að spá um úrslit
kosninganna í dag. Oft geta örfá
atkvæði riðið baggamuninn. Þegar
kosið var á sfðasta ári munaði 32
atkvæðum á fylkingunum, Röskva
hlaut 933 atkvæði og Vaka 965
atkvæði, eða 51%, sem var mesta
kjörfylgi félagsins sfðan árið 1966.
í kosningunum 1987 fékk Félag
vinstri manna 756 atkvæði og sex
menn, Félag umbótasinnaðra stúd-
enta 388 atkvæði og tvo menn, og
Vaka fékk 868 atkvæði og sjö menn
kjöma. Ef úrslitin nú verða sam-
bærileg við úrslit síðustu tveggja
ára má búast við annaðhvort hrein-
um meirihluta Vökumanna eða
áframhaldandi pattstöðu. Litlar
líkur er á hreinum meirihluta
Röskvu þar sem til þess þyrfti 9
fulltrúa af þeim 15 sem kosið er
um.
Þorvaldur Gylfason
rfkisins til menningarmála um
næstum 75% til frambúðar með því
einu að afnema kartöfluinnflutn-
ingsbannið! Og það væri Iíka hægt
að skila þessum 800 milljónum til
almennings milliliðalaust, til dæmis
„Frjáls innflutningnr
kartaflna myndi sem
sagt spara fólkinu í
landinu 800 milljónir
króna eða um 13.000
krónur á hvert heimili
að meðaltali á hveiju
ári.“
með því að lækka kartöfluverð nið-
ur í 35 krónur hvert kíló eða með
því leggja 80 króna skatt á hvert
kíló af kartöflum til þess að halda
kartöfluverðinu óbreyttu og lækka
aðra skatta til mótvægis um næst-
um 13.000 krónur á hveija fjögurra
manna fíölskyldu á ári að meðaltali.
Fijáls innflutningur kartaflna
myndi sem sagt spara fólkinu í
landinu 800 milljónir króna eða um
13.000 krónur á hvert heimili að
meðaltali á hveiju ári. Hvers vegna
í dauðanum er kartöfluinnflutning-
ur þá ekki gefinn fijáls? Svarið er
einfalt. Afnám innflutningsbanns-
ins strandar á stjómmálamönnum.
Þeir gætu aflétt banninu með einu
gennastriki, en þeir gera það ekki.
Ýmsir þeirra tala að vísu fjálglega
um fijálsa samkeppni, þegar þeim
hentar, en þegja þunnu hljóði um
fijálsan kartöfluinnflutning. Aðrir
bera því við, að innflutningsbann
sé nauðsynlegt til þess að vemda
kartöflubændur gegn erlendri sam-
keppni.
Og hvað era kartöflubændumir
margir? Samkvæmt upplýsingum
Hagstofu íslands era þeir um 100,
en þá er átt við fíölda ársverka við
kartöflurækt. Þetta þýðir það, að
vemdin kostar neytendur um 8
milljónir króna á ári á hvem kart-
öflubónda að meðaltali! Jafnvel þótt
hveijum kartöflubónda væru
greiddar 8 milljónir króna í skaða-
bætur fyrir að þurfa að hafa fyrir
því að fá sér önnur og hagfelldari
verk að vinna, þá myndi fólkið í
landinu eftir sem áður hagnast um
800 milljónir króna eða jafngilda
upphæð á hveiju ári framvegis.
Öðram kosti væri til dæmis hægt
að spara 600 milljónir króna á
hveiju ári með því að greiða hveij-
um kartöflubónda 2 milljónir á ári
fyrir að rækta ekki kartöflur.
Þetta nær auðvitað engri átt. Ef
stjómmálamennimir vilja endilega
vemda innlendan kartöflubúskap
gegn heilbrigðri samkeppni, þá eiga
þeir að gera það án þess að mis-
bjóða heilbrigðri skynsemi. Það er
enginn vandi að vemda kartöflu-
bændur til dæmis með því að leyfa
kartöfluinnflutning og leggja toll á
hann til bráðabirgða til þess að
gefa bændum tækfæri og tíma til
þess að laga sig að nýjum aðstæð-
um. Vemdartollinn væri síðan hægt
að lækka í áföngum og afnema
hann á endanum. Þetta þurfti
íslenzkur iðnaður að sætta sig við
á sínum tfma til mikilla hagsbóta
fyrir almenning, og þykir engum
mikið. Hví skyldu kartöflubændur
ekki sitja við sama borð?
Eitt enn að endingu. Kartöflu-
málið er aðeins tindur jakans. Und-
ir yfirborðinu leynist margfalt meiri
sóun en hér hefur verið lýst. Stjóm-
málamennimir sóa ekki aðeins 800
milljónum króna á ári af aflafé al-
mennings annaðhvort í hugsunar-
leysi eða til að þóknast þröngum
sérhagsmunum kartöflubænda,
heldur sólunda þeir mörg þúsund
milljónum króna á ári í margt ann-
að af svipuðu tagi í þokkabót. Þess
vegna era ekki til peningar til þess
að borga kennuram viðunandi laun,
jafnvel þótt alvarlegur vandi steðji
að öliu skólastarfí í landinu langt
fram í tímann vegna ónógs og ófull-
nægjandi kennaraliðs. Þess vegna
eru ekki til peningar til þess að
hlynna sómasamlega að menning-
arlífinu í landinu, jafnvel þótt marg-
ar mikilvægustu menningarstofn-
anir þjóðarinnar búi við smánarlega
þröngan kost Og þess vegna býr
fíöldi fólks á íslandi við miklu lak-
ari kjör en efnahagur þjóðarinnar
gefur tilefni til.
Höfundur erprófessor í hagfræði
við Háskóla Islands.