Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C 70. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Júgóslavía: Óeirðir í Kosovo kosta 21 mann lífið Belgrað. Reuter. AÐ MINNSTA kosti 21 maður hafði í gær beðið bana í átökum milli Albana og lögreglu í Kosovo-héraði í Júgóslavíu og hafa hersveitir verið sendar til héraðsins til að bijóta óeirðirnar á bak aftur. Óeirðimar bmtust út á fimmtudag í síðustu viku vegna stjómarskrárbreytinga sem takmarka sjálfstjórn héraðs- ins. Talsmenn innanríkisráðuneytis Júgóslavíu sögðu að nítján mótmæl- endur og tveir Iögreglumenn hefðu beðið bana í óeirðunum í Kosovo. Að minnsta kosti níu mótmælendur týndu lífi í óeirðum í Pristínu, höf- uðstað héraðsins, á mánudag. 18 ára gamall maður var skotinn til bana í gær þegar um 500 mótmæl- endur, margir vopnaðir byssum, réðust á lögreglustöð í þorpinu Zur, sem er við landamærin að Alb- aníu. Lögreglan beitti táragasi og sprautaði vatni úr háþrýstidælum á mótmælendur í að minnsta kosti fímm bæjum í héraðinu í gær. Fréttamaður Reuter- fréttastof- unnar í Kosovo skýrði frá því að skriðdrekar væru á leiðinni til hér- aðsins. Hann sagði að útgöngu- og samkomubanni hefði verið komið á og að þúsundir lögreglumanna, vopnaðir sjálfvirkum byssum, fylgdu banninu eftir. Nokkrir Sovéskir umbótasinnar fagna sigri I kosningum til fulltrúaþings: Flokksleiðtogar bíða af- hroð í stærstu borgunum Yfirburðasignr óháðra fiöldahreyfinga í Eystrasaltsríkjunum fréttaskýrendur í Júgóslavíu sögðu allt benda til þess að herlög tækju bráðlega gildi í héraðinu. Stjómarskrárbreytingarnar, sem Albanir í Kosovo mótmæla harð- lega, tóku gildi í gær, en samkvæmt þeim lýtur héraðið í auknum mæli stjórn yfirvalda í Serbíu. Serbar efndu til Qöldafunda í Belgrað, höf- uðborg Júgóslavíu, í gær til að fagna breytingunum. Reis Malile, utanríkisráðherra Albaníu, gagnrýndi júgóslavnesk stjómvöld fýrir afstöðu þeirra gagn- vart Albönum í Kosovo í viðtali, sem birtist í franska dagblaðinu Le Monde í gær. Hann sagði að tak- markanimar á sjálfstjórn Kosovo gætu haft alvarleg áhrif á menn- ingu og hefðir Albana í héraðinu. Reuter Júgóslavneskir lögreglumenn beija albanskan ungling með kylfum þegar til átaka kom milli Albana og lögreglu í Pristínu, höfuðstað Kosovo, í fyrradag. íran: Arfitaki Khom- eini segir af sér Nikosíu. Reuter. HOSSEIN Ali Montazeri, sem til- nefhdur hefur verið sem eftinnað- ur Khomeini, trúarleiðtoga írana, sagði af sér í fyrradag, að því er íranska fréttastofan IRNA skýrði frá I gær. Montazeri, sem hefur gagnrýnt stjóm írans og sakað hana um öfga- stefnu, sagði í afsagnarbréfi sínu að hann hefði aldrei viljað taka við af Khomeini. Sérfræðingar í málefnum írans sögðu að margt benti til þess að Khomeini hefði barist gegn því að Montazeri tæki við af sér. Nokkr- um dögum áður hafði aðstoðarut- anríkisráðherra landsins sagt af sér. Moskvu. Reuter, Daily Telegraph. FRAMBJÓÐENDUR sovéska kommúnistaflokksins guldu afhrod í þremur stærstu borgum Sovétríkjanna í kosningum til hins nýja full- trúaþings sem fram fóru á sunnudag. í Eystrasaltsrikjunum þre'mur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, hlutu óháðar fjöldahreyfingar gifur- legt fylgi. Stórsigur Boris Jeltsins, fyrrum formanns Moskvu-deildar kommúnistaflokksins, í höfúðborginni vakti einnig athygli en hann var á sínum tíma rekinn úr sfjórnmálaráði flokksins eftir að hafa gagn- rýnt ráðamenn harðlega fyrir að fylgja ekki umbótastefhu Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga nógu vel eftir. Viðbrögð við kosningunum voru blendin í ríkjunum austan Járnfjaldsins. Þeim var almennt fagnað í Póllandi, Ungveijalandi og Búlgaríu en engar fréttir af kosningunum voru birtar í flokksmálgögnum í Tékkóslóvakíu, Austur-Þýskalandi og Rúmeníu. Fjöldi háttsettra embættismanna náði ekki kjöri í kosningum til full- trúaþingsins en þetta er í fyrsta skipti frá því kommúnistar brutust til valda í Sovétríkjunum sem alþýðu manna þar gefst kostur á að velja milli tveggja eða fleiri frambjóðenda í kosningum. Fulltrúaþingið mun kjósa nýtt Æðsta ráð úr hópi 2.250 þingfulltrúa í maímánuði. 542 full- trúar verða í Æðsta ráðinu sem hafa mun meiri völd en áður og starfa mest allt árið. Formaður flokksins í Leníngrad-héraði, sem setið hefur í stjórnmálaráði sovéska kommúnista- flokksins, fékk ekki tilskilinn meiri- hluta atkvæða þó svo hann væri einn í kjöri. Sömu sögu er að segja af borgarstjórum Moskvu, Leníngrad og Kíev, þriggja stærstu borga Sov- étríkjanna, og flokksleiðtogar í tveimur síðastnefndu borgunum Óskarsverðlaun veitt í nótt Los Angeles. Reuter. MARGIR hallast að þvi að kvikmyndin Regnmaðurinn hljóti flest Óskarsverðlaun þegar þeim verður úthlutað við hátíðlega athöfii í Hollywood aðfaranótt fimmtudags. í myndinni, sem tilnefiid hefur verið til fjölda verðlauna, leikur Dustin Hoffman einhverfan mann sem býr yfir mikilli stærðfræðigáfii en á erfitt með að fóta sig úti i veröldinni. „Ég hef óljósan gnin um að myndin hljóti ekki Óskarsverð- laun,“ sagði Hoffman. Hann hefur sex sinnum verið tilnefndur til Óskarsverðlauna. Árið 1979 hlaut hann þau fyrir leik sinn í kvikmynd- inni Kramer gegn Kramer. Gene Hackman, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir 18 árum fyrir leik sinn í Franska sambandinu, er einnig talinn líklegur til að hreppa Oskarsverðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki í myndinni Miss- issippi brennur. Einnig er sænski leikarinn Max von Sydow nefndur til sögunnar fyrir leik sinn í dönsku kvikmyndinni Sigurvegarinn Pelle. Jodie Foster og Glenn Close þylq'a sigurstranglegar sem bestu leikkonumar í aðalhlutverkum, Foster fyrir leik sinn í kvikmynd- inni Hinir ákærðu og Close í Háska- legum kynnum. Talið er að um einn milljarður manna fylgist með atburðinum í sjónvarpi víða um heim. Atburður- inn verður til að mynda sýndur í sovéska sjónvarpinu í fyrsta sinn. 1 f r fl| , >" 1 Reuter Vegfarendur í Moskvu lesa um úrslit kosninganna á sunnudag. Pravda, málgagn kommúnistaflokksins, skýrði frá úrslitunum á fors- íðu í gær en athygli vakti að stórsigurs Jeltsins var getið í lítilli frétt á innsíðu. náðu ekki kjöri. í öllum Eystrasaltsríkjunum þrem- ur fengu Qöldahreyfmgar almenn- ings meirihluta þingmanna, sem kjömir voru í þessari umferð en inn- an hálfs mánaðar verður kosið milli tveggja efstu manna í þeim kjördæm- um þar sem enginn frambjóðandi hlaut tilskilinn meirihluta. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi í Moskvu í gær að fulltrúar stjómvalda þyrftu ekki einungis að njóta stuðnings flokksins heidur og stuðnings fólks- ins. Því væri eðlilegt að gera ráð fyrir því að þeir, sem hafnað var, gerðu grein fyrir ástæðum ósigurs síns og síðan yrði gripið til „viðeig- andi ráðstafana". Voru þessi orð tals- mannins túlkuð á þann veg að leið- togum þessum yrði hugsanlega vikið frá. Fjölmiðlar á Vesturlöndum fjöll- uðu í gær um sigur Boris Jeltsíns í Moskvu, sem fékk 89 prósent greiddra atkvæða, og töldu hann athyglisverðan. Stjórnmálaskýrend- ur vom almennt þeirrar skoðunar að úrslitin væm áfall fyrir kommún- istaflokkinn en bentu á að ekki væri tryggt að umbótasinnar næðu kjöri í kosningum til Æðsta ráðsins. Vak- in var athygli á því að úrslitin kynnu að koma sér illa fyrir Gorbatsjov þó svo greinilegt væri að þau mætti túlka sem sigur fyrir umbótastefnu hans. Á hinn bóginn kynni aðalritar- inn nú að vera milli steins og sleggju þar eð komin væri upp hreyfing rót- tækra umbótasinna, sem ganga vildu lengra en hann, auk þess sem harðlínumenn innan flokksins myndu eftir sem áður veita viðspymu. Sjá forystugrein á miðopnu og frekari fréttir af kosningunum í Sovétríkjunum á bls. 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.