Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 51 auðveldara ef maður trúir því að allt hafi þetta einhvern tiigang. Milli var bifvélavirki að mennt en hans hæfileikar nutu sín einnig á fleiri sviðum, því það var sama hvað hann tók sér fyrir hendur, honum fórst það allt jafn vel. Óneit- anlega snerust áhugamál hans mik- ið í kringum bíla en hann hafði líka mikla unun af ferðalögum og tókst honum mjög vel að sameina þessi áhugamál. Við hjónin áttum því láni að fagna að ferðast mikið með þeim hjónum Milla og Siggu jafnt innan- lands sem utan og áttum við þá saman margar ógleymanlegar ánægjustundir. Með þessum orðum kveðjum við Emil Emilsson og þökkum honum allar samverustundir. Elsku Sigga, Rúnar og Atli Freyr, ykkur sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hðnd, og bind um sárin, kom, dðgg, og svala sálu nú, kom, sól, og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (G.W. Sacer. - Vald. Briem.) Blessuð sé minning hans. Matthías, Elsa og ijölskylda Snertu, Drottinn, hlýrri kærleikshönd hjðrtu vor, sem titra af djúpri sorg. Sendu ljós frá lífsins björtu strönd, ljúfan yl frá þinni friðar borg. Yfír tárin, yfír grafarhúmið, yfir hljóða, kalda legurúmið. (FJA) Snögg og óvægin skil eru í tilveru okkar mannanna. Spumingar koma í huga okkar, svör fást við sumum, öðmm ekki. Eftir stendur minning um kærleika, samverustundir og vináttu. Skilnaður er sár, en minn- ing um góðan vin græðir sárin í fyliingu tímans. Föstudaginn 17. mars kvaddi vinur okkar Emil Emilsson þennan heim, óvænt kom kall þess sem ræður. Fyrir réttu ári greindist sá skuggi veikinda sem valdur varð að kallinu stóra. Hann gekkst undir aðgerð í Landspítalanum í júlí síðasta árs, var nú lagt til atlögu við skuggann. Ótrúlega vel gekk sú aðgerð, og lagði Emil nú af stað til sigurs. Emil Emils Emilsson var fæddur í Reykjavík 1. maí 1932 á Fálka- götu 32, sonur hjónanna Jónínu Guðmundsdóttur og Emils Ás- mundssonar, sem starfaði lengst af sem verkstjóri hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Olst hann upp í föður- húsum ásamt systur sinni, Helgu, og var afar kært með þeim tveim- ur. Alla tíð bjó fjölskylda hans á 1LÓM» HAFIMARSTRÆT115, SÍMI21330 Kransar, krossar og k ist usk rcvtin oa / -. Sendum um allt land. Opið kl. 9-19 virka daga og til 21 um helgar. Fálkagötunni. Þar fæddist hann, ólst upp og gekk sitt lífshlaup. í uppeldi sínu lærði Emil fljótt þá sjálfsbjargarviðleitni sem var ríkur þáttur í.fari hans síðar. Með afa sínum og síðan föður kynntist hann fljótt fjörunni, sjónum og umhverfi Ægissíðunnar. Sótti hann björg í bú með þeim á litlum opnum bát. Grásleppuveiði og grásleppu- karlamir settu svip á bæinn á þeim tíma. Hafði hann sérstaklega gam- an af því að segja okkur félögum sínum frá þessum ámm, umhverfi sínú og hernámsáratímabilinu, sem markaði stór spor í sögu þjóðarinn- ar. Knattspyrna átti sterkan hug hjá honum og stundaði hann boltann af miklum krafti með félögum sínum og vinum, og varð Knatt- spymufélagið Þróttur til uppúr Ieikjum þessum, og var Emil einn af fyrstu stofnendum Þróttar. Á þessum ámm kom í ljós að Emil var sérlega laghentur, gerði við alla hluti, smíðaði og útfærði myndir hugans af snilli og hug- kvæmni. Fimmtán ára ræðst hann sem nemi í bifvélavirkjun til Póststjómar íslands, þá til staðar við Hring- braut. Hann lauk því námi og einn- ig prófi frá Iðnskólanum og varð meistari í þeirri iðn. Þessi ár vom uppgangsár fag- manna hér á landi og þá ekki síst þeirra sem unnu við bifreiðar. í þessu fagi bætti hann við þekkingu sína og var honum ekkert að van- búnaði til atlögu við sjálfa lífsbar- áttuna. Fljótlega eftir að Emil lauk námi réðst hann sem bifreiðastjóri til Landleiða hf., þá til húsa á Grímsstaðaholtinu, fyrirtæki sem sá um fólksflutninga og var aðal- leið þeirra Reykjavík/Hafnarfjörð- ur. Á þessum áram kynntist Emil stúlku frá Hafnarfirði, sem síðar átti eftir að verða eiginkona hans, Sigríði H. Arndal, og gengu þau í hjónaband sumardaginn fyrsta 1959. Um svipað leyti hófst Emil handa við að byggja íbúðarhæð of- an á hús föður síns á Fálkagötunni. Nú var rammi fjölskyldu mótað; ur, nýtt tímabil hófst í iífí hans. í einkalífi sínu var Emil gæfumaður. Hjónaband þeirra Sigríðar var ástríkt, þau voru samhuga og sam- hent. Emil var afar heimakær maður duglegur, með afbrigðum handlag- inn, útsjónarsamur, ósérhlífínn og sérlega bónþýður, nákvæmur og stundvís. Em þeir ófáir sem nutu þess að hann lagaði bilaðan hlut, sem þarfnaðist viðgerðar og em þeir margir sem komu í skúrinn hans. Gert var við alla hluti, smáa sem stóra, og þá einkanlega bílana sem hann var snillingur við að eiga. Árið 1975 áttum við undirrituð , þá ánægju ásamt ijölskyldum okkar að dvelja hluta sumars í Englandi. Þá sá Emil fyrirbrigði, bíla innrétt- aða sem ferðavagna. Hugmynd var fædd, nú skyldi framkvæma, flytja þessa nýbylgjuhugmynd húsvagna heim. Af ótrúlegri hugkvæmni, elju og útsjónarsemi smíðaði hann upp bíl með öllum þeim þægindum sem sumarhús bíður uppá, kominn var á götuna einn af fyrstu bílum þess- arar gerðar sem við köllum í dag húsbíla. Nú tóku við ferðalög um landið, og tjaldið aflagt. Öll þægindi vom til staðar í bíl þeirra hjóna. Það var stórkostlegt að njóta þess að ferð- ast með þeim, og fá að taka þátt í því hvernig hugkvæmni Emils gat útfærst innan ramma bflsins. í októ- ber 1961 hóf hann störf hjá Olíufé- laginu Skeljungi, hafði hann yfír- umsjón með bifreiðaflota fyrirtæk- isins, og var hann sérstaklega ánægður með starf sitt. Þar starf- aði hann samfleytt í 28 ár. Ávann sér virðingu yfír- og samstarfs- manna sinna. Ennþá var hann í námunda við æskustöðvamar, Skeijafjörðinn. í nóvembermánuði 1981 era hin óvægu skil á ferðinni, Jónína einka- dóttir þeirra hjóna fellur frá í blóma lífsins. Á uppvaxtarámm Emils var lífsbaráttan hörð, og ekki er hægt að skrifa kveðjuorð um hann án þess að minnast þess hversu ákveðnar stjómmálaskoðanir hann hafði. Hann var sterkur stuðnings- maður verkalýðsbaráttunnar á Is- landi, og í umræðum hitnaði oft í kolunum, var hann orðheppinn og fastur fyrir. Emil var sérlega bamgóður mað- ur, hafði lag á því að hæna böm að sér. Sólargeisli hans, afabamið Atli litli Freyr, færði honum mikla hamingju. Síðastliðið sumar vom gönguferðimar margar í fyömnni við Ægissíðu og út í Gróttu. Þessar stundir vom honum sérstaklega hamingjuríkar. Nú em nýliðnir páskar, hátíð þar sem við mannanna böm fögnum upprisu frelsara okkar. í dag kveðj- um við vin, lífsgöngu hans er lokið, hið eilífa líf byijað. Þótt Milli sé farinn mun ljúf. minning um hann ætíð geymast í hugum okkar og við biðjum góðan guð að blessa minningu hans og styrkja Siggu og Rúnar í sorg þeirra. Jóna, Hjalti, Steini. t Eiginmaður minn og faðir, EMIL EMILSSON, Fálkagötu 32, verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, miðvikudag 29. mars, kl. 13.30. Sigríöur H. Arndai, Rúnar Emilsson, t Innilegar þakkir tii þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÞORGEIRS ÞORLEIFSSONAR frá Þverlæk. Þorgerður Jonsdóttir, Jón Þorgeirsson, Sigurbjörg Runólfsdóttir, Vilborg Þorgeirsdóttir, Gunnar Þórisson, Friðgeir Þór Þorgeirsson, Anna Davíðsdóttir, Guðmundur Skúli Þorgeirsson, Rósa Dagbjört Hilmarsdóttir og barnabörn. Lregsteinar MARGAR GERÐIR Mmom/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður t Útför eiginmanns míns, FINNBOGA RÚTS VALDEMARSSONAR, verður gerð frá Kópavogskirkju í dag kl. 15.00. Hulda Jakobsddóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ALBERTSSON, fyrrverandi póstfulltrúi, Skaftahlfð 10, verðurjarðsunginnfrá Dómkirkjunni föstudaginn 31. mars kl. 15.00. Jónfna Steinunn Jónsdóttir, Jón Grétar Guðmundsson, Sesselja Ó. Einarsdóttir, Jóhann Örn Guðmundsson, Helga Hauksdóttir, Salóme Guðný Guðmundsd., Helgi Þór Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR JÓHANNSSON, bllkksmiður, Völvufelli 48, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá kapellunni í Fossvogi fimmtudaginn 30. mars kl. 15. Lára Benjamfnsdóttir, Jón Trausti Harðarson, Jóhann Ingvar Harðarson, Þorkell Heiðar Harðarson, Freydís Harðardóttir, Hafberg Magnússon, Auður Kinberg, Sveinn Jónsson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNNÝAR GUÐBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Miðdalsgröf. Guðjón Grímsson, Guðfríður Guðjónsdóttir, Björn Guðmundsson, Sigríður Guðjónsdóttir, Kári Steingrfmsson, Einar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum öllum er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför JÓNS H. JÓNSSONAR, Miðhúsum, Mýrasýslu. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORGRÍMS MARfUSSONAR, Höfðabrekku 16, Húsavfk. Guð blessi ykkur öll. Brynja Þorgrfmsdóttir, Skjöldur Þorgrfmsson, Helga Þorgrfmsdóttir, Sigurbjörn Þorgrímsson, Sigrún Þorgrímsdóttir, Guðrún Þorgrímsdóttir, Marfa Þorgrfmsdóttir, Jónfna Þorgrímsdóttir, Steinunn Þorgrímsdóttir, barnabörn Magnús Kristjánsson, Þórhildur Hólm, Hallgrímur Oddsson, Garðar Eyjólfsson, Halldór Ingólfsson, Bjarni Guðmundsson, Guðmundur Sigurmonsson, barnabarnabörn. Lokað Verslun okkar verður lokuð í dag vegna jarðarfarar EMILS EMILSSONAR. Dælur hf., Smiðjuvegi 2, Kópavogi. Lokað Vegna útfarar FINNBOGA RÚTS VALDEMARSSONAR, heiðursborgara Kópavogs, miðvikudaginn 29. mars, verð- ur skrifstofum bæjarins, skólum, íþróttahúsum, gæsluvöll- um og bókasafni lokað frá kl. 13-18. Bæjarstjórinn í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.