Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 17 muni valda Berglind. Á RADÍÓBÍJÐIN: Því hefur verið haidið fram að tölvubyltingin í skölunum sé þegar haíin. Ertu því sammála? Berglind: Já, ég get tekið undir það. Margir hafa þá framtíðarsýn að tölvur verði jafn sjálfsögð hjálpartæki við kennslu og blýantar og pappír eru núna, og ég er ein þeirra. En margir skólar og fjöldi kennara hafa þegar tekið Macintosh tölvur í þjónustu sína og það er sannkölluð bylting. RADÍÓBÍJÐIN: í hverju er byltingin fólgin? Berglind: Eins og stendur er það einkum tvennt sem valdið hefur straumhvörfum. Með því að notfæra sér Macintosh tölvur geta kennarar bæði létt sér störfin og aukið úrval og gæði þeirra námsgagna sem þeir útbúa handa nemendum sínum. RADÍÓBÚÐIN: Hvað réði því að þú ákvaðst að fá þér Macintösh tölvu? * Berglind: Eg hef alla tíð verið frekar smeyk við tölvur og áleit alltaf að tölvur væru bara fyrir fólk með sérþekkingu. En þegar starfs- félagi minn fékk sér Macintosh og ég sá námsgögnin sem hann bjó til ákvað ég að kynna mér þetta nánar og bað hann að sýna mér. I fyrstu varð ég alveg dolfallin þegar ég sá hvers Macintosh tölvan er megnug. Þarna gat hann skrifað texta með letri af ýmsum stærðum og gerðum og ýmist teiknað myndir eða sótt þær í myndasafnið sitt. Hann gat stækkað þær og minnkað að vild og flutt bæði texta og myndir til og frá með einu handtaki. Mest var ég þó hissa á hversu auðvelt þetta virtist honum. Svo sagði hann mér hvað hann hefði verið fljótur að læra á tölvuna og þá var ég ekki lengur í nokkrum vafa um að svona grip gæti ég auðveldlega ráðið við. Þegar Radíóbúðin og ríkið gerðu svo samning um tölvukaup, sem gerði kennurum kleift að kaupa Macintosh tölvur á afsláttarverði, greip ég tækifærið. RADÍÓBÚÐIN: Hvernig nýtist tölvan þér í starfi? Berglind: Eg vinn í henni öll námsgögn sem ég dreifi til nemenda minna. Núna líta verkefnin miklu betur út og eru mun betur unnin en áður og^svo er mjög auðvelt að halda reiðu á þeim. Eg geymi öll verkefnin á tölvudiski í röð og reglu og get sótt þau þangað á auga- bragði, breytt þeim og bætt eftir þörfum og prentað þau út þegar ég þarf á þeim að halda. Eg geymi líka allar upplýsingar um nemendur í tölvunni og á þannig auðvelt með að fylgjast með framvindu námsins hjá hverjum og einum. Þannig verður kennslan og námsmatið bæði markvissara og markverðugra en áður. byltingu í hvern hátt? RADÍÓBÚÐIN: Hvernig sérðu fyrir þér þróun tölvumála í skólunum á næstunni? Berglind: Það er fyrirsjáanlegt í framhaldi af nýja ríkissamningnum að Macintosh tölvan á eftir að ryðja sér enn frekar til rúms í skóla- starfinu. Eftir því sem fleiri kennarar og skólar eignast Macintosh þeim mun örari verður þróunin. Þá er það tilhlökkunarefni að sjá hverjar verða niðurstöður tilraunaverk- efnis um námsgagnabanka sem unnið er að í Háskólanum, m.a. fyrir tilstuðlan Apple fyrir- tækisins. / / / RADIOBUÐIN: Hvernig gæti slíkur námsgagna- banki nýst kennurum? Berglind: Núna taka sex grunnskólar þátt í þessari tilraun, en stefnt er að því að koma á laggirnar tölvuvæddum námsgagnabanka fyrir alla skóla. Hægt verður að sækja í hann námsgögn um símalínu hvert á land sem er og nota þau í Macintosh tölvunni sinni sem sín eigin. Við þetta má svo bæta að HyperCard forritið, sem fylgir Macintosh tölvunum og allir geta lært að nota, hefur opnað kennurum dyrnar að gerð annars konar kennsluefnis sem hingað til hafa verið flestum lokaðar. Hér á ég við gerð, kennsluhugbúnaðar til nota fyrir nem- endur. Eg veit að kennarar eru byrjaðir að búa til slíkan hugbúnað, enda er það sára ein- falt og á allra færi. Mér segist svo hugur að sú framtíð sem fyrr var lýst sé nær en margan grunar. Þökk sé Macintosh tölvunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.