Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 23 Finnbogi Rútur átti mikinn þátt í myndun ríkisstjórnar Hermanns Jónassonar sumarið 1956, þeirrar ríkisstjórnar, sem átti að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá öllum völd- um um langa framtíð. Frá mennta- skólaárum mínum man ég eftir jeppa Rúts standa fyrir framan heimili Hermanns á Skothúsvegin- um. Á milli þeirra var sterk vin- átta, sem átti sér djúpar rætur. Ég held að það megi rekja hana til þess, þegar Rútur tók upp hanzk- ann fyrir Hermann í hinu fræga kollumáli. Það hefur vafalaust þótt sérkennilegt, að málgagn annars flokks tæki upp vöm fyrir helzta forystumann Framsóknarflokksins. Þeir áttu margt saman að sælda, Hermann og Finnbogi Rútur. Fóm m.a. í kappgöngu á fjöll. Og hvor varð á undan, spurði ég. Við vorum hnííjafnir, sagði Rútur. Vorið 1958 var vinstri stjórn Hermanns talin fallin. Hannibal var félagsmálaráðherra í þeirri stjóm og Jón Baldvin var búinn að segja okkur skólafélögum sínum, að faðir hans væri búinn að pakka saman og kveðja starfsfólkið í ráðuneytinu. Daginn eftir hafði stjórnin öðlast nýtt líf. Sagt var, að Rútur hefði bjargað henni. Ólafur Thors sagði við Rút í þinginu: Þetta er þitt verk. Hún var dauð! Eftir að ég kynntist Rúti spurði ég hann, hvemig þetta hefði gerzt. Hann kvaðst hafa legið upp í sófa í borðstofunni á Mar- bakka um kvöld og skyndilega fengið hugmynd og boðað menn til fundar þá um kvöldið. Alþýðu- bandalagið hefði síðan gert Al- þýðuflokknum tilboð, sem sá flokk- ur gat ekki hafnað. Það var eitt- hvað á þessa leið: Alþýðubandalag- ið samþykkir allar kröfur Alþýðu- flokksins gegn því skilyrði einu, að fískveiðilögsagan verði færð út í 12 sjómílur 1. september 1958. Þetta varð stjóminni til bjargar, þó ekki nema fram í desember þetta ár. Eftir að vinstri sijóm Hermanns Jónassonar var fallin gerði Rútur tilraun til að endurreisa hana. Hann sagði mér, að hann hefði setið heima hjá Emil Jónssyni í Hafnar- firði og þeir hefðu verið komnir vel á veg með að klára eina viskíflösku og endurreisa stjórnina. Þá hefði síminn hringt. í símanum var Ás- geir Ásgeirsson, forseti. Eftir þetta símtal var Emil óviðmælandi, sagði Rútur, enda var Ásgeir að bjóða honum að mynda minnihlutastjóm. Frá þessu sagði Matthías Johann- essen í Ólafs sögu Thors með sam- þykki Finnboga Rúts. Rútur mun hafa átt kost á að taka sæti í ríkisstjórn Hermanns sumarið 1956. Ég spurði hann hvers vegna hann hefði ekki tekið því boði. Hann kvaðst ekki hafa haft áhuga á nokkm ráðherraembætti nema utanríkisráðuneytinu.- Það var að sjálfsögðu óhugsandi, að hann fengi það. Þá eins og nú gat ekki komið til mála, að þingmaður Al- þýðubandalags tæki við stjóm ut- anríkismála. Rútur lifði það hins vegar, að bróðursonur hans, Jón Baldvin, yrði utanríkisráðherra. Þegar ég spurði, hvort hann væri ekki ánægður með að pólitískt ætt- arveldi þeirra bræðra hefði fengið utanríkisráðuneytið í hendur, brosti hann og sagði ekki neitt. Á skólaámm mínum hlustaði ég á Rút flytja ræður í þinginu, m.a. í útvarpsumræðum. Þær vöktu at- hygli m.a. vegna þeirrar hörku, sem í þeim var. Þess vegna kom mér það töluvert á óvart að kynnast Rúti. Mér fannst hann mildari en ég hélt, umburðarlyndur í tali um pólitíska andstæðinga og raunar afar fátítt í okkar samtölum að heyra hann tala á neikvæðan veg um aðra stjórnmálamenn. Matthías Johannessen hefur sagt mér, að hann hafí eitt sinn hlustað á Rút flytja ræðu á Alþingi, þar sem hann réðst af mikilli hörku á Bjarna Benediktsson. Matthías kvaðst hafa orðið ævareiður og spurt Bjarna hvemig hann gæti litið á Rút sem vin sinn eftir slíka ræðu. Bjarni brosti, yppti öxlum og sagði: Hann meinar ekkert með þessu. Andlát Bjarna fékk mjög á Rút. Ég spurði hann, hvort hann ætlaði að skrifa minningargrein um Bjarna: Hvernig getur þú búizt við að ég skrifí um bróður minn, svar- aði hann. Þessi sterku bönd vom ekki einungis við Bjarna. Þegar Pétur bróðir Bjama dó, skrifaði Rútur minningargrein um hann, sem aldrei var birt. Hann las hana hins vegar fyrir mig og þá fyrst varð mér ljóst, hvað vináttan við þá bræður var djúp. Rútur skrifaði fyrstu blaðagreinina, sem hann átti hlut að, með Pétri, fyrir áeggjan Guðrúnar Pétursdóttur, móður þeirra bræðra. Sú grein birtist í Vísi og þar vom færð sterk rök fyrir nauðsyn þess að útrýma dúf- um í Reykjavík! Þeir Bjarni vom samtíða í Berlín um það bil sem Adolf Hitler var að komast til valda. Þótt Rútur væri harður andstæðingur nazista hafði hann eignazt vin í nazista- flokknum, sem hann hafði miklar mætur á og var nægilega háttsettur í flokknum til þess að vera meðal sakbominga í Numberg-réttarhöld- unum. Þessi maður útvegaði Rúti aðgöngumiða að fundi þar sem Hitl- er talaði. Hann bauð Bjama með sér. Löngu seinna var það haft til marks um aðdáun Bjarna á nazist- um í pólitískum umræðum hér, að Bjarni hefði sótt fund hjá Hitler! Þegar Rútur hætti á þingi vom tveir einstaklingar, sem sögðu um leið og þeir kvöddu hann, að þeir mundu sakna hans. Annar var kon- an, sem starfaði í fatahengi þing- manna. Hinn var Ólafur Thors. Rúti þótti vænt um hvom tveggja. í Ólafs sögu segir Matthías Johann- essen, að Ólafur Thors hafi talið Rút vin þeirra Thorsbræðra. Þeir Ólafur vom frambjóðendur í sama kjördæmi, fyrst í Gullbringu- og Kjósarsýslu, síðar í Reykjaneskjör- dæmi. Þeim kom vel saman og vom m.a. samhentir í því, að hafa fram- boðsfundi sem fæsta! Sennilega báðir jafn feimnir og hlédrægir. Að eiga þess kost að tala við Finnboga Rút um allt milli himins og jarðar um aldarfjórðungs skeið er ígildi langrar skólagöngu. Ég hef ekki gengið í betri skóla. Hann var heimsmaður, sem hafði á æsku- ámm numið í París, Berlín, Genf, Madrid og Róm. En starfsvettvang- ur hans var lítið hreppsfélag í fá- mennu landi. Og hann var sáttur við það. Eitt sinn spurði ég hann, hvort honum hefði aldrei þótt þröngt um sig í þessu litla landi og þessu fámenna sveitarfélagi, sem hann hafði stjómað. Hann svaraði því til, að ijöldinn skipti engu, held- ur hvemig væri stjómað og vitnaði í orð Abrahams Lincolns: „With malice towards none, with charity for all.“ Þannig átti að hans mati að stjóma fólki, en bætti því við, að í því fælist ekki, að sér hefði tekizt það. Við ferðuðumst töluvert saman um landið. Árið sem Rútur varð sjötugur gengum við saman á Heklu. Hann var á undan mér mest- allan tímann. Við vomm tólf tíma á göngu. Mér fannst þrek hans ótrú- legt. Fyrir ári fómm við saman til Parísar. Þar hafði hann notið æsku sinnar bezt. Þar hitti hann nokkur barnabama sinna, sem hafa fetað í fótspor afa síns. Þar hitta hann líka ungan Finnboga Rút, sem þá var ekki nema rúmlega hálfs árs gamall. Við fómm um gamlar slóð- ir og leituðum uppi fyrsta heimili hans í París. í upphafi þessa árs fómm við saman í ferðalag um Kópavog. Þótt mjög væri af honum dregið rakti hann fyrir mér sögu einstakra hverfa og framkvæmda. En aug- ljóst var, að lítil höfn, sem stendur úti á Kársnesinu, var honum hjart- fólgnust. Við gengum fram og aftur um höfnina og hann vildi helzt ekki fara þaðan. Fyrir u.þ.b. ijómm vik- um, þegar svo var komið, að hann mátti vart mæla, sagði ég honum, að Alþingi hefði samþykkt fjár- framlag til hafnarinnar á núgild- andi ljárlögum. Þá rakti hann fyrir mér, svo að mér tókst að skilja, umræður á Alþingi fyrir rúmum 30 ámm um þetta mannvirki og drengilega framkomu Péturs Otte- sens þá. Eftirlifandi kona Finnboga Rúts, Hulda Dóra Jakobsdóttir, er sá klettur, sem staðið hefur af sér sviptivinda stormasamrar ævi. Mér er til efs, að ferill Rúts hefði orðið sá, sem hann varð, án þeirrar kjöl- festu, sem Hulda var í öllu hans lífí og raunar ekki bara hans, held- ur bama þeirra, bamabarna og tengdabarna. Rútur var viðkvæmur maður og breyzkur, víðsýnn og umburðarlyndur og átti áreiðanlega við að stríða marga þá erfiðleika, sem fylgja viðkvæmu tilfínningalífí. Rútur eignaðist 6 böm. Elzta dóttir hans er Auður, sem starfað hefur í sendiráði íslands í Osló á ijórða áratug. Móðir hennar var Sigríður Guðjónsdóttir. Böm þeirra Huldu em fímm: Elín, sem gift er Sveini Hauki Valdi- marssyni, hæstaréttarlögmanni. Elín á einn son, Finnboga Rút Am- arson. Hans kona er Þómnn Hregg- viðsdóttir og eiga þau einn son, Finnboga Rút. Gunnar, sem er ókvæntur. Guðrún, sem gift var Abdel Fattah Jabali, Palestínumanni, sem nú er læknir í Naiicy í Frakklandi. Synir þeirra em Fahd Falur og Ómar. Fahd er kvæntur franskri konu, Cathy Lanriot og þeirra sonur er Corto. Sigrún, sem gift er höfundi þess- arar greinar. Þeirra börn em Hulda Dóra, en unnusti hennar er Harald- ur Hjaltason, og Hanna Guðrún. Hulda, sem gift er Smára Sig- urðssyni, starfsmanni hjá Interpol í París, en þeirra börn era Gunnar, Elín Björg, en unnusti hennar er Sigursteinn Gunnarsson og Hrafn- hildur Huld. Fjölskyldan á Marbakka færir bæjarstjóm Kópavogs þakkir fyrir þá virðingu, sem Finnboga Rúti Valdemarssyni hefur verið sýnd, lífs og liðnum. Styrmir Gunnarsson Andlátsfregn Finnboga Rúts föð- urbróður míns barst mér í þann mund sem utanríkisráðherrar V-Evrópuríkja settust á rökstóla í höll Evrópubandalagsins í Bmssel — í salarkynnum sem þeir kenna við Karlamagnús. Mér var hugsað til frænda míns um leið og ég lagði hlustir við orð- ræðu starfsbræðra minna, í þessari nýju höfuðborg gömlu Evrópu. Mér varð hugsað til þess, að hér hefði hann notið sín öðmm mönnum bet- ur við að sækja og veija málstað íslendinga í alþjóðamálum og etja kappi við mannvitsbrekkur annarra þjóða, með galdri og kúnst. Hann hefði ekki þurft að nýta neitt túlk- unarkerfi, fljúgandi fær sem hann var í höfuðtungum álfunnar: frönsku, spænsku, þýsku og ítölsku (Guðrún dóttir hans hefði kannski þurft að hjálpa upp á rússnesk- una). Sérfróður um alþjóðalög og rétt; lifandi alfræðibók um sögu og menningu, hugsunarhátt, hugsjón- ir, hagsmuni og hindurvitni þeirra þjóða, sem hér áttu fulltrúa við borðið. Menntunar sinnar vegna og hug- sjóna var Finnbogi Rútur Evröpu- sinni, í bestu merkingu þess orðs. Hann nam fræði sín í París, Berlín, Genf og Róm við skóla, sem var alþjóðleg stofnun — rekinn af Þjóðabandalaginu gamla. Lífsskoð- un hans var þrauthugsuð og pólitískur vilji hans hertur í eldi einhvers mesta mannraunatímabils í sögu Evrópu. Hugsjón hans var alþjóðlegt öryggis- og friðargæslu- kerfi, þar sem öfl mannvits og mannréttinda fengju haldið aftur af tortímingaröflum heimsku og ofstækis, sem ævinlega em reiðu- búin að hleypa veröldinni í bál og brand af minnsta tilefni. Það var því ekki að tilefnislausu sem mér varð hugsað til þessa fjöl- gáfaða og margbrotna frænda míns um leið og ég hlustaði á fulltrúa hinnar nýju Evrópu reifa ýmsa þætti Evrópuhugsjónarinnar — í nýrri útgáfu. Þetta em spennandi tímar. Fámenn þjóð eins og okkar þarf nú sem aldrei fyrr á að halda fleiri mönnum eins og Finnboga Rút Valdimarssyni, til þess að sjá fótum sínum forráð í samskiptum við hið rísandi Evrópustórveldi. Og til þess að nema stóm drættina í þeirri nýju heimsmynd, sem smám saman er að verða til fyrir augum okkar. Þversagnirnar í lífi og starfi Finnboga Rúts hljóta að hafa rekist harkalega á, á stundum: sérfræð- ingur í alþjóðamálum, sem gerðist tribunus populus fátæks fólks í berangri Kópavogs; hinn róttæki vinstrisinni sem fyrirleit kommún- ista og alla þeirra fólsku og for- dæðuskap; hinn margræði mennta- maður og einfari, sem gerðist mesti kósningasigurvegari lýðveldissög- unnar og naut einstakrar lýðhylli alþýðufólks. Klassíker, sem gerðist byltingarmaður í blaðamennsku og áróðurstækni. Hæfíleikamir vom svo miklir og margvíslegir að það var ekki einfalt mál, til hvers ætti að nota þá. Og útilokað að fella þá í einn farveg þar sem þeir gætu streymt fram í friðsæld og lygnu. Að loknu fundaþrasi í Osló, Kaupmannahöfn, Bmssel og Stras- bourg, tókum við Bryndís næturlest til Mílanó og eyddum þremur dög- um í litlu miðaldaþorpi á ítölsku strandlengjunni skammt frá Genúa. Einnig þetta umhverfi vakti upp minningar um frænda minn. Á þessum slóðum eyddi h'ann mörgum summm á námsáranum, við þröng- an kost en fullur af lífsþorsta og fróðleiksfysn. Saga Evrópu verður hvergi betur skilin en frá mið- punkti markaðstorgsins í miðalda- þorpi við Miðjarðarhafíð. „The Glory that was Greece and the Grandeur that was Rome“ — af þeirri rót er það allt saman upp mnnið. Af þessum slóðum sneri hann ungur heim, brenndur af suð- rænni sól, framandlegur í hugsun og háttum, en ráðinn í að leggja fram sinn skerf í lífsbaráttu þess útkjálkafólks, sem ól hann. Álþýðuflokkurinn og vinstri- hreyfíngin á íslandi á Finnboga Rút mikið upp að unna. Það var Jón Baldvinsson sem kvaddi Finnboga Rút ungan heim til starfa í þágu Alþýðuflokksins og verkalýðshreyf- ingarinnar. Finnbogi Rútur gerði Alþýðublaðið að stórveldi á einni nóttu. Hann raddi brautina fyrir mesta kosningasigur Alþýðuflokks- ins fyrr og síðar og þar með fyrir ríkisstjóm hinna vinnandi stéttg, sem vann stór afrek við að létta alþýðu manna lífsbaráttuna á tímum heimskreppu og í aðdrag- anda heimsstyijaldar. Síðan skildi leiðir, en málstaðurinn var hinn sami: Þjóðfélag jafnaðarstefnu, mannréttinda og mannúðar. Þeim málstað þjónum við enn. Og senn liggja allar leiðir til Rómar æsku- hugsjónarinnar á ný. Fyrir hönd Alþýðuflokksins flyt ég ekkju Finnboga Rúts, Huldu Jakobsdóttur, vinum hans, afkom- endum og aðdáendum flölmörgum dýpstu samúðarkveðjur. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Kveðja frá bæjarstjórn Kópavogs Finnbogi Rútur og Hulda, hjónin á Marbakka, gáfu byggðinni í Kópavogi þann stíl, sem ennþá ein- kennir bæjarfélagið. Þau vom land- nemar í orðsins fylistu merkingu. Finnbogi Rútur hafði áræði og kjark til að ráðast í framkvæmdir á þessu nánast ónumda landi. Hann greindi möguleika þessa Iandsvæðis og hafði þá framsýni, að hér gæti dafn- að blómlegt mannlíf. Finnbogi Rútur sýndi með gjörð- um sínum eftirminnilegt frnrn- kvæði, heimsmaðurinn, nýkominn frá námi í stórborgum Evrópu. Hann þurfti frelsi og vildi athafnir. Það var í maí 1940, að þau hjón- in settust að í Kópavogi. Þá varð Marbakki þeirra höfuðból og seinna miðpunktur hrepps og kaupstaðar. Þarna við innanverðan Fossvoginn höfðu þau áður átt sumarsetur um nokkurra ára skeið. í»essir fmm- heijar áttu eftir að setja meira svip- mót á Kópavog en nokkur annar. Það er ekki ofsögum sagt, að Finn- bogi Rútur hafi verið fmmkvöðull að skipulagi byggðar hér og lagt gmnninn að fjölþættu menningarlífí og félagsmálastarfí. Þessi gmnntónn brautryðjand- anna var svo öflugur, að ennþá em aðrar áherslur í bæjarmálum Kópa- vogs en nágrannabyggða. Hjónin á Marbakka þekktu allir. Ekki var Finnboga Rúts getið að Huldu væri ekki einnig minnst. Verkin þeirra blasa víða við. Það er t:d. gleðilegt, að eitt öflugasta og Ijölmennasta bamaheimili bæjarins reis í jaðri Marbakka og ber það nafn, minnir á 40 ára baráttusögu og sé gengið þaðan vestur Kársnesið heitir gatan Huldubraut. Á hátíðisdögum hafa Kópavogsbúar löngum safnast sam- an á Rútstúni, þar sem Finnbogi Rútur heyjaði áður í skepnur sínar. Nú er þar að rísa ein veglegasta sundlaug landsins, sem var mikið áhugamál þeirra hjóna. 7. júlí 1946 er tímamótadagur í - sögu Kópavogs. Þá ná Kópavogs- búar meirihluta í hreppsnefnd Sel- Ijamamess. Finnbogi Rútur átti ríkan þátt í þeim sigri. Nú gerast hlutir hratt. 1. janúar 1948 varð Kópavogur sjálfstætt hreppsfélag. Finnbogi Rútur verður fyrsti oddvit- inn og sýslunefndarmaður. Fólki fjölgar ört, lóðum og löndum er úthlutað og alls staðar er verið að byggja við þröngan efnahag í lok stríðsins, en af bjartsýni og stór- hug. Menn bmtu lönd og svitnuðu saman. Þá myndaðist þessi merki- lega samstaða allra í bæjarfélaginu og samhjálp, sem við fínnum von- andi ennþá glögglega stað. Fólk safnaðist saman í Framfarafélaginu undir styrkri forystu oddvitans án tillits til stjómmálaskoðana. Víða vom menn með skepnur og garðrækt til búdrýginda og í því sem öðra tók Finnbogi Rútur þátt af kappi. Þetta var skemmtilegur dráttur í lífsstíl heimsborgarans, sem nú hafði tekið sæti á Alþingi og lét sig þar einkum varða al- þjóðamál. Á hreppsáranum 1948—1955 fímmfaldaðist íbúatalan. 11. maí 1955 fær Kópavogur kaupstaðar- réttindi og áfram er Finnbogi Rútur í stafni og nú bæjarstjóri til 1957, er hann tekur við stjóm Útvegs- banka íslands. Hann sat þó áfram í bæjarstjóminni næstu fímm árin og hið nána samstarf þeirra hjóna varð aldrei nánara, því að Hulda tók við starfí hans sem bæjarstjóri, fyrst íslenzkra kvenna í þeirri stöðu og gegndi því til 1962. A fundi bæjarstjómar Kópavogs 8. okt. 1976 vom þau kjörin heið- ursborgarar Kópavogs fyrir ára- tuga farsæl störf í þágu sveitarfé- lagsins. Bæjarstjóm og bæjarbúar allir standa í mikiUi þakkarskuld við hinn látna framkvæmda- og baráttumann. Fyrir þeirra hönd votta ég Huldu Jakobsdóttur og ijölskyldu hennar virðingu og þökk og flyt þeim sam- úðarkveðjur við fráfall höfðingjans Finnboga Rúts Valdemarssonar. Kristján Guðmundsson bæjarstjóri í dag fer fram útför Finnboga Rúts Valdimarssonar, fymrerandi bankastjóra í Útvegsbanka íslands. Hanh andaðist í Borgarspítalan- um í Reykjavík, klukkan 11 að morgni, sunnudaginn 19. marz síðastliðinn, eftir þungbær veikindi. Finnbogi Rútur fæddist í Fremri-Amardal við Skutulsfjörð í Norður-ísafjarðarsýslu, sonur Elín- ar Hannibalsdóttur og Valdimars Jónssonar bónda þar, en hann fæddist að Eyri í Ingólfsfirði í Strandasýslu. Finnbogi Rútur var í hópi 10 bama foreldra sinna. Fjögur létust í æsku, en sex náðu fulltíða aldri. Á lífi era Hannibal, fynum alþingis- maður og ráðherra, Guðrún, ljós- móðir, og Sigríður, fyrram ritari hjá Landssíma íslands á ísafírði og síðar í Reykjavík. Ég hafði nokkur kynni af Sigríði, þegar ég starfaði í Útvegsbanka Islands á ísafirði 1935 og eftir að hún kom til Reykjavíkur. Systir mín starfaði hjá Landssímanum í Hafnarfirði. Milli þeirra, Sigríðar og Sólveigar, var ávallt trygg vin- átta og ánægjulegt samstarf á símalínu. Sigríður var alkunn fyrir dugnað sinn og þróttmikil störf í þágu menningarmála ísfirðinga í heima- byggð og hélt því forystustarfí áfram fyrir ungmenni á ísafirði, eftir að hún fluttist á höfuðborgar- svæðið. Finnbogi Rútur var strax í æsku góðum gáfum gæddur og efni í afburða námsmann og fór það ekki Sjá einnig bls. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.