Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 Minning: Finnbogi Rútur Valdemarsson Kynni okkar Finnboga Rúts hóf- ust í júlíbyijun 1964, daginn, sem ég trúlofaðist næstyngstu dóttur hans. Hún spurði föður sinn, hvort hann vildi hitta væntanlegan tengdason — sem þá var formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. Rútur gaf lítið út á það, en lét tilleiðast. Við sátum saman í stofunni á Marbakka. Hann sagði fátt, raunar ekkert. Tilraun- um mínum til að halda uppi sam- ræðum var svarað með einsatkvæð- isorðum. Þegar samtalið hafði gengið þannig fyrir sig um hríð, sagði ég honum að við Bista værum að fara upp í Borgarfjörð og mund- um m.a. heimsækja gott fólk, sem ég hefði verið hjá í sveit, en annar bóndinn á þeim bæ væri bróðir Magnúsar Ásgeirssonar, skálds og ljóðaþýðanda. Þá byijaði Rútur að tala við mig. Þeir Magnús höfðu verið miklir vinir og félagar og hann spurði mig margs um kynni mín af Magnúsi. Eftir þetta töluðum við Rútur mikið saman næstu árin og áratugi. En ég skildi hvað bróð- ursonur hans, Jón Baldvin, átti við, þegar hann spurði mig nokkrum mánuðum seinna, hvort Rútur yrti yfírleitt á mig. Þegar hér var komið sögu var opinberum stjórnmálaafskiptum Finnboga Rúts að mestu lokið. Hann hafði hætt þingmennsku árið áður, fór ekki í framboð á ný til Alþingis í kosningunum, sem fram fóru í júní 1963. Þingferill Rúts hófst árið 1949, þegar hann var frambjóðandi Sam- einingarflokks alþýðu — Sósíalista- flokksins í Gullbringu- og Kjósar- sýslu — og náði kjöri, sem lands- lq'örinn þingmaður. Finnbogi Rútur var aldrei flokksbundinn í Sósíal- istaflokknum, en taldi sig eiga sam- leið með flokknum í utanríkismálum og rökstuddi framboð sitt með því. í þingkosningunum 1956 var hann frambjóðandi Alþýðubandalagsins, sem þá var myndað sem kosninga- bandalag Sósíalistaflokksins og Málfundafélags jafnaðarmanna, sem Hannibal bróðir hans veitti forystu. Mér er ekki grunlaust um, að nafnið Alþýðubandalag hafí orð- ið til á Marbakka. Samhliða þingmennsku stóð Rút- ur í stórræðum í Kópavogi. ítrekað- ar tilraunir til þess að hnekkja veldi hans þar runnu út í sandinn og þótti mörgum undarlegt, að stjóm- málaskoðanir fólks gjörbreyttust með þessum hætti, þegar komið var yfír Fossvogslæk. Þau hjónin, Rútur og Hulda, sem tók við embætti bæjarstjóra í Kópavogi, þegar Rút- ur varð bankastjóri Utvegsbankans 1957 og varð fyrst íslenzkra kvenna til að gegna slíku starfí, hættu af- skiptum af bæjarmálum í sveitar- stjórnarkosningunum 1962. Það ríkti því sæmilegur pólitískur friður á Marbakka, þegar ég kom þar fyrst. Mér varð hins vegar fljótlega ljóst, að þótt opinberum afskiptum Finnboga Rúts af stjómmálum væri lokið, var hann eftir sem áður virkur þátttakandi í þeim hörðu átökum, sem stóðu á þessum ámm innan Alþýðubandalagsins milli Hannibals Valdemarssonar og fé- laga hans og forystu gamla Sósfal- istaflokksins. Jafnframt hafði hann afskipti af öðmm málum, eftir því sem tilefni gafst til. í júní 1964 vom gerðir kjara- samningar, sem margir töldu tíma- mótasamninga og kenndir em við júnísamkomulagið. Árið eftir var að því komið, að gera nýja kjara- samninga og skipti máli, að þeir væm í anda júnísamkomulagsins með tiltölulega hóflegri kauphækk- un. Þessir samningar hvíldu mjög á Guðmundi J. Guðmundssyni, sem þá var varaformaður Dagsbrúnar, vegna veikinda Eðvarðs Sigurðs- sonar. Guðmundur J. var fastur gestur á Marbakka þetta vor og sumar 1965. Aðallega á sunnudags- morgnum. Sjálfur lýsti hann því á þann veg, að hann hefði gengið í sunnudagaskóla til Finnboga Rúts. Dag einn þetta vor bað Rútur mig um að tala við sig. Hann lýsti sínum sjónarmiðum í sambandi við kjara- samningana og tók síðan upp úr vasa sínum bréfsnepil og las upp fyrir mig hugmynd að lausn þessar- ar kjaradeilu, sem byggðist á því, að ríkið beitti sér fyrir byggingu 1000 íbúða fyrir láglaunafólk, sem það ætti kost á að kaupa með sér- staklega hagkvæmum kjörum. Bað mig síðan fara til Bjama Benedikts- sonar, sem þá var forsætisráðherra, og kanna viðhorf hans til þess að leysa kjaradeiluna með þessum hætti. Milli Rúts og Bjama ríkti djúp vinátta frá gamalli tíð, eins og síðar verður komið að. Þegar ég lýsti hugmyndum Rúts fyrir Bjama tók hann þeim strax vel, þótt hið sama ætti ekki við um ýmsa embættis- menn. Eftir töluvert þref og þras næstu vikur varð niðurstaðan sú, að kjaradeilan sumarið 1965 var leyst á þennan veg. Næstu árin á eftir risu 1250 íbúðir fyrir láglauna- fólk í Breiðholti, sem gerðu jafn- mörgum ijölskyldum kleift að eign- ast þak yfír höfuðið, sem ella hefðu ekki haft nokkra möguleika á því. í þessu samkomulagi fólst einnig endurskipulagning á gamla verka- mannabústaðakerfínu. Sú endur- skoðun er grundvöllur þeirra verka- mannabústaða, sem byggðir hafa verið eftir 1970. Viðburðarík ár fylgdu í kjölfarið í pólitíkinni. Þá voru þeir tíðir gest- ir á Marbakka, Hannibal, bróðir Rúts, Bjöm Jónsson, sem tók við embætti forseta Alþýðusambands- ins af Hannibal, Karl Ámason, gler- skurðarmeistari, gamall félagi úr Sósíalistaflokknum, sem fylgdi þeim bræðrum og Bimi í pólitík- inni, þegar hér var komið, ennfrem- ur synir Hannibals, þeir Jón Bald- vin og Ólafur. Það var ómetanlegt fyrir Heimdelling og blaðamann á Morgunblaðinu að kynnast þessum mönnum, lífsviðhorfum þeirra og skoðunum á dægurpólitíkinni. Ég gerði mér smátt og smátt grein fyrir því, að þessir menn vom ekki „kommúnistar", eins og bæði ég og aðrir vorum aldir upp við að trúa, heldurróttækirjafnaðarmenn. Fyrir þá Hannibal, Bjöm og Rút var baráttan fyrir bættum kjörum verkalýðsins hugsjón, sem þeir höfðu tileinkað sér í æsku, m.a. vegna þess úr hvaða jarðvegi þeir vom sprottnir. Persónulegur frami var aukaatriði fyrir þessa menn. En það skipti þá máli að komast í aðstöðu til þess beijast fyrir hags- munamálum verkafólks. Fyrir kosningarnar 1967 varð mikil sprenging í Alþýðubandalag- inu, sem leiddi til þess, að Hannibal bauð fram sérlista í Reykjavík — I-listann. Við Rútur fylgdumst sam- an með talningunni um nóttina. Þegar ljóst var orðið, að Hannibal hafði unnið glæsilegan sigur og náð kosningu í Reykjavík, sagði Rútur við mig, að hann hefði aldrei fyrr verið jafn áhyggjufullur vfír úrslit- um kosninga. Hvers vegna? — spurði ég. Vegna þess, að ég hvatti Hannibal svo mjög til þess að fara í þetta framboð, sagði hann. Það er annað, ef maður sjálfur á í hlut, bætti hann við. Eftir kosningasigur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna í þing- kosningunum 1971 var mynduð vinstri stjóm undir forsæti Ólafs Jóhannessonar. Mín tilfínning þá var sú, að Rútur væri ekki hrifínn af þeirri stjómarmyndun, þótt þetta væri fyrsta vinstri stjómin, sem mynduð hafði verið frá vinstri stjóminni 1956, sem Rútur átti mikinn hlut að koma á fót. Raunar fannst mér hið sama eiga við um þá Hannibal og Bjöm og taldi þá og tel enn, að þeir hafí farið inn í þá stjórn vegna mikils þrýstings frá stuðningsmönnum samtakanna. Þeir hafi einfaldlega talið, að þeir ættu ekki annan kost. En hvað sem því líður gerðist það seint á árinu 1972, sennilega í byijun desember, að Rútur ræddi við mig þann mögu- leika, að þessi ríkisstjóm mundi splundrast og þá skipti máli hvað við tæki. Hann bað mig kanna við- horf forystumanna Sjálfstæðis- flokksins til þess að veita minni- hlutastjóm undir forsæti Hannibals hlutleysi. Þegar ég spurði, hvemig fall vinstri sijómar Ólafs Jóhannes- sonar mundi bera að, svaraði hann því til, að það kæmi í ljós. í kjölfarið á þessu samtali var haldinn fundur á heimili Geirs Hallgrímssonar, sem þá var orðinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þar vom saman komnir, auk Geirs, þeir Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem hafði ver-. ið samstarfsmaður Rúts í Útvegs- bankanum um skeið, Magnús Jóns- son og Ingólfur Jónsson. Eftir tölu- verðar umræður meðal þessara for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins var mér sagt að gefa Rúti þau svör, að þeir væru tilbúnir til þess að beita sér fyrir því, að Sjálfstæðis- flokkurinn veitti minnihlutastjóm Hannibals brautargengi þar til kosningar fæm fram. Eftir fylgdu harkalega átök í ríkisstjóm Ólafs Jóhannessonar. Líf stjómarinnar hékk á bláþræði í nokkra daga. Ástæðan var sú, að Hannibal bar fram tillögu í stjóminni um 15-16% gengislækkun. Menn þurfa að muna harða andstöðu Alþýðubandalags- ins við gengislækkun áratugum saman til þess að skilja hvers konar sprengja þessi tillaga var. Það var ekki annað sjáanlegt en ríkisstjóm- in mundi falla. En þá gerðist það óvænta, sem jafnvel Finnbogi Rútur hafði ekki séð fyrir. Lúðvík Jóseps- son samþykkti gengislækkun! Mér fannst Rútur meta Lúðvík mikils og raunar gerði hann sér ákveðnar vonir um, að Lúðvík mundi fylgja Hannibal og Bimi Jónssyni út úr Alþýðubandalaginu 1968, sem ekki varð. Eftir þetta var hugur Rúts mjög bundinn við landhelgismálið. Hann fylgdist náið með öllu, sem gerðist í þeim efnum, var fulltrúi í sér- stakri landhelgisnefnd, sem þá starfaði ríkisstjóm til ráðuneytis og sat hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Caracas. Eitt sinn á þessum árum hafði hann opinber afskipti af landhelgismálinu. Þegar landhelgissamningurinn við Breta var gerður 1961 var eitt ákvæði í honum, sem olli hvað hörðustum deilum á Alþingi, ákvæðið um að íslendingar samþykktu málskot til Alþjóðadómstólsins í Haag, ef til ágreinings kæmi um frekari út- færslu og annar hvor málsaðili ósk- aði þess. Þegar komið var að út- færslunni í 50 sjómflur 1. septem- ber 1972 urðu enn um þetta harðar deilur. Ólafur Jóhannesson var ráð- inn í því, að hafa þetta ákvæði í samningunum við Breta frá 1961 að engu. Finnbogi Rútur hafði ver- ið einn af andstæðingum þessa ákvæðis á Alþingi 1961. Hann skrifaði greinargerð um málið, sem 'm.a. var birt hér í Morgunblaðinu, áreiðanlega fyrsta og síðasta blaða- grein, _sem hann skrifaði í þetta blað. í þessari greinargerð lýsti hann þeirri skoðun sinni, að íslend- ingar ættu að sækja og veija mál- stað sinn í landhelgismálinu fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og “sanna það á þeim vettvangi....að Bretar hafí beitt íslendinga ofbeldi, viðskiptalegu og hernaðarlegu og hótað þeim ofbeldi við samnings- gerðina 1961.“ Hann ræddi þetta mál við mig, bað mig sjá um að greinin yrði birt í Morgunblaðinu og bætti við þessum orðum: Þú mátt ekki vera viðkvæmur fyrir því, þótt ég noti aðrar röksemdir gagnvart öðrum mönnum í þessu máli. Mér er enn ekki ljóst, hvað fyrir honum vakti. í kosningunum 1978 varð ég var við, að Kjartan Jóhannsson, sem þá skipaði efsta sæti á framboðs- lista Alþýðuflokksins í Reykjanes- kjördæmi, var gestur á Marbakka. Skömmu seinna frétti ég á skot- spónum, að Finnbogi Rútur væri einn af meðmælendum með lista Alþýðuflokksins í kjördæminu. Ég spurði hann hvort þetta væri rétt. Hann kvað svo vera. Þar með var Finnbogi Rútur kominn heim. Frá því að hann hætti sem ritstjóri Al- þýðublaðsins 1938 og klofningur varð í Alþýðuflokknum, þegar Héð- inn yfírgaf flokkinn, hafði pólitísk vegferð hans verið fjölbreytileg, ekki síður en Hannibals. Þegar Hannibal hætti á þingi sagði hann í samtali, sem birtist í Morgun- blaðinu: Ég hef alltaf verið jafnað- armaður, allt annað eru gárur á yfirborðinu. Þetta átti við um þá bræður báða. Ritstjóraferill Rúts á Alþýðublað- inu á fjórða áratugnum er kapítuli út af fyrir sig svo og stjórnmálaaf- skipti hans á þeim árum. Svo vill tii, að löngu áður en ég kynntist Rúti hafði ég setið heilan vetur á menntaskólaárum mínum á Lands- bókasafninu við að lesa Alþýðublað- ið frá þessum árum. Það var fyrir hvatningu frá föður mínum, sem hafði bent mér á, að þetta blað væri forvitnileg lesning á þessum árum. Sem það var. Kraftmikill uppsláttur. Pólitíkin harkaleg. Um þessi ár sagði Rútur mér tvennt: Hann taldi sig eiga verulegan þátt í að gera fréttir um aflabrögð að fréttum. Fram að þeim tíma sagði hann, að aflabrögð hefðu ekki talizt til frétta. Hann kvaðst hafa skilið eftir bréfmiða í skrifborðsskúffu á Alþýðublaðinu, þegar hann fór. Það hefði verið yfírlýsing frá löggiltum endurskoðanda um upplag Alþýðu- blaðsins við lok ritstjóraferils hans. Rútur taldi sig hafa komið Al- þýðublaðinu upp að hliðinni á Morg- unblaðinu í útbreiðslu. Þremur ára- tugum seinna lágu þeir saman á sjúkrahúsi, Sigfús Jónsson, fram- kvæmdastjóri Morgunblaðsins og Rútur. Sigfús sagði honum, að Mórgunblaðsménn þeirra ára hefðu haft miklar áhyggjur af samkeppn- inni við Alþýðublaðið. Þetta þótti Rúti vænt um að heyra og taldi staðfestingu á því, sem hann hafði skilið eftir. Finnbogi Rútur hafði mikil af- skipti af stjórnmálum á fjórða ára- tugnum. Ég held, að honum hafi þótt afar vænt um Jón Baldvinsson. Á þessum árum átti hann áreiðan- lega mikil samskipti við Vilmund landlækni. Þegar Vilmundur kom í heimsókn að Marbakka, fór hann aldrei inn, heldur töluðu þeir saman úti í bfl Vilmundar. Rúti var minnis- stæð ferð, sem þeir Vilmundur fóru að Laugarvatni eftir kosningamar 1934. Þeir hittu þar Jónas frá Hriflu, sem beið þá eftir því að taka við embætti forsætisráðherra, sem aldrei varð. Rútur sagði mér, að úr röðum þingmanna Framsóknar- flokksins hefði borizt sú ósk til Al- þýðuflokksins, að sá flokkur neitaði aðild að ríkisstjóm undir forsæti Jónasar. Þrátt fyrir mörg samtöl okkar Finnboga Rúts á aldarfjórðungi er eitt tímabil ævi hans mér nánast lokuð bók: Það em árin frá því hann hættir sem ritstjóri Alþýðu- blaðsins 1938 og þar til umsvif hans í Kópavogi hefjast að ráði. Það var ekki fyrr en ég kom að sumarlagi í hús á Hesteyri við Hest- eyrarfjörð með ferðafélögum mínum, sem mér varð fyllilega ljóst, hvað hann hafði haft fyrir stafni á þessum ámm, þegar hann var fram- kvæmdastjóri bókaútgáfu Menn- ingar- og fræðslusambands alþýðu. í þessu húsi er enn varðveitt bóka- safn Lestrarfélags Hesteyrar. Og þar vom saman komnar vel flestar útgáfubækur Menningar- og fræðslusambands alþýðu, merkar bókmenntir, innlendar og erlendar. Rútur var fáorður um þetta tfma- bil. Þó sagði hann við mig á við- kvæmri stundu, þegar ég spurði hann, hvers vegna hann hefði ekki farið til Þingvalla, þegar lýðveldi var stofnað 17. júní 1944: Það lá illa á mér. Ég var kominn út úr öllu; Næstu árin á eftir varð Rútur uihsvifamikill andstæðingur þess nána samstarfs sem tekið var upp við Bandaríkin í utanríkis- og ör- yggismálum. Þá var samvinna hans og Jóns Blöndals mjög náin og sam- an gáfu þeir út tímaritið Utsýn. Ég held, að Jón Blöndal hafi verið einn af þeim mönnum, sem Finn- boga Rúti þótti hvað vænzt um. Sumarið 1974 sat Rútur hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Caracas, eins og áður var vikið að. Ég skrifaði honum langt bréf um þær tilraunir til stjórnarmyndunar, sem þá stóðu yfir og enduðu í stjórnarmyndun Geirs Hallgríms- sonar. Þegar hann kom heim þakk- aði hann mér fyrir bréfíð og sagði: Svona bréf hef ég ekki fengið frá því við Jón Blöndal áttum í bréfa- skiptum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.