Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989
--------- ----------------------------:---———•--------------;---:----?---------
íslandsmótið í sveitakeppni:
Sveit Pólaris íslandsmeist-
ari — Spennandi lokaumferð
__________Brids______________
Arnór Ragnarsson
Sveit Pólaris varð íslands-
meistari í sveitakeppni í átta
sveita úrslitakeppni sem lauk
sl. laugardag. Lyktir mótsins
urðu nokkuð óvæntar svo ekki
sé meira sagt þar sem sveit
Flugleiða þafði haft afgerandi
forystu allt mótið. í sigurliði
Pólaris er hvert sæti skipað
landsliðsmönnum og fyrrver-
andi íslandsmeisturum en þeir
eru: Karl Sigurhjartarson,
Sævar Þorbjömsson, Guðlaug-
ur R. Jóhannsson, Öm Amþórs-
son, Guðmundur Páll Arnarson
og Þorlákur Jónsson.
Það blés ekki byrlega fyrir
Pólaris eftir þijár fyrstu umferð-
imar. Sveitin tapaði fyrsta leikn-
um 14—16, vann annan leikinn
16—14 og tapaði þriðja leiknum
10—20. Þeir höfðu því 40 stig
eftir þijár umferðir og voru
næstneðstir. Hjá Flugleiðamönn-
um lék hins vegar allt í lyndi.
Þeir vora efstir með 59 stig. Þriðja
sveitin sem blandaði sér í topp-
baráttuna var sveit Braga Hauks-
sonar.
Sveit Pólaris og Braga unnu
síðan lejki sína í 4„ 5. og 6. um-
ferð en Flugleiðasveitin tapaði í
fimmtu umferð 13—17 fyrir sveit
Stefáns Pálssonar. Þrátt fyrir það
hafði Flugleiðasveitin afgerandi
forystu fyrjr síðustu umferðina:
Flugleiðir 120
Bragi Hauksson 108
Pólaris 106
Modem Iceland 92
Flugleiðir spiluðu gegn Modem
Iceland og Pólaris gegn Braga í
síðustu umferðinni. Er skemmst
frá því að segja að Flugleiðir sáu
aldrei til sólar í leiknum og töpuðu
honum 6—24 og harðjaxlamir í
Morgunblaðið/Amór
íslandsmeistarar í brids 1989, ásamt Jóni Steinari Gunnlaugssyni forseta Bridssambandsins, sem
afhenti verðlaunin í mótslok. Talið frá vinstri: Jón Steinar, Karl Sigurhjartarson, Þorlákur Jóns-
son, Guðmundur Páll Amarson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Sævar Þorbjörnsson og Öm Araþórsson.
Pólaris unnu sinn leik 23—7 og
þar með varð íslandsmeistaratit-
illinn þeirra og kom þeim sjálfum
kannski hvað mest á óvart.
Lokastaðan:
Pólaris 129
Flugleiðir 126
Modemlceland 116
Bragi Hauksson 115
Stefán Pálsson 108
Samvinnufejðir/Landsýn 99
Sigfús Öm Ámason 84
Delta 59
Með sigri Modem Iceland yfír
Flugleiðum í síðustu umferðinni
tryggði sveitin sér rétt til að spila
í úrslitum íslandsmótsins á næsta
ári en á síðasta BSÍ-þingi var
reglunum breytt á þann veg að
þijár efstu sveitimar í úrslita-
keppninni í ár komast í úrslit án
spilamennsku að ári.
Sveit Modem Iceland lék stórt hlutverk í lokaumferðinni. Sveitin
sigraði sveit Flugleiða 24-6 og náði þar með 3. sætinu í mótinu
sem gefiir sæti í úrslitum að ári.
Karl Sigurhjartarson tekur við
Islandsmeistarabikaraum.
Samþliða úrslitakeppninni vora
spiluð B-úrslit þar sem sveitimar
sem urðu í 3.-4. sæti í undanúr-
slitum kepptu. Eftir nokkra var
að slægjast þar sem efsta sveitin
spilar í A-úrslitum að ári. Fyrir
síðustu umferðina hafði sveit
Kristjáns Guðjónssonar 110 stig
og sveit Júlíusar Snorrasonar 108
stig. Svo skemmtilega vildi til að
þessar sveitir spiluðu saman í
síðustu umferðinni. Sveit Júlíusar
hafði 30 punkta forskot eftir fyrri
hálfleikinn og vora norðanmenn
heldur vondaufír. Þeir bitu á jaxl-
inn og náðu að vinna leikinn
16—14 og þar með riðilinn. Norð-
anmenn era vel að þessum sigri
komnir. Þeir töpuðu engum leik
í þessari keppni og hafa ekki tap-
að síðustu 13 leikjum í íslands-
mótinu,
Efstu sveitir í B-riðli:
KrisQán Guðjónsson 126
Ragnar Jónsson 122
Júlíus Snorrason 122
Sigurður Vilhjálmsson 112
Ásgrímur Sigurbjömsson 111
Keppnisstjóri var Agnar Jörg-
ensson, mótsstjóri Sigmundur
Stefánsson og bókhaldari og að-
stoðarmaður keppnisstjóra Þórður
Sigfússon,
Nokkuð bar á ósið meðal spil-
ara í B-úrslitum sem ekki hefir
áður sést. Spilarar sem era í hvíld
setjast vjð spilaborð samheija
sinna, fínna að spilamennsku
þeirra og andstæðinganna. Nær-
vera spilaranna er ekki bönnuð
en hefír ætíð þótt siðlaus en að-
finnslur og umræður áhorfenda
era bannaðar.
Forseti BSÍ, Jón Steinar Gunn-
Iaugsson, afhenti verðlaun í móts-
lok.
Glápt á skjána
eftirJónÁ.
Gissurarson
Á tímum síaukinnar sérhæfingar
era spumingaleikir skólanemenda í
sjónvarpi við hæfi. Þeir gætu, ef
rétt væri á haldið, víkkað sjónar-
svið nemenda. Aldrei verða allir á
eitt sáttir að hveiju sé menningar-
auki og um skuli spurt. Hins vegar
yrðu menn fremur á einu máli hvað
ekki ætti heima í slíkum þáttum,
en mér virðist einmitt slíkar spum-
ingar hafa vaðið uppi undanfarið.
Spurt hefur verið um nöfn einna
íjjögurra forystumanna íslenskra
fyrirtækja og silfurmethafa í sprett-
hlaupi í Seúl er kanadískur methafí
hafði verið dæmdur úr leik.
Látum silfurmanninn liggja milli
hluta, en íslenskt efíiahagslíf nú
um stundir er með þeim hætti að
lítill akkur væri að grópa nöfn allra
forsljóra f minni. Eftir einstaka
árgæsku undanfarið velta fyrirtæki
um koll eitt af öðra. Þegar svo
áhvílandi skuldir hafa verið af-
máðar, vilja fyrri eigendur og for-
ráðamenn eignast sömu fyrirtæki
að nýju — og tekst það sumum.
Gætu menn engu gleymt, en
„drasluðust með (allt) sitt rasl í
huga,“ yrði hver og einn bijálaður
áður en miðjum aldri yrði náð. Það
er þvi brýnt að temja ungu fólki
að meta hvað skuli munað og hveiju
gleymt.
Enginn, sem lesið hefur Njálu,
gleymir ummælum Gissurar hvíta
að iokinni aðför að Gunnari á
Hlíðarenda. Ekki kunnu hinir
spurðu skil á þessum fleygu orðum.
Vex íslensk skólaæska úr grasi í
„Njálu-lausu landi"? Ekki hafði
Hnallþóra með sínar rómuðu
stríðstertur rekið á fjörar að-
spurðra. Slök reyndist landafræði-
þekking, og það því heldur þar sem
um kjörsvið var að ræða. Ég held
að farkennari okkar, hann Olafur
Eiríksson, hefði dæmt okkur úr leik
sem „strandaglópa“ fyrir slíka
frammistöðu er hann lét okkur þylja
framandi heiti á nafnlausu korti.
Þættir Hermanns Gunnarssonar
með ungu bömunum era afbragð
og timabærir. Hann ræðir við þessi
einmana lyklaböm sem viti gæddar
verar um reynslu þeirra er þau era
heima og enginn fulltíða maður
þeim til trausts og halds, en þau
sjálf verða að glíma við aðsteðjandi
vandamál. Viðbrögð þeirra era ein-
læg og Hermann bíður þolinmóður
svars þeirra. Böm þarfíiast lengri
tíma að orða hugsanir sínar en full-
orðnir.
Þessir þættir gefa sýn inn í líf
margra ungra bama, jafnvel að
þeim frá sjö ára aldri er ætlað að
sinna ómálga systkinum. Að mér
setti hroll.
Dr. Jón Óttar Ragnarsson, stöðv-
arstjóri, stýrir samtalsþáttum
sínum svo að betra verður ekki á
kosið. Hann iætur sig hverfa með
öllu af skjánum er svo hentar. Minn-
isstæður er mér samtalsbáttur hans
við frú Maríu Markan óperasöng-
konu. Hin aldna listakona skýrði
beiskjulaust hve rógur varð henni
að fótakefli á framabraut í Ameríku
og tilefni það eitt að hafa starfað
í Þýskalandi eftir valdatöku nasista.
Vitað er þó að María Markan var
síður en svo myrk í gagnrýni á
hrylling þann sem hún varð
áskynja. íslendingur, samtíma
henni í Hamborg, sagðist oft hafa
verið uggandi um afdrif hennar
vegna þessa. María Markan gat
ekki skellt skolleyram við því sem
aðrir hvorki létust sjá né heyra.
Hin glæsilega Salvör Nordal fet-
ar dyggilega í fótspor dr. Jóns Ótt-
ars. Heilbrigðisþættir hennar era
skémmtilegir, fróðlegir og blessun-
arlega lausir við ofstæki. Hinsvegar
mætti dr. Jón Óttar hemja ögn
ýmsa spyrla sína. Þeir sjást ekki
allir fyrir í ákafa sínum svo sem
áður hefur verið á drepið.
Innlendir þættir era góðra gjalda
verðir en mættu vera viðameiri.
Naumur fjárhagur mun sníða þeim
stakk eftir vexti. Náttúralífsþættir
— einkum breskir — svo og þættir
Justinovs gamla era svo að á betra
verður ekki kosið, Skyldu nokkrir
standa Bretum á sporði um gerð
slíkra mynda? Er ekki farið að slá
í Dallas og mega ekki Derrick og
Matlock fara að vara sig, þótt enn
dragi þeir menn að skjánum? Væri
ekki rétt að skipta oftar um? Fram-
boð hlýtur að vera nóg af slíku efni.
Um leiknar erlendar kvikmyndir
skal fátt eitt sagt, enda þeim lítt
kunnur af eigin raun. Munu þær
þó vera valdar af kostgæfni og
stytta sjálfsagt mörgum stundir.
íþróttaskýrendur mættu að
Jón Á. Gissurarson
„Hér þýðir ekki um að
sakast, sjónvarp er og
verður fylgifiskur allra
landsmanna. Mönnum
verður að lærast að
velja og hafna úr því
Qölbreytta efini sem á
boðstólum er og eykst
til muna innan
skamms.“
ósekju hætta veini sínu og góli er
leikir fara öfugt við það sem þeir
vildu. Jarðarfararsvipur þeirra —
líkt og þeir þjáist af tannrótarbólgu
— er lítt við hæfí. Þeir era að lýsa
leikjum og þeim á að fylgja gleði
en ekki hryggð.
Þótt rétt og skylt sé að texta
erlent efni og láta íslenskt tal fylgja
barnaefni, er jafnfráleitt að láta
íslenskt tal yfírgnæfa erlent, þegar
hvorki verður við komið textun né
innskotum. Slíkt eyðileggur fyrir
öllum.
Ríkissjónvarp leysti kanasjón-
varp í Keflavík af hólmi, en það
hafði haslað sér völl þar og í ná-
grenni. Munu allir íslendingar hafa
tekið þeim gangi mála feginshendi,
þrátt fyrir háværar kröfur áður að
dreifa sendingum frá Keflavík til
almennings. Um aldarfjórðung varð
svo Ríkissjónvarp eitt um hituna,
en þá kom Stöð 2 til skjalanna.
Útvarpsstjóri, Markús Öm Antons-
son, fagnaði komu hennar. Má það
teljast mikil víðsýni, því að vænta
mátti hann harðari samkeppni úr
þeirri átt. Hafa þær síðan starfað
hlið við hlið og veitt hvor annarri
verðugt aðhald. Hins vegar er mér
hulin ráðgáta hvaða erindi viðbótar-
stöð ætti. Mönnum gleymist að
§öldi landsmanna telst í þúsundum
en ekki milljónum, sem sagt „offjár-
festing" einu sinni enn.
Margir era uggandi vegna skað-
legra áhrifa sjónvarps, telja með
réttu það „úreldi" fomar dygðir svo
sem bóklestur, samræður, glepji um
fyrir bömum og unglingum við
heimanám o.fl. í þeim dúr. Hér
þýðir ekki um að sakast, sjónvarp
er og verður fyigifiskur allra lands-
manna. Mönnum verður að lærast
að velja og hafna úr því fjölbreytta
efni sem á boðstólum er og eykst
til muna innan skamms.
Enginn velkist lengur í vafa að
sjónvarp á íslandi er betur komið
í höndum heimamanna en þiggja
það sem bónbjargir frá erlendri
herstöð, og það því heldur þar sem
valdir menn halda um stjómvöl
beggja stöðva.
Höfundur er fyrrverandi skóla-
stjóri.