Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA GUÐMUNDSDÓTTIR, Laugarásvegi 58, verður jarðsungin frá Áskirkju, föstudaginn 31. mars, kl. 13.30. Helga M. Einarsdóttir, Ólafur Guðnason, Sigríður Einarsdóttir, Guðmundur Ingólfsson, börn og barnabörn. t . Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BORGHILD ALBERTSSON, Langholtsvegi 42, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. mars kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Samband íslenskra kristniboðsfélaga, Amt- mannsstíg 2b. Dagný G. Albertsson, Birgir G. Albertsson, Borghildur Birgisdóttir, Gunnar Fr. Birgisson, Oddrún Jónasdóttir, Evlalía K. Guðmundsdóttir, Guðmundur A. Birgisson, Guðbjörg H. Birgisdóttir. Una Guðmunds- dóttir - Minning Fædd 12. maí 1898 Dáin 17. mars 1989 Kveðja írá Kaupmannahöfh Það er, sem betur fer, ekki alltaf moldviðri í kringum stórmenni. Stundum gerast stórvirkin í kyrrþey og enginn veit af, oft á tíðum er það líka bezt. Amma í „Barmó“ er gengin á vit feðra sinna, en hún mun um ókomna tíð búa áfram í huga okk- ar, sem eitt þessara stórmenna í víðtækri og ef til vill í óvenjulegri merkingu orðsins, ekki svo að skilja að á þeim bænum hafi alltaf ríkt einhver lognmolla — öðru nær — það gat gustað hressijega að norð- an, ef svo bar undir. Áður fyrr stóð hann ef til vill oftar í fangið og risti þær rúnir, sem þeir einir bera, sem langa og margþætta lífsreynslu hafa að baki. Það eitt að hafa byijað 10. ára- tug ævi sinnar er ekki svo lítið, að hafa staðið hartnær 80 ár á eigin fótum, að tilheyra þeirri kynslóð sem upplifði svo stórt stökk, að erfítt er að lýsa og hæpið að nokk- ur önnur kynslóð fái að reyna. Það er dýrmætt að hafa notið góðs af þessari reynslu, sem iðulega var miðlað á þann hátt, að ekki fór á milli mála við hvað var átt. Und- ir veðurbörðu yfirborði bjó hlýja og kærleikur, sem ríkulega var veitt af. Mikil kona, með stóra og höfðing- lega lund, er gengin og leggst nú til hvflu þar, sem hún sjálf var við- stödd fyrstu jarðsetninguna, fýrir tæpum mannsaldri. Handan hafsins er hugsað hlýtt til hennar með þökk fyrir allt. Hvfli hún í friði. * Amma í „Barmó“ kveður nú eft- ir langan og strangan vinnudag. En hún hefur sannarlega skilað sínu dagsverki og það samvizkusamlega, annað átti ekki við hana. Ég kallaði hana ömmu í „Barmó“ eins og hinir í fjölskyldunni. Sjálf hitti ég hana fyrst fyrir tæpum 10 árum, á afmælisdegi afa heitins í „Barmó“, og þá strax varð mér ljóst hve mikil manneskja þar var á ferð. BOSCH MÓTORSTILLINGAR BRÆÐURNIR (©) ORMSSON HF Lágmúla 9, slml: 38820 Veldu ABB JOHAN JJf RONNING HF Sundaborg 15-104 Reykjavík - sími (91)84000 Rafmótorar írá AB6 Motors snúast og snúast. Áratuga reynsla ABB (Asea) rafmótora héríendis er vafalaust bestu meðmælin með rafmótorunum frá Johan Rönning. Rönning tryggir þjónustuna. Tvö nöfn sem standa fyrir sínu. Við eigum ávallt á lager mótora frá 0,25 kW - 37 kW. Við veitum tæknilega þjónustu og aðstoð við val á réttum mótor, ræsibúnaði og hraðastýringu. Minning: Margrét Thorlac- ius frá Öxnafelli Dagur er að kveldi kominn. Þreyttur ferðalangur lagstur til hinstu hvflu. Hún leggur frá sér gömlu og slitnu fötin sín, íklæðist öðrum léttari og bjartari og leggur af stað inn á annað tilverustig með frið í hjarta og ljós í hendi. Ég man það alltaf þegar ég var lítil og við mamma fórum að heim- sækja Möggu suður í Hafnarfjörð. Fyrir litla stúlku var það löng ferð að taka strætisvagn frá Reykjavík og suður í Hafnarfjörð, en alltaf tilhlökkunarefni og ævintýri líkast. Vel var tekið á móti okkur mæðgum og óðara farið að spjalla og spyija frétta. Á meðan þær systur röbbuðu saman yfír kaffibolla, fór ímyndun- arafl lítillar stúlku af stað, kryddað með sögum af álfum og huldufólki. Mörgum árum seinna áttum við saman stund i Þórunnarstrætinu. Það var á fögrum sumardegi og það var sumar í hjörtum okkar beggja. Við sátum í stofunni og töluðum um eilífðarmálin og skipt- umst á skoðunum. Margrét var um margt fróð og ævinlega gaman að hlusta á hana og spekúlera með henni um það sem við báðar áttum sameiginlegt. Og það leið ekki á löngu þar til stofan var orðin full af fólki, þó við værum þama bara tvær einar. full af krafti og hlýju sem ávallt einkenndi þær samveru- stundir sem við áttum saman. Mig langar að kveðja Margréti með hlýju og óska henni alls góðs á þeirri leið sem hún er lögð út á. Bömum hennar og bamabörnum bið ég góðan guð að gefa styrk í sorg þeirra og kraft til að halda áfram þar til leiðir mætast á ný. Ásdís Þorsteinsdóttir Þessa kveðju skrifa ég ekki vegna þess að ég telji mig hafa til þess meiri hæfileika eða kunnug- leika en ýmsir aðrir hafa, nema síður sé. Hitt er heldur, að mér hefír frá æsku þótt vænt um hana. Á henni þakkarskuld að gjalda, vegna persónulegra kynna snemma á ævi minni. Móðir mín Mildríður Falsdóttir frá Barðsvík í Grunnavíkurhreppi, + Ástkær eiginkona mín, móðir og amma RAGNA AÐALHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR, Vallargerði 4, Kópavogi, lést í Landakotsspítala að kvöldi mánudagsins 13. mars. Jarðarför- in hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórarinn Sv. Björnsson, Magnús R. Þórarinsson, Jón Arnar Magnússon. + Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐMUNDSSON, Bergstaðastræti 32b, andaöist á heimili sínu 26. mars. Petrúnella Kristjánsdóttir, Ásta Jónsdóttir, Guðmundur Agnarsson, Guömundur R. Jónsson, Björt Óskarsdóttir, Kristján J. Jónsson, Steinunn Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. N-ís., var sessunautur hennar á saumastofu hér í borg fyrir meira en hálfri öld. Ég er alinn upp við ylinn og ástúðina í orðum mömmu um frú Margréti frá Öxnafelli. Hvílík hamingja fyrir móður mína að kynnast henni sem hún nefnir í sömu andrá og velgjörðarkonur sínar hinar beztu, frú Aðalbjörgu Albertsdóttur, frú Hermínu Sigur- geirsdóttur Kristjánsson píanó- kennara, frú Kristínu og frú Mörthu Eiríksdætur frá Hesteyri í Jökul- fjörðum. Margrét frá Öxnafelli á sér vígðan reit virðingar, kærleika og þakklætis í hjörtum þúsundanna þeirra, sem hún huggaði, gladdi og styrkti með orðum sínum og áhrif- um. Á þessu ári eru 65 ár liðin frá því mannvinurinn og spíritistinn próf. Einar H. Kvaran skrifaði um Margréti frá Öxnafelli í tímaritið Morgun. Þá var lækningastarf hennar orð- ið víðtækt. Aðeins ijögurra ára (f. 1908) sá hún ljós í fjallinu fyrir ofan Öxnafell. Þegar hún stálpaðist fór hún að sjá fólk í klettum, og kynntist velgjörðarmanninum „Friðrik lækni“ sem síðan fylgdi henni til æviloka. Margrét fékk strax traust á „Friðrik lækni“ sem hún talaði við í huganum, og þegar hann talaði heyrði hún til hans, líkt og til mennskra manna. Hún fann til „Friðriks læknis“ þegar hún snerti hann með hand- taki. Margrét fann til takmarka- lauss öryggis af „Friðrik lækni" og öðrum framliðnum vinum. Framliðnir vinir okkar eru ná- lægir, er hún ekki stórkostleg sann- færingin um það, að vinirnir, sem við elskuðum hér, halda áfram að elska okkur, halda áfram að lifa og starfa fyrir okkur og eru þess oft megnugir að hjálpa okkur, já, jafnvel oftar en við gerum okkur hugmyndir um. Frú Margrét var gædd afar merkilegum guðsgjöfum og hafa um hana verið skrifaðar merkilegar bækur, „Skyggna konan I—11“, og heldur þar á penna ná- kunnugur og skrumlaus maður, Eiríkur Sigurðsson á Akureyri. Margrét frá Öxnafelli hefur unn- ið mikið og óeigingjarnt starf fyrir sambandið á milli heimanna og sýnt mikla lipurð og góðvilja við heilagt starf í áratugi. Þótt kærleikur vina á milli hér í heimi sé oft fagur, þá kemst það ekkert í samjöfnuð við þá umhyggju, sem framliðnir vinir sýna okkur. Líklega er það mesta guðsgjöfin sem við getum eignazt, að eiga góða ástvini, sem komnir eru á undan okkur. íslenzkir spíritistar þakka Margréti frá Öxnafelli drengilegan stuðning við mikilvæg- asta málið í heimi. Ég sendi bömum hennar, bama- börnum, tengdabömum og öðmm ástvinum innilegar samúðarkveðjur og bið henni sjálfri allrar blessunar í framhaldstilvemnni. Helgi Vigfusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.