Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 39
Mftl \’iiAM tiii ílUr»Af|í)MiVi1lF/l ölC!A.lSMt)DnOM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 88 39 enn sannfærðari um það, að þessi maður, sem keyrði jagúar í Kópa- voginn væri breskur lord. Svo bætti hann við: „Er ekki annars aumkun- arvert að læra hagfræði hjá þjóð, sem er blönkust allra þjóða?“ Eg tuldraði eitthvað um það, að þeir hefðu nú samt unnið stríðið og þrátt fyrir allar gerðir breska heimsveld- isins þá hefðu þeir alltaf staðið dyggan vörð um fríverslun í veröld- inni, sem við Alþýðuflokksmenn styddum. Við þessi orð tókst banka- valdið hreinlega á loft í stól sínum: „Ert þú jafnaðarmaður líka. Er Sjálfstæðisflokkurinn annars búinn að herleiða Alþýðuflokkinn?" Málið var orðið snúið. Ég kom til þess að sníkja víxil, en var kom- inn í vöm fýrir Viðreisnina og breska heimsveldið. Ég gat þó bætt því við, að ég hefði áhyggjur af ástandinu og það væri ekki alveg eftir kokkabókum hagfræðinnar og Keynes, að ríkisvaldið væri orðið jafn hrætt og einkaframtakið og héldi ekki síður að sér höndunum en einstaklingar. „Sem skapaði heimskreppuna rniklu og allir hafa lært af nema við íslendingar,“ bætti bankastjórinn við og rétti síðan út höndina: „Hér eru hundruð erlendra síðu- og skuttogara af nýjustu gerð, að veiða fískinn okkar upp að tólf mflum. Heldur kratinn og hagfræð- ingurinn að það myndi ekki skána hér eitthvað ástandið, ef sjómenn- imir okkar fengju svona tæki til þess að fiska með. Þó ekki nema til þess að selja ísfisk til að byrja með, meðan ástandið er að skána á freðfiskmörkuðunum og síðan að selja freðfísk, sem allar þessar at- vinnulausu hendur hér á íslandi geta fengið vinnu við. — Þú hefur hana mömmu þína á blaðinu og kemur því svo til mín.“ Næstu vikur var ég í því að stofna Félag áhugamanna um sjáv- arútvegsmál, sem síðan fékk íjölda valinkunnra manna í lið við sig og í mörg ár knúði á um skuttogara- væðingu fískiskipaflotans, útfærslu landhelginnar, öryggismál sjó- manna og bætta meðhöndlun afl- ans, sérstaklega að ísa fiskinn í kassa. Fundimir við Finnboga Rút í Útvegsbankanum urðu margir. Við höfðum miklar áhyggjur af ástand- inu í útflutningsmálum og m.a. fór ég til Bmssel til þess að reyna að endurvekja markað fyrir grálúðu, sem nóg var af og Finnbogi var sannfærður um að hægt væri að selja, eins og síðar kom á daginn. Smám saman skánaði efnahags- ástandið og við ræddum um samein- ingu jafnaðarmanna í einn flokk. Þetta var mikið hugðarefni Finn- boga og breyttist reyndar ekkert þótt Hannibal bróðir hans yrði ráð- herra, en Alþýðuflokkurinn færi í stjórnarandstöðu. Enda var Al- þýðuflokknum þrívegis boðin þátt- taka í þeirri stjóm. „Jafnaðarmenn eiga að standa saman á íslandi í einum flokki. Það er best fyrir okk- ur öll og þjóðina alla.“ Það var mikil andleg endurnær- ing að tala við Finnboga Rút. Hann var ákaflega fróður, hafði áhuga á öllu og sérstaklega jákvæður í af- stöðu sinni til manna og málefna. Hann hafði menntast í alþjóðamál- um í helstu höfuðborgum megin- landsins á millistríðsárunum, þegar Evrópa var enn drottning veraldar- innar og alþjóðahyggja og Evrópu- hugsjónin blómstruðu hvor í kapp við aðra. Hvílíkt áfall fyrir ungan menntamann af norðurhjara hefur ekki þjóðemisrembingurinn og upp- gangur fasismans og nasismans í Evrópu verið. Enda hélt Finnbogi Rútur heim á leið við valdatöku nasismans í Þýskalandi og hóf að ritstýra Alþýðublaðinu, sem varð ekkert minna en bylting í blaða- mennsku á íslandi. Hermann Jónasson forsætisráð- herra beitti sér fyrir því að Finn- bogi og kona hans Hulda Jakobs- dóttir fengju landspildu til ábúðar í Kópavogi sem skírð var Mar- bakki. Finnbogi Rútur þótti mikið hafa vit fýrir hinni kraftmiklu fjöl- skyldu sinni og af því er dregið hugtak, sem allir þeir þekkja, sem á miðjum aldri em, Marbakkavald- ið. Þetta vald átti þátt í því að breyta Kópavogi úr kartöflugarði í eitt blómlegasta og næst stærsta byggðarlag landsins, aðeins höfuð- borgin sjálf er fjölmennari. Hanni- bal bróðir Finnboga var forseti ASÍ um árabil og alþingismaður eins og Finnbogi og ráðherra í stjórnum, sem m.a. færðu út landhelgi íslend- inga og keyptu togara, svo víkinga- þjóðin í norðri lepti ekki dauðann úr skel í landinu sem konungakynið fann og færði óbomum kynslóðum. Þetta er Marbakkavaldið. Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins og utanrík- isráðherra, yfírlýst sameiningar- tákn jafnaðarmanna á Íslandi og farinn að hlutast til um málefni Evrópu og veraldarinnar í krafti embættis síns, er bróðursonur Finn- boga. Þarna er líka Marbakkavald- ið. Ritstjóri stærsta blaðs þjóðarinn- ar, Morgunblaðsins, Styrmir Gunn- arsson, er tengdasonur Finnboga. íslendingurinn ungi, sem sat á Unter den Linden í Berlín eða horfði á fegurð Alpanna í Genf á milli- stríðsárunum og lét sig dreyma um fagra veröld, frið og velmegun mannkyns, varð að horfa á mesta hildarleik mannkynssögunnar, heimsstyijöldina síðari og hugsjón- imar hmndu. Tugir milljóna manna féllu í valinn. Vígtólin geltu, þetta var skipbrot. En heima á Fróni gengu hugsjónimar upp. Áhrif Marbakka hafa verið huggun harmi gegn þeim voðadómi, sem veröldin kvað yfir sjálfri sér í heimsstyijöld- inni síðari. Finnbogi Rútur var mikill gæfu- maður í einkalífinu og hann átti til góðra að telja eins og aðrir íslend- ingar. Fæddur og uppalinn við Gull- kistuna við Djúp og þaðan ættaður og af Ströndum. Frændgarðurinn inniber Jón Baldvinsson, fyrsta formann Alþýðuflokksins og Jón Sigurðsson forseta. Ég nefni það varla að ættir séra Arnórs prófasts í Vatnsfírði, langafa Finnboga og föðurafa míns, koma saman í séra Bjama Þorsteinssyni í Vesturhóps- hólum í Húnaþingi, fæðingarbæ Jóns Þorlákssonar, fyrsta formanns Sj álfstæðisflokksins. Eilífðarmálin ræddum við Finn- bogi lítið. Sjálfsagt báðir jafnvissir eins og allir prestarnir, forfeður okkar, að ekkert kemur af engu og ekkert verður að engu, hvemig sem það er nú orðað í allt frá guðfræði til eðlisfræði. Bankastjórinn kom inn í mitt líf í miklu myrkri og á óvissutímum. Fagnaðarerindið er boðað á margan hátt. Sumir sjá fótstig þegar aðrir sjá ekki neitt. Slíkir menn verða leiðtogar þjóða, af þeim stafar birta, og það er gott að fylgja þeim. Eiginkonu, bömum og aðstand- endum votta ég mína dýpstu sam- úð. Þar sem góðir menn fara, em Guðs vegir. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Theodór Kristjánsson rafverktaki - Kveðjuorð Fæddur 15. mars 1942 Dáinn 13. mars 1989 Okkur langar að minnast mágs og vinar okkar Theódórs eða Tedda, er hann var oftast kallaður, sem lést 13. mars sl. langt um aldur fram, aðeins tæplega 47 ára. Þó við vissum að hveiju dró, kemur dauðinn alltaf jafn mikið á óvart og söknuðurinn er sár. Hann háði hetjulega baráttu við erfiðan sjúk- dóm og stóð Gígja eiginkona hahs eins og klettur við hlið hans þar til yfír lauk. Minningamar streyma fram, það er svo margs að minn- ast, en við hjónin höfðum þekkt Tedda í 25 ár. Teddi og Gígja byijuðu sinn bú- skap fyrst í Reykjavík, síðan flutt- ust þau í Borgarnes og bjuggum við í sama húsi í 10 ár, eða þar til þau fluttu í einbýlishús sitt ,að Höfðaholti 4 árið 1981. Alltaf var gaman að koma í heim- sókn í Höfðaholtið. Þá viljum við sérstaklega minnast jólaboða Gígju og Tedda, þó fjölskyldan væri stór var alltaf nóg pláss enda húsið stórt. Þá var séð um að yngstu börnin fengju að vera út af fyrir sig með sín spil og borð meðan við hin spiluðum. Teddi var einstaklega góður heimilisfaðir, við fórum margar ferðir með þeim, fyrst í tjaldferðalög og síðustu árin í sum- arbústaði og alltaf reyndist Teddi jafn raungóður og traustur, ef eitt- hvað bar uppá og veit ég að hans er nú sárt saknað af tengdaforeldr- um hans og vilja þau þakka allt sem hann gerði fyrir þau. Að leiðarlok- um viljum við svo þakka samfylgd- ina og allt sem hann var fjölskyldu okkar. Elsku Gígja okkar, þú hefur misst svo mikið, ástkæran eigin- mann og góðan vin, við biðjum góðan guð að styrkja þig og bömin ykkar í þessari miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem) Anna og Sigurður Már. + Eiginkona mín, er látin. JÓHANNA SIGURJÓNSDÓTTIR, Langagerði 72 Sigurður Guðmundsson. + Móðir okkar, GUÐRÚN JÓNlNA EYJÓLFSDÓTTIR frá Flatey á Breiðafirði, andaðist 24. mars sl. Kristfn Guðmundsdóttir, Sigurborg Guðmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Regína Guðmundsdóttir, Jóhann Salberg Guðmundsson, Erla Guðmundsdóttir. + RAKEL KRISTJÁNSDÓTTIR, Austurbrún 4, lést í Borgarspítalanum 26. mars. Vandamenn í + Faðir minn, SIGURBJÖRN SVEINSSON, andaðist að kvöldi 25. mars á Hrafnistu í Reykjavík. Guðlaug Sigurbjörnsdóttir. + Fyrrverandi eiginmaður minn, ANTONIO AGULAR, andaðist í Landakotsspítala aðfaranótt föstudagsins langa. Jarðarförin ákveðin síðar. Ósk Bára Bjarnadóttir. + Móðir mín, tengdamóðir og amma, HULDA ÁRDÍS STEFÁNSDÓTTIR, fyrrverandi skólastjóri, lést að kvöldi laugardagsins 25. mars. Guðrún Jónsdóttir, Páll Lfndal og börn. + Móðir okkar, SIGURDÍS KAPRASÍUSDÓTTIR, Meðalholti 13, lést að Reykjalundi á 2. í páskum. Bryndfs Brynjólfsdóttir Brynjóifur Wium. + Eiginmaður minn, SIGURVIN EINARSSON fyrrverandi alþingismaður, lést að kvöldi skírdags. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni mið- vikudaginn 5. apríl ki. 13.30. Jörfna Jónsdóttir. + Móðir okkar, SNÆBJÖRG SIGRÍÐUR AÐALMUNDARDÓTTIR, Aðalstræti 76, Akureyri. lést að morgni 27. þ.m. Börnin. + Maðurinn minn, JÓN ÁSKELSSON frá Hrísey, Hraunstfg 5, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 26. mars. Ingibjörg Sæmundsdóttir. + BJÖRN GUÐJÓNSSON frá Saurbæ á Vatnsnesi, Vestur-Húnavatnssýslu, . til heimilis að Karfavogi 39, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum að morgni 27. mars. Vigdís Bjarnadóttir og aðstandendur. + Ástkær eiginkona mfn, HELGA ÓSKARSDÓTTIR, Hvannalundi 17, Garðabæ, andaðist í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, að kvöldi páskadags. Fyrir hönd barna, tengdabama, foreldra og annarra vandamanna, Ari Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.