Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989
Ijóðeiga
erindi til allra
ÍSLENSK KVÆÐI
Vigdís Finnbogadóttir valdi
„Ég hef lengi litið svo á að Ijóðalestur og Ijóða-
söngur sé hin ágætasta leið til að efla málvitund
manna, auka orðaforða og treysta samhengið í
sögu okkar, auk þess sem skemmtileg og falleg
Ijóð veita huganum gleði sem enginn getur frá
honumtekið.“
Úr formálsorðum Vigdísar Rnnbogadóttur.
Gullfalleg
fermingargjöf
Mál imi og menning
Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Simi 15199-24240.
Athugasemd vegna könn-
unar Neytendasamtak-
anna á farsi og hakki
eftirKonráð
Konráðsson
Stöðugt er verið að gera kannan-
ir. Gerðar eru kannanir á því hversu
margir hlusta á fréttatíma RÚV,
hversu margir horfa á fréttaþáttinn
19:19 o.s.frv. Kannanir þessar eru
yfirleitt gerðar af fyrirtækjum er
hafa sérhæft sig í slíku. Tekið er
úrtak úr ákveðnum hópi, allt eftir
því hvað kanna skal. Til þess að
könnun verði marktæk þarf að
fylgja ákveðnum reglum. Flest allir
taka mark á könnunum í trausti
þess að þær séu faglega unnar og
vel að þeim staðið. Þess vegna er
það nokkuð alvarlegur hlutur ef
kannanir sem birtar eru opinberlega
eru ekki nægilega vel úr garði gerð-
ar og eða niðurstöður ranglega túlk-
aðar.
í framhaldi af þessu vil ég að
leyfa mér að gangrýna nýlega
könnun Neytendasamtakanna á
kjötfarsi og kjöthakki. Ég ætla mér
ekki að veija framleiðslu á lélegu
hakki og farsi. Ástandið í þeim
málum er langt frá því að vera við-
unandi. Tilgangurinn er heldur ekki
að mæla gegn Neytendasamtökun-
um. Þau samtök eiga rétt á sér en
það sem máli skiptir er hvemig
haldið er á spöðunum.
Sem formála að þeim orðum vil
ég fyrst koma inn á almennt heil-
brigðiseftirlit í landinu og lög er
varða sama málefni. Heilbrigðiseft-
irlit er framkvæmt m.a. samkvæmt
lögum nr. 81/1988 um heilbrigðis-
eftirlit og hollustuhætti. í lögum
þessum er fjallað um hlutverk heil-
brigðisnefnda og Hollustuvemdar
ríkisins ásamt öðm. í kafla um
Hollustuvernd ríkisins segir í grein
13.11 „Upplýsingar og tilkynningar
stofnunarinnar til fjölmiðla skulu
vera efnislega rökstuddar og þess
gætt að einstakar atvinnugreinar,
stofnanir eða fyrirtæki bíði ekki tjón
og álitshnekki að óþörfu."
Rannsóknastofa Hollustuverndar
rannsakaði þessi sýni Neytenda-
samtakanna. Mögulegt er að Holl-
ustuvernd sé ekki stætt á því að
neita samtökum eða einkaaðilum
um slíkar rannsóknir, og ekki vom
þetta beinar upplýsingar til fjöl-
miðla, en vel mátti sjá fyrir hvað
Neytendasamtökin ætluðu sér með
rannsókninni. Sérstaklega í ljósi
þess að slíkar kannanir hafa farið
fram áður. Þessi hlutdeild rann-
sóknastofunnar er því umhugsunar-
efni að mínu áliti, með skírskotun
í anda ofangreindrar greinar nr.
13.11. Vera kann að sumum þyki
að andi greinarinnar sé teigður
heldur langt í þessu tilviki, og lái
ég það engum, en engu að síður
má Hollustuvernd ekki gleyma
þeirri ábyrgð er á henni hvílir. Það
vom Neytendasamtökin sem stóðu
fyrir könnuninni en ekki heilbrigðis-
eftirlitið í landinu.
Þær alhæfingar og þær ályktan-
ir, sem birst hafa í fjölmiðlum frá
Neytendasamtökunum, vil ég einn-
ig draga í efa. Ég tel að það sé
með engu móti hægt að draga þær
ályktanir sem gerðar hafa verið af
hálfu samtakanna. Málið er mun
flóknara en svo. Þær upplýsingar
sem fram komu í Qölmiðlum vom
einungis um sýnatökustað og niður-
stöður úr rannsókninni. Engar upp-
Iýsingar um hvemig staðið var að
sýnatöku, um framleiðanda vörunn-
ar né heldur um framleiðsludag
hennar, sem er forsenda þess að
hægt sé að meta niðurstöðu rann-
sókna. Það er augljóst að ekki er
sama hvort sýni er tekið af kjötvöru
á framleiðsludegi eða á síðasta sölu-
degi. Að slá fram niðurstöðum opin-
berlega án þessara upplýsinga er
ekki forsvaranlegt og ófaglega að
staðið. (Niðurstaða könnunarinnar
„Það er augljóst að ekki
er sama hvort sýni er
tekið af kjötvöru á
framleiðsludegi eða á
síðasta söludegi. Að slá
fram niðurstöðum opin-
berlega án þessara upp-
lýsinga er ekki forsvar-
anlegt og ófaglega að
staðið.“
gefur hins vegar tilefni til frekari
athugana.)
Þess ber einnig að geta að sýna-
taka er eitt hjálpartækja til þess
að meta gæði matvæla. Ein sýna-
taka segir okkur einungis um
ástand vömnnar í það skiptið er
sýnið er tekið. Hún segir ekkert um
hvernig ástandið var deginum áður,
eða hvernig ástandið verði deginum
seinna. Til þess að fylgjast með
einu ákveðnu fyrirtæki, og draga
raunhæfar ályktanir þar af, þarf
mun fleiri sýnatökur til og það á
lengri tíma.
Tilvist ákveðinna gerla í vöm
geta gefið töluverðar vísbendingar
um meðhöndlun hennar. Komið var
lítillega inn á þetta í grein í Morgun-
blaðinu þann 15. mars sl., þar sem
vitnað var í greinargerð Rann-
sóknastofu Hollustuvemdar er
fylgdist með könnunni.
Á Rannsóknastofu Hollustu-
vemdar er yfírleitt ekki leitað beint
eftir sjúkdómsframkallandi gerlum
(að undanskildum staphylococcus
auresu) við venjubundnar rann-
sóknir á matvælum. Hins vegar er
alltaf leitað að saurcoli-gerlum. Hár
saurcoli-gerlafjöldi í kjötfarsi segir
okkur að varan hafí mengast og
þar af leiðandi sé hún ósöluhæf.
En þessi gerlategund segir ekki
viÐsmmm
W VEGUR TIL VELGENGNI
VEGUR TIL VELGENGNI
Með vaxandi samkeppni á öllum sviðum við-
skipta er nauðsynlegt að skoða vel þær baráttu-
aðferðir sem bjóðast.
Nám í viðskiptatækni er ætlað þeim sem vilja hafa
vakandi auga með öllum möguleikum sem gefast í
nútíma rekstri fyrirtækja og vilja auka snerpu sína í
harðnandi samkeppninni.
Viðskiptatækni er 128 klst. námskeið. Hnitmiðað
nám, sem byggt er á helstu viðskiptagreinum,
markaðs- og fjármálastjórnun -sniðið að þörfum
yfirmanna fyrirtækja, sölumanna og markaðsstjóra,
og þeirra er starfa að eigin rekstri.
Nokkur atriði námskeiðsins:
Grundvallaratriði í rekstrarhagfræði
Framlegðar og arðsemisútreikningar
Verðlagning vöru og þjónustu
Fjárhags- og rekstraráætlanir
Islenski fjármagnsmarkaðurinn
Markaðsfærsla og sölustarfsemi
Auglýsingar
Bókhald sem stjórntæki
Gestafyrirlestur
Innritun og allar nánari upplýsingar
eat veittar í símum 68 75 90 & 68 67 90.
Hringið og við sendum upplýsinga-
bækling um hæl.
Tölvufræðslan
Stjórnunar-
og viðskiptadeild
Borgartúni 28