Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989
Finnbogi Rútur
Valdemarsson
Sjá bls 22
leynt þar vestra. Hann var talinn
jafnvígur hvar á vegi, er hann kynni
að hasla sér námsbraut.
Á mannmörgu heimili, í foreldra-
húsum, var oft þröngt í búi, og
námsstyrkir eða lánafyrirgreiðsla
óþekkt í þá tíð. Var mér sagt að í
hópi þeirra, er gengust fyrir að
styrkja Finnboga Rút til náms,
væri Sigurjón Jónsson, bankastjóri
Landsbankans á ísafirði, og fleiri
’ ágætismenn þar í bæ.
Finnbogi Rútur lagði stund á al-
þjóðarétt og nam í þeim fræðum í
París, Genf, Berlín og Róm.
Eftir að Finnbogi Rútur kom
heim frá námi 1933, varð hann rit-
stjóri Alþýðublaðsins og gerbreytti
íslenzkri blaðamennsku frá
ævagömlu formi til nýtízku sniðs
og stóð næstum í sporum Morgun-
blaðsins að útbreiðslu og athygli.
Hann gerðist einnig á þessum
árum framkvæmdastjóri bókaút-
gáfu Menningar- og fræðslusam-
bands alþýðu, sem átti miklu gengi
og vinsældum að fagna um árarað-
ir.
Finnbogi Rútur var einn af stofn-
endum Prentsmiðjunnar Odda,
ásamt nokkrum ungum prenturum
í ísafoldarprentsmiðju. Síðar eign-
aðist ég hlut Finnboga, um tíma,
en þetta fyrirtæki er nú hið stærsta
í sinni atvinnugrein.
Finnbogi Rútur var leigjandi hjá
Guðrúnu Ármannsdóttur, ekkju
Jakobs Bjamasonar er fórst með
togaranum „Skúla fógeta", á Skóla-
vörðustíg 23 eftir heimkomuna frá
námi 1933. Þar kynntist hann
heimasætunni, Huldu Dóru. Þau
^ vígðust í hjónaband 16. apríl 1938.
Frá Reykjavík fluttust þau í
Kópavog að Marbakka við Fossvog
1940, og voru meðal landnema í
Kópavogsbyggð, sem er nú annar
stærsti byggðarkjami landsins. Þar
var heimili Huldu og Finnboga til
hinztu samvemstunda.
Finnbogi eignaðist dóttur, áður
en hann gekk í hjónaband, með
Sigríði Guðjónsdóttur, systur Frið-
riks Guðjónssonar útgerðarmanns á
Siglufirði. Heitir hún Auður og hef-
ir starfað í sendiráði íslands í Osló,
nær fjóra áratugi. Böm þeirra
Huldu og Finnboga em Elín fædd
1937, giftist Emi Erlendssyni, þau
skildu. Seinni mann sinn, Guðmund
Svein Jónsson, verkfræðing, missti
hún. Nú gift Sveini H. Valdimars-
syni, lögmanni; Gunnar fæddist
1938, ókvæntur og bamlaus; Guð-
rún fæddist 1940, giftist lækni frá
Palestínu, sem starfar í Nancy,
áður á íslandi. Þau skildu; Sigrún
fæddist 1943, gift Styrmi Gunnars-
syni, ritstjóra Morgunblaðsins;
Hulda fæddist 1948, gift Smára
Sigurðssyni, rannsóknarlögreglu-
manni, sem starfar í París.
Bamaböm og bamabamaböm
þeirra hjóna, Huldu og Finnboga
er ijölmennur og glæsilegur hópur
ungmenna.
Finnbogi Rútur var kjörinn fyrsti
oddviti í Kópavogshreppi 1948 til
1955 að Kópavogshreppur fékk
kaupstaðarréttindi og var hann þá
kjörinn fyrsti bæjarstjóri Kópavogs
til ársins 1957, að hann var ráðinn
bankastjóri Útvegsbanka íslands,
er þá var með lögum frá Alþingi
gerður að ríkisbanka 29. maí 1957.
Finnbogi Rútur var bankastjóri í
Útvegsbanka íslands til 1. desem-
ber 1972.
Hann átti sæti í útvarpsráði
1939-1945, í stjóm byggingasjóðs
kaupstaða og kauptúna og verka-
manna 1957-1967.
Finnbogi Rútur var alþingismað-
ur í 14 ár. Landskjörinn 1949-1959
og þingmaður Reyknesinga 1959-
1963.
Finnbogi Rútur var maður mál-
efna en ekki málskrafs. Hann átti
þátt í, ásamt Ólafi Thors, að fella
niður daglega framboðsfundi fyrir
hveijar kosningar, og leggja þess i
stað valið í hendur lqósenda.
Fyrstu kynni mín af Finnboga
Rút vom allmörgum áram áður en
hann varð bankastjóri í Útvegs-
bankanum. Hann var þá bæjarstjóri
í Kópavogi. Starfsmannafélag Út-
vegsbankans hafði þá keypt fyrir
nokkmm áram landareign í Lækjar-
botnum, sem var eignarlóð. Fagurt
var þar og gróðursælt, en göngu-
troðningar í stað akstursvega, raf-
magnslaust og neyzluvatn af skom-
um skammti. Lönd Lækjarbotna og
Kópavogs lágu saman á löngum
landamörkum.
Ég fór á fund bæjarstjórans í
Kópavogi, Finnboga Rúts Valdi-
marssonar, og óskaði nágranna-
samstarfs í ýmsum framfaraverk-
efnum til hagsbóta báðum aðilum.
Finnbogi Rútur tók mér af mikilli
ljúfmennsku, sem ég síðar átti eftir
að reyna að var ríkur þáttur í fram-
komu hans, og fyrirgreiðslu þegar
vandamál vom á dagskrá. Kvaðst
Finnbogi Rútur fús til að koma til
fundar við Lækjarbotnanefnd í fé-
lagsheimili okkar næsta sunnudag,
og með honum kæmi byggingarfull-
trúi Kópavogs, Einar Kristjánsson.
Komu þeir félagar til móts við okk-
ur eins og um var samið. Landa-
merkin vom könnuð og ákveðið að
efna til frekara samstarfs í fram-
tíðinni, báðum aðilum til hagsbóta.
Um hádegisbil sýndum við þeim
Finnboga og Einari húsakynni fé-
lagsins í Lækjarbotnum, en með í
förinni var Þormóður Ögmundsson,
lögfræðingur Útvegsbankans.
Hjálmar Bjamason, fyrrverandi
bankafulltrúi, og fyrri eiginkona
hans, Elísabet, dvöldu á þessum
tíma í bústaðnum, ásamt bömum
og bamabömum. Fjölmenni var
þann dag í sveitinni eins og endra-
nær og veðurblíða í bakandi sólar-
hita. Gestum var tekið opnum örm-
um, veitt af gestrisni og rætt um
málefni og framtíð bústaðarins og
fleira.
Eftir komu Finnboga Rúts fyrsta
sinni að Lækjarbotnum,- sagði Elísa-
bet kona Hjálmars við mig: „Mikið
er bæjarstjórinn í Kópavogi elsku-
legur og góðviljaður í okkar garð,
svo sér maður skammargreinar um
hann í blöðunum. Maður á ekki að
lesa dagblöðin.“
Eftir komu Finnboga Rúts í
Lækjarbotna, fóm margs konar
framkvæmdir í gang. Gunnar Thor-
oddsen, borgarstjóri, lét leggja raf-
magnslínu frá Soginu í Félags-
heimilið. Borað var fyrir vatnsæð
frá Gvendarbmnnum og létu þá
Lækjarbotnar Kópaseli, dagheimili
Kópavogskaupstaðar, neyzluvatn
úr bmnni Lækjarbotna í té fyrir
fasteignagjöld.
Finnbogi Rútur átti síðar eftir
að vera þátttakandi með okkur á
vatnshátíð og ljósahátíð í Lækjar-
botnum, þegar komu vatns og ljóss
var fagnað á fögmm haustdegi.
Á kveðjustund kalla fram liðnir
dagar bjartar og fagrar endurminn-
ingar um mætan dreng, sem lokið
hefir löngu og fögm dagsverki í
þágu alþjóðar og bæjarfélags á
bemskuámm.
Finnbogi Rútur var vitmaður
mikill, virtur, skjótur til ákvörðun-
artöku og úrræðagóður á öllum
sviðum mannlegs máttar. Hann var
mikilvirkur og mætur bankastjóri,
sem öllu samstarfsfólki hans í bank-
anum þótti vænt um og saknar
hans með einlægu þakklæti og
hjartahlýju.
Ég votta eiginkonu, ástvinum og
öllum aðstandendum innilega hlut-
tekningu og samúð.
Adolf Bjömsson
Frá sjö ára aldri hef ég búið við
hlið afa og ömmu á Marbakka.
Fyrir þann tíma dvaldist ég þar
löngum stundum, ýmist við leik í
fjömnni og í kringum húsið, enda
var þar öðmvísi um að litast þá en
nú, eða inni í stofu hjá afa og ömmu.
Amma kenndi okkur bamabömun-
um að kveðast á og afi las gjaman
fyrir okkur Islendingasögurnar og
margt annað fróðlegt og skemmti-
legt. Róðraferðir með afa urðu ótal-
margar og minnisstæðar. Sumum
okkar kenndi hann að róa strax á
unga aldri þótt ég hafi ekki ráðist
í slík stórræði fyrr en á ellefta ári.
A ferðalögum um landið var gaman
að sitja í bílnum hjá afa. Mér fannst
hann hljóta að kunna sögu hverrar
þúfu, vitneskja hans um land og
þjóð virtist óþijótandi.
Það var þó ekki fyrr en hin síðari
ár, þegar ég var að staulast til vits
og ára, að ég kynntist afa Rúti að
ráði. Eg sat þá stundum hjá honum
og talaði við hann. Hann var haf-
sjór fróðleiks og ósjaldan hjálpaði
hann mér við ritgerðir og önnur
verkefni í skólanum þar sem meiri
visku þurfti við en ég bjó yfir. Hann
fylgdist grannt með frammistöðu
allra bamabarna sinna í skóla allt
frá fyrstu tíð. Það var siður okkar
að sýna þeim afa og ömmu ein-
kunnabækur í hvert sinn sem þær
vom afhentar og mér er í fersku
minni fyrsta skiptið sem honum
þótti ástæða til að benda mér á
lélega frammistöðu mína í stærð-
fræði. Hann gleymdi þó aldrei að
lofa það sem vel var gert. Sérstak-
lega þótti honum vænt um að ég
skyldi leggja stund á fomgrísku í
menntaskóla en hana hafði hann
lært hjá Kristni Armannssyni,
frænda mínum, á sínum mennta-
skólaámm. Hún hafði þá verið lögð
niður sem kennslugrein í Mennta-
skólanum í Reykjavík þótt nú hafi
hún verið tekin upp að nýju. Seinna,
þegar ég var flogin burt, skrifaði
afi mér mörg bréf og einstaklega
skemmtileg aflestrar.
Fyrir réttu ári komu afi og amma
í heimsókn til Parísar. Þá vom þar
búsett dóttir þeirra og ijögur bama-
barna ásamt mökum og börnum og
hefur nú enn bæst í hópinn. Það
var einmitt að byija að vora í París
þegar þau komu og við gengum og
keyrðum um gamlar slóðir afa og
hann rifjaði upp minningar frá þeim
tíma þegar hann las þar alþjóða-
rétt. Það vom afi og amma sem
vöktu áhuga okkar bamabamanna
á París og áttu þannig mikinn þátt
í að við lögðum flest leið okkar
þangað að námi hér heima loknu.
Síðustu árin veittu tveir litlir
drengir afa ómælda ánægju. Það
em langafabörnin hans tvö, Finn-
bogi Rútur Finnbogason og Corto
Jabali. Það tekur okkur sárt að
honum skyldi ekki endast aldur til
þess að fylgjast með þeim vaxa úr
grasi eins og hann hefði viljað.
Afi var okkur barnabömunum
fyrirmynd í mörgu. Hann var fróður
maður og ágætum gáfum gæddur,
skemmtilegur og góður afi. Við
minnumst hans með þakklæti fyrir
liðnar stundir og söknuði yfir að
hafa ekki fengið að njóta samvista
við hann lengur.
Hanna Guðrún Styrmisdóttir
Kynni okkar Finnboga Rúts vom
mest í kreppunni 1968 til 1969.
Síldin horfin, freðfísksmarkaðimir
hmndir ásamt mörkuðunum fyrir
mjöl og lýsi og borgarastyijöld í
Nígeríu kom í veg fyrir skreiðar-
sölu. Þúsundir gengu atvinnulausir
og helstu menn horfðu í gaupnir
sér. Þá var auðvelt að verða róttæk-
ur.
„Svo þig vantar víxil. Heldurðu
að þú getir nokkurn tíma borgað
hann? Hagfræðingur frá Englandi,"
og unaðslegt bros lék um varir
mildingsins í Utvegsbankanum,
sem bara bankastjórar í góðu skapi
geta framkallað. Síðan hló hann við
og þá kom slík birta í atvinnulegt
tillit fjármálajöfursins, að ég var
HÖLDUM
TAKTI MEÐ
HÆKKANDI
SÓL!!
Nú er vor í lofti og við hvetjum alla til að mæta sól og
sumri í fínu formi. Fátt reynist betur en 9 vikna vornámskeið
í Kramhúsinu, sem hefjast 3. apríl, og úrvalið er. við allra hæfi:
□ MÚSÍKLEIKFIMI
(þol - teygjur ■ dans)
Kennarar: Hafdís, Elísabet og Agnes.
Morgun-, hádegis-, siðdegis- og kvöldtímar.
ATH!: Sérstakir karlatímar í hádeginu.
□ JASSDANS FYRIR BYRJENDUR
Kennari: Agnes Kristjánsdótir.
□ KLASSÍSKUR BALLET
Kennari: Hany Hadaya.
□ NÚTÍMA DANS
Kennari: Hany Hadaya.
□ BLUES
Kennari: Hany Hadaya.
□ „KARNIVAL" hressir og fjörugir
leikfimitímar með suður-amerískum púlsi.
Kennari: Joan Da Silva frá Brasilíu.
□ LEIKLIST FYRIR BÖRN 7-12 ára
Kennari: Sigriður Eyþórsdóttir.'
□ LEIKIR OG SPUNI FYRIR BÖRN
4-7 ára, laugardaga frá kl. 12-13, á sama
tíma geta foreldrar verið í músíkleikfimi.
□ ANGENTÍNSKUR TANGÓ
□ FLOTT FORM
7 bekkja æfingakerfið fyrir fólk á öllum aldri.
Styrkir - liðkar - grennir og veitir slökun.
ATH.: Stórlækkað verð
Innritun alla daga frá kl. 9.30-18.00. Símar: 15103 og 17860.