Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÖIÐ MIÐVlkUDAGUR 29. MARZ 1989 KOSIÐ TIL HINS NYJA FULLTRUAÞINGS SOVETRIKJANNA Fjöldahreyfingar í Eystra- saltslöndunum fá míkið fylgi Vilnius, Moskvu. Reuter. Daily Telegraph. Fjöldahreyfíngar almennings £ Eystrasaltslöndum Sovétríkjanna, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, sópuðu til sín fylgi í kosningunum á sunnudag. í Eistlandi tryggði Þjóðfylkingin sér 19 af 36 þingsætum landsins á væntanlegu fulltrúaþingi í Moskvu, samsvarandi lettnesk hreyfing vann 24 af 40 sætum og í Eistlandi vann Sajudis-hreyfingin 31 af 42 sætum. Reuter Borís Jeltsin hélt í leyfi á mánudagskvöld er ljóst var að hann hafði verið kjörinn á þing sem fulltrúi Moskvu. Myndin var tekin er Jeltsín hélt frá vinnustað sínum í höfuðborginni. Allar hreyfingamar hafa mögu- leika á að bæta enn við sig sætum í þeim kjördæmum þar sem enginn frambjóðandi fékk hreinan meiri- hluta í fyrri umferð kosninganna. Þess er vænst að síðari umferð, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu manna, verði innan hálfs mánaðar. Fjölmargir af valdamestu leið- togum flokksins urðu nú að lúta í lægra haldi fyrir stuðningsmönnum fjöldahreyfinganna sem krafist hafa aukins lýðræðis og sjálfræðis, þótt þær hafi forðast að nefna kröfur um Úrslitin sýna að hraða ber framkvæmd perestrojku - sagði umbótasinninn Boris Jeltsín, sem vann yfírburðasigur | Moskvu Moskvu, Daily Telegraph, Reuter. SOVÉSKI umbótasinninn Boris Jeltsín, sem gjörsigraði andstæðing sinn í þingkosningunum í Moskvu á sunnudag, sagði er úrslitin lágu fyrir að sigur hans sýndi Ijóslega að hraða þyrfti umbótum í Sov- étríkjunum. Jeltsín hlaut 89 prósent atkvæða en hann bauð sig fram í Moskvu. Andstæðingur hans, verksmiðjustjórinn Jevgeni Brakov, naut stuðnings sovéska kommúnistaflokksins og eru úrslitin talin áfall fyrir ráðamenn í höfuðborginni og harðlínumenn innan flokks- ins. Kosið var til hins nýja fulltrúa- þings Sovétríkjanna en þingið mun síðan kjósa menn til setu í Æðsta ráðinu sem mun hafa meiri völd en áður. „Ég er þakklátur fyrir þann stuðning sem íbúar Moskvu hafa sýnt mér. Nú þarf að huga að því hvemig unnt er að koma þeirri stefnu sem ég boðaði i fram- kvæmd,“ sagði Jeltsín í viðtali við Reuters-fréttastofuna á mánudag er ljóst var að hann hafði farið með sigur af hólmi í kosningunum. Þetta er í fyrsta skipti sem almenningi gefst tækifæri til að velja milli tveggja frambjóðenda í kosningum frá því kommúnistar brutust til valda í Sovétríkjunum. Hins vegar var öðmm flokkum en kommúnista- flokknum bannað að taka þátt í kosningunum. Jeltsín kvaðst telja að úrslitin sýndu að hraða þyrfti framkvæmd umbótaáætlunar Míkhaíls S, Gorb- atsjovs, sem kennd er við perestroj- ku. Hann var spurður hvort úrslitin myndu gera Gorbatsjov erfiðara fyrír. Þessari spumingu svaraði Jeltsín ekki beint en kvaðst ævin- lega hafa stutt aðalritarann. Jeltsín sem er 58 ára var rekinn úr stjóm- málaráði kommúnistaflokksins haustið 1987 eftir að hann hafði gagnrýnt ráðamenn harðlega fyrir slælega frammistöðu við fram- kvæmd umbótastefnunnar. Hann missti einnig stöðu sína sem for- maður Moskvu-deildar flokksins og var fengið embætti aðstoðarráð- herra á sviði byggingarfðnaðar. Jeltsín naut mikilla vinsælda er hann var við völd í Moskvu en hann þótti sérlega óvæginn í gagnrýni sinni auk þess sem hann tók al- menning oftlega tali á götum úti. Sigur Jeltsíns kom mjög á óvart ekki síst sökum þess að Gorbatsjov og aðrir helstu ráðamenn Sovétríkj- anna höfðu geflð sterklega til kynna að þeim mislíkaði kosningabarátta hans. Birt höfðu verið ummæli bæði harðlínumanna og umbóta- sinna á fundinum afdrifarfka árið 1987 er Jeltsín var vikið úr stjóm- málaráði flokksins. Míkhaíl S. Gorb- atsjov sagði á sunnudag er hann greiddi atkvæði í kosningunum að þjóðin yrði að vera á varðbergi gagnvart „heimskulegu athæfí og óhóflegum umbreytingum" og voru þessi orð hans lögð út á þann veg að hann vildi vara við Jeltsín og kosningaboðskap hans. Gorbatsjov bar hins vegar á móti því að flokk- urinn hefði beitt sér gegn Jeltsín og sagði kosningamar mikið fram- faraspor. Kosið var á um 3,000 stöðum í höfuðborginni og er talið að þátt- takan hafí verið um 90 prósent. Að sögn fréttaritara The Daily Tel- egraph í Moskvu virtist almenning- ur taka kosingamar mjög alvar- lega. Skipulag allt virtist í góðu lagi og auðvelt var að fínna kjör- staðina því hvarvetna mátti sjá rauða fána auk þess sem hávær hátíðartónlist var leikin í tilefni dagsins. Stuðningsmenn Jeltsíns leyndu þó ekki fögnuði sínum er úrslitin vom kynnt og hrópuðu: „Við sigruðum, við sigruðum.“ And- stæðingur Jeltsíns tók tapinu illa og sagði aðstoðarmaður hans að úrslitin endurspegluðu ekki vilja fólksins. Sagnfræðingurinn Roy Medvedev, sem í eina tíð var dæmd- ur í stofufangelsi fyrir andóf gegn stjómvöldum var kjörinn á þing með miklum meirihluta atkvæða en hann bauð sig fram í hverfi einu í Moskvu. Þá vakti einnig athygli að borgarstjóri Moskvu, Valery Saikin, var borinn ofurliði í höfuðborginni en hann var talinn eiga vísan frama innan flokksins. algert sjálfstæði. í mörgum tilvikum reyndu embættismenn að hamla gegn sókn þjóðarhreyfinganna, stundum með ruddalegum aðferðum, en ekkert stoðaði; nær allir frambjóð- endur sem mæltu með áframhald- andi nánum tengslum við Moskvu- valdið urðu að bíta í grasið. Lithá- enska hreyfíngin ákvað að bjóða ekki fram gegn tveim mönnum, Alg- irdas Brazauskas flokksleiðtoga og varaleiðtoganum, Vladimir Bery- ozov, þar sem þeir hafa verið skel- eggir talsmenn umbótastefnu og hlutu þeir því báðir kosningu. Aðrir flokksleiðtogar kolféllu, þ. á m. Sov- étlýðveldisins. „Hópurinn, sem fer til Moskvu [á fulltrúaþingið], verður einhuga," sagði einn af leiðtogum Sajudis, Virgilious Cepaitis. Flokksleiðtogi Lettlands, Jan Vagris, marði sigur í kjördæmi sínu, hlaut 51% atkvæða, en forsætisráð- herrann féll. Stuðningsmenn Þjóðar- hreyfingarinnar sögðu að þúsundir sovéskra hermanna og flotaliða af öðru þjóðemi en lettnesku, er gegndu herþjónustu í Lettlandi, hefðu verið látnir kjósa þar til að reyna að stöðva framsókn hreyflngarinnar. Unnið að talningu atkvæða í Moskvu. Reuter Flokksleiðtognm hafii- að í Kíev og Leníngrad Moskvu, Lvov. Reuter, Daily Telegraph. ÞAÐ var víðar en I Moskvu sem fiilltrúar sovéskra stjómvalda guldu afhroð í þingkosningunum á sunnudag. í Leníngrad, sem er næst stærsta borg Sovétríkjanna, var þremur fulltrúum ílokksins hafiiað og nokkrir frambjóðendur flokksins í Kíev naðu ekki kjöri. í borginni Lvov í Úkraínu náði 35 ára gömul blaðakona að skjóta Gorbatsjov Sovétleiðtogi á erfítt val fyrir höndum Moskvu. Reuter. Daily Tele^raph. Er sovéska sjónvarpið birti kosningatölur á mánudagskvöld þar sem fram kom að Boris Jeltsín og fleiri umbótasinnar höfðu víða gersigrað frambjóð- endur flokksvélar kommúnista virtist margt réttlæta taumlausa bjartsýni umbótasinna. „Mér finnst sem við höfiim stokkið inn f annan heim og sjáum nú hvera- ig Sovétríkip hefðu getað orðið. Eg vona að enginn veki mig af þessum draumi," sagði ungur menntamaður. Skáldið Andrej Vosnesenskíj sagði sovéska menntamenn yfirleitt hafa talið að þeir væru framverðir lýðræð- isins en alþýðufólk væri ekki enn reiðubúið. Úrslit kosninganna sýndu að menntamenn hefðu að sumu leyti haft ragngt fyrir sér; meðal aímennings tæki lýðræðis- kennd stórstígum framförum. Fulltrúar á hinu nýja þingi, sem kemur saman í mai, verða alls 2.250. Þar af eru 750 valdir af ýmsum flokksstofnunum og sam- tökum, þ. á m. kommúnistaflokkn- um, og er kosningum innan stofn- ananna ekki fyllilega lokið. Enn er mögulegt að andófsmaðurinn og Nóbelshafinn Andrej Sakharov verði kjörinn einn af fulltrúum sov- ésku vísindaakademíunnar. Full- trúaþingið kýs síðan nýtt Æðsta ráð í tveim deildum úr eigin röðum, í hvorri deild verða 270 manns. Nýja Æðsta ráðið verður að því leyti frábrugðið því gamla að það mun sitja miþinn hluta ársins og að líkindum fá raunveruleg völd. Jeltsín var sparkað úr stöðu flokksleiðtoga í Moskvu í október 1987 er hann á miðstjómarfundi krafðist víðtækari umbóta og gagnrýndi Gorbatsjov fyrir linkind gagnvart afturhaldsöflum. Nýlega birfi miðstjóm flokksins fundar- gerðina frá októberfundinum og kom fram að Gorbatsjov var í farar- broddi þeirra sem réðust á Jeltsín. Gorbatsjov hrósaði Jegor Lígatsjov, helsta andstæðing Jeltsíns, og sagði hinn síðamefnda vera pólitískan fáráðling og framagosa. „Er sjálfsánægja þín orðin slík að þú setjir eigin frama skör hærra en hagsmuni og hugsjónir flokks- ins?“ sagði Gorbatsjov. Fyrir skömmu sagði hann að hugmyndin um fjölflokkakerfi í Sovétríkjunum væri firra. Háttsettir flokksleiðtogar, sem féllu í kosningunum, eru vafalaust fullir hefndarþorsta. Margir sluppu við skellinn, ýmist fyrir tilstuðlan ýmiss konar óbeins misferlis eins og víða í Úkraínu, þar sem oft tókst að koma í veg fyrir mótframboð gegn flokksgæðingum eða vegna áðurnefndra kosningareglna, en þeir sjá skriftina á veggnum og því má gera ráð fyrir að fulltrúa- þingið í maj verði stormasamt. Jeltsín hefur sagt að hann muni reyna að koma á laggimar blokk umbótasinna og hefur þá m.a. í huga fulltrúa frá Eystrasaltsríkjun- Reuter Míkhaíl Gorbatsjov greiðir at- kvæði í Október-hverfinu í Moskvu á spnnudag. Skömmu síðar sagði Sovétleiðtoginn að hvernig sem kosningarnar færu yrði fólk að sætta sig við úrslitin. um. Tíminn ipun leiða í Ijós hvort Gorbatsjov veðjar á annan hvorn hestinn, róttæka umbótasinna eða afturhaldssinna, reynir að sigla milli skers og báru og jafnvel etja hópunum saman í von um að treysta eigin völd. fjórum fiilltrúum stjóravalda ref fyrir rass en hún hlaut rúm 90 prósent atkvæða. Úrslitin í Leníngrad eru að líkind- um alvarlegasta áfallið sem sovéski kommúnistaflokkurinn varð fyrir í kosningunum til fulltrúaþingsins nýja. Formaður flokksdeildarinnar í Leníngrad-héraði, Júrí Solovjov, náði ekki tilskildum meirihluta atkvæða þó svo hann væri einn í kjöri. Solov- jov hefur átt sæti í stjómmálaráði kommúnistaflokksins frá árinu 1986 og verið þar fulltrúi án atkvæðisrétt- ar en hann var skipaður flokks- formaður í Leníngrad árið 1985 skömmu eftir að Míkhaíl S. Gorbatsj- ov var kjörinn aðalritari Kommúni- staflokks Sovétríkjanna. Samkvæmt kosningareglum verður kosið að nýju en í það skiptið verður Solovjov ekki í framboði. Leiðtogi flokksins í Leníngrad- borg, Anatolíj Gerasímov, og borgar- stjórinn, Vladímír Khodíjrev, náðu heldur ekki kjöri. Gerasímov hafði verið við völd í tvö ár en hann á sæti í miðstjórn flokksins og var einnig fulltrúi í Æðsta ráðinu. Khodíjrev hafði hins vegar gegnt embætti borg- arstjóra í fimm ár. í Kíev, þriðju stærstu borg Sov- étríkjanna, náðu hvorki leiðtogi flokksins né borgarastjórinn kjöri þó svo þeir væru einir í kjöri. Mannrétt- indasamtök í Kíev, sem er höfuðborg Úkraínu, höfðu hvatt almenning til að strika út nöfn frambjóðenda flokksins á þeim forsendum að kons- ingarnar væru ólýðræðislegar. Þetta virðist hafa borið tilætlaðan árangur alltjent var alls fimm_ leiðtogum flokksdeilda hafnað í Úkraínu en ekki var Ijóst hvemig þeim Vladímír Stsjerbítskíj, leiðtoga flokksins í lýð- veldinu, og Alexander Vlasov, for- sætisráðherra Rússlands, hafði reitt af,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.