Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 29 Reuter Afríkuffir Thatcher Bretland: Ekki líkamleg held- ur andleg upprisa St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. BISKUPINN í Durham á Bret- landi lýsti því yfir í sjónvarpsvið- tali á páskadag að upprisa Jesú hefði ekki verið upprisa líkamans. Yfirlýsing hans hefur vakið mikl- ar deilur. Nú hafa klerkar biskupakirkjunnar lýst yfir því að æskilegt væri að bisk- upinn yrði settur af. Ymsir þingmenn íhaldsflokksins hafa einnig látið í ljósi þá skoðun að reka ætti biskup- inn úr embætti. Biskupinn í Durham, Dr. David Jenkins, sagði í viðtalinu að upprisa Jesú hefði ekki verið líkamleg upp- risa heldur andleg, raunveruleg upp- risa, „því að reynslan, sem veitir fólki vitneskju um að Hann lifði eft- ir dauðann hlyti að vera meira en endurlífgun líks. Að vita að Hann lifir að eilífu hlýtur að byggjast á meiru en að rekast á draug." Dr. Robert Runcie, erkibiskupinn af Kantaraborg, hefur neitað að láta hafa nokkuð eftir sér um þessa deilu. I predikun sinni á páskadag sagði hann að upprisan væri vonartákn kristinna manna, hún kæmi drauga- gangi ekkert við. Hann lagði áherzlu á að sagt væri satt frá í Biblíunni, að María hefði talað við Jesúm upp- risinn í grasagarðinum. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, kom í opinbera heimsókn til Marokkó á mánudag og er hún fyrsti breski forsætisráðherrann sem það gerir síðan 1943. Hún gisti í Marokkó í tvo sólarhringa i boði Hassans, konungs landsins, og átti viðræður við hann í tvær klukkustundir. í gær hélt Thatcher til Lagos í Nígeríu þar sem ráðgert var að hún ætti fund með forseta lands- ins, Ibrahim Babangida. Þaðan heldur hún til Zimbabwe og Malaví. Á myndinni sést hvar Thatc- her kannar heiðursvörð við konungshöllina í Marrakesh skömmu áður en hún hitti Hassan konung á mánudag. Biskupinn í Durham hefur lengi verið umdeildur. Hann lýsti því yfir árið 1984 að hann tryði ekki á mey- fæðinguna. Þá gripu biskupar ensku biskupakirkjunnar til þess ráðs að staðfesta kristinn rétttrúnað og ein- öngruðu þannig biskupinn í Durham. Biskupinn í Durham sagði að þessi læti út af ummælum hans væru held- ur leiðinleg. Það væri óhjákvæmilegt að halda áfram að ræða upprisuna. Það, sem mestu máli skipti, væri að skijja hvað upprisan merkti fyrir nútímann. Litlar vonir bundnar við hreinsunarstarfið Mengunarslysið í Alaska: Valdez, New York. Reuter. ÞRÁTT fyrir versta veður er reynt að berjast gegn olíumenguninni í Prins William-sundi í Alaska en talið er, að 42 miljjómr lítra hafi runnið úr oliuskipinu Exxon Valdez eftir að það strandaði sl. föstu- dag. Er óttast, að olían muni valda verulegu tjóni á lífríkinu á þess- um slóðum. Slysið olli þvi meðal annars, að í gær fór verðið fyrir hvert olíufat yfir 20 dollara á Bandaríkjamarkaði. Vonskuveður kom í gær að mestu í veg fyrir, að unnt væri að halda áfram við að hreinsa olíuna, sem þakti þá 260 ferkm stórt hafsvæði, og barst hratt suður Prins William- sund fyrir vindi og straumum. Frank Iarossi, forstjóri skipadeildar Exxon-olíufélagsins, kvaðst þó bjartsýnn á, að unnt væri að bæta skaðann að verulegu leyti en sagði, að það gæti tekið nokkra mánuði. Ýmsir sérfræðingar í olíumengun eru þó ekki á sama máli og segja, að yfirleitt teljist gott að geta náð upp 30% olíunnar. Vegna slyssins og tafa á olíu- flutningum frá Alaska fór verðið fyrir hvert fat upp í 20,53 dollara á Bandaríkjamarkaði í gær. Venju- lega fara tvær milljónir olíufata um leiðsluna þvert yfir Alaska til hafn- arborgarinnar Valdez en nú eftir slysið aðeins 800.000 föt. Alaskaol- ían svarar til 25% af eigin vinnslu Bandaríkjamanna. Upplýst hefur verið, að þriðji stýrimaður var einn í brúnni þegar skipið strandaði en hann hafði ekki réttindi til að stjóma því á þessum slóðum. Þá er einnig kvittur um, að skipstjórinn eigi við áfengis- vandamál að stríða en talsmaður Exxon vildi ekkert um það segja. Sagði hann aðeins, að fimm sjálf- stæðar rannsóknamefndir væm nú að kanna allar hliðar málsins. Valdez Mengunarslysið í Valdez Alaska- olíulei&slan (nebanjarfiar) Kólumblu- Olfubirg&astöð v^Olíuskipiö Exxon Valdez sigldi austan viö venjulegar síglingaleiöir til aö varast borgarísjaka, semkomufrá Kólumbíujökli. Skipiö strandaöi síöan á Bligh-rifi. Þriöji stýrimaöur var einn í bninni, en haföi ekki réttindi til aö stjórna skipinu á þessum slóöum. ■ ■ , Valdez VILHJÁLMS ’ SUND SUNDt ALASKA-FLÓI Exxon Valdez: Olíuskipiö, sem er um 330 m langt og 55 m breitt, er meö nokkur göt í prettán olíugeym- um. Kafarar segja aö skemmdimar hafi oröiö viö kjölinn og þeir gátu synt inn I skipiö ánokkrum stööum. Flokkur Ozals geldur afhroð í kosningum: Uppstokkun í tyrk- nesku ríkisstjóminm Ankara. Reuter. TURGUT Ozal, forsætisráðherra Tyrklands, leggur um þessar mundir lokahönd á nýjan ráðherralista í þvi augnamiði að endur- vekja traust almennings á ríkisstjóminni. Hann vísar hins vegar á bug kröfiim um að hann sjálfiir segi af sér og boði þingkosning- ar. Ráðherrar í ríkisstjórn Ozals sögðu af sér er Ijóst varð að Föðurlandsflokkurinn, flokkur Ozals, galt afhroð í bæjar- og sveit- arstjórnarkosningum um helgina. Föðurlandsflokkurinn fékk ein- ungis 21,9% atkvæða í kosningun- um og missti tökin á borgum eins og Ankara, Istanbúl og Izmir. Flest atkvæði fengu jafnaðarmenn undir forystu Erdals Inonu eða 28,2%. Flokkur hinnar sönnu leiðar, sem er hægri-miðflokkur, varð í öðru sæti á landsvísu með 25,6% at- kvæða. Þar er í forsvari Suleyman Demirel fyrrum forsætisráðherra sem steypt var af stóli í byltingu hersins árið 1980. Til marks um hversu léleg út- koman var hjá stjómarflokknum má nefna að flokkurinn fékk 36% atkvæða í þingkosningum í nóvem- ber árið 1987. Engu að síður hlaut flokkurinn meirihluta þingsæta þá vegna kosningareglnanna í landinu. Álitið er að almenningur hafí nú kveðið upp dóm yfir stjóm Ozals en efnahagsmál hafa verið í miklum ólestri. Að sögn breska vikuritsins Economist þykir einnig ámælisvert að forsætisráðherrann hefur komið nánustu ættingjum í áhrifamiklar stöður; yngri bróðir hans er efnahagsmálaráðherra, annar er aðalsamningamaður Tyrkja í samskiptum við múha- meðstrúarríki, frændi Turguts er landbúnaðarráðherra og sonur hans er nokkurs konar starfs- mannastjóri hans. Eiginkona Turg- uts þykir einnig hafa allt of mikil áhrif á ákvarðanir eiginmanns síns. Stjómmálaskýrendur telja líklegt að í nýrri ríkisstjórn verði fleiri úr vinstri væng Föðurlands- flokksins en nú en alls era ráð- herrar 22. Búist er við að Ozal til- kynni nöfn nýrra ráðherra innan skamms. Veganesti SEM ENDAST ÆVILANGT FERMING ARBÆKUR Fróöleiksnámur sem aldrei þrjóta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.