Morgunblaðið - 08.04.1989, Side 12

Morgunblaðið - 08.04.1989, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ IAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989 SÚM 1965/1972 ________Myndlist_____________ BragiÁsgeirsson Undanfamar vikur hefur staðið yfír að Kjarvalsstöðum, og í allri byggingunni, sýning á verkum list- hópsins SÚM, sem telst hafa starfað á árunum 1965—1972. Þetta voru mikil umbrotaár í mörgum skilningi, hvað myndlistir og félagsmál myndlistarmanna snerti, og eiga þeir súmmarar hér sinn ákveðna þátt, og því hefur menningarmálanefnd Reykjavíkur- borgar þótt við hæfi að stofna til þessarar kynningar. Og vissulega er hér rétt hugsað, en kannski hefði verið rökréttara að taka Septembersýningamar fýrst fyrir, ásamt þeim hræringum, sem voru undanfari þeirra, því að þær ollu gífurlegum þáttaskilum í íslenzkri list, svo sem flestum mun kunnugt. En einhvem veginn voru (og eru) þeir Septembermenn ekki eins af- mælaglaðir og súmmarar, sem eru það í betra lagi og hófu strax að halda upp á tímamótin eftir þriggja ára áfangann, ef ég man rétt. Og að sjálfsögðu má hver og einn halda upp á tímamót í lífí sínu, svo sem hann vill og jafnvel með þátttöku alþjóðar, ef svo ber undir. Eg minnist þessa m.a. vegna þess, að er aldarfjórðungur var liðinn frá fyrstu Septembersýningunni, skrif- aði ég tvær opnur hér í blaðið í því tilefni og hugðist skrifa þá þriðju og reyna að hafa myndir frá fyrstu sýningunni í lit í Lesbók. En það strandaði á því, að þrátt fyrir að viðkomandi væru þakklátir fyrir at- hyglina, er beindist að þeim, þóttust fæstir eiga myndir frá fyrstu sýning- unni, þær voru seldar, týndar eða jafnvel hafði verið málað yfír þær — og lítinn áhuga höfðu viðkomandi á því að setja upp sýningu í tilefni tímamótanna þrátt fyrir áskorun mína og annarra. Eftir á að hyggja má jafnvel telja, að ákvörðun þeirra hafí ekki verið óviturleg, því að fjarlægðin gerir flöllin blá eins og sagt er, og kannski hefðu þessar fyrstu þreifingar ekki fullkomlega staðist kröfur og vænt- ingar seinni tíma, er menn voru fam- ir að líta slíka list öðrum augum og umburðarlyndari. Sýningar á tímamótaviðburðum geta stundum líkst því að vekja upp gamlan draug og verk, sem voru ný og fersk, er þau komu fyrst fram og ollu hatrömmum deilum, geta virkað svo gömul og lúin að nokkrum áratugum liðnum. Það er nefnilega ekki mögulegt að flytja tímana og andrúmið í kringum sköpun listaver- kanna yfír á seinni tíma, með al- mennum sýningum, heldur eingöngu með því að skírskota rækilega til þess, sem var samtímis að gerast í listinni og þjóðfélaginu í víðu sam- hengi. En menn mega í þessu sam- bandi ekki gleyma því, að Septemb- ermenn tvístruðust aldrei á líkan hátt og súmmarar — þeir héldu áfram að vinna saman og mynduðu kjaman í kringum Haustsýningam- ar allt frá árinu 1952, er þeir kom- ust í meirihluta innan FÍM og tóku að sýna á árlegum Haustsýningum félagsins. Síðasta Septembersýning- in var einmitt haldin það árið. Þess- um völdum og í raun einokunarað- stöðu héldu þeir í nær tvo áratugi, en mynduðu svo sín eigin sýningar- samtök „Septem", er þeir komust í minnihluta innan FÍM, og þau sam- tök eru enn starfandi, að ég best veit, þó drifijöðurinn Valtýr Péturs- son sé fallinn frá auk lykilmanna eins og Siguijóns Ólafssonar og Þorvaldar Skúlasonar. Auðvitað hefur verið nokkur sam- vinna á milli meðlima Súm-hópsins innbyrðis og einnig á sýningavett- vangi í hinni ýmsu mynd eftir að hann leystist upp, og þá einkum á erlendum vettvangi, en ekki á jafn nánum grundvelli, enda sumir sestir að í útlandinu fyrir fullt og allt og hafa samlagast öðru umhverfi þótt þeir hafi samband við gamla landið. Ekki er ég endilega að halda því fram, að þessi sýning virki gömul og lúin svona almennt séð, en hversu fersk hún virkar á núkynslóðina veit ég ekki með vissu. Á mig persónu- lega virkuðu viðhorfín aldrei ný og fersk, þó óneitanlega væri mikið nýjabrum af mörgum tiltektunum hér á heimaslóðum. Ég var einfald- lega of vel inni í núlistum til að hlut- irnir kæmu mér á óvart en fylgdist þó af óskiptum áhuga með fram- vindu mála hjá þeim félögum, en myndverkin tengdust í fæstum til- vikum í þeim mæli íslenskum vett- vangi, að þær rumskuðu við mér. Hins vegar voru hér sagðar fréttir af mörgu, sem var að gerast í útlönd- um og menn tóku fyrirhafnarlaust upp niðurstöður annarra. Niðurstöð- ur, sem höfðu lengi verið að þróast í allt öðru umhverfi og við ailt aðrar aðstæður. Það fær mig enginn ofan af því, að sú núlist er sönnust, sem sprettur upp úr því umhverfi, sem viðkomandi listamaður hrærist í, og er öðru fremur spegilmynd þess. Og eftir því sem ég hef rannsakað listir betur, því gallharðari verð ég á þeirri skoðun. Jafnvel kemur uppruninn fram í myndum margra strangflatalista- manna og nefni ég hér sem skýr dæmi Hollendinginn Piet Mondrian og ítalann Alberto Magnelli. Og hér má gjaman koma fram að þeir jöfr- ar Joan Miro, Pablo PicaSso og Salvador Dali voru allir Katalóníu- menn að listrænu uppeldi og töldu sig sækja mikil áhrif til heimaslóða. Míró, sem fæddur var í Barcelona sótti stöðugt á heimaslóðir. Picasso, fæddur í Malaga, en ólst upp [ Barc- elona, taldi Katalóníu vöggu listar sinnar. Og Dali, sem ólst upp í Barc- elona, taldi Katalóníu vöggu listar sinnar. Og Dali, sem fæddur var í fiskiþorpi í Norðaustur Katalóníu, sagði um hina miklu málara frá Katalóníu: „Við komum til Parísar til að segja dálítið af hinum hráa sannleika". Hann var í raun allan tímann bam hinna einangruðu æskuslóða, þótt hann byggi í New York, París og London. Hinar furðu- legu formanir í myndum hans eru einmitt sóttar til æskuslóðanna, en klettaformanimar á ströndinni í ná- grenni fiskiþorpsins Gadaques á Ampurdánsléttunum verður að telja í meira lagi súrrealískar. Hér skal þess og einnig getið, að formin í hinni frægu kirkju Antonio Gaudi (f. í Tarragóna) í Barcelona „Sagrada Familia" munu sótt í kat- alónska náttúru. En okkar ágæti Guðjón Samúelsson var skammaður af íslenzkum núlistaspekingum fyrir að reyna hið sama hér á landi. Veri hann blessaður fyrir það, þótt honum hafí kannski mistekist stundum, því að nógu stórbrotna hluti gerði hann samt. Þetta segi ég hér vegna þess, að það gengur einfaldlega ekki, að íslenzkir myndlistarmenn, sem eiga að föðurlandi eitthvað myndrænasta og undursamlegasta land veraldar, fjölbreytt af andstæðum og ríkt af margbreytilegum formunum, og síkvikulum litatilbrigðum í lofti og gróandi, sæki ekki fyrst og fremst í myndsköpun sinni í þá ótæmandi fjársjóði, er skaparinn gaf þeim af svo miklu örlæti. Það gengur ei held- ur, að talað skuli með lítilsvirðingu um það af ýmsum fræðingum, er íslenskir myndlistarmenn sækja beint og meðvitað til náttúrunnar í hlutlægri sem óhlutlægri myndsköp- un, því að erlendum er einmitt talið það til tekna og jafnvel í hinu hreina málverki, „peinture pura“. Það var og t.d. af nokkrum miskilningi byggt á sínum tíma, að myndir Svavars Guðnasonar væru fullkomlega sjálf- sprottnar lita- og formatilraunir, því að uppruni hans skín í gegn í þeim flestum, svo sem löngu hafa verið færð rök fyrir. Hin einangraða sveit, hins blíðlega undirlendis, en í skjóli voldugs Vatnajökuls, — hrikalegs nágrennis stórfljóta og skriðjökla. Uppruninn leynir sér þannig aldrei í verkum góðra listamanna, þótt ekki séu þeir að kortleggja sveita- sæluna í verkum sínum. En menn skyldu ekki afneita upprunanum og •eggja hann að fótskör heimslistar- innar (sem telst jafnan hin viður- kennda markaðslist á hveijum tíma í New York, París, Köln og annars staðar, þar sem heimsgalleríin eru staðsett) heldur auðga heimslistina með vitundinni um hann. Hér er enginn að biðja um korta- gerð af landinu og sögufrægum slóð- um, því að jafnvel þúfu- og klessu- laga formið og græn litbrigðin í nýlögðum kúaskít úti í guðs grænni náttúrunni hlýtur að snerta fegurð- arskyn hvers sanns málara. Guðs- maðurinn, Jóhann heitinn Hannes- son, sem hafði gert víðreist og m.a. verið trúboði í Kína um árabil, taldi það einn hinn fegursta lit jarðar. Um mannréttindaákvæði stj ómarskrárinnar 3: Friðhelgi einkalífs og tjáning-afrelsi eftirBirgiísl. Gunnarsson í 66. gr. stjórnarskrárinnar er Qallað um friðhelgi einkalífs. Þar segir: „Heimilið er friðheilagt. Ekki má gera húsleit né kyrrsetja bréf og önnur skjöl og rannsaka þau nema eftir dómsúrskurði eða eftir sérstakri lagahermild." þetta ákvæði verður að teljast ófullkomið eins og það er orðað. Víðtækari vernd nauðsynleg í því felst t.d. að lögreglumönn- um er bannað að leita á heimili manns eða í öðrum einkavistarver- um, t.d. vinnustað, án þess að fyrir liggi sérstakur dómsúrskurður eða sérstakar heimildir séu fyrir hendi í lögum. Dæmi um slík lög eru tolla- lög (leit að smyglvamingi) eða áfengislög (leit að ólögmætu áfengi). Það er hins vegar hægt að rjúfa friðhelgi einkalífsins á ýmsan annan hátt en tilgreint er í þessari grein stjómarskrárinnar. Hvað með síma- hleranir? í nútímaþjóðfélagi tíðkast „Hæstiréttur hafði slegið því föstu að það væri ekki andstætt 72. gr. stjórnarskrárinnar að takmarka rétt manna til útvarps með þeim hætti sem gert var í eldri útvarpslögum. Það er því nauðsynlegt að setja í stjórnarskrá ákvæði sem komi í veg fyrir að Alþingi afhendi ríkinu aftur einkarétt til útvarps og jafnframt að tryggja að ekki séu í lögum iagðar óeðlileg- ar hömlur á útvarps- rekstur og að tryggja jaftiræði þeirra, sem slíkan rekstur hafa með höndum.“ símahleranir af ýmsu tagi. Ekkert ákvæði er í okkar stjómarskrá, sem vemdar þennan þátt í einkalífi manna. Sama má segja um bréf- leynd. Um hana vantar einnig ákvæði í stjómarskrá. Margvíslegar upplýsingar urh einkahagi manna eru nú geymdar í tölvum hjá ýmsum stofnunum. Það em mikilvæg réttindi fyrir hvem borgara að upplýsingar, sem þannig eru geymdar berist ekki út. Um þetta efni hefur verið sett löggjöf á íslandi, en réttindi borgaranna í þessu efni eru ekki varin í stjórnar- skránni. Það er því nauðsynlegt að breyta ákvæðum núverandi stjórnarskrár og gera þar viðbætur, þannig að einkalíf manna í víðtækum skilningi njóti vemdar. í tillögum stjómar- skrámefndar frá 1983 var gerð um það tillaga. Tjáningarfrelsi Er tjáningarfrelsi tryggt í íslensku stjórnarskránni? Ég reikna með að flestir myndu svara þeirri spumingu játandi, ef henni væri beint til þeirra. Svo ríkt er það í íslendingum að rétturinn til að tjá Birgir ísl. Gunnarsson sig sé einn af hornsteinum lýðræðis- ins að flestir telja þennan rétt virt- an í stjórnarskránni. Um þetta fjallar 72. gr. stjórnar- skrárinnar. Þar segir: „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti; Þó verður hann að ábyrgj- ast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða.“ Eins og orðalag þessarar greinar ber með sér felur hún í sér prentfrelsi, þ.e. menn eiga rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti. Þegar þetta ákvæði var samið var prentið áhrifaríkasta birt- ingaraðferðin. Vafalaust má víkka túlkun orðsins þannig að það nái einnig til skyldra birtingaraðferða, t.d. fjölritunar eða ljósprentunar. Fjölbreytt tjáningarfrelsi Þegar þetta ákvæði var samið sáu menn ekki fyrir að hin öra Auðvitað eigum við að segja mikl- ar fréttir, en þær verða aldrei að íslenskri núlist nema þær séu sprottnar upp af íslenzkum jarðvegi og af djúpri íslenzkri kennd og vit- und, og hér eru öll stílbrögð listar- innar gjaldgeng, svo fremi að þau beri svipmót gerandans og beri vott um sannheil og upprunaleg átök við efniviðinn. Hér vek ég einnig athygli á því, að núlistamenn eins og Nína Tryggvadóttir var komin í listræna einangrun í New York þegar árið 1963, vegna þess að auglýsinga- skrumið og fégræðgin í listkaup- mönnum í þessu höfuðvígi kapítal- ismans var orðið svo mikil til hags fyrir þau sjónarmið, sem hinir rót- tæku SÚM-listamenn tóku einmitt upp á arma sér hér upp á íslandi. Gremja Nínu og félaga í listinni yfir þessum skyndilegu sinnaskiptum var því mjög skiijanleg, og lítill dreng- skapur að ata slíka auri til fram- dráttar nýviðhorfunum. Menn átt- uðu sig einfaldlega ekki á því strax, um hve mikla uppstokkun gilda var að ræða í listinni og hún kom beint frá listamönnunum sjálfum og var mjög í samræmi við umhverfi þeirra og tímana, sem við lifum á — neyzlu- þjóðfélagið. — Við þurfum vissulega ekki stöð- ugt að vera að sanna það fyrir um- heiminum, að við séum ekki eski- móar með því að sækja allt til út- lendra, en einmitt með því staðfest- um við vanmáttarkennd og út- nesjamenzku. Og ég tel mig sístan talsmann útnesjamenzku í listum hér á landi. Það var og er kominn tími til að vinna úr núlistum heimsins og reynast gefendur en ekki einungis þiggjendur og ágengir fréttaritarar. Þessar hugleiðingar eru settar fram vegna þess, að fæst af því, sem getur að líta á Súm-sýningunni að Kjarvalsstöðum, höfðar til mín sem rismikil íslensk listsköpun með skírskotun til íslenzks veruleika og um leið í tengslum við heimslistina, en allt það sem svo gerir á henni þykir mér hins vegar rísa hæst. Það sem af ber á sýningunni og lengst mun lifa er sjálf sýningarskrá- in, sem er ágætlega úr garði gerð og viðtölin hin fróðlegustu, þótt ekki séu þau tæmandi og oft skorti á, að rétt sé farið með staðreyndir. En hér nenni ég engan veginn að fara í sparðatíning. Merkileg finnst mér þó óneitan- lega, að hvergi er minnst á fyrstu umsvif þeirra bræðra Kristjáns og Sigurðar Guðmundssona í núlistum, sem var stofnun og rekstur sýning- tækniþróun gerði mönnum kleift að láta hugsanir sínar í ljós á ýms- an annan hátt. Nú geta menn kom- ið hugsunum sínum á framfæri í gegnum hljóðvarp og sjónvarp eða með tölvum og hvers konar íjar- skiptum eða með gerð kvikmynda, svo að eitthvað sé nefnt. Tjáningar- frelsi af þessu tagi er ekki vemdað af íslensku stjómarskránni. Um þetta var ijallað í stjómar- skrárnefndinni 1983 og í tillögum nefndarinnar var ákvæðið gert víðtækara með þessu orðalagi: „Virða ber skoðanafrelsi manna. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar. Þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða." Það er auðvit- að til bóta að víkka ákvæðið út á þennan hátt. Ég tel hins vegar að hér sé ekki nóg að gert. Eftir að tillögur þessar voru sett- ar fram hefur Alþingi sett lög sem afnámu einkarétt Ríkisútvarpsins til sjónvarps- og hljóðvarpssend- inga. Hæstiréttur hafði slegið því föstu að það væri ekki andstætt 72. gr. stjómarskrárinnar að tak- marka rétt manna til útvarps með þeim hætti sem gert var í eldri út- varpslögum. Það er því nauðsynlegt að setja í stjómarskrá ákvæði sem komi í veg fyrir að Alþingi afhendi ríkinu aftur einkarétt til útvarps og jafnframt að tryggja að ekki séu í lögum lagðar óeðlilegar hömlur á útvarpsrekstur og að tryggja jafn- ræði þeirra, sem slíkan rekstur hafa með höndum. Höfiindur er einn afalþingis- mönnum Sjállstæðisflokks fyrir Reykja víkurkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.