Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.04.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRIL 1989 • • TVOFALDUR 1. VBNMNGUR íkvöld handa þér, ef þú hittir á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki f vanta í þetta sinn! Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511 EyleifJónsdóttir, Nes- kaupstað - Minning Fædd 2. mars 1908 Dáin 2. apríl 1989 í dag verður til moldar borin frá Norðfjarðarkirkju Eyleif Jónsdóttir, oftast kennd við Grund í Neskaup- stað. Eyleif var Skaftfellingur að ætt og uppruna, fædd að Homi við Hornafjörð 2. mars 1908. Dóttir hjónanna Jóns Eyjólfssonar bónda og konu hans, Guðbjargar Þorsteins- dóttur, en böm þeirra voru alls sex. Því miður þekki ég ekki nógu vel til uppruna Eyleifar og æskuheimil- is, að ég geti farið nánar út í þá sögu. Býlið Horn er nú komið í eyði, en í landi þeirrar jarðar risin stór og mikil radarstöð. Eyleif mun aðeins hafa verið 18 ára gömul þegar hún fór úr foreldrahúsum og hóf sambúð með GíslaBergsveinssyni útgerðar- manni í Neskaupstað eða nánar til- tekið árið 1925. Á öðrum til íjórða tugar aldarinnar fóm Norðfírðingar mikið til Homafjarðar á vetrarvertíð og var Gísli einn þeirra, en hann var mikill og djarfur sjósóknari. Heimilið á Gmnd var á þeirra fyrstu búskap- arámm ákaflega mannmargt, því þá var það fyrirkomulag hjá útgerð- armönnum að hafa alla aðkomu- menn, sem unnu við útgerðina, á heimilum sínum, en aðkomumenn vom á þeim ámm oftast stór hluti af mannskapnum. Einnig vom for- eldrar Gísla og bróðir hans svo og uppeldissystir líka á heimilinu. Þess- ari ungu og óreyndu stúlku hefur því mætt mikið og erfitt starf og sjálfsagt hafa þeir góðu eiginleikar hennar, einstök skapstilling, góðvild og ljúfmennska, hjálpað henni, svo og það, að samband þeirra Gísla var af öllum sem til þekktu talið einstak- lega ástúðlegt. Alls varð þeim Gísla og Eyleifu 6 bama auðið. Eitt dó skömmu eftir fæðingu. Hin em öll á lífi og gift, en þau em: Ólöf Sigríð- ur, gift Gunnari Guðmundssyni, málmiðnaðarmanni, Jóna Guðbjörg, gift ívari Hannessyni, rannsóknar- lögreglumanni, Bergsveina Halld- óra, gift Geir Siguijónssyni, fram- kvæmdastjóra, Gísli Sigurbergur, giftur Guðrúnu Jóhannsdóttur, skrifstofustjóra, og Sólveig Sigur- jóna, gift Hermanni Skúlasyni, skip- stjóra. Alls em afkomendur þeirra Eyleif- ar og Gísla orðnir 40 talsins dreifðir víða um landsbyggðina. í stuttri minningargrein er engin leið að gera sögu þessarar merku og góðu konu nein tæmandi skil, það get ég full- yrt eftir kynni okkar í 35 ár, að saga hennar er í raun hetjusaga. Heil og óskipt stóð hún við hlið manns síns. Fór með honum á vertí- ðir til Vestmannaeyja og Hafnar- fjarðar og aðstoðaði hann við hvað eina, sem við kom rekstri útgerðar- innar er var rekin af einstökum krafti og dugnaði, enda heiðraði for- seti Islands Gísla fyrir störf hans að útgerðarmálum. Eyleif missti mann sinn árið 1971. Það varð henni þung raun, en þá eins og fyrr og síðar mætti hún þeim harmi af einstakri sálarró. Hún hélt áfram að búa á Gmnd, elskuð og virt af afkomendum sínum og tengdafólki, svo og öllum Norðfirð- ingum, enda hafði hún tekið miklu ástfóstri við Norðfjörð og Norðfirð- inga. Sérstakrar aðstoðar og umönnun- ar naut hún frá syni sínum, Gísla Sigurbergi, og konu hans, Guðrúnu, svo og sonum þeirra sem vom henni hver og einn ákaflega handgengnir, en Gísli er sá eini af börnunum sem býr á Norðfirði. Öll eram við þeim þakklát fyrir umhyggju þeirra og ástúð í garð Eyleifar. Þegar íbúðir aldraðra, Breiðablik, vom teknar í notkun árið 1985 var hún ein af fmmbyggjunum þar. Það var henni ekki sársaukalaust að fara frá Gmnd eftir 60 ár, en hún fann þó brátt muninn á því að vera komin í vemdað umhverfi og eiga daglegt samneyti við heimilisfólkið þar, og er mér kunnugt um að þar eins og alls staðar var hún gleðigjafi og veitandi hins góða. Strax frá fyrstu kynnum okkar Eyleifar og til hans síðasta var vin- átta okkar einlæg og innileg. Hún var mér eins og besta móðir. Eg veit að söknuður allra hennar afkomenda er sár, en öll eigum við fagrar og bjartar minningar um þessa Ijúfu og góðu konu og þökkum henni að leiðarlokum allt sem hún hefur fyrir okkur gert. Blessuð sé minning hennar. Geir Siguijónsson Elskuleg amma og góður vinur, Eyleif Jónsdóttir, lést, eftir skamma sjúkralegu, í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað þann 2. apríl síðastlið- inn. Hún fæddist að Homi við Homa- fjörð, þar sem hún ólst upp. Eins og títt var þá vandist hún snemma við að vinna öll almenn sveitastörf og önnur störf sem til féllu þar um slóð- ir. Stundum var vinna sótt inn til Homafjarðar en þar var jafnan mik- ið um austfirska sjómenn á vertíð. Á meðal þessara sjómanna var Gísli Bergsveinsson skipstjóri og útgerð- armaður. Þeirra hugir féllu saman og átti fyrir þeim að liggja að gifta sig. Heimili þeirra var fyrst á Strand- götu 24 og seinna á Strandgötu 22. Hjónaband þeirra var farsælt, eign- uðust þau fímm böm og í þeim fríða hóp leyndist faðir minn. Afi lést árið 1971 og bjó amma þá ein á Strandgötu 22 þar til hún flutti í íbúðir aldraðra, að Breiðabliki á Neskaupstað. Þar kunni hún reglu- lega vel við sig og var umkringd vina- fólki í þessu litla samfélagi því alltaf var gestkvæmt hjá ömmu í litlu íbúð- inni hennar þar. Við bræðumir skiptumst á að búa hjá henni þegar hún bjó á Strandgöt- unni og skipar sá tími veglegan sess f hugum okkar allra. Hún var í raun- inni engin venjuleg amma með öllu þvf jákvæða sem í því orði merkist, hún var miklu meira, hún var einn Jens E. Jóhannsson Sælingsdal - Minning Fæddur 10. febrúar 1904 Dáinn 2. apríl 1989 Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Með þessum orðum vil ég kveðja afa minn, Jens Elís Jóhannsson, sem lést í Landspítalanum 2. þ.m. eftir langvarandi veikindi. Hann var hógvær maður sem gat gefið ótrú- lega mikið af sjálfum sér og fékk ég mjög að kynnast því er ég var um vetrartíma í sveitinni hjá afa og ömmu, þá fímm ára gömul. Allt- af var líf og fjör en stundum sakn- aði ég mömmu og systranna og var mjög hnuggin. Þá var ég tmfluð af afa sem kom til mín og sagði grafalvarlegur að ég skildi nú hætta þessu voli, ég mætti nú bara taka dráttarvél og fara, þá gat ég nú ekki annað en hlegið og var þá all- ur söknuður og heimþrá á bak og burt, spilin eða skriftarbókin tekin fram og dundað sér með afa. Á sumrin var hjá afa og ömmu í Sælingsdal oftast fullt af gestum út úr dymm enda börn þeirra 14, barnabömin orðin 41 og barna- barnabörnin 27 ogalltaf næturgest- ir. Oft varð því ansi langur vinnu- dagur hjá ömmu sem aldrei heyrð- ist þó kvarta. Síðustu árin bjuggu þau afi og amma hjá dóttur sinni og tengdasyni í Garði en voru þó um tíma á sumrin á heimili sínu í dalnum á meðan heilsa afa dugði til slíkra ferðalaga. minn besti vinur sem tók þátt í strákl- ingsins gleði og sorg. Hún samgladd- ist þegar vel gekk, samhryggðist þegar ekki allt lék í lyndi og leið- rétti mann pent þegar henni fannst maður ekki fara með rétt mál. Síðustu árin á Strandgötunni bjuggu svo yngstu bræður mínir hjá henni. Amma var rólegheita manneskja og flestu tók hún með jafnaðargeði og stillingu. Hennar mottó var líka að virða það jákvæða í lífínu og láta leiða og reiði víkja fyrir gleði. Henn- ar rólyndi og hjartagæska birtist kannski best á erfiðum tímum því þá stóð hún eins og klettur í hafinu. Við sem til hennar þekktum dáðumst að hugrekki hennar og dugnaði nú þegar nafni hennar og yngsti bróðir minn lést á vofveiflegan hátt þann 12. febrúar. Kannski var það hún, öðmm fremur, sem gaf okkur hinum tóninn um að lífið heldur áfram, þó á móti blási, og að aldrei hefiir hvesst það mikið að ekki komi aftur logn. Hennar líf hélt þó ekki lengi áfram, því eftirtvö áföll fjaraði henn- ar lífsþróttur út að morgni 2. apríl. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja ömmu. Þó að ekki hafí hún bylt heiminum í sínu lífi hér á jörðu, þá væri svo margt betra ef hennar mottó væm ríkjandi. Blessuð sé minning hennar. Gfsli Gíslason Amma mín, Eyleif Jónsdóttir, er jarðsett frá Norðfjarðarkirkju í dag. Mig langar á kveðjustund að minn- ast hennar með nokkmm orðum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi sem barn að fá að dveljast flest sum- ur hjá Eyleifu ömmu og Gísla afa á Neskaupstað, en hann lést árið 1971. Bæði vom þau miklum mannkostum búin, styggðaiyrði heyrðist aldrei af þeirra vömm, heldur var mankær- leikur og hjálpsemi ofar öllu. Amma var einstök kona, hún var alltaf glað- leg og hlý, þótt oft hafi verið margt um manninn á sumrin á Gmnd og annríki mikið, þá gaf hún sé alltaf tíma til að sinna þörfum bamanna hvers og eins, enginn var hafður útundan. Á liðnu sumri fór ég til Neskaup- staðar með fjölskyldu mína, og okkar fyrsta verk var að heimsækja ömmu. Glaðleg og ánægð tók hún á móti okkur, eins og hennar var von og vísa. Þar fengu bömin mín aðeins Hann verður jarðsunginn í dag frá Hvammskirkju í Dölum í heima- sveit sinni. Ég og fjölskylda min biðjum Guð að styrkja ömmu á þessari erfiðu stund. Bára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.