Morgunblaðið - 08.04.1989, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.04.1989, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989 að kynnast þessari einstöku ömmu sem ég hafði sagt þeim svo mikið frá. Eftir því sem árin líða metum við æ meira gildi þess að hafa kynnst góðu fólki og verið samvistum við það á bemsku- og æskuárum. Ég átti þessu láni að fagna. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar hnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guð blessi minningu hennar. Gísli Geirsson Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur, mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson) Sunnudagsmorguninn 2. þ.m. lést í sjúkrahúsinu í Neskaupstað tengdamóðir mín, Eyleif Jónsdóttir, og verður útför hennar gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Eyleif fæddist að Horni í Nesjum, A-Skaftafellssýslu, þann 2. mars 1908, dóttir hjónanna Guðbjargar Lússíu Þorsteinsdóttur og Jóns Ey- jólfssonar bónda þar. Eyleif var næstelst sex systkina en þau voru: Hafsteinn, Óli Sigurður, Nanna Halldóra, Ingibjörg og Guðni. Haf- steinn er látinn fyrir mörgum árum. Ég kann ekki að rekja uppvaxtar- ár Eyleifar, en árið 1926 kom hún til Norðfjarðar með eiginmanni sínum, Gísla Bergsveinssyni útgerð- armanni, og hefur búið þar síðan. Fyrri kona Gísla, Ólöf Stefánsdóttir, var þá látin eftir skamma sambúð og voru þau barnlaus. Gísli lést árið 1971 og bjó Eyleif áfram í húsi þeirra á Strandgötu 22, þar til hún flutti í íbúð sína í Breiðabliki í Nes- kaupstað, en þar eru íbúðir aldr- aðra. Þar undi hún hag sínum vel og átti góða vini og var virt í þeirra hópi. Efa ég ekki að vinir hennar þar muni sakna hennar. Böm Eyleifar og Gísla eru fimm, Ólöf Sigríður, gift Gunnari Guð- mundssyni, Jóna Guðbjörg, gift ívari Pétri Hannessyni, Bergsveina Halld- óra, gift Geir Siguijónssyni, Gísli Sigurbergur, giftur Guðrúnu Jó- hannsdóttur, og Sólveig Siguijóna, gift Hermanni Skúlasyni. Afkom- endur Eyleifar og Gísla eru orðnir 40 talsins. Eyleif stjómaði lengst af mannmörgu heimili og hjá þeim dvaldi oft langdvölum fólk sem vann við útgerð Gísla og einnig skyldfólk þeirra hjóna og sumt af því til fjölda ára. Foreldrar Gísla, þau Sigríður Gísladóttir og Bergsveinn Ásmunds- son, vom hjá þeim til æviloka og einnig Sigurbergur bróðir Gísla. Ég veit að allt þetta fólk virti húsmóður- ina mikils og þá ekki síst' fyrir hlýju hennar og dugnað. Eyleif gat verið föst fyrir þegar það átti við en engan vildi hún þó styggja vísvitandi. Hún vakti vel yfir því sem henni var trúað fyrir og helgaði heimilinu krafta sína og kunni ekki að hlífa sér. Fyrr á ámm vom þau Eyleif og Gísli með nokkum búskap og komu þau störf eðlilega mikið í hlut Eyleif- ar, enda Gísli oft fjarverandi á vert- íðum og þetta því viðbót ofaná heim- ilishaldið. Farið var á fætur fyrir allar aldir og seint gengið til náða. Á þessum ámm var þetta hlut- skipti þeirra kvenna sem áttu eigin- menn sína á sjónum að vera langtím- um einar heima með börnin og vinna flest sem vinna þurfti, þegar eigin- mennirnir vom á vertíðum í fjarlæg- um verstöðvum. Þá bjó fólk ekki við þau þægindi sem nú tíðkast og eðli- lega hafa störfin krafist meiri vinnu og fyrirhafnar af þeim sökum. Ég hafði rætt þetta við Eyleifu og hún svaraði brosandi eitthvað á þá leið, að þá hefði hún verið ung og frísk. Svona var Eyleif, hún gerði lítið úr því sem hún hafði afrekað og í umræðum um menn og málefni var hún mjög hlutlaus og mér vitanlega lagði hún aldrei til nokkurrar mann- eskju. Éyleif var mjög vinnusöm og verk- lagin. Hún saumaði úr nýju oggömlu á sig og sitt fólk og einnig pijónaði hún mikið á börnin. Eftir að Eyleif kom í Breiðablik kom vel í ljós hversu verklagin og vandvirk hún var, en þar vann hún mjög vandaða handavinnu og ég veit að margir dáðust af útsaumi hennar og einnig dúkum og fleiru, sem hún málaði. Eyleif og Gísli áttu fallegt heim- ili, sem gott var að koma á. Var snyrtimennska þar í fyrirrúmi og ég veit að marga undraði hvað þessi hægláta kona kom miklu í verk. Ég á góðar minningar frá fyrstu komum mínum á heimili þeirra hjóna og fann að mér, sem öðrum, var tekið þar með einlægni og hlýju. Eftir að við Jóna fluttum til Reykjavíkur var farið heim í sumar- leyfum þegar börnin okkar voru yngri og alltaf var okkur tekið opn- um örmum. Bömin okkar minnast oft þeirra-stunda sem þau áttu fyrir austan hjá ömmu og afa á Norðfirði. Þegar börn Eyleifar og Gísla“úxu úr grasi, gat Eyleif farið með Gísla á vertíðar og bjuggu þau þá nokkra vetur bæði í Hafnarfirði og í Vest- mannaeyjum og komu þá oft á heim- ili barna sinna, sem búsett voru hér syðra, og alltaf var það tilhlökkun að fá þau í heimsókn. Þann 12. febrúar sl. varð fjöl- skyldan fyrir þeirri miklu sorg að yngsti sonur Gísla og Guðrúnar, Eyleifur Þór, lést af slysförum. Allir undruðust þá styrk Eyleifar en hún stóð sem klettur, en eflaust hefur þó sorgin rist dýpra en við hugðum. Ég vil með þessum fátæklegu orðum kveðja tengdamóður mína, Eyleifu Jónsdóttur. Gengin er góð kona. Guð blessi minningu hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) ívar Hannesson IHADEGINU OG Á h KVOLDIN VAL UM FJÓRA AÐALRÉTTI SÚPU OG KAFFI Veldu einn af fjórum aöalréttunum. — HAKKABUFF •m LASAGNA ■■ PÖNNUSTEIKTAN KARFA — RÉTT DAGSINS súpa og kaffi fylgir, allt þetta fyrir kr. 470—490 Barnaskammtur kr. 315-330 FJOLSKYLDUMÁLTÍÐ FYRIR FJÓRA MEÐ GOSI, SAMTALS KR. Að sjálfsögðu geturðu einnig valið einhvern af okkar 15 sér- réttum og farið á salatbarinn. POTTURINN NÓATÚNI Þegar hugað er að bílakaupum.vakna margar spurningar, m.a. hver er tilgangur bílsins, hverjar eru aðstæðurnar o.s.frv. Hér að neðan gefur að líta nokkrar staðreyndir um Lada Samara. ’iffgfSem dæmi má nefna framúrskarandi fjöðrun, hátt undir lægsta jj^apunkt, kraftmikill og sparneytinn. Sé einhverjum spurningum mM ósvarað, ræddu þá við sölumenn okkar, sem gefa nánari upplýs- Sp^jflingar um Lada Samara og ath. að verðið er engin spurning. Ótrúlegt farangursrými Hliðarlistar Hjólkoppar Framdrifsbíll á algjöru undraverði: 430.000.- Einstök fjöðrun Umboðsaðilar; T:- Bilás.Akfanesi.S. 93 12622 Jóhannes Kristjánsson, Akureyri. S. Bilaleiga Húsavikur. S. 96-418B8. Sitl Opið á iaugardögum frá kl. 12-16 Beinn sími í söludeild: 31236. BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HSfyíía Ármúla 13, Sími 681200. yt&'&'- MRRg .';-SpL2*11 B" Stórir hliðarspeglar báðum megin Öryggisbelti fyrir alla farþega

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.