Morgunblaðið - 08.04.1989, Qupperneq 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. APRÍL 1989
mnmn
©1988 Universal P>w» Syndicale
x/ Úg held a& við aettum oÁ
-floh'a. i beima hver-fc."
Við erum engin böm, Stein-
grímur Hermannsson
Hvemig stendur á því,
Steingrímur Hermannsson, þú sem
ert forsætisráðherra þessa lands,
að þú talar alltaf til okkar fólksins
í landinu sem væmm við öll óvita
böm? Hvemig stendur á því að þú
segir iðulega eitt í dag og annað
þveröfugt á morgun? Heldur þú að
fólkið sé orðið svo sljótt eða kalkað
eða bara svo vitlaust og dómgreind-
arlaust, að það taki ekki alltaf eftir
því sem þú segir eða að orð þín
fari orðið inn um annað og jafnóð-
um út um hitt eyrað? Hvemig í
ósköpunum má það vera að þú virð-
ist alltaf hafa tvennslags skoðun á
svo til flestum málum? Er það til-
fellið?
Jú, ég hefi verið að fylgjast með
þér að undanfömu gegnum fjöl-
miðla, aðallega í sjónvarpi, stundum
í útvarpi, en eitthvað lesið það sem
haft er eftir þér i blöðum og ég
verð að viðurkenna að þetta fer
heldur versnandi hjá þér, oft svo
að mér finnst þetta allt að þvi grát-
broslegt og á það til að skella upp
úr, sem er auðvitað skammarlegt
að gera og frekar óþjóðlegt, þegar
forsætisráðherra á hlut að máli.
Ég hefí vissu fyrir því að þetta
allt er farið að fara fyrir brjóstið á
mörgum. T.d. þekki ég gamlan,
rótgróinn framsóknarmann ættað-
an að norðan, sem æsir sig töluvert
upp þegar þú birtist á skjánum og
flýtir sér að skipta yfir á hina stöð-
ina. Um daginn hélt ég að hann
væri að fá hjartaslag, þegar hann
tryllist algjörlega, þá varst þú nefni-
lega á báðum stöðvunum í einu!
Hann missti kaffibollann úr hönd-
unum, setti heilmikið út á sjón-
varpið mitt, eins og það væri allt
því að kenna, og rauk síðan út bölv-
andi allt og öllum og hefur ekki
sést síðan.
Eins var þetta ekki nógu gott
hjá þér þama á þinginu í janúar,
þegar þú lýstir því yfír að engin
gengislækkun væri í efnahags-
myndinni, en það furðulega skeði
að varla var liðinn mánuður þegar
þú sagðir úr sama stóli að nauðsyn-
iegt væri að fella gengið! Reyndar
lítið fyrst en síðan bara smá „hrap“
í viðbót stuttu síðar ef Seðlabankinn
ákvæði slíkt! Þú hefði nú orðað
þetta öðruvísi eða jafnvel látið vera
að minnast á þetta. Slæmt þótt
okkur líka þegar þú talaðir, eins
og hér væri á verðstöðvun, meðan
allt var að hækka nær daglega,
allt nema launin. Svo kom 1. mars
og þá hækkaði fyrst allt verulega
og mest það sem hið opinbera verð-
leggur, s.s. flest þjónusta ríkis og
b æjar, landbúnaðarvörur flestar,
bensín, fargjöld og margt fleira.
Þann daginn kom líka bjórinn og
sennilega hefur hann bjargað ykkur
fyrir hom í þetta skiptið. Annars
er furðulegt hvað hægt er að bjóða
fólkinu í landinu okkar, sennilega
orðið langþreytt og heldur bara að
þetta eigi að vera svona. Það skal
játað að það var sniðugt hjá ykkur
og rétt tímasett að demba bjómum
yfír lýðinn einmitt þennan dag! Eitt
enn. Hvemig datt þér í hug þama
úti í Svíþjóð að bjóða honum Arafat
hingað í heimsókn eða þú að heim-
sækja hann? Stórhættulegt og held-
ur glannalegt, fannst okkur. Hafðir
þú kannske einhverja „patent“lausn
á vandamálum Mið-Austurlanda
uppi í erminni? Við fengum eigin-
lega enga skýringu á þessu uppá-
tæki þínu. Eða sagðir þú þetta
óvart, kannske í hanastélsboði, svo
að einhver fréttamaður heyrði og
lét þessi ummæli þín leka? Þú verð-
ur, Steingrímur minn, að passa þig
betur gagnvart þessum fréttahauk-
um. Þú þarft ekki alltaf að svara
öllu sem þeir spuija þig um. Þetta
em algjörir gammar, sumir hverjir,
og em vísir til að koma flestu frá
þér meira og minna brengluðu.
Mættu sem sjaldnast fyrir framan
sjónvarpsvélamar nema þú hafir frá
einhveiju að segja sem þú getur
staðið ömgglega við. Vertu ekkert
að segja þeim að þetta eða hitt sé
í könnun, athugun, rannsókn, til
umhugsunar, í þreifingum á við-
kvæmu stigi né í skoðun hjá fær-
ustu mönnum. Kannske ættir þú
bara að láta nægja stefnuræðuna á
Alþingi og auðvitað ræðuna á gaml-
árskvöld, sem allir þjóðhollir íslend-
ingar hlusta á, kannske sötrandi
bjórinn í sæluvímu og þú verður
þá áreiðanlega kosinn áfram vin-
sælasti stjómmálamaður landsins!
Nú er sennilegt að þú sért ekki
sammála öllu því sem að framan
greinir, (og þó, eins og þú myndjr
segja), og hugsar sjálfsagt með
sjálfum þér: „Jú, jú, að vísu má
segja að þið séuð engin böm, það
hefí ég enda aldrei sagt. Hins vegar
er ekki að neita því að þið emð
óttalegir krakkar!'
N.N.
HÖGNI HREKKVfSI
Víkverji skrifar
Víkveiji hefur að undanfömu
fylgst af áhuga með fréttum
og skrifum um verð á kartöflum —
og reyndar eggjum og kjúklingum.
íslendingar neyta kartaflna í ríkum
mæli og þess vegna skiptir verð
þeirra miklu fyrir efnahag heimil-
anna. Það er með ólíkindum, hversu
dýrar kartöflumar em. Einn kunn-
ingi Víkveija lét svo um mælt, að
það ætti að pakka kartöflum inn í
gjafapappír — þær væm orðnar svo
dýrar að þær hentuðu til gjafa.
I flestum verzlunum kosta
tveggja kílóa pokar af kartöflum
milli 240 og 250 krónur. Á mörgum
heimilum endist slíkur poki í 2—3
daga. Það er því engin furða, þótt
neytendur sperri eymn við að heyra,
að nýjar kartöflur fáist á erlendum
mörkuðum fyrir 9 krónur kílóið.
Og það á meðan íslenzku kartöfl-
umar em famar að spíra og verða
bragðverri með viku hverri.
Forstjóri hagkaup fullyrðir, að
útsöluverð á nýjum erlendum kart-
öflum verði ekki meira en 35 krón-
ur, þ.e. nær fjórum sinnum hærra
en innkaupsverðið. Það er engin
smáræðishækkun.
XXX
1* slenzkir neytendur vilja áreiðan-
lega upp til hópa frekar kaupa
íslenzkar vömr en útlendar, svo
framarlega sem verð og gæði er
sambærilegt. íslenzka varan má
jafnvel vera nokkm dýrari, en það
er fáránlegt af íslenzkum kartöflu-
framleiðendum að ætlast til að fólk
borgi 120—125 krónur þegar nýrri
og betri vara gæti fengizt fyrir 35
krónur. Bæði framleiðendur og aðr-
ir, sem hagsmuna eiga að gæta
(söluaðilar), þurfa að vara sig. Þeir
mega ekki ganga fram af fólki. Þá
grípur það til sinna ráða.
Kartöflurækt er auðveld og fjöl-
margir kaupstaðabúar hafa ein-
hvem tímann stundað hana. Oft
hefur það verið út úr neyð. Um
langt árabil (á tíma Grænmetis-
verzlunar landbúnaðarins) var ekki
hægt að fá ætar kartöflur í verzlun-
um — jafnvel ekki á uppskerutíman-
um. Á vorin þurfti iðulega að flytja
inn erlendar kartöflur þegar þær
íslenzku vom búnar. Þá kom oft
fyrir, að þær útlendu voru einnig
óætar. Það endaði með uppreisn
neytenda, sem hafði í för með sér
endalok Grænmetisverzlunarinnar.
Farið hefur fé betra.
Á ámm áður ræktaði Víkveiji
sínar eigin kartöflur. Það var ekki
vegna verðsins heldur vegna þess,
að hann var þreyttur á að fá ekki
ætar kartöflur. Það var höfuðmálið.
Mikil framför varð þegar sölusam-
tök kartöfluframleiðenda tóku við
af Grænmetisverzlun landbúnaðar-
ins. Gæðin bötnuðu að mun og
Víkveiji þurfti ekki lengur að rækta
eigin kartöflur til að losna við óætið.
En það er full þörf á því fyrir
kartöfluframleiðendur að gæta að
verði vöm sinnar og milliliðakostn-
aði svo að neytendur sjái ekki sitt
óvænna og fari að setja niður á ný
— að þessu sinni ekki vegna gæð-
anna heldur vegna fjárhagslegs
ávinnings.
yon