Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1989 aa siiis i 2 FRETTIR/INNLEIMT Vestmannaeyjar; Mjög góð vetrarvertíð VETRARVERTÍÐIN hefiir verið rajög góð í Vestmannaeyjum. Góður afli hefiir verið bæði hjá neta- og togbátum og aðeins einu sinni hefur meira af loðnu borist á land í Eyjum. Nú hafa borist á land, til vinnslu, í Eyjum um 10.000 tonn af botn- fiski. Þetta er þó ekki allur afli sem landað hefur verið þar því talsvert af fiski hefur venð flutt út í gámum og skip hafa siglt með afla á mark- aði erlendis. Ekki reyndist unnt að fá nákvæmar tölur um hversu mik- ið hefur verið flutt út en liklega eru það 3.000 til 4.000 tonn. Mikil vinna hefur verið í fisk- vinnslustöðvunum og helst að það hafi vantað fólk til starfa. Mjög mikill loðnuafli barst til Eyja í vetur og er loðnuvertíðin í vetur sú næst stærsta frá upphafi. I gær var lokið við að bræða í Fiski- mjölsverksmiðju Einars Sigurðs- sonar og búist var við að bræðslu loðnu í Fiskimjölsverksmiðju Vest- mannaeyja lyki í dag. Grímur Morgunblaðið/Sigurgeir Handagangur í öskjunni við lönd- un í Eyjum. Þingflokkur Fijálslyndra hægri manna: Fær yfir milljón í sérfræðiaðstoð MEÐ stofiiun þingflokks Fijálslyndra hægri manna, fær þingflokkur- inn fjármuni sem nema tæplega 1,3 milljónum króna miðað við allt árið 1989 vegna liðsins á fjárlögum „Sérfræðileg aðstoð við þing- flokka“. Fjárveiting í þennan lið er ákveðin 18 miUjónir króna á þessu ári. Samkvæmt reglum fær hver þingfiokkur ákveðna grunnupp- hæð, sem ætluð er til sérfræðiað- stoðar og síðan ákveðna upphæð á hvern þingmann að auki. Reglan sem beitt hefur verið undanfarið er sú að reiknaður er út ákveðinn fjöldi eininga, og hefur hver þing- flokkur fengið fímm einingar í grunngjald og síðan eina einingu að auki fyrir hvem þingmann. Ein- ingafjöldinn var því 93, þar til sl. fímmtudag, þ.e. ein eining fyrir hvem þingmann og 30 að auki, vegna þess að þingflokkarnir voru sex. (Stefán Valgeirsson er sam- kvæmt lögunum ekki þingflokkur, og fær því einungis eina einingu.) Eftir að Borgaraflokkurinn klofn- aði, fjölgar grunneiningunum í 35, þó að þingmannafjöldinn sé óbreytt- ur. Deilitalan sem notuð er nú er því 98 í stað 93, sem gerir það að verkum að hver eining lækkar úr um 193 þúsund krónum í um 183 þúsund krónur. Sé þessum 18 milljón krónum skipt á þingflokkana, í réttu hlut- falli, miðað við að þeir væm sex, eins og var við samþykkt íjárlaga, kemur eftirfarandi á daginn: Sjálfstæðisflokkur fengi um 4,5 milljónir króna Framsóknarflokkur fengi um 3,5 milljónir króna Alþýðuflokkur fengi um 2,7 millj- ónir króna Alþýðubandalag fengi um 2,5 milljónir króna Borgaraflokkur fengi um 2,3 milljónir króna Samtök um kvennalista fengju um 2,2 milljónir króna Stefán Valgeirsson fengi um 193 þúsund krónur Hlutfallið breytist við það að þingflokkarnir em nú orðnir sjö og miðað við allt árið í ár, myndi fjár- veitingin skiptast þannig milli flokkanna: Sjálfstæðisflokkur um 4,2 millj- ónir króna Framsóknarflokkur um 3,3 millj- ónir króna Alþýðuflokkur um 2,5 milljónir króna Alþýðubandalag um 2,3 milljónir króna Samtök um kvennalista um 2 milljónir króna Borgaraflokkur um 1,8 milljón króna Þingflokkur Frjálslyndra hægri manna um 1,3 milljónir króna Stefán Valgeirsson um 183 þús- und krónur. Samæfíng fyrir fegurðarsamkeppni í gær mættu stúlkurn- ar, sem keppa um titil- inn fegurðardrottning íslands, til fyrstu sam- æfingar fyrir keppnina og tók Þorkell þessa myndþá. Lengsttil vinstri er Heiðrún Perla Heiðarsdóttir, Fegurð- ardrottning Suðurlands, Hildur Dungal ljós- myndafyrirsæta Reykjavíkur er fjær, á gólfinu æfir sig Stein- unn Geirsdóttir Fegurð- ardrottning Norður- lands, á bekknum situr Hugrún Linda Guð- mundsdóttir Fegurðar- drottning Reykjavíkur, og hjá henni stendur Katrín Hafsteinsdóttir þjálfari stúlknanna. Ifyrir aftan hana er Theodóra Sæmunds- dóttir frá Reykjavík og fyrir framan Theodóru situr Guðrún Eyjólfs- dóttir Fegurðardrottn- ing Vesturlands. Feg- urðardrottningar Aust- urlands og Suðumesja, Oddný Ragna Sigurðar- dóttir og Elfa Hrund Guttormsdóttir standa lengsttil hægri og fremst situr Linda Ól- afsdóttir ljósmyndafyr- irsæta Suðumesja. Feg- urðardrottning Vest- fjarða Guðbjörg Hilm- arsdóttir komst ekki. • • Orlög smáflokka og sérframboða: Kötturinn og músin ÞÓTT fjórflokkakerfið í íslenskum stjórnmálum hafí haldið velli í hartnær 60 ár, hafa smáflokkar og sérframboð alltaf skotið upp kollinum öðru hvoru og fengið menn kjörna á Alþingi. Það er sammerkt þessum smáflokkum að enginn þeirra hefur lifað lengur en tvö kjörtímabil auk þess sem það hefur verið áberandi með smáflokka tveggja síðustu áratuga að þeir hafa verið stofnað- ir í kringum einn mann, en ekki vegna sameiginlegra skoðana og hugsjóna. Ekkert bendir til þess að Samtök um kvennalista, sem fengu þijá þingmenn kjönia árið 1983 og sex árið 1987, séu einn hinna hverfandi flokka. Því má ætla að eftir næstu alþingis- kosningar verði hér rætt um fimm flokka kerfí, í stað fjjögurra. Nú, þegar klofningur Borg- araflokksins er orðinn stað- reynd, velta menn því fyrir sér hvað verður um Borgaraflokkinn, eftir að Albert Guðmundsson hef- ur tekið við starfi sendiherra ís- lands í París. Nafngift þeirra tvimenninga á nýja þingflokkn- um, þingflokkur Fijálslyndra hægri manna, bendir ótvírætt til þess að þeir horfí í áttina til Sjálfstæðisflokks- ins og þessi aðgerð þeirra sé eins konar biðleikur. Þeir munu því að líkindum enda heima á ný, sem virðist jú vera nokkuð dæmigert fyrir örlög smáflokka, sem klofna frá móðurflokkum, að renna sam- an við þá á nýjan leik, a.m.k. að hluta til. Ólafur Þ. Þórðarson sendi borg- araflokksmönnum litla kveðju úr ræðustól Alþingis sl. fimmtudag, þegar klofningur flokksins hafði verði gerður op- inber, þar sem hann lýsti með lítilli vísu örlög- um smáflokka. Vísan er eftir Högna Egilsson, og ber heitið Vemdarinn: Hann færði henni gjafir og fæddi hana á krásum, í fjörutíu djga og prutíu nætur. Át hana því næst í einu lagi, en hugsaði þó, því áður voru þau orðin dús. Hann var köttur og hún var mús. Söm urðu örlög Bandalags jafnaðarmanna, sem 1982 var stofnað í kringum einn mann, Vilmund Gylfason, þegar hann yfirgaf Alþýðuflokkinn. Arið 1983 fékk BJ flóra þingmenn kjöma, en 1987 var Bandalag jafnaðar- manna liðið undir lok. Kristín Kvaran, þingmaður BJ, hafði gengið til liðs við þingflokk Sjálf- stæðisflokksins, en áðrir gengið í Alþýðuflokkinn aftur. Það virðast óumflýjanleg örlög smáflokka að lífaldur þeirra verði hámark átta ár. Þegar litið er til stofnunar Bændaflokksins, sem klofnaði út úr hægri væng Fram- sóknarflokksins 1933 undir for- ystu Tryggva Þórhallssonar, kem- ur á daginn að Bændaflokkurinn bauð fram í alþingskosningunum 1934 og svo aftur 1937, en þá í kosningabandalagi við Sjálfstæð- isflokkinn, en síðan ekki söguna meir. Árið 1953 buðu fram Þjóð- vamarflokkurinn og Lýðveldis- flokkurinn, sem var klofnings- framboð úr Sjálfstæðisflokki, en Þjóðvamarflokkurinn var í pólitíska litrófinu einhvers staðar á milli Sósíalistaflokksins og Al- þýðuflokksins. Lýðveldisflokkur- BflKSVIÐ eftir Agnesi Bragadóttur inn náði ekki manni á þing, en Þjóðvarnarflokkurinn fékk tvo menn kjöma. Þeir buðu aftur fram árin 1956 og 1959, án þess að ná kjöri. Sá flokkur var stofnaður um eitt mál, hann var á móti vam- arliði og her á íslandi. Gils Guð- mundsson og Bergur Sigurbjöms- son, sem voru þingmenn Þjóð- vamarflokksins, gengu báðir til liðs við Alþýðubandalagið árið 1963. Hér var um kosningabanda- lag að ræða en ekki formlega inn- göngu. Þar með var sögu Þjóð- vamarflokksins lokið. Alþýðubandalagið klofnar svo árið 1968 og Hannibal Valdimars- son og Bjöm Jónsson stofna Sam- tök fijálslyndra og vinstri manna árið 1969 í kjölfar uppgjörs innan Alþýðubandalagsins milli jafnað- armanna og kommúnista. Að- dragandi þessa klofnings er allt frá árinu 1963. Árið 1971 vinna Samtökin kosningasigur og fá 8,9% atkvæða og fímm þingmenn kjöma, en líftími þeirra varð skammur, því þau voru svo gott sem búin að vera árið 1974, þó að þau næðu þá tveimur mönnum á þing, sem þau misstu báða í kosningunum 1978. Árið 1974 bauð fram Fijálslyndi flokkur Bjama Guðnasonar, sem hafði verið þingmaður Samtaka fijáls- lyndra og vinstri manna. Hann sagði sig úr þingflokki þeirra snemma árs 1973. Bjarni náði ekki kjöri 1974. Var stofnun Sam- takanna sögð eins konar biðleikur í viðleitni þessara manna til að nálgast Alþýðuflokkinn og vinna að myndun sameinaðs flokks íslenskra vinstri manna. Eitthvað af fylgi Samtakanna skilaði sér til Álþýðuflokksins, svo og for- ystumenn eins og Bjöm Jónsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Karvel Pálmason, en Ólafur Ragnar Grímsson og Baldur Óskarsson gengu í Alþýðubanda- lagið. Það er athyglisvert þegar litið er til klofningsframboðanna, að tvisvar verður klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokknum, 1953 og 1987, en öll hin umbrotin hafa verið á vinstri væng stjórnmál- anna. Annað, sem vekur athygli, er að smáflokkunum, sem stofn- aðir hafa verið, vegna óánægju eða átaka í móðurflokkunum, svo gömlu ijórflokkunum, sé líkt við mæður smáflokkanna, virðist hætta til að klofna aftur. Samtök fijálslyndra og vinstri manna klofnuðu, og tvíklofnuðu meira að segja. Bandalag jafnaðar- manna klofnaði. Borgaraflokkur- inn klofnaði sl. fímmtudag og enginn veit hvort þeir fimmmenn- ingar sem nú sitja saman í þing- flokki Borgaraflokksins munu eiga samleið í stjómmálum í fram- tíðinni, lognist flokkurinn á annað borð ekki út af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.